Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Tvær raddir, tvö sjónarmið Mitt í þeirri umræðu allri sem orðið hefur vegna evrópska efnahagssvæðisins og samninga okkar við Evrópubandalagið hafa tveir þekktir menn kvatt sér hljóðs um þau málefni svo athygli vekur. Annars vegar gerði Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor banda- lagið að umræðuefni við útskriftarhátíð í Háskólabíói. Hins vegar vék Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur- Þýskalands, að framtíð íslands í Evrópu meðan á heim- sókn hans stóð hér á landi um helgina. Sigmundur háskólarektor hefur áður látið í ljós efa- semdir sínar um ágæti þess að íslendingar tengdust Evrópubandalaginu. Ení ræðu sinni í síðustu viku kvað við enn sterkari andmæli og andstöðu við Evrópubanda- lagið. Rektor hkti bandalaginu við kommúnismann. Á sama tíma og múrarnir falla og kommúnismi austursins hrynur til grunna, sagði rektor, er verið að mynda bandalag og yfirþjóðlegt, samanþjappað vald með að- setri í Brussel, sem er engu betra en kommúnismi fyrri ára. Þessi fullyrðing er ólík Sigmundi rektor og raunar óvanalega öfgafull skoðun af jafn greindum og lærðum manni. Hvað svo sem sagt verður um Evrópubandalag- ið er bæði ósmekklegt og ómaklegt að líkja því við kom- múnismann. Víst er hætta á miðstýringu og víst eru styrktarkerfi til verndar landbúnaði og fleiri atvinnu- greinum. En Evrópubandalagið er ekki boðskapur ein- ræðis og ofsókna. Evrópubandalagið byggir á frelsi og markaðslögmálum og stuðlar að samvinnu þjóða í stað þeirrar sundrungar og ágangs sem hin kommúnisku ríki tömdu sér. Evrópubandalagið leysir fátækar þjóðir úr læðingi, samanber Portúgal og írland, og bætir lífskjör alls þorra þeirra íbúa sem í löndum Evrópubandalagsins búa. Kommúnisminn kæfði alla þjóðerniskennd, innlimaði smáríki og dró svo niður lífskjörin á yfirráðasvæðum sínum að kerfið hrundi sem spilaborg jafnskjótt og fólk- ið gat flúið. Hugsjónir Evrópubandalagsins eru sameinuð Evrópa í skjób friðar og velmegunar. Hugsjón kommúnismans studdist alla tíð við spjótsodda og afl hers og lögreglu. Á þessu tvennu er svo mikib reginmunur að þarf veru- legan dómgreindarskort til að nefna þessar tvær stefnur í sömu setningunni. Hvað þá að líkja þeim saman. Willy Brandt er margreyndur og marghertur stjórn- málamaður. Hann man tímana tvenna. Samt sem áður hikar hann ekki við að fullyrða að Evrópubandalagið þjóni smáþjóðunum. Þær geta ekki aðeins varið hags- muni sína heldur haft mikil áhrif, segir Brandt. Auðvit- að segir hann íslendingum ekki fyrir verkum né heldur getur hann gefið okkur ráð þegar spurt er um aðild eða ekki aðbd íslands að þessu bandalagi. Það verðið þið að ákveða sjálfir, segir hann. Wbly Brandt barðist gegn nasistum og kommúnistum og var stundum sakaður um linkind gagnvart þeim síð- arnefndu. Einkum fyrir „Ostpolitik“ sína sem gekk út á að bæta samstarfið og opna dyrnar fyrir hinar kúguðu þjóðir Austur-Evrópu. Póbtík Brandts varð ofan á og átti sinn stóra þátt í hruni kommúnismans. Maður sem þekkir hörmungamar í Þýskalandi og hefur varið ævi sinni tb að bæta sambúð Evrópulanda beggja vegna járntjaldsins tekur ekki undir það að Evrópubandalagið sé kommúnisminn afturgenginn. Sú fuhyrðing mundi standa í honum. Ehert B. Schram „Orkan veröur æ dýrari og tækninni til orkuflutnings fleygir fram.“ Ríkisrekendur og raunsæ eftirspum raforku Ef ráöist verður í Atlantsálverk- efnið verður að gera ráð fyrir að orkusalp til þess skili arði, þ.e.a.s. að hún borgi upp raforkumann- virkin og gefi þar að auki góða ávöxtun á það fjármagn sem lagt verður í fyrirtækið. Arðsemismat Við arðsemisútreikninga vegna raforkusölu til Atlantsáls er horft til 35 ára. Fjölmarga þætti þarf að sjálfsögðu að meta eða gefa sér til að fá niðurstöðu. Spá þarf í bæði tekjumar af shkri orkusölu og kostnaðinn yfir allt tímabilið. Ef tekjurnar eru taldar verða viðun- andi hærri er ráðist í verkefnið. Varðandi tekjumar er í Atlants- álsamningunum gert ráð fyrir að orkuverðið tengist álverðinu, þ.e. ef álverðið lækkar lækkar orku- verðið og öfugt ef það hækkar. í tekjuáætlun Landsvirkjunar er gengið út frá að meðaltalsverð á áh næstu 35 árin verði á bilinu 1.800-1.900 dollarar á tonnið og er orkuverðið þá ákveöin prósenta af því verði. Síðustu 10 árin hefur ál- verðið veriö um 1.600 dofiarar að meðaltah og er nú í kringum 1.300 doUarar. Hér er gengið út frá for- sendum sem fela í sér mikla áhættu. Frá stjómmálalegu sjónarhomi væri áhugavert að velta upp hvort stjórnmálamenn í vestrænu lýð- ræðisríki hafi í rauninni umboð til að taka þessa áhættu. Flokkast þetta undir þau samfélagslegu verk- efni sem þegnar þeirra ríkja vilja fyrst og fremst fela þeim aö sinna? Við mat á framleiðslukostnaði er notast við svokailaða flýtikostnað- araðferð en hún virkar þannig að gerð er áætlun um líklega raforku- uppbyggingu næstu 35 árin með hUðsjón af Uklegri raforkueftir- spum og er þá álver ekki reiknað með. Með þessu móti fæst ákveðinn fjárfestingarferill. Með samning- um við Atlantsál kemur 3 þús. GW stunda viðbótarraforkueftirspurn sem þýðir að raforkuuppbyggingin verður hraðari en áður og nýr fjár- festingarferill kemur til sögunnar fyrir þessi 35 ár. Flýtikostnaðaraðferðin felur í sér samanburð á þessum tveimur ferl- um, þ.e. raforkuuppbyggingu með og án álvers, og fundið er út hversu dýrari álversferilUnn er. Sá viðbót- ar- eða umframkostnaður er síðan notaður sem kostnaðargmnnur fyrir raforkuframleiðsluna til ál- vers. Þegar tekju- og kostnaðarspár vegna raforkusölu til Atlantsáls fyrir næstu 35 árin liggja fyrir em þær spár núvirtar, þ.e. færðar til núverandi verðlags. Ef tekjumar reynast hærri en kostnaðurinn er arðsemin jákvæð. Raunhæf eftirspurn Landsvirkjun gerir ráð fyrir í sín- um flýtikostnaðarútreikningum að hin líklega raforkueftirspum án álvers næstu 35 árin sé einungis vegna kaupa innlendra aðila á raf- orku og að eftirspumin vaxi um 1% á ári. En er þetta raunhæf eftir- spumarspá þegar haft er í huga að orkuþörfin fer mjög vaxandi í heiminum? Orkan verður æ dýrari KjaHarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson þjóðhagfræðingur og tækninni til orkuflutnings fleyg- ir fram. Raunsær atvinnurekandi, sem stýrir tugmifijarða orkufyrirtæki og þarf að standa hluthöfum þess reikniskil varðandi gengi hluta- bréfa og greiða viðunandi arð, veit að þessi spá er óUkleg. Hann veit að mun meiri líkur eru á að raforka verði seld í gegnum sæstreng strax um næstu aldamót en að ekkert verði aðhafst fram tU ársins 2020. Hann veit sömuleiðis að hann þarf að gera raunsæjar áætlanir og taka réttar ákvarðanir ef hann ætlar að standast samkeppni og að halda starfi sínu. En hvers vegna þetta? Jú miklu máU skiptir að hin líklega raforku- eftirspurn sé metin á raunsæjan hátt með tilheyrandi líkindaút- reikningum. Landsvirkjun gerir ráð fyrir, ef ekki kemur til álvers, að raforka frá Blönduvirkjun nýt- ist ekki að fullu fyrr en vel inni á næstu öld. Þessi spá þýðir, ef notuð er flýtikostnaðaraðferðin, aö kostnaðarmat vegna Atlantsál- verkefnisins verður lægra en efni standa tfi. Ef hins vegar næðust samningar um miðjan þennan áratug um raf- orkusölu um sæstreng í kringum aldamótin, sem er Uklegra en ekki, verður samanburðurinn á líkleg- um fiárfestingarferli með og án ál- vers mun óhagstæðari en núver- andi útreikningar. Blönduvirkjun yrði ekki eins léttfenginn biti fyrir Atiantsálsmenn og nú er gert ráð fyrir. Framleiðslukostnaðarverð kWstundar til Atlantsáls yrði hærra. Arðsemin yrði m.ö.o. lægri en eUa ef ekki neikvæð. Alvöru fyrirtækjarekendur sem ávaxta eigið fiármagn eða fiár- magnseigenda myndu beita hér miklu hugviti því mUljarðar króna eru í húfi. Þeir myndu meta líklega raforkueftirspum á kaldan og raunsæjan hátt því það er arðsem- in sem skiptir þá fyrst og fremst máli. Þeir vissu að í samkeppni myndu fiárfestingarmistök á borð viö Blönduvirkjun éta upp stóran hluta af eigin fé fyrirtækisins. Því riði á að ná sem bestu samningum fyrir Blönduvirkjun. Þeir vita einn- ig að í samkeppni er ekki til neitt einokunarverð, þ.e. skattlagning umfram samkeppnisverð sem komið gæti í veg fyrir þau mistök. Dómur markaðarins í rauninni segja viðbrögð mark- aðarins alla söguna enda á hann að segja þá sögu í virku markaðs- hagkerfi. En þau viðbrögð eru að sæstrengs-, fiármögnunar-, ráð- gjafar- og markaðsfyrirtæki hafa sýnt sæstrengshugmyndinni mik- inn áhuga, jafnvel þótt hún sé að- eins á byrjunarstigi. Erlend fiár- mögnunarfyrirtæki líta mun frek- ar á arðvænlegar framleiðsluhug- myndir og áætlanir en trygg veð í fastafiármunum eins og venjan er hér á landi. Þau leita uppi áhuga- verð verkefni til að ávaxta fé sitt með góðum og öruggum hætti. Sæstrengshugmyndin er augljós- lega gott verkefni í þeirra augum. En hvað um Atlantsálverkefnið? Ekki eru fregnir af því að fiármögn- unaraðilar hafi sóst eftir að fiár- magna það. Frekar að það eigi í fiármögnunarerfiðleikum. Hvað um Landsvirkjun? Áhugavert væri að fyrirtækið reyndi að fá lánsfiár- magn út á orkusöluverkefnið sjálft án ríkisábyrgðar sem þýddi að lánadrottnar þyrftu að meta arð- semina en ekki aðeins að líta á rík- isábyrgðina, þ.e. að íslenska ríkið greiði lánin hvernig sem fer. Hverj- ir myndu þá lána og á hvaða kjör- um? Gæfu fiármögnunaraðilar sig fram líkt og varðandi sæstrengs- hugmyndina? Skynsamleg raforkuuppbygging er ekki spursmál um eitt, tvö eða þrjú ár heldur frekar áratug. Hér þarf að vanda aðdragandann og uppbygginguna svo hagur lands- manna verði sem mestur. Hún þarf að vera fagmannleg og með hand- bragði nútíma iðnaðarþjóða en ekki að hætti íslenskra stjómmála- manna sem ætíð þurfa að mgla sjálfum sér inn í slik verkefni og slá stjórnmálaleg vindhögg á kostnað almennings, samanber fiskeldi, loðdýr og sjóðamyndanir undanfama áratugi. Ríkisrekend- ur verða að átta sig á því að þá vantar hinn lífsnauðsynlega neista einkarekenda. Þann neista sem skapað hefur hina efnahagslegu velmegun Vesturlanda. Hafa þeir t.d. metið raforkueftirspum næsta áratugar á raunsæjan hátt? Jóhann Rúnar Björgvinsson „Erlend Qármögnunarfyrirtæki líta mun frekar á arðvænlegar framleiðslu- hugmyndir og áætlanir en trygg veð 1 fastafjármunum eins og venjan er hér á landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.