Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1991.
Fréttir
Tvær rækjuvinnslustöðvar hafa sagt upp öllu starfsfólki:
Hætta hver af annarri ef
ekkert verður að gert
- segir Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri samtaka rækjuframleiðenda
„Ef markaðurinn hressist ekki og
ef ekkert verður að gert þá eru vax-
andi líkur á því að rækjuverksmiðj-
urnar hætti allri starfsemi. Þeir
framleiðendur sem eingöngu eru í
rækjuvinnslu og þá einkum þeir sem
eru í smárækjunni gefast líklega
fyrst upp og síðan fylgja hinir i kjöl-
fariö. A undanfórnum 12 mánuðum
höfum við þurft að horfast í augu við
22 prósent verðfall án þess að hráefn-
ið hafi lækkað svo nokkru nemi. Og
í smárækjunni er verðfallið allt að
40 prósent. Það segir sig sjálft að
verði ekkert að gert þá blasir hrun
við í greininni," segir Lárus Jónsson,
framkvæmdastjóri Félags rækju- og
hörpudisksframleiðenda.
AÚs eru starfandi ríflega 20 rækju-
verksmiðjur hér á landi og þegar
hafa tvær sagt upp öllum sínum
starfsmönnum, Dögun á Sauðár-
króki og Særún á Blönduósi. DV hef-
ur haft af því fregnir að fleiri verk-
smiðjur íhugi nú að gera þaö sama.
Að sögn Lárusar er meginástæða
þess mikla verðfalls sem orðiö hefur
á plokkaðri kaldsjávarrækju stór-
aukið framboð frá Norðurlöndum.
Hann segir ýmis teikn nú á lofti um
að heildarframleiðsla þessara landa
muni minnka eitthvað á þessu ári
þó svo að framleiðsluaukning verði
hér á landi vegna úthiutunar
rækjukvóta til loðnuskipa. Því sé
veik von um að verðið hækki á ný.
Einnig segir hann Bandaríkjamark-
að vera að opnast fyrir þessari vöru
og það muni bæta stöðuna verulega.
Að sögn Lárusar myndi það bæta
stöðu rækjuvinnslunnar verulega ef
framleiðendur- gætu fengið skuld-
breytingu hjá þeim fjárfestingalána-
sjóðum og bönkum sem lánað hafi
til greinarinnar. Hann segir að
skuldbreyting þeirra lána sem nú eru
í vanskilum auk þeirra 200 milljóna
sem Byggðastofnun var heimilað að
taka aö láni og veita til greinarinnar
í lánsfjárlögum myndi jafngilda 500
til 600 milljón króna aðstoð.
„Svona skuldbreytingarleið ásamt
nýju fjármagni myndi bæta stöðuna
verulega þó svo að hún geti tæplega
bjargað öllum. Fram til þessa hefur
þessi leið hins vegar strandað á
Byggðastofnun því þar telja menn sig
ekki hafa nægjanlega góð veð fyrir
nýjum lánveitingum. Þetta er því allt
ístrandií bili.“ -kaa
Þyrlan hefur sig loks til flugs á ný á Snæfellsjökli. DV-myndir: Guðmundur Oddgeirsson.
VeUieppnuð björgunarstörf á SnæfeHsjökli:
Þyrlan hóf sig á
loft af jöklinum
Þyrla varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli, sem skall niður við björg-
unarstörf á Snæfellsjökli fyrir rúmri
viku, tók sig á loft um hádegi á laug-
ardag. Höfðu menn ætlað að fljúga
henni mun fyrr en verkið hafði taflst
vegna þoku og lélegra veðurskilyrða.
Grafið var frá vélinni og allt undir-
búið um morguninn en veður var þá
hið besta. Síðan voru geröar viðeig-
andi prófanir áður en þyrlunni var
flogið burt. Hafði vélin verið tæmd
til að hún væri sem léttust og fóru
flugbjörgunarsveitarmenn niður af
jöklinum um eittleytið.
Eins og kunnugt er varð vélsleða-
slys á jöklinum fyrra laugardag.
Hafði þyrlunni verið flogið á svæðið
til að aöstoða við björgunarstörf.
Niðurstreymi olli því að þyrlan skall
niður, laskaðist og komst af þeim
sökum ekki á loft á ný.
Á miðvikudag kom rannsóknar-
nefnd frá Bandaríkjunum ásamt við-
gerðarmönnum til aö kanna
skemmdir. Flugvirkjar komu næsta
dag með varahluti en vegna þoku
þurfd að geyma þá við jökulröndina.
Voru famar hátt í þrjátíu ferðir nið-
ur að rótum jökulsins til að ná í vara-
hluti.
Vamarliðsmenn unnu síöan aö við-
Siðasta hönd lögð á viðgerð þyrlunnar fyrir flugtakið.
gerð vélarinnar dag og nótt. Var
henni lokið á fóstudaginn. Hálfgert
vetrarríki hrelldi björgunarmenn,
skafrenningur og kalt um nætur.
Meðlimir Flugbjörgunarsveitar
Reykjavíkur og björgunarsveitar-
menn frá Ólafsvík vora viögerðar-
mönnum til aðstoðar. Sáu þeir einnig
um að ryðja snjó frá vélinni sem var
mikilvægt til aö koma henni á loft.
Hafði verið rutt svo vandlega frá
henni aö það var sem hún stæði á
stultum á jöklinum. Lögreglumenn
frá Keflavík voru einnig á staðnum
allan timann en þeir héldu til í þyrl-
unni.
Þegar viögerð var lokið og aðstæö-
ur þóttu heppilegar tókst, eins og
áður greinir frá, að fljúga þyrlunni á
braut. -tlt
Guðmundur Malmquist um rækjuverksmiðjumar:
Sameining
verksmiðja
„Rækjuverksmiðjumar fá ekki
lánaðar þær 200 milljónir sem
Byggðastofnun hefur verið heimilað
að lána þeim nema þær fari í fjár-
hagslega endurskipulagningu. Það
hefur verið rætt um sameiningu
verksmiðja og að stærstu kröfuhafar,
sem eru bankar, Byggðastofnun og
ýmsir sjóðir, fallist á að fella niður
lán, vexti og dráttarvexti og að lengja
lán. Hins vegar er ekki búið að taka
neinar ákvarðanir í þessum málum,
þetta er allt á umræðustigi," segir
Guömundur Malmquist, fram-
kvæmdastjóri Byggðastofnunar.
Matthías Bjarnason, formaður
stjórnar Byggðastpfnunar, og Guð-
mundur gengu á fund Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra í síðustu
viku og þar var vandi rækjuverk-
smiðjanna til umræðu. Ákveðið hef-
ur verið að þessir aðilar auk fjármál-
ráðherra hittist aftur í þessari viku.
Ekki er búist við að settar verði fram
neinar skýrar tillögur um lausn
vandans á þeim fundi frekar en þeim
fyrri.
Sem fyrr segir hefur ekki verið
ákveðið hvort 200 milljónirnar verði
lánaðar og Guðmundur segir: „Ég
skal ekkert um það segja hvort
Byggðastofnun lánar þessa peninga.
En að mínu viti veröa þessar milljón-
ir ekki lánaðar nema þær komi að
gagni og komi til með að verða
greiddar til baka. Nema það verði
gert í gegnum atvinnutryggingar-
deild Byggöastofnunar sem er íjár-
hagslega á ábyrgð ríkissjóðs."
-J.Mar
Akureyri:
Leitað lyfja í tveimur bátum
Gylfi Kriatjánsson, DV, Akureyri:
Farið var um borð í tvo báta um
helgina en þeir liggja við Torfu-
nefsbryggju á Akureyri. Þeir sem
þama vora á ferðinni fóru um borð
í Sólfell og Eyborgu, bratu upp
huröir og rúöur og leituöu greini-
lega fyrst og fremstlyfja í lyfjaköss-
um bátanna. Ekki er vitað með
vissu hversu miklu var stolið.
Bátarnir tveir hafa legið við
bryggjuna 1 nokkurn tíma, þeim
var lagt þama um leið og togarinn
Þorsteinn haföi verið fluttur þaðan
og er vera bátanna þarna bæjarbú-
um lítiö gleðiefni.
Atvikið á Ránargötu 1 Grindavik:
Líklegra að byssukúla
haf i brotið rúðurnar?
Fjöldi fólks hefur verið yfirheyrð-
ur vegna atviksins sem varð við Rán-
argötu í Grindavík'í síðustu viku
þegar tvær hliðarrframrúður brotn-
uðu í bifreið sem ekið var eftir göt-
unni. Enn liggur ekkert fyrir með
vissu um hvað þar hafði í raun gerst
- hvort skotið var úr byssu eða steinn
hafi skotist frá spaða í vélsláttuvél.
Ökumaður bílsins gerði sér ekki
grein fyrir hvor rúðan brotnaði á
undan - þetta gerðist það snöggt.
Margir vora úti við í hverfinu á þess-
um tíma. Enginn telur sig með vissu
hafa heyrt skothvell. Sá möguleiki
hefur verið grandskoðaður hvort
steinn hafi skotist úr sláttuvél sem
kona var að slá grasblett með í ná-
lægum garði, nokkum veginn á móts
við þann vegkafla sem bifreiðinni var
ekið eftir. Starfsmaður vinnueftir-
litsins telur hins vegar útilokað að
steinn hafi skotist úr vélinni. Konan,
sem var að slá, taldi sig ekki hafa
heyrt í grjóti skjótast undan véhnni,
sem er kraftmikil - spaöinn snýst
1.200 snúninga á mínútu. Vitni, sem
voru úti við á Ránargötu á sama
augnabliki og bílrúðurnar brotnuðu,
segjast hafa heyrt smell, eins og gijót
væri að skjótast frá sláttuvél. Hvorki
líklegur steinn né skot hafa fundist
á vettvangi.
Lögreglan í Grindavík hefur gert
leit að byssum í nágrenninu en ekk-
ert vopn hefur fundist. Nákvæm
byssuskrá er fyrir hendi og bendir
ekkert í henni til að einhver við Rán-
argötu hafi haft slíkt undir höndum.
Málið veröur rannsakað áfram.
-ÓTT