Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. Uflönd Brottvikning Gorbatsjovs: Gæti skaðað stef nu Bush Bandaríkjaforseta Brottvikning Míkhaíls Gorbatsjov úr embætti leiðtoga Sovétríkjanna gæti kippt stoðunum undan mikil- vægu sameiginlegu frumkvæði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi og hefur alla burði til að verða alvarlegt áfall fyrir stefnu Georges Bush Bandaríkjafor- seta. Á leiðtogafundinum í Moskvu fyrir liðlega hálfum mánuði féllust Bush og Gorbatsjov á að reyna að efna til friöarráðstefnu um Mið-Austurlönd í október. Síðustu atburðir í Kreml gætu orðið til að teíja fyrir henni eða gert hana að engu. Lausn vestrænu gíslanna tíu í Líb- anon, sem virtist ætla að verða af- leiðing aukinna friðarhorfa í Mið- Austurlöndum, gæti einnig orðið fyr- ir barðinu á falli Gorbatsjovs þar sem aðilar málsins kynnu að bíða átekta til að meta nýja valdhafa í Moskvu. Fréttaskýrendur sögðu að eitt af því sem hefði knúið áfram viðleitni manna til að frelsa gíslana hefði ver- ið sú ákvörðun Bandarikjanna og Sovétríkjanna að binda enda á lang- varandi kapphlaup þeirra um áhrif í Mið-Austurlöndum. Fall Gorbatsjovs, sem kom Bush eins og þruma úr heiðskíru lofti, varpar líka dökkum skugga á tvo mikilvæga samninga um afvopnun- armál sem hafa verið samþykktir en ekki enn staðfestir. Annar þeirra gerir ráð fyrir mikl- um niðurskurði á hefðbundnum Brottvikning Gorbatsjovs úr embætti forseta Sovétríkjanna getur haft alvar- legar afleiðingar fyrir stefnu Bush Bandaríkjaforseta i ýmsum málum, svo sem gíslamálinu í Libanon. Símamynd Reuter vopnum í Evrópu. Hinn er START- samningurinn þar sem kveðið er á um verulega fækkun langdrægra kjarnavopna og var helsta málið á leiötogafundinum í Moskvu. Bush og stjórn hans vonuðust til að öldungadeild bandaríska þingsins mundi staðfesta samningana í haust þar sem kosningar verða í landinu á næsta ári og þá lamast starfsemi þingsins allajafna. Brottvikning Gorbatsjovs er einnig mikið persónulegt áfall fyrir Bush sem skipaði sér fast upp við hlið Gorbatsjovs eftir þónokkurt hik í upphafi. Hann var Gorbatsjov eink- anlega þakklátur fyrir samvinnu hans í Persaflóastríðinu. Bush leggur mikið upp úr persónu- legum tengslum við erlenda leiðtoga og þegar hann kom við í Úkraínu á heimleið af leiðtogafundinum notaði hann tækifærið til að lýsa yfir stuðn- ingi sínum við Gorbatsjov. I ræðu í úkraínska þinginu, þar sem þjóðernishyggja fer vaxandi, varaði Bush við því aö Sovétríkin brotnuðu upp í smærri einingar og hét því að hafa „eins mikil samskipti við Gorbatsjov og hægt væri“. Atburðirmr í Moskvu í gærmorgun komu mönnum í Hvíta húsinu greinilega á óvart. Helstu ráðgjafar forsetans, þar á meðal James Baker utanríkisráðherra, voru í sumarleyfl eins og Bush sjálfur. Þegar háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu var vakinn upp um Haukarnir sem steyptu Gorbatsjov af stóli Illt er í efni að helstu valdamenn í Sovétríkjunum hafa ekki á síðustu byltingarafmælum og fyrsta maí há- tíðahöldum raðað sér eftir viröingu og völdum á grafhýsi Leníns í Moskvu. Síðast gekk Míkhaíl Gorb- atsjov um meðal almúgans á Rauða torginu og engin leið var að átta sig á hverjir gengu honum næstir að völdum. Nú er hins vegar komið á daginn hverjir það eru sem í raun réttri hefðu átt að standa viö hhð Gorbat- sjovs. Nöfn þeirra hafa verið í frétt- um síðustu mánuði og misseri en erflðar var að átta sig á hver staða þeirra væri i raun og veru. Allt frá því í sumar hefur verið talað um fjórmenningaklíku í Kreml. Sumir hafa kallað þessa menn „haukana sem slegið hafi hring um forsetann". Nú er Gorbatsjov ekki lengur forseti og Gennadíj Janajev kominn í hans stað. Hann var þó ekki talinn í hópi haukanna heldur þeir fjórir sem lyft hafa honum til æðstu valda. Janajev sá fimmti Raunar er enn ekki ljóst hvort Janajev er aðeins strengjabrúða þeirra sem raunverulega ráöa eða hvort hann er nú fremstur meðal jafningja í nýja leiðtogahópnum. Nashyrningurinn, eins og flokks- menn kalla hann, hefur ekki farið með látum til þessa en sumir Sovét- sérfræðingar segja að hann eigi eftir að reka hornið í eitt og annað á næstu mánuðum. í klíku haukanria ljögurra er Val- entin Pavlov forsætisráðherra jafnan talinn fremstur. Hann var harður Valentin Pavlov hetur farið fyrir harðlínumönnunum. Simamynd Reuter andstæðingur 500 daga áætlunarinn- ar svokölluðu sem átti að bjarga sov- ésku efnahagslífi frá hruni síðasta haust en varð að engu innan Kreml- armúra. Þar unnu harðlínumennirn- ir mikinn varnarsigur og tókst að knýja Gorbatsjov til að hlusta á gömlu kommúnistana. Annar í röðinni er Vladimir Kijushkov, yfirmaður KGB. Hann er harður andstæðingur samninga viö Vesturlönd og oft talað um að banda- ríska leyniþjónustan CIA standi að skemmdarverkum í sovésku efna- hagshfi. CIA virðist þó ekki beinlínis hafa verið inni á gafli í Kreml því ekki er betur vitaö en að CIA-menn Borís Pugo ræður yfir öryggissveit- um innanríkisráðuneytisins. Símamynd Reuter hafi ekkert vitað um að til stæði að steypa Gorbatsjov af stóli. Enn er nefndur til sögunnar í hópi haukanna Dimitríj Jazov varnar- málaráðherra. Hann er persónu- gervingur gamla tímans í Sovétríkj- unum; orðum prýddur harðjaxl sem talar helst ekki nema með hnefann á lofti. Vitað er að honum hefur fall- ið illa undanlátssemi Gorbatsjovs við vesturveldin. Ástæða til að óttast Pugo Fjórði maðurinn er Borís Pugo inn- anríkisráðherra. Hann stendur mjög traustum fótum í sovésku valdaklík- unni því undir hans stjórn eru örygg- Dimitríj Jazov. Gamall rússneskur björn. Símamynd Reuter issveitirnar sem kenndar eru við svörtú húfurnar. Flestum ber saman um að Pugo hafi ráðið ferðinni þegar ákveðiö var að láta til skarar skríða gegn sjálfstæöishreyfingunum í Eystrasaltslöndunum. Þetta eru mennirnir sem frá og með deginum í gær hafa haft öll völd í Sovétríkjunum. Með þeim í stjórnar- nefndinni, sem ætlað er að fara með völdin næstu sex mánuðina, eru einnig þrír aðrir sem í raun og veru eru huldumenn í sovésku þjóðlífi þótt þeir gegni lykilstöðum í atvinnu- lífinu. miðja nótt og honum sagðar fréttirn- ar svaraði hann aðeins: „Ég veit ekk- ert um það. Hvert í þreifandi!" Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÖVEROTR. Sparisjóðsbækur ób. 5,5-7 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp 6mán. uppsogn 6,5-10 Sp Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar 5,5-7 Lb.ib VlSITOLUB. REIKN. 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5.5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,5-9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Visitölub. kjör, óhreyfðir. 3.25-4 Bb Óverðtr. kjör, hreyfðir 12-13.5 Lb.Sp SERST. VERÐBÆTUR (innan tímabils) Visitölubundnirreikn. 6-10,8 Bb Gengisbundir reikningar 6-10,8 Bb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Visitölubundin kjör 6,25-7 Bb Óverðtr. kjor 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9-9.6 SP Vestur-þýsk mörk 7.5-9.25 Lb Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÓVERÐTR. Almennirvixlar(forv.) 20,5-21 Allir nema Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi LB Almennskuldabréf 21-22 Sp.ib Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 23,75-24 Bb Skuldabréf 9,75-10,25 Bb AFURÐALAN Isl.krónur 18,25-20,5 Lb SDR 9,5-9,75 Ib.Sp Bandarikjadalir 7.8-8.5 Sp Sterlingspund 12,8-13,5 Sp Vestur-þýsk mörk 10,5-10,75 Bb Húsnæðislán 4.9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27.0 MEÐALVEXTIR Alm. skuidabréf júli 18,9 Verðtr. lán júli 9.8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 3158 stig Lánskjaravísitala júli 3121 stig Byggingavísitala ágúst 596 stig Byggingavisitala ágúst 186,3 stig Framfærsluvísitala ágúst 157,2 stig Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,858 Einingabréf 2 3.139 Einingabréf 3 3,842 Skammtímabréf 1,955 Kjarabréf 5,747 Markbréf 3,072 Tekjubréf 2,167 Skyndibréf 1,707 Sjóðsbréf 1 2,799 Sjóðsbréf 2 1,927 Sjóðsbréf 3 1,936 Sjóðsbréf 4 1.695 Sjóðsbréf 5 1,166 Vaxtarbréf 1,9762 Valbréf 1.8520 Islandsbréf 1,222 Fjórðungsbréf 1,129 Þingbréf 1,220 Öndvegisbréf 1,203 Sýslubréf 1,237 Reiðubréf 1,189 Heimsbréf 1,129 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2.50 Eimskip 5,76 5.96 Flugleiðir 2,45 2,55 Hampiðjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1.71 islandsbanki hf. 1,66 1.76 Eignfél. Alþýðub. 1,68 1.76 Eignfél. Iðnaðarb. 2,43 2,53 Eignfél. Verslb. 1.74 1,82 Grandi hf. 2,70 2,80 Olíufélagið hf. 5.45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6,10 6,40 Skagstrendingur hf. 4,90 5,10 Sæplast 7,30 7,62 Tollvörugeymslan hf. 1.00 1.05 Útgerðarfélag Ak. 4,58 4.72 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Almenni hlutabréfasj. 1,11 1.16 Auðlindarbréf 1,03 1.08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= íslandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.