Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. Meiming________________ Ein Irtil næturmartröð Á tónlistarbamum Púlsinum á Vitastíg fóru seint sl. fimmtudagskvöld fram heldur óvenjulegir tónleikar sönghópsins Emils ásamt gestum hans, Ónnu Siggu, „Ónefndum kvartett“ og fleirum. Þaö er kannski til marks um á hversu ung klassísk tónhstariökun í raun er á íslandi hversu lítið hefur tíðkazt hingaö til aö reiða fram gömlu meistarana með spaugsömum formerkjum. Meöan höfuðborgir ann- arra Norðurlanda hafa búið við reglubundið tónleika- líf í nærri tvær aldir, stendur konsertstarfsemi í Reykjavík varla á sextugu og nær raunar ekki fullum þroska fyrr en undir 8. áratug. Forsendan fyrir góðlátlegu gríni á grundvelli al- mennrar þekkingar á klassískri tónlist er þannig rétt nýtilkomin. Enda dettur engum í hug að skopstæla. aðra en gamla góðkunningja. Líklega frægasta fyrirbrigðið af þessu tagi eru Hoffn- ungtónleikamir í Lundúnum (hófust 1955), þar sem ýmist er um óvænta útúrsnúninga á þekktum tónverk- um að ræða, eða þá útsetningar fyrir ólíklegustu hljóð- gjafa, svo sem ryksugur og garðslöngur. Annað velþekkt dæmi er bandaríska tónskáldið Pet- er Schickele og samstarfsfólk hans, sem frá 1965 hefur haldið tónleika með verkum hins tilbúna „P.D.Q. Bachs“, væntanlega einkum í borgarhverfum vel- stæðra og á háskólalóðum þar sem gera má ráð fyrir móttækilegum áheyrendum. Annars er spuming hvemig Schickele vegnar nú, eftir að hamborgaraeyði- mörkin vestra myndbandavæddist; um það hefur und- irritaður árangurslaust leitað frétta, allt frá þvi er hann barði hljómplötur P.D.Q.’s eyrum hjá Karólínu Eiríksdóttur nýkominni heim frá námi í Michigan fyr- ir rúmum áratug. Hér á landi hefur húmor af góðlátlegu sortinni átt erfitt uppdráttar í skemmtanalífinu, þar sem undir- tektir virðast stjórnast af groddaskap og áfengi- sneyzlu. Orsök þessa eða afleiðing, nema hvort fveggja sé, er sú, að skop telst annars til þriðja fiokks viðfangs- ofnis í virðingarstiganum, líkt og t.d. barnabækur inn- an bókmennta. Eins og gefur að skilja, er enn þrengra um lífsskil- yrði músíkalskrar satím. Ef tónlistarspaug á ekki að missa marks, verður að minnsta kosti þrennt að vera til staðar; nægilega marg- ir næmir hlustendur, nægilega færir flytjendur og nógu góðar útsetningar. Um tónlistina sjálfa umrætt kvöld á Púlsinum var ekki nema gott að segja. Raunar var ekki allt spaug, því að Emilskvartettarnir tveir sungu meðal annars brezka vöggusöngva frá Viktoríutímanum (er minntu á Barber shop, án þess þó að laglínan væri í 2. tenór) og nokkra fallega endurreisnarmadrígala frá sama landi og Frakklandi. Tónlistarbarinn Púlsinn stóö í þetta sinn loks undir Sönghópurinn Emil. loforðum stofnenda um fjölbreytni; hann hefur hingað til verið svo til eingöngu helgaður rokki og blús (eins og flestallir veitingastaðir hér), nema hvað djass hefur stöku sinnum skotið upp kolli fyrir eldri borgarana, enda slíkir taldir drekka minna brennivín en dynkjafi- klar. En ekki var laust við, að maður yrði uggandi um hag flytjenda, þegar ljóst varð, að hið prúðbúna söng- fólk í kjólfotum hugöist ná eyram allra hljóðnema- laust í gegnum bjórskvaldur hins þéttpakkaða tónhst- Tónlist Ríkarður Ö. Pálsson arbars, þar sem um fjórðungur tónleikagesta varð að láta sér nægja að standa. Þetta blessaöist þó furðuvel. Áheyrendur reyndust undra hljóðlátir og tilhtssamir ut£m hléa. Að vísu virt- ist, auk hugsanlegra kunningja sönghópsins og sérboð- inna gesta, tiltölulega hátt hlutfall unnenda „alvarlegr- ar“ tónhstar vera hér komið til að geta hlegið þar sem sízt skyldi, því bera mátti kennsl á ymist þekkt.tónUst- arfólk úr kammeripúsík, Sinfóníuhljómsveitinni og Óperunni meöal annarra. Hápunktur kvöldsins var einþáttungsópera P.D.Q. Schickele-Bachs, „Eine kleine Alpdruckenmusik" (A Little Nightmare Music), kunnáttulega samdar aríur og dúettar ofan í hina velþekktu serenöðu Mozarts, þar sem strengjasveitin var hljóðfærð á flygil tónlistar- barsins. Uppákoman var hin kostulegasta, því fyndn- ari sem hlustandinn var betur heima í óperum Moz- arts og allvel sungin og leikin, ekki sízt af píanóleikar- anum. Þó mátti litlu muna, að þrengslin og samfylgj- andi skijáf áheyrenda, þó lágt væri, kæmi í veg fyrir aö efnið skilaði sér út í saUnn, en undirtektir áhery- enda voru engu að síður þrumugóðar. , Undir lokin söng karlakvartett með Sigurð Halldórs- son kontratenór sem fyrr í efstu rödd nokkur lög, þ. á m. „Landsknecht-Standchen" Lassos (Matona mia cara) og tókst ágætlega upp. Kynninum varð að vísu á að útleggja „Landsknecht" (= hermaður, málahði) sem „sveitastrákur", en annars var efnið lúð bezta kynnt, þó að eiginleg tónleikaskrá væri ekki fyrirUggj- andi og allt á huldu fyrir ókunnuga um nöfn flytjenda. Loks tróö kontrakarlakvartettinn upp aftur, er fyrr um kvöldið hafði tekið fyrir nokkur ástkær og ylhýr lög eftir Inga T., með blökkum leynigesti frá Texas, Gwendolyn N.N., í gospel-anda. Hún Gwendolyn tók einnig nokkur „svört" sólónúmer a capella, ekki ólag- lega, en atriðið féU fremur illa að undangengna evr- ópska efninu að áUti undirritaðs, þó að ekki stæði á örlátu klappi frá áheyrendum. Ljóst er, að sönghópurinn Emil hefur talsvert fram að færa á músík-kómísku miðunum. Hver meðUmur er langt kominn í hljóðfæra- og söngnámi og gat að heyra ýmsar athygUsverðar raddir innan kjama hóps- ins sem utan, ekki sízt hjá „gestinum" Önnu Siggu. Fjölhæfnin gerir og fólkið vígara á báða bóga, gamans og alvöru, enda eiginlega ástæðulaust að stíga hvort frá öðru, eins og Piet Hein ku hafa kveðið einhvers staðar. Bjórstofustaðarvalið má skoða sem tilraun sem gafst bærilega í þetta sinn, enda fastagestir staðarins trauðla í meirihluta, en auðvitað á svona efni enn betra erindi í kammermúsíksal, þar sem ekkert fer fram hjá hlu- standanum. En jafnframt þyrfti þá sennilega aö íjölga eitthvað samæfingum til að auka snerpu, samstillingu og hreinleika, eftir því sem athygU viðtakenda verður meiri. Augljóst er| og auðheyrt, að efnið er gott; hér vantar aðeins herzlumuninn. Andlát Sigríður Sandholt lést 18. ágúst sl. Ingólfur Jónsson, Goöheimum 7, lést 19. ágúst. ívar Helgi Óskarsson lést laugardag- inn 17. ágúst. Friðþjófur Kristjánsson lést laugar- daginn 17. ágúst. Friðþjófur Jónsson, Hrafnistu, Reykjavík, lést 18. ágúst sl. Torfi Bjarnason lést 17. ágúst. Viggó Bergsveinsson frá Isafirði lést sunnudaginn 18. ágúst sl. Gísli Ragnar Einarsson, Álfhólsvegi 89, Kópavogi, lést 16. ágúst. Þórarinn Kr. Guðmundsson, íra- bakka 22, Reykjavík, lést 11. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.____________________ Jarðarfarir Útfor Jóhönnu Pétursdóttur, Dala- tanga 23, MosfeUsbæ, fer fram frá r í næsta sölustað • Askriftarsími 62-60-10 Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, kl. 13.30. Útfór Ólafar Sigurðardóttur, sem lést 14. ágúst sl., fer fram frá kirkjugarðs- kapellunni í Hafnarfirði í dag, þriðju- daginn 20. ágúst, kl. 15. Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, sem lést 12. ágúst, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju fóstudaginn 23. ágúst kl. 13.30 Jón Tímóteusson frá Bolungarvík, sem lést 9. ágúst sl., verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag, þriðju- daginn 20. ágúst, kl. 15. Svavar Þ. Pétursson, Laugavegi 72, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. ág- úst kl. 13.30. Ingveldur Guðmundsdóttir, Árholti 7, Húsavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fostudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Tilkynningar Félag eldri borgara ” Dansað í Risinu í kvöld, þriðjudagskvöld, kl.20. Hallgrímskirkja -starf aldraðra Á morgun, miðvikudag, verður farið að Kiöjabergi í Grímsnesi. Borðað verður nesti í Hraunborgum og korrið við í kirkj- unni að Stóru-Borg. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 12. Panta þarf far hjá Dómhildi í s. 39965 sem gefur nánari upplýsingar. Stefan Sundström á Púlsinum Sænski vísnasöngvarinn og lagasmiður- inn Stefan Sundström heldur aukatón- leika á Púlsinum í kvöld kl. 22.00. Auka- tónleikamir koma í kjölfar velheppnaðra tónleika í Norræna húsinu í síðustu viku. Stefan syngur eigin lög og ljóð og væntan- lega lög eftir Bellman og fleiri vísnahöf- unda. Hann hefur verið kallaður sænsk- ur Jagger og arftaki Wreeswijks en einn- ig hefur hann gengið í smiðju fleiri höf- unda. Textar Stefans eru kjamyrtir og þykir mörgum hann ögrandi. Húsið verð- ur opnað kl. 20.00, Happy Hour er miili 22-23. Vettvangsferð í Kópavogi Náttúmvemdarfélag Suðvesturlands fer í vettvangsferð um Borgarholt í Kópavogi í kvöld, þriðjudagskvöldið 20. ágúsi, kl. 20.30. Ferðin hefst við Kópavogskirkju og geng- ið verður um holtið undir leiðsögn Áma Waag líffræðikennara. Tilgangurinn meö ferðinni er að vekja athygli á því merki- lega framtaki sem Kópavogsbær stóð að fyrir tíu árum þegar hann friðaði Borgar- holtið, náttúmperlu í miðju þéttbýli. Þama er að finna yfir 100 teg. blóm- plantna, þar af eina sem ekki finnst ann- ars staðar á landinu. Ferðin tekur um einn og hálfan tíma. Myndgáta -v^v Myndgátan hér að ofan lýsir kvenkynsnafnorði. Lausn gátu nr. 106: Vindill Safnaöarstarf Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Tilhamingju Þann 27. júli vom gefin saman í hjóna- band brúðhjónin Sigurjón Harðarson og Kristín Elinborg Þórarinsdóttir. Heim- ili þeirra er að Suðurbraut 16, Hafnar- firði. Ljósm. MYND, Hafnarf. Tapað-fundið Veiðarfærakassi nýlega tekinn úr bíl Kassinn er rauður og ýmiss konar verk- færi í honum. Sárast saknar eigandi gler- augna sem engum gætu komið að gagni nema honum og er missir þeirra mjög bagalegur og dýr þar sem þau em illfáan- leg. Vonast er til að sá sem hefur kassann undir höndum sjái sig um hönd og skili honum eöa að þeir sem eitthvað viti um hann hafi samband. Síminn er 34982, Magnfríður. Leiðrétting á kjallaragrein Guðjóns í kjallaragrein Guöjóns Sveinsson- ar rithöfundar, „Samtrygging er úr- elt“, 1 DV sl. fimmtudag, 15. ágúst urðu þau mistök aö í hana vantaði tölulegar upplýsingar sem þar hefðu átt aö fylgja. Leiöréttur kaflinn verður þannig: Get ég, ef þörf krefur, fengið staðfest- ingu bankans á þeirri útskrift en hún lítur þannig út efnislega: Innstæða 31.12.1989 kr. 1:419.235 Innst. 31.12.1990 kr. 1.606.909 Mismunur (ársvextir) kr. 187.674 Þann 27. júlí vom gefin saman brúðhjón- in Haraldur Grétarsson og Mjöll Þórar- insdóttir. Heimili þeirra verður að íra- bakka 28. Ljósm. MYND, Hafnarf. band brúðhjónin Ragnheiður Benja- mínsdóttir og Ólafur Ingólfsson. Heim- ili þeirra er að Engihjalla 9 í Kópavogi. Ljósm. MYND, Hafnaif.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.