Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 34
50 MANUDAGUK 1. JÚLÍ 1991. Afmæli Sigríður Guðvarðsdóttir Sigríöur Guövarðsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Smáragrund 4, Sauöár- króki, er sjötug í dag. Starfsferill Sigríöur er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún fluttist til Sauðár- króks ári 1956 og hefur búiö þar síö- an. Hún lauk gagnfræðaskólaprófi í Reykjavík 1934 og prófi í hjúkrun frá Hjúkrunarskóla íslands 1946. Sig- ríður fór í framhaldsnám í geð- hjúkrun viö Kleppsspítala 1947. Sigríður var hjúkrunarfræðingur við Landspítalann 1947-1949 og við Kleppspítalann 1949. Deildarhjúkr- unarfræðingur við Landspítalann 1949-1950 og 1952-1953. Hjúkrunar- fræðingur við Karolinska Radhem- met og Norrbacka Institut í Svíþjóð 1953. Yfirhjúkrunarfræðingur við sjúkrahúsiö á Sauðárkróki 1962- 1964. Skólahjúkrunarfræðingurá Sauðárkróki. Sigríður var í stjórn bamavernd- arnefndar Sauðárkróks í tólf ár og í sjúkrasamlagsstjóm þar í nokkur ár. Hún var fyrsti varaþingmaður Norðurlands af D-lista 1974 og sat á þingi um tíma. Fjölskylda Sigríðurgiftist, l.júni 1950, Fr.ið- riki J. Friðrikssyni, f. 17.2.1923, hér- aðslækni í Skagafirði og Norður- landi vestra. Foreldrar hans voru María Jónsdóttir kennari og Friðrik Klemenz, kennari og póstmaður. Sigríður og Friðrik eiga eitt fóstur- barn, Oddnýju Finnbogadóttur, f. 11.11.1948, bókasafnsfræðing á Sauðárkróki, maki Björn Friðrik Björnsson kennari, þau eiga þijár dætur: Emmu Sigríði, Ástu Sylviu og ÖlmuEmilíu. Systkini Sigríðar eru Svava Jó- hanna, f. 11. mars 1923, maki Guð- mundur Birgir Valdimarsson, f. 1921, járnsmiður, bæði látin. Þau áttu fjögur börn; Helga, f. 6.12.1924, barnlaus, búsett í Reykjavík; Guð- varður, f. 1928, dó barnungur; Sverr- ir, f. 30.9.1930, stýrimaður, maki Sigríður Bjarnason, þau eiga fimm börn og eru búsett í Mosfellsbæ; María, f. 24.5.1932, d. 1991, maki Guðbjartur Ólafsson, sjómaður og bílstjóri í Reykjavík, þau eiga einn son. María var áður sambýliskona Bjarna Haraldssonar á Sauðárkróki og áttu þau tvær dætur; Guðmund- ur, f. 14.10.1933, verkamaður í Reykjavík, maki Kistbjörg og áttu þau tvær dætur. Hann er látinn; Jakob, f. 14.101933, bílstjóri í Reykjavík, hann á fjögur böm. Samfeðra: Gunnar Eyjólfsson, leikari og skátahöfðingi. Foreldrar Sigríðar voru Guðvarð- ur Þórarinn Jakobsson, f. 18.1.1900, d. 19.10.1959, bifreiðarstjóri í Reykjavík, og Oddrún Sigþrúður Guðmundsóttir, f. 8.9.1900, d. 17.4. 1951, húsmóöir. Þau bjuggu lengst afíReykjavík. Ætt Foreldrar Guðvarðar voru Jakob Gunnarsson, bóndi í Hraunsholti í Garðahreppi, og Helga Eysteins- dóttirhúsmóðir. Foreldrar Oddrúnar voru Guð- Sigríður Guðvarðsdóttir. mundur Sigurðsson, verkstjóri í Reykjavík, og Sigríður Bergsteins- dóttirhúsmóðir. Sigríður verður að heiman á af- mælisdaginn. Sigfríður Margrét Vilhjálmsdóttir Sigfríður Margrét Vilhjálmsdóttir jógakennari, Kjarrhólma 8, Kópa- vogi, erfertugídag. Starfsferill Sigfríður er fædd í Hafnarfirði en alin upp í Reykjavík. Hún gekk í • Miðbæjarskólann og var í sveit á sumrin á unglingsárum. Hún hefur unnið mikið við verslunarstörf. Sigfríöur vann í söluturni Sólveig- ar Eiríksdóttur á Hlemmi og í Tvist- inum við Skólavörðuholt. Hún var einnig starfsmaður í Kjötmiðstöð- inni viðLaugalæk. Sigfríður hefur starfað sem jóga- kennari undanfarin 5 ár. Hún rekur Jógastöðina Heilsubót í Hátúni 6a ásamt eiginmanni sínum. Fjölskylda Sigfríöur er gift Krsta Stanojev, f. 5.4.1944, íþróttakennara frá Júgó- slavíu. Foreldar hans: Andja og Mi- roslav Stanojev, hann er látinn en hún býr í nágrenni Belgrad í Júgó- slavíu. Sigfríður og Krsta eiga þrjú börn, Miroslav, f. 24.11.1969, iðnskóla- nema, Sóleyju Erlu, f. 18.4.1972, starfsm. hjá BSÍ, Boris Jóhann, f. Sigfríður Margrét Vilhjálmsdóttir. 12.11.1973, nema. Sigfríður á tvo bræöur. Þórólfur, f. 30.8.1940, byggingarmeistari í Vestmannaeyjum; Emil Vilhjálmur, f. 31.12.1944, byggingarmeistari á Sauðárkróki, en hann á þrjú börn, Heiðu, Vilhjálm, Helga. Foreldrar Sigfríöar: Vilhjálmur Eyjólfsson, f. 1903, d. 1983, og Jó- hanna Einarsdóttir, f. 18.5.1919, bókbindari í Reykjavík. Grctð Erlendsdóttir Gréta Erlendsdóttir flugfreyja, Hálsaseli 2, Reykjavík, er fertug í dag. Fjölskylda Gréta er fædd í Reykjavík og alin þar upp. Hún var við nám í Verslun- arskóla íslands. Gréta vann í Iðnar- bankanum en hefur starfað sem flugfreyja hjá Flugleiðum frá árinu 1973. Gréta giftist 22.12.1982 Hrafni Oddssyni, f. 15.1.1946, flugmanni. Foreldrar hans: Oddur Kristjáns- son, starfsm. hjá Sambandinu, og Kristín Friðrika Ólafsdóttir, en þau bjuggu lengst af í Álfheimum 64 en erunúbæðilátin. Gréta og Hrafn eiga tvo syni, Tóm- as Odd, f. 28.1.1981; Kristin Friðrik, f. 19.9.1984. Grétaáttisonáður, Erlend Svavarsson, f. 1.6.1972, nema ÍM.R. Gréta á tvo bræður. Jón Tómas, f. 7.12.1952, kvæntur Guðrúnu Yrsu Sigurðardóttur bankastarfsmanni og eiga þau þrjú böm, Sigurð, Ingu Dröfn, Gunnhildi; Guðmundur Rúnar, f. 26.4.1954, atvinnurekandi Gréta Erlendsdóttir. á Hvammstanga, kvæntur Kol- brúnu Karlsdóttur, og eiga þau tvö böm, Jóhönnu Birnu, Erlend Inga. Foreldrar Grétu: Erlendur Guð- mundsson, f. 5.4.1923, starfsm. í Odda, og Inga Hallveig Jónsdóttir, f. 19.3.1928, hárgreiðslukona, en þau búa að Hjallabrekku 8 í Kópavogi. Bima Gunnhildur Guðmundsdóttir Birna Gunnhildur Guðmundsdóttir húsmóðir, Krithóli, Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði, er fimmtug í dag. Starfsferi II Birna er fædd að Sölvanesi í Lýt- ingsstaðahreppi og átti þar heima fram yfir tvítugt er hún flutti að Sveinsstöðum í sömu sveit. Árið 1969 flutti hún að Bjarnastaðahlíð og bjó þar í fimm ár. Eftir það bjó Bima á Sauðárkróki til ársins 1978 er hún flutti að Krithóli og hefur hún búið þar síðan. Hún lauk barna- skólaprófi frá Steinsstaðaskóla. Fjölskylda Maki Birnu er Kjartan Björnsson, f. 7.10.1932, bóndi að Krithóli í Lýt- ingsstaðahreppi. Foreldrar hans voru Hel'ga Friðriksdóttir og Björn Ólafsson, bóndi að Krithóli. Björn er látinn. Birna og Kjartan eru barnlaus, en Birna átti fimm böm með fyrri sam- býlismanni sínum, Halldóri Jakobs- syni. Þau eru: Sigurlína, f. 18.3.1962, húsmóðir, maki Gunnar Valtýsson, bóndi og vörubílstjóri að Nesi í Fnjóskadal; Ragnhildur, f. 9.5.1965, húsmóðir, maki Valdimar Bjarna- son trésmiður, þau eru búsett á Sauðárkróki; Rósa Borg, f. 20.9.1966, hárgreiðslunemi, maki Þorgrímur Jónsson vöruflutningabílstjóri, þau eru búsett á Húsavík; Sigríður, f. 28.5.1968, húsmóðir og afgreiðslu- stúlka, hún er búsett í Reykjavík; Lúðvík Alfreð, f. 19.1.1973, starfs- maður í fóðurstöðinni Melrakka á Sauðárkróki, hann býr hjá móður sinni og stjúpfóður að Krithóli. Birna á fimm systkini. Hjálmar Guðmundsson, bóndi að Korná í Lýtingsstaðahr., kvæntur Birnu Jó- hannesdóttur; RagnaE. Guðmunds- dóttir, starfsstúlka í Nesjavalla- virkjun, búsett í Reykjavík; Rósa, húsmóðir, gift Borgari Símonar- syni, bónda að Goðdölum í Lýtings- staðahr; Snorri, bifvélavirki, vinnur hjá Vegagerð ríkisins, kvæntur Halldóru Árnadóttur, þau eru bú- sett á Akureyri; Ólafur, plötu- og ketilsmiður, kvæntur Onnu Lilju Birna Gunnhildur Guðmundsdóttir. Guðmundsdóttur, þau eru búsett á Akureyri. Foreldrar Birnu eru Guðmundur Sveinbjömsson, f. 14.4.1914, bóndi og síðar starfsmaður hjá Vörubíl- stjórafélagi Skagafjarðar og Sólborg Hjálmarsdóttir, f. 9.6.1905, ljósmóð- ir. Hún lést 1984. Birna verður að heiman á afmæl- isdaginn. 85 ára Soffía Kristjánsdóttir, Hólagötu 5, Njarðvík. 50 ára Anton Eyþór Hjörleifsson, Klapparbraut 10, Garði. Aðalheiður E. Gísladóttir, Stórateigi 14, Mosfellsbæ. AlfK. Walderhaug, Túngötu 17, Ólafsfirði. 40ára Benedikt Benediktsson, Lambhaga 7, Selfossí. Eggert H. Jónsson, Hjallalundi lld, Akureyri. Kristófer O. Zalewski, Krummahólum 10, Reykjavík. Lovísa Georgsdóttir, Heiðargarði 22, Keflavík. Kristján Tryggvason, Botnahlíð 13, Seyðisfirði. Arnór Sigurðsson, Engjaseli 81, Reykjavík. Jónína Birna Sigmarsdóttir, Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Sviðsljós Við opnun dýragarðs í Sydney i Astralíu nýlega var þessari Ijósmynd smellt af. Ekki er gott að átta sig á því hvað 1 hér fer fram en kannski er krílið að segja manninum einhvern fyndinn brandara. Það er þó frekar hæpið og mun liklegra að dýrið sé hreinlega að narta í eyrnasnepilinn á manngreyinu. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.