Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. Spumingin Hvernig líst þér á ástandið í Sovétrikjunum? Björgvin Gunnarsson sjómaður: Það líst mér ekki mjög vel á. Jóhann Þ. Jóhannsson flugmaður: Hrikalega illa, þetta gæti endað með borgarastyrjöld. Guðbjörn Elfarsson sjómaður: Mér list ekki á það. Hannes Reynisson, starfsmaður sjúkrahússins á Akureyri: Þetta eru ekki góðar fréttir en það er lítið hægt að segja um þetta enn þá. Valgerður Sveinsdóttir verslunar- maður: Ekki vel, mér líst illa á ástandið. Björn Ásbjörnsson verslunarmaður: Mér líst illa á það. Lesendur Að hengja sig íkvóta „Hugsanagangur sjómanna hefur breyst með minnkandí aflaheimildum," segir bréfritarí m.a. Árni Marz Friðgeirsson skrifar: Ég er sjómaður og get ekki orða bundist. Risastórar fyrirsagnir í blöðum hrópa á mann, dag hvern. - Kvóti þetta... og kvóti hitt... Sjó- menn flnnst mér gerðir að óbeinum sakamönnum í mörgum þessum greinum að mínu mati. Hvers eigum við að gjalda? Erum við að eyða flski- stofnum við ísland að fullu og öllu? Samkvæmt mörgum greinum og fréttum í fjölmiðlum virðist svo vera. - En hver er skoðun hins almenna sjómanns, sem ræður sig í pláss til að afla sér lífsviöurværis? Ég neita því að við sjómenn séum sakamenn. Við reynum að gera það sem rétt og best er á hverjum tíma. - Ég byrjaði til sjós árið 1969 og hef komið víða við. Ég hefi horft upp á að fiski sé hent í sjóinn frá því ég byrjaði á sjó líkt og gert er í dag. Þá á ég við undirmálsfisk af öllum teg- undum, fisk sem er verðlaus í landi. Kvótinn hefur þar engu breytt. Þetta hefur einfaldlega alltaf veriö þannig. Landkrabbar og margir ráðamenn hrópa: úlfur, úlfur og er það miður. Ég hef sjaldan lent í því að skip- stjórar hggi í smáfiski eða að þeir geri sér far um að drepa hann. Én á meðan stjórnun á veiðum var engin átti slíkt sér oft stað. Menn voru þá að hugsa um tonnafjöldann og að fylla skipin en ekki verðgildi þess afla sem inn fyrir kom. í dag taka skipstjórar veiðarfærin inn fyrir og færa sig á önnur mið, ef þeir verða varir við of smáan fisk í veiðarfær- um. - Hugsunargangur sjómanna hefur breyst með minnkandi afla- heimildum. Sjómenn hugsa um að reyna að ná sem mestum verðmætum úr þeim afla sem um borð kemur. Víst er allt- af einhverju hent útbyrðis, en skip- stjórar færa sig strax í burtu af svæð- inu ef aflasamsetning er óhagstæð. Kvótinn er kannski ekki besta stjórn- unarleiðin en hún hefur samt fengið sjómenn og útgerðarmenn til að læra að meta þann afla sem þeir hafa úr að spila. Og skilningur okkar á þess- ari auðlind okkar hefur stórlega auk- ist. Við sjáum að þessi auðlind er ekki ótæmandi og flestir eru fúsir til að standa vörð um verndun fiski- stofnanna. Ég segi það eitt að það er sama hvað hið háa Alþingi íslendinga seg- ir; komi ekki til hugarfarsbreyting hjá sjómönnum sjálfum og þeir verði hafðir með í ráðum - og þá á ég við hinn almenna sjómann - þá skiptir engu máli hvað stjórnarherrar segja. - Sjómenn framkvæma áfram það sein þeir telja rétt hverju sinni. Fleiri sakna pelsins, kona góð Magnús H. Skarphéðinsson skrifar: Kona nokkur segir á lesendasíðu DV fyrir allnokkru aö hún sakni sárt pelsins síns síðan hún var að skemmta sér á veitingastað einum hér í borg kosninganóttina sl. vor. - Mig langar aðeins að benda þessari seinheppnu konu á, sem vafalaust er hin heiðvirðasta kona í þeirri merkingu sem lagt er í það orð hér í mannheimi yfirleitt, að það eru fleiri sem sakna þessa pels. - Það eru nefnilega yfir 30 loðdýr sem misstu „í misgripum" (eins og konan orðar það) loðfeldinn sinn þegar hún og stallsystur hennar girntust hann ár- ið 1956, sem mun hafa verið árið sem feldurinn var tekinn ófrjálsri hendi af baki vina vorra sem voru svo óheppnir að vera gerðir þannig af skaparanum að hafa feld á bakinu sem önnur dýrategund telur sig líka eiga óskorað tilkall til. - En þar er ekki allt sem sýnist. Kona góð, fyrst verður þú að sýna oss bréf upp á það frá skapara vorum að þú sért réttmætur eigandi loðfeld- anna (u.þ.b. 40 stk. venjulegra loð- felda nægja utan um meöalkonu hér í dag). Að öðrum kosti neyðumst vér til að halda áfram að auglýsa eftir „réttum eiganda" þar til einhver með lögmætt bréf upp á það, eða feldlaust bak gefur sig fram. - Og hér gilda engin venjuleg bréf á borð við verð- bréf eða hlutabréf, eöa aðrar svoleið- is nótur sem fyrirvaralaust verða verðlaust dót hér í heimi framboðs og eftirspurnar hégómans. Því hvet ég eindregið handhafa pelsins í dag til að afhenda alls ekki pelsinn til neinna falsspámanna. Margir munu gefa sig fram en fáir vera kallaðir - með rétt bréf. - Varið ykkur því vel á falsspámönnunum. Þeir birtast núorðið í hvaða gervi sem er. Og auðvitað verður pelsinn alls ekki afhentur neinum þjófi eða þjófsnauti sem telur sig hafa greitt fyrir hann til ræningjanna eða ann- arra. - Bara alls ekki. Þetta liggur í augum uppi, kona góð. Og þetta mæli ég fyrir hönd allra loðdýra og annarra þolenda manns- ins. Stórgrýtisurð er rétta orðið Ægir Kristinsson Fáskrúðsfirði skrif- ar: Ástand þjóðvegar 956 frá vegamót- um suðurfjarðavegar og inn sveitina er vægast sagt hroðalegt. Stórgrýtis- urð er rétta orðið yfir ástand vegar- ins og eru íbúar innsveitar orðnir langeygir eftir að staðið verði við loforð um úrbætur. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Reyðarfirði lofaði að keyrt skyldi í veginn fyrir júnílok sl. en ekki bólar á neinum úrbótum ennþá. „Þetta er bara fyrir torfærubíla," sagði einn íbúi sveitarinnar sem þarf að aka veginn daglega. Þegar talað var við vegamálastjóra vegna ástands vegar- ins, sagði hann sjálfsagt að ýta við vegagerðarmönnum á Reyðarfirði til þess að laga veginn, en samt gerðist ekkert. Veghefill hefur ekki sést í sveitinni á þessu ári og eru bændur helst á því að þeir séu komnir á safn, enda ekki mikið að hefia þar sem ofani- burður er allur fokinn út í veður og vind. „Þetta er bara fyrir torfærubíla..." Vissulega er van- traustáByggða- stofnun Ólafur Ólafsson skrifar: Eftir gagnrýni forsætisráð- herra á Byggðastofnun í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar spyija margir hvaða hlutverki þessi stofnun gegni og hvort hún sé yfirleitt nauðsynleg. - For- stjóri Byggðastofnunar gagnrýn- ir þessa skýrslu og segir m.a. að hugmynd Davíðs um að taka lán- veitingahlutverkið af Byggða- stofnun myndi leiða til þess að hún gæti ekki gegnt hlutverki sínu í byggðamálum. Forstjórinn segir einnig að „það sé engu líkara en visst vantraust hafi komíð fram á núverandi fyrir- komulag“. - Ég held bara að for- stjóri Byggðastofnunar hitti þama naglann á höfuðið. Vantraust fólks er vissulega mikið á Byggðastofn- un, byggðasjóði, Framkvæmda- stofnun og framkvæmdasjóði. Þvígengu þeir ekkifyrir Eystra- saltsríkin? Friðrik skrifar: Fyrir rúmum þremur árum lýsti Ólafur Ragnar Grímsson því yfir að slagorðið „ísland úr ' NATO - herinn burt" væri úrelt. Nú fyrir stuttu tók sig upp smá- hópur einfeldninga og gekk svo- kafiaða Keflavikurgöngu. Þetta fólk birtist eins og út úr grárri fomeskju. Það skilur ekki ennþá að við Íslendíngar eram fijáls þjóð í frálsu landi. Hins vegar eru Eistland, Lett- land og Litháen kúguð lönd. Hefði ekki verið nær að ganga fyrir þeirra hönd? - Með tilllti til þessa er það forskastanlegt að áróðurs- menn fyrir svona göngu hafi að- gang að Ríkisútvarpinu með ókeypis óbeinni auglýsingu. í út- varpsþætti 10. ágúst sl. lét leikari nokkur móðann mása upp undir hálftima og auglýsti gönguna rækilega. - Þetta er raisnotkun og hlutleysisbrot Ríkisútvarpsins. Málshöfðun Skipatækni hf. K.P. hringdí: Ég get ekki séð hvernig Skipa- tækni ætlar að rökstyðja máls- höfðun á hendur Sigurði Ingva- syni i Svíþjóð, þeim er lét þau orð falla um Vestmannaeyjaferjuna að hún væri manndrápsfleyta eins og hún hefði verið teiknuð. í fréttum sjónvarps kemur fram að teikningum ferjunnar var breytt eftir að Sigurður lét þessi ummæli falla. Það þýðir einfald- lega að farið hefur verið eftir í meginatriðum eða a.m.k. mörgu því sem Sigurður benti á. Sigurður Ingvason, sem starfaö hefur i Svíþjóð um áratuga skeið, er kunnur fyrir þekkingu á skipa- smíði. Hann væri ekki fenginn til að hanna skip fyrir bandaríska flot- ann ef hann væri ekki metinn að verðleikum. - En það er oft sárt að þurfa að kyngja sannieikanum. Svonavoru „skrím$lm“ Arnar skrifar: Þegar vanskapaður beinhákarl kemur í net bónda er kallað á fjölmiðlalið. Allt er það gott og blessað og allir vita hvað hér er að gerast. - í gamla daga var mik- ið um „skrímsli" og skrímslasög- ur gengu milli manna. Um þau er sérstakur kafli í þjóðsögunum, og þau lifa enn í minningunni. En voru þetta ekki einmitt svona dýr, vansköpuð eða áður óþekkt sem menn voru að sjá híngað og þangað um landið? - Lengi ætlar Lagarfljótsormurinn að vera óþekktur. En kannski rekur hann upp á land steindauð- ur. Þá verðum við leidd í allan sannleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.