Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1991, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR R JÚLÍ 1991. 49 i>v LífsstQI -------- , —---------------------------------------' ■■■'■ Veljið bakpoka í samræmi við þarfir: Hlaðið þungum hlutum of- arlega og sem næst bakinu Margar stærðir og gerðir af bak- pokum eru á boðstólum. Áður en bakpoki er keyptur þarf að vera ljóst hvernig poka þörf er á. í dagsferðir þarf lítinn poka en pokar til lengri ferða þurfa að rúma mun meiri far- angur. Ef fyrirsjáanlegt er að pokinn verði mikið notaður þarf hann að vera mjög sterkur en þá er pokinn líka dýrari. En ákveðin atriði, sem gilda um alla bakpoka, þarf að hafa í huga áður en poki er valinn. Gömlu pokarnir illa hannaðir Áður voru bakpokar breiðastir neðst en mjókkuðu upp. Þannig kom mestur þungi neðst í pokann og lagð- ist á mjóhrygginn. Pokarnir voru festir á járngrind sem leggjast átti á mittið en grindin lá á baki þeirra hávöxnu og á rassi lágvaxna fólks- ins. Nú sjá allir hve illa þessir pokar voru hannaðir. Nýrri pokar eru þannig að breiðari hlutinn er að ofan. Grindurnar eru léttari og betur lagaðar. Stærð pokans er mæld í lítrum. Ef nota á pokann í langa göngu veitir ekki af 60-80 lítra poka. Heppileg stærð á dagpoka er 40-50 lítrar. Al- mennt er ráðlegt að kaupa frekar of stóran poka en of lítinn. Léttir pokar Bakpokinn verður að vera léttur, íMss. Flestir bakpokar í dag eru viðari að ofan. Hleðsla pokans skiptir miklu máli. Ef svefnpokinn kemst ofan i bakpokann er best að hafa hann á botninum. sterkur og nokkuð vatnsþéttur. Oft- ast er nælonefni í bakpokum með örþunna vatnsþétta himnu á innra byrði efnisins. Efni pokanna er mis- sterkt og fer nokkuð eftir notkun. Gangiö úr skugga um að góður frá- gangur sé á öllum saumum. Vandaðri poka er hægt að stilla eftir baki og stærð eigandans. Ál- renningar, sem hægt er að móta eftir bakinu, eru nú komnir í stað járn- Neytendur grinda. Áríðandi er að pokinn falli rétt og vel að bakinu og mjúkir púð- ar eiga að hlífa þvi. Burðarólarnar eiga að vera vel fóðraðar og mittisólin þarf að falla vel að líkamanum og má ekki særa. Allt sem ekki má blotna í plastpoka Meginreglan við hleðslu bakpoka er sú að þyngri hlutir eru settir ofar- lega í pokann og sem næst bakinu. Það hlifir bakinu. Pakkið öllu sem Betra er að velja stærri poka en minni. Það kemur í veg fyrir að binda þurfi mikinn farangur utan á pokann en það getur leitt til þess að álag á bakið verði óþarflega mikið. ekki má blotna í plastpoka. Ágætt ráð er að hafa stóran, svartan ruslapoka innan í bakpokanum og setja allan farangur ofan í hann. Ef svefnpokinn kemst í pokann er ágætt að hafa hann neðstan og pakka fatnaði með honum. Æskilegt er að þyngd farangurs sé ekki meiri en 25-30% af eigin þyngd í lengri ferð- um. Stundum getur þó verið óhjá- kvæmilegt að hafa meiri farangur en göngumenn geta hugsanlega skipt farangrinum með sér. -hmó Von er á Prins Pólói aftur í verslanir eftir nokkra daga. Torkennilegt bragð af hinni vinsælu sælgætistegund varð til þess að unnendur henn- ar létu i sér heyra og innkölluð var sú sending sem þegar hafði borist verslunum og söluturnum Ókennilegt bragð veldur neytendumvonbrigðum -Prins Póló væntanlegt á markað aftur um helgina hafði verið dreift í verslanir og sö- lutuma. Þetta var aðeins hluti sendingar og dreift hafði verið 40 kössum. Fólk er greinilega á varðbergi og verslunareigendur hafa sýnt þessu mikinn skilning. Það er okkur mik- ils virði að fá upplýsingar sem þess- ar beint og við erum þakklátir skjótum viðbrögðum neytenda. Okkur þykir þetta mjög leitt en viö reynum allt til að fá næstu send- ingu eins fljótt og hægt er. 400 kass- ar eru pantaðir og er von á þeim í lok þessarar viku.“ Það Prins Póló sem fór illa í munn og maga kröfuharöra íslenskra neytenda verður endursent en nýtt upplag verður væntanlega komið í verslanir um helgina og geta lands- menn þá væntanlega tekið gleði sína á ný. -tlt Landsmenn hafa orðið varir við það undanfarið að ekki hefur feng- ist hið eftirsótta súkkulaðikex, Prins Póló. Of sterkt er í árina tek- ið að tala um þjóðarsorg en vissu- lega hafa margir komið vonsviknir heim úr sjoppuferð. Ástæðan fyrir skortinum er sú að kröfuharöir neytendur gerðust tortryggnir er þeir fundu ókennilegt bragð af eft- irlætiskexi sínu. Þegar í stað var innkallað allt það súkkulaði sem þegar hafði verið sent til seljenda. „Þetta uppgötvaðist nánast strax en neytendur og verslunareigend- ur létu okkur vita,“ sagði Bjöm Guðmundsson, forstjóri heildversl- unar Ásbjöms Ólafssonar. „í ljós kom að skipt hafði verið um súkk- ulaöi sem olli breytingum á bragði. Við vildum ekki taka neina áhættu og innkölluðum allt það sem þegar Ending múrklæðningar er mjög háð góðri framkvæmd Vegna skemmda á akrýlklæðningu á íbúðarblokkum byggingarsam- vinnufélagsins Byggung hefur nokk- uð borið á því að fólk hafi áhyggjur af klæöningu af svipuðum toga. Er í flestum tilfellum um aðra fram- leiðslu að ræða en þá sem var tilefni umtals í fjölmiðlum fyrir skemmstu. Klæðning á ný hús og gömul Múrklæðning er sett bæði á ný- byggingar og eldri hús. Er klæöningin mikið notuð á eldri hús sem hafa verið illa farin af al- kalí- og vatnsskemmdum. Þurrkast veggir upp sem kemur í veg fyrir frekari skemmdir. „Aöalkostimir við þessa tegund klæðningar er, auk þess að stöðva skemmdir, að útlit hússins breytist ekki nema að því leyti að það fær andlitslyftingu. Af þeim sökum er hægt að taka húsið í gegn í áfóngum, taka til dæmis einn vegg í einu eða gera aðeins upp hluta þess. Engin samskeyti eru sjáanleg og á eftir er húsið varið ágangi veðurs,“ sagöi Hörður K. Guðmundsson hjá Vegg- prýði. „Verkið þarf að vinnast vel og því erum við búnir að senda marga tækni- og iðnaðarmenn utan. Með því er leitast við að tryggja góða ásetningu." Klæðningin ver ný hús skemmdum og ef hönnunin gerir ráö fyrir henni í upphafi má hafa veggina þynnri en ella vegna betri einangrunar. „Einangrun er sett utan á húsið með akrýlklæðningunni en ekki að innan eins og tíðkast hefur hérlend- is. Árangur hefur verið mjög góður. Með þessu móti er meðal annars hægt að færa 18 sentímetra þykkan vegg niður í 14 ef hönnun hússins Með akrýlklæðningu hefur i mörgum tilfellum tekist að komast fyrir skemmdir í útveggjum húsa. Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins er að gera hlutlausa ástandskönnun hérlendis og munu niðurstöður liggja fyrir í haust og verður veitt ráðgjöf á grundvelli þeirra. DV-mynd GVA gerir ráð fyrir því í upphafi," sagði Amór H. Hannesson hjá Múrklæðn- ingu. Hlutlaus ástandskönnun „Við erum að fara af stað með ástandskönnun en nú er komin 10 ára reynsla á þessi efni, sem telst marktækt. Viö erum að reyna að fá haldbært yfirlit yfir þau og reynsl- una af þeim. Niðurstöður eiga að liggja fyrir í haust og getum við veitt ráðgjöf á grundvelli þeirra," sagði Hákon Ólafsson, forstjóri Rannsókn- arstofnunar byggingariðnaðarins. „Þetta er viðurkennt annars strað- ar á Norðurlöndum en þaö eru aðrar aðstæöur hér svo að við veröum að gera okkar eigin könnun. Við höfum dæmi um lélega og góöa hluti en fáum helst vitneskju um það sem hefur misfarist. Það er vaxandi notk- un á múrklæðningu og því tímabært að gera hlutlausa úttekt hérlendis. Við fáum íjármagn frá óhlutdrægum aðilum og gefum út skýrslu með haustinu sem er öllum aðgengileg." Klæðning Klæðningin er sett þannig á aö úti- veggir eru háþrýstiþvegnir og grun- nefni borið á. Aö því loknu er ein- angrun límd á veggi, sem er þó ekki nauðsyn, og „trefjamotta" dregin upp á hana með trefjastyrktu fylli- efni. Að síðustu er sjálf „kápan“ sett á og er hún úr akrýlefni með marm- arakornum sem eru mismunandi gróf. Um 400 litir eru fáanlegir sem er og endanlegur litur á klæðning- unni. Ástæða þess að klæðningin skilar ekki tilætluðum árangri getur legið í gæðum efnisins. Ef ekkert er við þau að athuga er ásetningin það sem skiptir aðalmáh. Efnið er vatnsþynnt og ef það frýs áður en það þornar er það ónýtt. Því má efnið aldrei fijósa í ásetningu. -tlt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.