Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. Iþróttir Sport- stúfar Suðurlandsmótiö í golfi fór fram á Sel- svelli við Flúðir um helgina. Þátttakendur á mótinu voru 65 frá fjórum félög- um og urðu úrslit þannig: Karlar án forgjafar 1. Magnús Kristleifsson, GV 75 2. Stefán Gunnarsson, GOS..77 3. Kjartan Gunnarsson, GOS.79 Karlar með forgjöf 1. Magnús Kristleifsson, GV.67 2. Stefán Gunnarsson, GOS..67 3. Halldór Guðnason, GF....67 Konur án forgjafar 1. Jakobína Guðlaugsd., GV 86 2. HalldóraHalldórsdóttir, GF.107 3. Guðfinna Ólafsdóttir, GOS...108 Konur með forgjöf 1. Jakobína Guðlaugsdóttir, GV73 2. HalldóraHalldórsdótir, GF....79 3. Guðfinna Ólafsdóttir, GOS.80 • í sveitakeppni sigraði Golf- klúbbur Selfoss, lék á 402 högg- um. Golíklúbbur Vestmannaeyja varð í öðru sæti á 421 höggi og Golfklúbburinn á Hellu í því þriðja á 464 höggum. Tennismót á Víkings- og Þróttarvöllum • Dagana 27. ágúst til 1. september verður haldið tennismót TSÍ og BM Vallá hf. Keppt verður á Víkings- og Þróttarvöll- um í öllum fiokkum. Skráning fer fram á Víkingsvelli og lýkur föstudaginn 23. ágúst kl. 18. Háforgjafarmót á Strandarvelli • Opið golfmót, háfor- gjafarmót, forgjöf 20 og yfir, fer fram á Strand- arvelh á vegum Golf- klúbbs Hellu 24. ágúst nk. Leikn- ar verða 18 holur með og án for- gjafar. Aukaverðlaun verða fyrir næstu holu á öllum 5 par 3 braut- um. Skráning fer fram í golfskála klukkan 13-20 í síma 98-78208. Handknattleiksskóli FH Handknattleiksdeild FH verður með nám- skeið fyrir krakka í íþróttahúsinu í Kapla- krika. Námskeiðið hefst á laugar- daginn og stendur í 8 daga. Yngri krakkar, 6-10 ára, verða frá klukkan 10.30 til 12.30 og eldri krakkarnir, 11-14 ára, frá 12-13.30. Kennarar verða þeir Geir Hallsteinsson og Theodór Sigurðsson og ætla þeir að leggja áherslu á leikræna þáttinn \ kennslunni. Þátttökugjald er krónur 1.500 og fá allir viður- kenningarskjöl og haldin verður grillveisla í lokin. Innritun og greiðsla verður á fyrstu æfing- unni. EM í sundi hófst í Aþenu I gær Evrópukeppnin í sundi hófst í Aþenu í gær meö keppni í sundknattleik. Keppni í almennum sundgreinum hefst á undanrásum í dag. Sjö íslenskir keppendur er meðal þátttakenda á mótinu. Ítalía vann Grikki, 11-4, Ungverjar sigruðu Sovétrík- in, 15-3, Frakkar unnu Þjóðverja, 8-4, og Hollendingar lið Breta, 20-2, í riðlakeppni kvenna í sund- knattleik í gær. Opið golfmót í Ólafsvík á laugardaginn Opið golfmót verður haldið í Ólafsvík á laugardaginn kemur. Mótið hefst klukkan 9.30 og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Gistiheimilið Höfði býður 15% afslátt á gistingu og morgunveröi í tengslum við mótið. Þess má geta að til Ólafs- víkur er aðeins tæplega þriggja tíma akstur frá Reykjavík. Franc Booker leikur með Val - skrifaði undir samning við Hlíðarendafélagið í gær Valsmenn vel settir með bakverði Franc Booker, hinn frábæri banda- ríski körfuknattleiksmaður sem lék síðari hluta síðasta vetrar með ÍR- ingum, skrifaði í gærkvöldi undir samning við Valsmenn og leikur með þeim í úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili,- „Við sendum honum samning sem hann er búinn að skrifa undir. Það er frábært að fá Booker í okkar raðir og hann var búinn að segja við okkur strax í vor að sig langaði til að spila með Magnúsi Matthíassyni - sem hann telur langbesta miðherjann í íslenska körfuboltanum," sagði Rögnvaldur Hreiðarsson hjá körfu- knattleiksdeild Vals í samtali við DV í gærkvöldi. Franc Booker er geysilega snjall bakvörður og síðasta vetur munaði litlu að honum tækist að halda ÍR í úrvalsdeildinni upp á eigin spýtur. Hann kom til liðsins í vonlausri stöðu en um voriö munaði engu að ÍR næði að komast hjá falli og Book- er skoraði hvað eftir annað um eða yfir 50 stig í leik. Valsmenn hafa einnig endurheimt Tómas Holton sem var í Ungveija- landi síðasta vetur og þá er Svali Björgvinsson að byrja á ný eftir slæm meiðsli sem hann varð fyrir í byrjun síðasta keppnistímabils. Valsmenn eru því mun betur settir með bak- verði en í fyrra en þá voru þeir veiki hlekkurinn í liði þeirra á meðan nóg var af stórum mönnum í liðinu. -VS • Franc Booker leikur listir sínar í Vals í vetur. DV-r Eyjamenn af mesta hættusvæðmu: Leif ur á toppinn - gerði bæði mörk ÍBV gegn Val, 2-1 Berglind Ómarsdóttir, DV, Eyjum; Eyjamenn eru nánast úr-fallhættu í 1. deildinni eftir 2-1 sigur á Val í Eyjum í gærkvöldi en Valsmenn sitja áfram í æsispennandi botnbarátt- unni. Það var Leifur Geir Hafsteins- son sem sá um að afgreiða Vals- menn, hann skoraði bæði mörk ÍBV og er nú markahæstur í 1. deild með 11 mörk. Leikurinn var ekki mikið fyrir aug- að og má þar kenna vallaraðstæðum um en Hásteinsvöllurinn var renn- blautur og þungur. Sennilega verður ekki leikið meira á honum í ár af • Leifur Geir Hafsteinsson hefur gert 11 mörk fyrir ÍBV i 1. deild. þeim sökum. Leifur skoraði fljótlega fyrir ÍBV með skoti eftir hornspymu, Hann var síðan aftur á ferð í byijun síðari hálfleiks þegar Hlynur Stefánsson var felldur í vítateig og dæmd víta- spyrna sem Leifur skoraði úr, 2-0. Valsmenn minnkuðu muninn þegar Jón S. Helgason, nýkominn inn á sem varamaður fyrir Sævar Jónsson, átti langa sendingu inn í vítateig ÍBV. Gunnar Már Másson skallaði bolt- ann á Gunnar Gunnarsson sem skor- aði af stuttu færi, 2-1. Litlu munaði að Leifur gerði sitt þriðja mark í lok- in þegar hann skallaði yfir mark Vals úr góðu færi. Eyjamenn sóttu heldur meira í leiknum og sýndu meiri baráttu, og sigur þeirra var nokkuð verðskuld- aður. „Það var frábært að vinna, liðs- heildin var góð og baráttan frábær. Við unnum sanngjarnan sigur og hefðum átt að skora fleiri mörk, eins og á móti KR,“ sagði Heimir Hall- grímsson, fyrirliði IBV. „Ég er að sjálfsögðu ósáttur við að tapa og þar með að komast ekki af hættusvæðinu. Það er mjög erfitt að spila við þessar aðstæður og völlur- ipn er hfeint ekki mönnum bjóð- andi. Það kemur auðvitað niður á báöum liðum,“ sagði Steinar Adolfs’- son, fyrirliði Vals. Hjá ÍBV var liðsheildin jöfn en þó voru Hlynur Stefánsson, Bergur Ág- ústsson og Heimir bestir. Hjá Val voru Steinar, Einar Páll og Arnaldur Loftsson bestu menn. • Atli Eövaldsson skorar annað mark sitt og þriðja mark KR með hörkus Breiðabliks, og félagar hans, Willum Þórsson, Sigurður Víðisson, Valur Valssor HáH deildin ei Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Víðismenn féllu í gærkvöldi niður í 2. deild eftir aðeins eins árs dvöld í þeirri fyrstu, þegar þeir töpuðu, 1-2, fyrir KA í Garðinum. Sigurinn var KÁ afar dýrmætur og hann kem- ur hálfri deildinni í alvarlega fall- hættu. „Þetta varö að gerast, sigurinn var mjög þýðingarmikill. Allir leikir sem - en Víðismenn eru eftir eru verða mjög erfiðir, eintómir úrslitaleikir," sagði Ormarr Örlygs- son, þjálfari og leikmaður KA, í sam- tali við DV eftir leikinn. KA náði forystunni eftir 14 mínút- ur með frekar ódýru marki sem kom eins og vatnsgusa framan í Víðis- menn. Örn Viðar Arnarson skoraði með skoti utan vítateigs í bláhornið niöri, 0-1. Eftir markið gerðist fátt fram að leikhléi og leikurinn fór að Sport' Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi; Þórður Ólafsson geröi sér lítið fyrir í keppni um Haraldarbikarinn hjá Golfklúbbnum Leyni fyrir stuttu og fór holu í höggi. Jafnframt jafnaði Þórður vailar- met Ömars Arnar Ragnarssonar, 66 högg. Á þessu sama móti fór annar ungur Skagamaður, Gylfi Sigurðsson, holu í höggi. Víkingur og Stjarnan leika í kvöld Síöasti leikurinn í 15. umferð 1. deildar karla á íslandsmótinu í kr.att- spyrnu fer fram í kvöld. £ Þá eigast við Víkingur og Stjarnan á Víkingsvelli í Stjörnugróf. Leik- urinn er þýðingarmikill fyrir bæði liö. Víkingar eru í öðru sæti og þurfa á öllum þremur stigunum að halda til að geta veitt Fram ein- hveija keppni á toppnum og Stjömumenn eru 1 mikilli fallhættu ásamt mörgum öðrum liðum. Leik- urinn hefst klukkan 19. • í 1. deild kvenna mætast tvö þeirra liða sem beijast um íslands- meistaratitilinn, KR og Valur, og hefst leikurinn á KR-vellinum klukkan 19. Firmakeppni hjá Aftureldingu Afturelding heldur firmakeppni í knattspyrnu á grasvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ laug- ardaginn 24. ágúst. Úrslitakeppní fer fram þriðjudaginn 27. ágúst. Skráning er hjá Sveingerði í síma 666662 frá klukkan 9-12 og eftír klukkan 16. Bika/úrslit Fram og IA í 2. fiokki Bikarúrslitaleikurinn í 2. fiokki karla í knattspyrnu fer fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ í kvöld og hefst klukkan 18.15. Þar mætast Fram og ÍA og má búast við hörku- leik því margir snjallir raeistara- flokksmenn era í liðunum. Þar má nefna Arnar og Bjarka Gunnlaugs- syni og Þórö Guöjónsson hjá ÍA og þá Ríkharð Daðason, Ásgeir Ás- geirsson og Pétur Marteinsson hjá Fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.