Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. Fréttir___________________________________________________dv Þremur ungum mönnum bjargað frá drukknun í Meðalfellsvatni: Voru orðnir þrekaðir og einn búinn að gefast upp - sagði Guðmundur Bjami Baldursson, annar þeirra sem bjargaði mönnunum Þorlákshafnarbúamir Hallgrimur Sigurðsson og Guðmundur Bjarni Baldurs- son björguðu þremur piltum frá drukknun úr Meðalfellsvatni um helgina. Þeir voru nýkomnir úr veiði inn í sumarbústað Guðmundar þegar Hallgrím- ur sá að bátur þremenninganna var sokkinn undan þeim úti á vatni. DV-mynd Anna „Við Hallgrímur vorum nýkomnir í land eftir að hafa verið að veiða. Það var komin leiðindagjóla og viö sátum inni í sumarbústað og létum fara vel um okkur. Hallgrímur fylgd- ist með út um gluggann þegar pilt- amir fóru út á bátnum frá bænum Grjóteyri. Hann sá að þeir voru án björgunarvesta. Strákamir voru að fara að veiða um það bil á miðju vatni, sem er rúmur kílómetri að breidd, þegar Hallgrímur sagði allt í einu aö báturinn væri að sökkva. Piltamir voru að beygja undan kvik- unni á plastbátnum. Við sáum svo með kíki þegar báturinn var sokkinn undan piltunum," sagði Guðmundur Bjarni Baldursson rúmlega fimm- tugur Þorlákshafnarbúi í samtali við DV. Guðmundur og félagi hans, Hall- grímur Sigurðsson, björguðu þrem- ur piltum um tvítugt frá drukknun í Meðalfellsvatni í Kjós undir kvöld á laugardag. Litlu mátti muna að tveir piltanna væru að missa allan mátt í köldu vatninu þegar félagam- ir úr Þorlákshöfn, sem höfðu fylgst með piltunum fyrir tilviljun, fóra út á báti sínum og björguðu þeim. „Viö flýttum okkur niður að vatni, settum í gang og sigldum á um 30 mílna hraða að þeim. Þegar við kom- um að piltunum voru þeir orðnir dreifðir í vatninu. Við ákváðum að taka fyrst þann sem okkur virtist vera orðinn þreyttastur. Á leiðinni út setti Hallgrímur spotta í björgun- arvesti. Sá fyrsti sem við tókum var orðinn ansi þungur. Til að taka þann næsta urðum viö að snúa frá þeim sem við töldum best á sig kominn. Þegar við loks komumst að honum virtist okkur hann vera við það að gefast upp. Ég keyröi síðan þétt að honum. Hann sökk, sennilega undan kvikunni sem kom frá bátnum, en Hallgrímur teygði sig út og náði hon- um. Þessi síðasti reyndi að synda að bátnum þegar við vorum að bjarga hinum en það hefur sennilega þreytt hann of mikið,“ sagði Guðmundur. Hann segir að þeir Hallgrímur hafi talið að ekki hefði mátt muna miklu með björgun piltanna. Dýpið á þeim stað sem bátur þeirra sökk er um 6 metrar og langt í næstu grynningar. Kona, sem var sjónarvottur að atvik- inu, sagði við DV að varla hefði mátt tæpara standa: „Mennimir þustu út í bátinn sinn og bmnuðu í átt að piltunum sem áttu ekki möguleika á að synda í land,“ sagði konan. „Þrátt fyrir töluverða ölduhreyf- ingu tókst þetta ljómandi vel þó tveir af piltunum hefðu verið orðnir upp- gefnir,“ sagði Guðmundur Bjarni. „Við vorum ósköp sáttir við helgar- veiðina þó við hefðum ekki fengið neinn fisk. Þetta fór það vel,“ sagði hann. Þegar komið var með þre- menningana í land voru menn til- búnir við Grjóteyri til að taka á móti piltunum. Þeir voru drifnir í heitt bað og náöu þeir sér nokkuð fljótlega og varð ekki meint af þó htlu hefði mátt muna að verr færi. -ÓTT Ögmundur Jónasson: Hækka á almenna kauptaxta umfram verölag. DV-mynd Anna Ögmundur Jónasson á bandalagsráöstefnu BSRB: Eigum kröf u á að njóta ávaxtanna - áformumumneytendaskattavísaðábug „Mér hefur heyrst það vera mjög útbreidd skoðun að menn geri kröfu til þeirra ávinninga sem náðust með síðustu samningum sem kenndir hafa verið við þjóðarsátt. Menn virð- ast líka sammála um þann skilning sem hér býr að baki... Enginn velk- ist í vafa um að stefnt var að auknum kaupmætti kauptaxta. Nú dugar ekki fyrir viðsemjendur okkar að hlaupa frá þessu verki og þeim fyrirheitum sem gefin voru og sátt varð um. Við eigum kröfu á því að njóta ávaxtanna af því starfi sem við höfum unnið," sagði Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, meðal annars í ræðu sem hann hélt á bandalagsþingi samtak- anna í gær. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun í nokkrum hðum. Þar kemur fram krafa um að viðsemjendur op- inberra starfsmanna gangi til kjara- samninga við aðildarfélögin um auk- inn kaupmátt kauptaxta. Þess er krafist að þegar verði fallið frá öhum áformum um að skerða velferðar- kerfið og vísað á bug áformum um neytendaskatta og gjöld á sjúklinga, námsfólk og aðra er njóta þjónustu velferðarkerfisins. Þá er þess krafist að stjómvöld snúi af leið hávaxta. Loks er beint til stjörnar BSRB að standa vörð um lífeyrisréttindi og önnur réttindi opinberra starfs- manna og ítrekað að fram fari þjóð- aratkvæðagreiðsla áður en gengið verði frá nokkmm samningum við Evrópubandalagið um evrópskt efnahagssvæði. -hlh Fjárfestingarfélagið lækkar gengi á bréfum sínum: Fyrst og fremst vegna tapaðra viðskiptakraf na - einsdæmi að gengislækkun sé beitt Fjárfestingarfélagið hefur ákveðiö að lækka gengi Kjarabréfa og Mark- bréfa um 4,5% og gengi Tekjubréfa um 2,5 prósent. Skýringarnar segja þeir vera hækkun markaösvaxta al- mennt, gömul töp séu afskrifuð og lagt sé í varasjóð. Þeir sem DV ræddi við voru þó sammála Um að skýring- in væri fyrst og fremst tapaðar við- skiptakröfur, enda lendi aðrir sjóðir í vaxtahækkunum og sjái sig ekki tilneydda til að lækka gengi bréfa sinna. „Það er um að ræða ýmis skulda- bréf sem voru keypt inn í sjóðina fyrir nokkmm árum, ineð trygging- um í fasteignum eða með öðrum ábyrgðum og tryggingum sem ekki hafa reynst jafnhaldbærar og menn reiknuðu með. Það sem skiptir máh er hvemig þessir sjóðir eru samsettir og hvað þarf að afskrifa á hverjum tíma,“ sagði Ólafur Davíðsson, stjórnarformaöur Fjárfestingarfé- lagsins. Þegar verögildi sjóða breytist hefur venjan verið sú að ávöxtunin verður lægri en það er einsdæmi að gengi bréfa sé lækkað með þeim hætti sem nú er gert. Með gengisfellingu eru menn því að viðurkenna orðinn hlut og færa raunverðmæti sjóðsins til raunverulegs gengis. Eignir sjóð- anna, sem um ræðir, voru um 5 mihj- arðar en með þessum aðgerðum eru þær færðar niður um 180 mihjónir. Sá sem keypti bréf á fóstudaginn fyrir eina milljón gat því selt þau eftir helgina á 955 þúsund krónur. Sjóðurinn verður hagstæöari fyrir nýja kaupendur að því leyti að nú er búið að hreinsa út gömlu töpin og raungengi komiö á. Þeir sem áttu bréfin tapa miklu en þó verður ávöxtunarvonin meiri og því ættu þeir að geta unnið upp það tap að einhverjum tíma hðnum. Ólafur sagði að ávöxtun sjóðanna hefði farið minnkandi á síðustu misserum og verið lægri en á spariskírteinum. „Ef við hefðum lækkað ávöxtunina hefðum við hætt að vera samkeppn- isfærir. Ávöxtunin hefði farið mjög. langt niður og verið það um nokkurn tíma. Meginkjaminn er að fólk eigi bréfin áfram til þess að vinna upp það sem rýrnar núna,“ sagði Ólafur. Hann sagði að Bankaeftirlitið hefði bent á ýmis töp fyrir ári þegar það gerði úttekt á stöðu sjóöanna en þá hefði verið ákveðið að lækka ávöxt- unina. Nú hefði hins vegar þurft að færa gengið niður þar sem fleiri töp hefðu komið í ljós auk almennra vaxtahækkana. Stærstu eigendur Ejárfestingarfé- lagsins em íslandsbanki, Eimskipa- félagiö og Lífeyrissjóður verslunar- manna. -pj Valdarániö í Sovétríkjunum: Óttast að lýðræðisþróunin haf i verið stöðvuð - segirHaUdórÁsgrímsson „Mín fyrsta hugsun þegar ég heyrði fréttimar var sú að ég ætl- aði varla að trúa því sem þama var að gerast. Það er svo sem oft búið að segja að þetta geti gerst en þrátt fyrir þaö hefur maður viljað trúa þvi frekar að þarna væru hlutimir að ganga í rétta átt heldur en hitt,“ sagði Halldór Ásgrímsson, vara- formaður Framsóknarflokksins, er hann var inntur eftir viðbrögðum við valdaráninu í Sovétríkjunum. „Ég get því ekki annað en harmaö þetta og fordæmt því ég hef verið sannfærður um að Gorbatsjov hafi verið að færa Sovétríkin í átt til lýðræðis og reynt að gera það í anda raunsæis með því að sigla á milli skers og hám. Honum virðist hafa mistekist það en við hljótum samt að vona að því mikilvæga starfi sem hann hrinti af stað verði haldið áfram með ein- um eöa öðrum hætti, þó ég óttist nú að þessi þróun hafi verið stöðv- uð,“ sagði Halldór. Halldór sagðist hafa áhyggjur af því að valdaránið leiddi til átaka innan Sovétríkjanna sem kæmu til með að hafa mikil áhrif á þær þjóð- ir. En slík áhrif gætu haft ófyrirsjá- anlegar afleiöingar á Vesturlönd- um „Við getum ekki annað en lýst yfir áhyggjum okkar og fordæmt þessa atburði. Síðan verðum við að hafa sem best samráð við okkar samstarfsaðila innan Atlantshafs- bandalagsins og Noröurlandanna og reyna að mynda sem besta sam- stöðu þessara ríkja í atburðarás- inni,“ sagði Halldór. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.