Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1991. 15 Yf irþjóðlegt dómsvald í yfirlýsingu ráðherrafundar EFTA og EB frá 13. maí sl. kemur í ljós að settur verður á fót sjálf- stæður EES-dómstóll sem fær um- boð til þess að kveða upp víðtæka úrskurði. Hugtakiö yflrþjóðlegt vald er að því er ég best veit ekki endanlega skilgreint. Aö mati flestra þjóðrétt- N arfræðinga er þaö talið felast í framsali dómsvaíds, löggjafarvalds og framkvæmdavalds viðkomandi lands til alþjóðastofnana. Ég tek eindregið undir þá skilgreiningu. Oftast er nauðsynlegt að samhliða verði gerðar stjórnarskrárbreyt- ingar. - Hér mun ég aöeins ræða um framsal dómsvalds í nefndri yfirlýsingu. Oft er á það minnst að við höfum meö þátttöku okkar í Sameinuðu þjóðunum, Nató og EFTA framselt yfirþjóðlegt vald til þessara stofn- ana. Hér er á reginmunur og sam- anburður þvi villandi. Sjálfsá- kvörðunarréttur þjóðanna er virt- ur en ákvæði um aukin mannrétt- indi þegnanna og verndun friðar eru í þeirri umræðu m.a. talin sem framsal valds. Við stöndum aftur á móti á grundvelli yfirlýsingar ráð- herrafundar EB og EFTA í Brussel í dag gagnvart miklu framsali yfir- þjóðlegs valds með þegar kynntum drögum að EES-samningi. Skipan og starfsreglur í 22. gr. yfirlýsingarinnar kemur fram að í þessum sjálfstæða EES- dómstól muni sitja fimm dómarar frá Evrópudómstólnum og þrír EFTA-dómarar. Síðan segir orð- rétt: „Hann mun starfa innan Evr- ópubandalagsdómstólsins og hafa umboð til þess að kveða upp úr- skuröi." Hér er ljóst að dómstóllinn er að meirihluta skipaður dómur- um frá Evrópudómstólnum og KjaJlarinn Sigurður Helgason viðskipta- og iögfræðingur deild innan hans. Þetta er ennfrekar áréttað með því að sagt er að styrkja verði rétt- arsamræmi EES með því að gera EFTA-löndunum kleift að koma fyrir Evrópudómstólinn. Skýrara er ekki hægt að segja hlutina og augljóst að hér er aðeins áfangi til endanlegrar sameiningar. Umboð hans nú nær til að úrskurða: Lausn deilumála og er þar með talin túlkun EES-reglna, eins og þær endanlega verða. Beiðni um slíkt getur komið frá öllum samn- ingsaðilum. Deilur á milli eftirhtsstofnunar EFTA og einstaka EFTA-lands. Margvísleg mál sem fyrirtæki og ríki taka upp gegn ákvörðunum EFTA-stofnunar og teljast brot á samkeppnisreglum. Augljóst er samt aö eftir er að útfæra nánari starfsreglur. Dómstóllinn skal kveða upp forúrskurði Samkvæmt upplýsingum utan- ríkisráðherra kröfðust EFTA-ríkin þess aö hlutverk dómstólsins væri að mestu fólgið í því að gefa út for- úrskurði varðandi túlkun samn- ingsins og ætti hann að vera mjög sjálfstæður. Hér myndi þetta fyrir- komulag þýða í raun að um 80-90% af málum yrði útkljáð á þennan hátt. Á þetta var ekki fallist. Hvað þýðir þetta í raun? Það er ljóst að EES-dómstóllinn kveður upp endanlega úrskurði sem ekki er hægt að áfrýja. Dómstólnum er ætlað að beita lagareglum og áöur óþekktu lagakerfi. Hann verður, sbr. 23. gr. nefndrar yfirlýsingar, að setja réglur væntanlegs samn- ings um evrópskt efnahagssvæði ofar lögum einstakra aðildarríkja. Þá verður væntanlegur dómstóll aö taka tillit til margvíslegra reglu- gerða, tilskipana og að sjálfsögðu myndu mörg fordæmi Evrópudóm- stólsins hafa hér áhrif á niðurstöð- ur. Það ríki, sem ekki vill fylgja eftir niðurstöðum dómstólsins varðandi samningsbrot, ógnar til- veru efnahagssvæðisins og samn- inganna í heild og yrði þvingað til hlýðni. Niðurstaða fjölmargra mála, svo sem skaðabótamála, yrði endanleg og bindandi og ekki hægt að áfrýja. Hefði dómstólhnn starfaö mest í formi forúrskurða þá hefði máls- meðferðin orðið allt önnur. Aðal- mál væri rekið í viðkomandi landi en leitað væri forúrskurðar th EES-dómstólsins sem hefði mikil áhrif fyrir aðalmáhð. Réttur dóm- stóla aöildarríkjanna héldi með þessu fyrirkomulagi reisn sinni í öllum veigamestu atriðum. Kollhnís utanríkisráðherra Utanríkisráðherra er fljótur að réttlæta hlutina og segir brattur eitthvað á þá leið eftir aö kröfu um forúrskurð var hafnað. - Hér er um minni stofnun að ræða, sem ber að fagna, og allt tal um hæstarétt fær ekki staöist. - Ekki er reynt að rökstyðja þetta nánar. Hér nefnir utanríkisráðherra ekki aðalatriði málsins. Öll EFTA-ríkin að undan- skildu einu eða tveimur ætla að sækja um endanlega aðild að EB og er því alveg sama um hlutverk EES-dómstólsins. Við íslendingar, sem höfum margoft lýst því yfir að við ætlum okkur ekki að sækja um inngöngu í EB, urðum því að gera hér ákveð- inn fyrirvara. Annars blasir við að viö höfum með samningum sett dómsvaldið okkar í veigamiklum atriðum undir yfirþjóðlegt dóms- vald. Sigurður Helgason Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. - „Fljótur að réttlæta hlut- ina,“ segir greinarhöfundur m.a. um ráðherrann. „Öll EFTA-ríkin að undanskildu einu eða tveimur ætla að sækja um endan- lega aðild að EB og er því alveg sama um hlutverk EES-dómstólsins.“ EB-viðræðurnar og fiskveiðilögsagan Fregnir af undirtektum EB fyrir sjávarafurðir inn á markað EB eru mjög á reiki. Það var í upphafi árs 1989 að for- seti framkvæmdastjórnar EB, Del- ores, varpaði fram þeirri hugmynd að lönd EB og EFTA mynduðu sameiginlegt efnahagssvæði. Þessi hugmynd var rædd á fundi leiðtoga EFTA-ríkjanna í Osló í mars það sama ár. Þar var ákveðið aö hefja viðræður við EB um evrópskt efna- hagssvæði, þó með ákveðnum skil- yrðum af hálfu EFTA. Eitt af því sem talið v'ar mikil- vægt af hálfu íslendinga var að EFTA setti fram þá sameiginlegu kröfu að samið yrði um fríverslun með fisk. Auk þess sagði forsætis- ráðherra í ræðu á fundinum að ís- land yrði að hafa fyrirvara að því er varðaði frelsi á sviði fiármagns- hreyfinga, þjónustu og fólksflutn- inga. Ekkert gert með fyrirvara íslands Eftir að viðræður höfðu staðið um nokkurn tíma kom í ljós að ekkert var gert með fyrirvara for- sætisráöherra. Utanríkisráðherra marglýsti því yfir á Alþingi sem og annars staðar að þeir fyrirvarar sem forsætisráðherra íslands hefði talað um í ræðu sinni væru ekki á borði samninganefndarmanna. Einu fyrirvarar EFTA og þar með íslands væru á sviði fólksflutninga og sjávarútvegs. Erlendum aðilum yrði ekki heimilt að fiárfesta í ís- lenskum fiskiskipum og krafist yrði fríverslunar með fisk. EB vildi hins vegar alls ekki fall- ast á fríverslun með fisk. Menn vildu ekki leggja af hið víötæka styrkjakerfi í fiskveiðum og fisk- vinnslu sem er við lýði innan EB. EFTA að íslandi meðtöldu taldi sig verða að sætta sig við þetta. Þá var hopað í þá stöðu að krefiast þess að fullt tollfrelsi fengist fyrir sjáv- arafurðir inn á markaði EB. Fregn- KjaUarinn Kristín Einarsdóttir þingkona Kvennalistans ir af undirtektum EB eru hins veg- ar mjög á reiki um þetta atriði og alls ekki traustvekjandi varðandi gang viðræðnanna. Miklu fórnað En hvaö vill EB fá fyrir lækkun eða niðurfellingu tolla? Veiðiheim- ildir innan lögsögu EFTA-ríkjanna. Það kemur ekki til greina, hafa flestir íslendingar sagt. Barátta okkar fyrir útfærslu landhelginnar var ekki til þess að hleypa erlend- um togurum þangað inn. Þann 19. júní sl. bárust þær fréttir að ís- lensku ráðherrarnir, sem voru á fundi með EB, heföu samþykkt að hleypa skipum EB inn í landhelg- ina án þess að það væri svo mikið sem borið undir utanríkismála- nefnd Alþingis. Þetta þóttu mér ill tíðindi. Þarna er um stefnubreytingu að ræða sem ég er ekki sátt við. Reynslan af samskiptum EB við aðrar þjóðir á fiskveiðisviðinu er ekki til þess fallin að við fórum að hleypa þeim inn í íslenska land- helgi. Þarna er farið inn á braut sem getur orðið afdrifarík fyrir ís- lendinga. Peninga fyrir aðgang að mörkuðum EB krefst þess ekki aðeins að EFTA-ríkin leyfi skipum EB að veiða innan lögsögu þeirra heldur er gert ráð fyrir að EFTA greiði stórar fiárhæðir í svokallaðan þró- unarsjóð sem er ætlað að styrkja verst settu svæðin in'nan EB. ÉFTA hefur falhst á þetta þótt enn sé með öllu óljóst hve háar upphæðir eiga að renna í sjóðinn og hvort aðallega verður um óafturkræfa styrki að ræða eða lán sem yrðu þá greidd til baka. Fiskur veiddur innan íslenskrar landhelgi, unninn í frystihúsi á Spáni sem er styrkt af íslendingum getur því keppt við okkar afurðir á mörkuðum erlendis. Er það þetta sem við viljum? Skoðanakönnun um aðild að EB Nýlega var gerð skoðanakönnun um afstöðu Islendinga til aðildar að EB. í ljós kom að fylgismönnum umsóknar um aðild hefur fækkað frá fyrri könnunum. Það kemur ekki á óvart þar sem meiri umræða hefur verið í þjóðfélaginu á undan- förnum mánuðum um það hvað aðild þýðir fyrir íslendinga. Fólk er ekki tilbúið að fórna sjálfstæð- inu. Það endurspeglast hins vegar í niðurstöðum könnunarinnar að umræðan hér á landi hefur að mestu leyti snúist um fisk. Flestir gera sér grein fyrir að aðild að EB mun leiða ,til þess að við töpum yfirráðum yfir fiskimiðunum. Ef full yfirráð yfir fiskimiðunum væru tryggð telja yfir 50% að ísland ætti að gerast aðili að EB. Ég á erf- itt með að gera mér grein fyrir hvers vegna Félagsvísindastofnun spyr einmitt þessarar spumingar og hvers vegna ekki er spurt nánar út í aðra þætti sem tengjast aðild. í aðild að EB felst m.a. að fiski- mið allra landanna eru sameiginleg og því mun stjóm fiskveiða flytjast til Brussel ef ísland gerist aöili að EB. Nú er rætt um að það ákvæði Rómarsáttmálans (grein 236) þar sem gert er ráð fyrir undanþágum frá ákvæðum hans verði fellt nið- ur. Þeir sem sækja um aðild munu því þurfa að fallast á öll ákvæði sáttmálans og gildandi lög EB án undanþágu. Það er því með öllu óskiljanlegt hvers vegna fiölmiðlar gera svo mikið úr afstöðu manna til spumingar sem í raun á alls ekkert skylt við veruleikann. Skoðanakönnunin bendir til að þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji ekki að ísland ger- ist aöili að EB þá telji menn samt líklegt að við verðum gengin í bandalagið um aldamót. Fólk virð- ist ekki hafa mikla trú á að það geti haft áhrif á þá stjómmálamenn sem virðast vera ákveðnir í að gera ísland að hluta stórríkisins sem verið er að mynda í Evrópu. Þetta era alvarleg tíðindi sem vekja upp spumingar hvar komið sé lýðræði í landinu. Kristín Einarsdóttir „í aðild að EB felst m.a. að fiskimið allra landanna eru sameiginleg og því mun stjórn fiskveiða flytjast til Brussel ef ísland gerist aðili að EB.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.