Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1991, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1991. íþróttir______________________ Sport- stúfar {ensku dagblaði frá þvi um síö- ustu helgi er viðtal við Bobby Mimms, fyrrverandi markvörð Tottenham. Mimms, sem nú leik- ur með Blackburn í 2. deild, segir í viðtalinu að norski landsmark- vörðurinn Erik Thorsvedt, sero nú er í markinu hjá Tottenham, sé gersamlega óþolandi. Hann sé bæöi montinn og frekur og eigi ekki nema einn vin h)á Totten- ham og það sé Guðni Bergsson, hinn Norðurlandábúinn hjá fé- laginu. Gunnar Márkom aldrei við boltann Gunnar Már Másson kom inn á sem varamaður hjá Val gegn ÍK í bikamum í fyrrakvöld. Gunnar Már kom inn á undir lok leiksins en kom aldrei viö boltann í leikn- um. Fyrsti leikur Auöuns Auðunn Helgason lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH-ing- um gegn ÍBV í fyrrakvöld. Auð- unn, sem er aöeins 17 ára gamall og leikur meö 2. flokki félagsins, kom inn á sem varamaður í síð- ari hálfleik og stóð sig vel í sínum fyrsta „alvöruleik". Einn 1. deildar leikmaður úrskurðaður í leikbann Á fundi aganefndar KSÍ í vikunni voru nokkrir leikmenn úrskurð- aðir í leikbann. Aðeins einn leik- maður úr 1. deild var úrskurðað- ur í bann, Bjami Jónsson úr Stjörnunni. Úr 2. deild voru Ðrag- an Manjolovic, Þrótti, og Arnar Hilmarsson úr Haukum sömu- leiðis úrskurðaðir í eins leiks bann. Þá voru 3. deildar leik- mennimir Ólafur Þorbergsson úr Magna og Óöinn Rögnvaldsson ur KS dæmdir í eins leiks bann. Kvennahlaup ÍSÍ Á laugardaginn fer fram kvenna- hlaup í Kjarnaskógi á Akureyri og er vænst þátttöku kvenna á öllum aldri. Skráning í hlaupið hefst klukkan 13.30 en hlaupið sjálft hefst hálfri klukkustund síðar. Skiðalandsliðið vaiið Landsliðsþjálfarinn í alpagrein- um skíðaíþrótta hefur tilkynnt val á liði sínu fytlr undirbúnings- hóp íyrir komandi tímabil. Upp- haflega voru sjö skíðamenn til- nefndir en einn af þeim, Vilhelm Þorsteinsson, hefur ekki gefið kost á sér í fullan undirbúning. Þeir sex sem eftir eru verða þau: Amór Gunnarsson, isafirði, Ásta Halldórssdóttir, ísafirði, Guðrún Kristjánsdóttir, Akureyri, Krist- inn Björnsson, Ólafsfiröi, Valde- mar Valdemarson, Akureyri, og Örnólfur Valdimarsson, Reykja- vík. Þessir sex skíðamenn fara á tvær æfingar i Kerlingarfjöllum í sumar. Fyrir haustið verða síð- an fimm í aöallandsliði sem tekur þátt í undirbúningi fyrir ólymp- íuleikana. HaukurogElín sigruðu í þríþraut Helgi Jónason, DV, ÓiaMiði: Þríþrautarmót var haldið á Ól- afsfirði um síöustu helgi. Úrsht á mótinu urðu þannig: Karlar 1. Haukur Eiríksson...Akureyri 2. Ólafur Björasson...Ólafsfirði 3. Sigurgeir Svavarsson ..Ólafsfiröi Konur 1. Elín Harðardóttír....Boiungarvík 2. Þóra Baldursdóttír.Akureyri Öldungaflokkur 1. Gísli Gíslason.....Reykjavík 2. Cees Van de Ven.....Akureyri 3. Páli Pálsson........Akureyri Unglingaflokkur 1. Kristján Hauksson.Ólafsfirði 2. Kári Jóhannesson....Akureyri 3. Albert Arason.....Ólafsflrði Mjólkurbikarkeppnln: „Engir óska- mótherjar" - sagði Ingólfur Ingólfsson eftir sigur á KA „Ég er að sjálfsögðu ánægður með úrslitin og þetta er allt að koma hjá okkur. Þetta var allt í járnum framan af en við náðum að skora og það gerði gæfumuninn. Ég á mér enga óska- mótherja í næstu umferð. Það eru allir leikir jafnerfiðir," sagði Ingólfur Ingólfsson Stjömumaður í samtali við DV eftir bikarleikinn við KA. Leikurinn fór rólega af stað og það var reyndar fátt um ílna drætti í öll- um fyrri hálfleik. Bæði liðin áttu þokkalegar sóknir en þegar kom upp í vítateig andstæðinganna rann allt út í sandinn. KA-menn fengu besta færið í fyrri hálfleik en Jón Otti varði skalla Erlings Kristjánssonar eftir hornspymu. Sveinbjörn Hákonar- son átt langskot fyrir Garðbæinga sem fór rétt framhjá en öðru leyti bar fátt til tíðinda og minnisbókin lá að mestu óhreyfð í vasanum. í seinni hálfleik komu leikmenn beggja liða mun frískari til leiks og það er greinilegt að tevatnið hefur hresst þá við. Stjömumenn vora þó áberandi hressari og miklu líklegri til að koma tuðrunni í netið. Valdi- mar Kristófersson átti þrumuskot sem skrúfaðist framhjá og svipaða leið fór skot Þórs Ómars Jónssonar. Á 70 mínútu átti Valdimar aftur gott skot sem að þessu sinni rataði rétta boðleið. Ingólfur Ingólfur átti þá sendingu frá vinstri vængum á Valdimar sem var á auðum sjó inni í vítateignum og sendi boltann ör- ugglega framhjá Hauki Bragasyni markverði og í netiö. Stjörnumenn létu ekki þar við sitja og héldu áfram aö sækja og Sveinbjörn átti sköt framhjá áður en Ingólfur jók muninn í 2-0 á 78. mínútu. Þór Omar fór þá laglega með boltann áður en hann sendi á Ingólf sem kom sér sjálfur í gott færi og skoraði utarlega úr víta- teignum. Þar með voru úrslitin nánast ráðin en Ingólfur var aftur á ferðinni áður en yfir lauk og bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Stjörnunnar á 87. mínútu. Valdimar gerði þá vel í að nikka boltanum til Ingólfs sem lék á einn KA-manna áður en hann skaut bylmingsskoti í hornið hjá Hauki Bragasyni. Haukur náði reyndar að slá í boltann en skotið var of fast og hafnaði í netinu. Á síð- ustu mínútunni slapp Sveinbjörn einn inn fyrir en Haukur gerði vel i að verja og koma í veg fyrir fjórða markið. Leikurinn var slakur framan af en í síðari hálfleik náðu Stjömumenn að hrista af sér slenið og þegar upp var staðið var sigur þeirra mjög sanngjarn. Ingólfur Ingólfsson kom við sögu í öllum mörkunum og var besti maður Garðbæinga. Aðrir leik- menn Stjörnunnar léku vel er á leið en hjá KA var meðalmennskan alls- ráðandi. Gauti Laxdal fór af velli snemma leiks vegna meiðsla og veikti það miðjuspil norðanmanna til muna. Rétt er að geta frammistöðu dómarans. Kári Gunnlaugsson lét leikinn rúlla vel og lét nöldur leik- manna ekkert fara í taugarnar á sér. Hann verður ekki sakaður um spjaldagleði því bæði litakortin lágu óhreyfð í vasa hans í 90 mínútur. -GRS Einar annar í Lausanne - Siguröur Matthíasson tryggöi sér lágmarkið Einar Vilhjálmsson varð annar í spjótkasti á alþjóðlegu frjálsíþrótta- móti í Lausanne í Sviss í gærkvöldi. Einar kastaði 84,94 metra. Sigurður Matthíasson kom nokkuð á óvart og varð í þriðja sæti á mótinu, kastaði 79,34 metra og tryggði sér þar með lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið í Tokyo. Sigurður Einarsson kastaði 78,08 metra í gærkvöldi. Sigurvegari varð Tékkinn Jan Zelesny en hann kastaði spjótinu 90,77 metra. Þeir Einar og Sigurður Einarsson höfðu þegar tryggt sér lágmörkin en árangur Sigurðar Matthíassonar er sérstaklega skemmtilegur og þar með er ljóst að þrír íslenskir spjót- kastarar taka þátt á heimsmeistara- mótinu í Tokyo. -RR Hjalti með 3 met - á stórmóti KFA1 lyftingum Eins og við greindum frá í DV á mánudaginn náði Hjalti Árnason mjög góðum árangri á stórmóti KFA í lyftingum á Akureyri um síðustu helgi. Hjalti setti þá 3 ný íslandsmet og lyfti samtals 1017,5 kg sem er meiri þyngd en nokkur hefur lyft í Evrópu á árinu. En það voru fleiri íslandsmet sem féllu á mótinu. Karl Sædal úr Njarö- vík setti nýtt íslandsmet fullorðinna og unglinga í 56 kg flokki og lyfti 90,5 kg í bekkpressu. Þá setti Lind Einarsdóttir úr Reykjavík íslands- met í bekkpressu í 52 kg flokki. Hún lyfti 50,5 kg í aukatilraun. Árni Theo- dórsson úr Borgarnesi setti 3 Íslands- met í drengjaflokki í 110 kg flokki. Hann lyfti 120 kg í hnébeygju, 75 kg í bekkpressu og samtais 335 kg ís- landsmet. Þá setti Jóhann Sigurðs- son þrjú ný íslandsmet í 125 kg flokki drengja. Hann lyfti 175 kg í hné- beygju, 152 kg í réttstöðulyftu og 405 kg samanlagt. Jökuil Björnsson úr Bogarnesi setti íslandsmet drengja í 125 kg flokki er hann lyfti 150 kg í réttstöðulyftu. Hjalti „Úrsus“ Árna- son, Reykjavík, varð stigahæsti mað- ur mótsins, hlaut 506,61 stig. Annar varð Kári Elíson, Akureyri, með 472,15 stig og í þriðja sæti Snæbjöm Aðils, Reykavík með 450,91 stig. -GH • Janni Zilnik og Arnar Grétarsson í baráttu um boltann í gærkvöldi. KR-ingar höföu heppnina m< Synd að Sl skuli ver -sagði Pétur Pétursson, fyrirliði KR, eftir í „Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða. Skagamenn léku geysilega vel og það er synd að þeir skuli vera úr leik. Þetta lið þarf ekkert að óttast því fram- tíðin er björt á Skaganum. Nú er bara að halda áfram á sömu braut, við eigum okkur ekkert óskalið heldur tökum við hvem leik fyrir í einu,“ sagði Pétur Pét- ursson, fyrirliði KR, eftir að KR hcifði sigrað ÍA, 2-0, eftir framlengdan leik í Mjólkurbikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Skagamenn geta borið höfuðið hátt eftir viðureignina við KR og með smá- heppni hefði sigurinn getað orðið þeirra. í fyrri hálfleik réðu leikmenn ÍÁ ferð- inni og besta færið fékk Haraldur Ing- ólfsson en hann skaut þá framhjá úr opnu marktækifæri. KR-ingar komust htt áleiðis í fyrri hálfleik enda pressuðu Skagamenn þá langt fram á völl og unnu flest návígi. í síðari hálfleik snerist dæmið við og nú yoru það KR-ingar sem voru sterkari en ÍA fékk þó öllu betri marktækifæri og það besta á 68. mínútu og enn var það Haraldur Ingólfsson. Hann fékk þá knöttinn inn í vítateig og eftir mikinn darraðardans fékk hann knöttinn í góðu færi en skot hans með hægra fæti lenti í markstönginni. Undir lok venjulegs leiktíma voru KR-ingar aðgangsharöir við mark ÍA en inn vildi knötturinn ekki og Ólafur Sveinsson, góður dómari leiks- ins, þurfti því að framlengja leikinn um tvisvar sinnum 15 mínútur. Fjörugt í framlengingu Framlengingin var fjörug og bæöi lið fengu upplögð marktækifæri í fyrri hálf- leiknum. Minnstu munaði að skot Karls Þórðarsonar rataði rétta boðleið á 105. mínútu en KR-ingum til happs lenti skot- ið í markvinklinum. Tveimur mínútum síðar var Ragnar Margeirsson í dauða- færi, komst þá einn inn fyrir en Kristján Finnbogason gerði vel að veria frá hon- um. Undir lok framlengingarinnar pressuðu KR-ingar stíft og uppskáru mark loks á 116. mínútu. Varamaðurinn Þorsteinn Guðjónsson átti þá góða send- ingu inn í vítateiginn og þar var Gunnar Skúlason á auðum sjó og skoraði með viðstöðulausu skoti í bláhomið. Þremur mínútum síðar kom rothöggið. Eftir lag- legan samleik Bjarka Péturssonar og Heimis Guðjónssonar komst Heimir inn fyrir vörn ÍÁ, lék á vamarmann og síðan á Kristján í markinu og renndi knettin- um í netið, sérlega vel að verki staðið hjá Heimi og KR-ingar fógnuðu sigri, sínum fyrsta í fjórum síðustu leikjum. „Ánægður með leik okkar“ „Þetta hefði alveg eins getað farið á hinn veginn. Við fengum okkar tækifæri í leiknum sem ekki nýttust og því fór sem fór. En ég er samt ánægður með leik okkar sem sýnir að við getum staðið í hvaða liði sem er. Nú er bikarinn búinn og við getum þá einbeitt okkur að deild- arkeppninni og við ætlum okkur að klára dæmið og leika í 1. deild að ári,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.