Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1991, Blaðsíða 24
8S 32-. .1061 IjtJl M fllJÖMUT8Ö'3 ------FÖSTUÐAGUR-2fr. JÚLÍ 1991,- Smáauglýsingar Afmæli Toyota Camry XL, árg. ’87, til sölu. ekiinn 59 þúsund km. ath. skipti skuldabréf. Bílasalan Bílar. Skeifunni 7. sími 91-673434. Vantar bíla á skrá og á staðinn. MMC L-300 minibus 4x4, árg. '88, til sölu. 5 gíra. rafmagn í rúðunt. út- varp segulband. Verð 1.300.000. skipti á ódvrari. Uppl. í síma 91-656553. Glæsilegur Chrysler Le Baron, árg. 79, rafmagn í öllu. cruisecpntrol. T-topp- ur. vél 360 cc. skoðaður '92. Uppl. í síma 96-27448. 96-27688 og 96-27847. Toyota Camry GLI 2000 ’87 til sölu. ekinn 37 þús. km, kom á götuna '88, álfelgur. Uppl. í síma 92-13275. Ýmislegt Landsmót jeppamanna. Torfærukeppni verður haldin laugar- daginn 3. ágúst kl. 14, á fjölskylduhó- tíðinni Vík í Mýrdal. Keppnin gefur stig til bikarmeistara Jeppaklúbbs Reykjavíkur. Keppt verður í sérút- búnum flokki og götubílaflokki. Skráning er í símum 97-56727, Rík- harður, 92-15050, Jens. Skráningu lýk- ur laugardaginrí 27.7. kl. 18. Landsmótsnefnd torfæruklúbbanna. Kvartmíluklúbburinn heldur sandspyrnu við Óseyrarbrú í Ölfusi þann 28.7. Skráning fer fram á keppnisdag. Keppendur séu mættir fyrir kl. 11. Allar uppl. í síma 628854 og 13508. Kvartmíluklúbburinn. RAUTT UOS RAUTT UÓS/ Ami Ingimundarson Árni Ingimundarson, klæðskeri og húsasmiður, Skarðsbraut 19, Akra- nesi, er áttræður í dag. Starfsferill Árni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann vann ýmis störf er hann var ungur, meðal annars sem sendisveinn í klæðskerabúð Guð- mundar B. Vikars á Laugaveginum. Um haustið 1926 fór hann að læra klæðskeraiðn hjá Vigfúsi Guð- brandssyni klæðskera og lauk því námi 1930. Hann flutti til Akraness árið 1933 og setti upp klæðskeraverkstæði og rak það til 1955. Það sama ár hóf hann nám í húsasmíði hjá Halldóri Backman og lauk því 1959. Eftir það vann hann við húsasmíðar. Árni var í Sósíalistafélagi Akra- ness og er nú í Alþýðubandalaginu. Hann var formaður Taflfélags Akraness um tíma og starfaði hann í Bridgefélagi Akraness. Hann var þrjátíu ár í Karlakórnum Svanir á Akranesi. Árni var í stjórn Spari- sjóðs Akraness um það leyti er Landsbankinn tók við af honum. Fjölskylda Árni kvæntist 1.10.1937 Lilju Ingi- marsdóttur, f. 10.5.1919, húsmóður. Foreldrar hennar voru Ingimar Kr. Magnússon, húsasmíðameistari á Akranesi, og Bóthildur Jónsdóttir. Börn Árna og Lilju eru: Auðbjörg Diana, f. 4.11.1941, maki Jón Her- mannsson, kennari í Kópavogi; Ingi- mundur, f. 27.8.1945, maki Jónína Þórarinsdóttir fóstra; Ingvi Jens, f. 13.10.1948, vegatæknifræðingur, maki Ása H. Halldórsdóttir; Ingimar Arndal, f. 2.2.1957, sölumaður hjá Skrifstofuvélum, maki Halldóra Einarsdóttir; Rakel, f. 12.8.1961, nemi í mannfræði í Háskóla íslands, maki Bjarni Vestmann, stjórnmála- fræðingur og fréttamaður sjón- varps. Björn og Lilja eiga tólf barnabörn ogfjögur barnabarnabörn. Árni er elstur tólf systkina. Þau sem enn eru á lífi eru: Erlingur, búsettur í Reykjavík, maki Guðrún Sigfúsdóttir; Óli Haukur, klæðskeri, búsettur í Kópavogi, maki Valgerð- ur Jóhannsdóttir; Sigurgeir, verk- stjóri, búsettur í Reykjavík; Þórunn Þorkelsdóttir, tannlæknir og hús- móðir, maki Tómas Helgason lækn- ir og prófessor; Aubjörg Pétursdótt- ir, búsett í Kópavogi, maki Ögmund- ur Frímanssson, símamaður. Hálfsystur Árna eru: Halldóra Sig- ríður, búsett í Hafnarfirði, maki Páll Einarsson; Magðalena, búsett í Reykjavík, maki Hermann G. Jóns- son lögfræðingur; Auðbjörg, búsett í Reykjavík, maki Guðmundur Björnsson útgerðarmaður. Foreldrar Arna voru Ingimundur Ögmundsson, f. 16.4.1881, d. 28.5. 1968, sjómaður, og AuðbjörgÁrna- dóttir, f. 22.10.1889, d. 26.6.1926, Arni Ingimundarson. húsmóðir. Ingimundur flutti árið 1900 til Reykjavíkur og stundaði þar sjómennsku en 1930 flytur hann til ísafjarðar og bjó þar með seinni konu sinni, Jóhönnu Jónsdóttur. Árni verður að heiman á afmælis- daginn. Ólafur Ólafsson Ólafur Ólafsson járnsmiður, Mið- vangi 65, Hafnarfirði, verður sjötug- urámánudaginn. Starfsferill Ólafur fæddist að Kötluhóli í Leiru. Áður en Ólafur fæddist lést faðir hans og var Ólafur því fyrstu tólf árin alin upp hjá afa sínum og ömmu, Eyjólfi Guðlaugssyni og LiljuFriðriksdóttur. Nokkrum árum síðar giftist móðir Ólafs Hin- riki Sveinssyni frá Miðseli í Reykja- vík. Þau bjuggu um árabil í Flatey og fór Ólafur þangað tólf ára til móður sinnar og stj úpa þar sem hann varífjögurár. Auk tveggja vetra í barnaskóla var Ólafur einn vetur í Flensborg en varð þá að hætta námi vegna veik- inda. Hann flutti til Keflavíkur og stundaði þar sjómennsku í þrjú ár. Þá flutti hann til Hafnarfjarðar 1940 og hefur búið þar síðan. Ólafur hóf nám í járnsmíði 1942 og lauk þar sveinsprófi 1946. Hann starfaði í Vélsmiðju Hafnarfjarðar til 1956 en stofnaði þá eigið fynrtæki sem hann rak til 1973. Þá hóf Ólafur störf í Straumsvík og hefur starfað þarsíðan. Ólafur hefur verið áhugamaður um stangaveiði en hann var formað- ur Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar í þrjú ár. Fjölskylda Ólafur kvæntist 19.7.1949 Dag- björtu Guðjónsdóttur, f. 9.7.1920, húsmóður, en hún er dóttir Guðjóns Magnússonar, skósmiðs í Hafnar- firði, og konu hans, Guðrúnar Ein- arsdóttur húsmóður. Börn Ólafs og Dagbjartar eru Hrefna, f. 5.5.1943, húsmóðir í Hafn- arfirði; Gísli, f. 13.11.1947, kerfis- fræðingur hjá Flugleiðum; Lilja, f. 7.9.1950, húsmóðir í Kópavogi; Guö- jón, f. 23.9.1955, menntaskólakenn- ari á ísafirði; María Gréta, f. 27.12. 1956, húsmóðir á Sauðárkróki. Hálfsystkini Ólafs: Guðrún Hin- riksdóttir, nú látin, og Margrét Hin- riksdóttir, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ólafs: Ólafur Eyjólfs- son, f. 24.2.1885, d. 9.2.1921, sjómað- ur, og Laufey Bæringsdóttir, f. 14.7. OlafurOlafsson. 1896, d. 14.2.1979, húsmóðir. Ólafur tekur á móti gestum í Haukahúsi í Hafnarfirði milli klukkan 16.00 og 20.00 á morgun, laugardaginn27.7. Menning Að drepa fyrir handrit Þegar kanadíski útgefandinn, George Harris, fellur fyrir járnbrautarlest og lætur lífið er það í fyrstu talið sjálfsmorö. Judith Hayes er ein þeirra sem neitar að trúa því að Georg hafi svipt sig lífi. Hún starfar sem blaðakona og hafði nýlokið við að taka viötal við Ge- org þar sem hann virtist fullur af lífsþrótti og fátt sem benti til þunglyndis. Skemmst er frá því að segja að hún ásamt Mörthu vinkonu sinni, sem starfar við bókaútgáfu, fer aö grafast fyrir um málið og þegar íleiri, sem það varðar, falla skyndilega í valinn verður þeim stöllum ljóst að ekki er allt með felldu. Þetta er í stuttu máli söguþráðurinn í Úrvalsbókinni Falin markmið sem nýlega er komin út í þýðingu Ragnars Haukssonar og kostar eins og fyrri daginn 790 krónur út úr búð eða sjoppu eða öðrum þeim stöð- um sem bækur þessar fást á. Hér er á ferðinni reyfari sem fer hefðbundnar og nokkuð troðnar slóðir að flestu leyti nema því að sögu- hetjurnar, sem leysa málin, höggva á hnútinn og finna hundinn þar sem hann liggur grafinn, eru konur. Áminnstar konur eru snöfurmannlegri og ráðabetri en almennt gerist og gengur um þær konur sem ég þekki en nokkuð trúverðugar persónur engu að síður. Framvinda sögunnar er nokkuð hröö og reynt að gera hana fremur æsilega en það er eins og höfundur hafi ekki alveg lag á því að skrifa verulega góöan reyfara. Svo vill til að höfundurinn er kvenkyns og kann að vera aö mínir fordómar (oink, oink) spilli hughrifun- um þar sem ég hef efasemdir um að konur skrifi veru- lega góðar bókmenntir af þessu tagi sem fram til þessa hafa verið skrifaðar af harðsoðnum körlum fyrir harð- soðna karla um enn harðsoðnari karla. En kannski tapar sagan einhverjum fíngerðum blæbrigðum í þýð- ingunni. Um það skal ekki dæmt þvi ég hef ekki lesiö bókina á frummálinu. Yfirbragð bókarinnar er með líkum hætti og hefur verið á þessum bókaílokki eða í samræmi við verðið sem haldið er niðri með því að fara ódýrustu hugsan- legar leiðir við vinnsluna. Fyrir vikið eru nokkrir gallar í frágangi sem gætu sært formskyn viðkvæmra Bókmenntir Páll Asgeirsson smekkmanna en hindra engan í því sem er aöalmálið. Að lesá bókina sér til afþreyingar. Falin markmiö - Hidden Agenda Höfundur: Anna Porter Þýðandi: Ragnar Hauksson Útgefandi: Frjáls fjölmiðlun Þorsteinn Kr. Guðmundsson Þorsteinn Kr. Guðmundsson, mat- sveinn hjá ísal, verður sextugur á morgun, laugardaginn 27. júlí. Þor- steinn og kona hans, Anna María Paulsen, taka á móti gestum að heimili sínu að Lækjartúni 11, Mos- fellsbæ, á afmælisdaginn eftir klukkan 18.00. GesturGíslason Gestur Gíslason, Vogatungu 45, Kópavogi, er áttatíu og fimm ára í dag. Hann dvelur um þessar mundir í Skjólbraut la, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.