Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991.
9
Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra boðuðu til blaðamannafundar
þar sem þeir ræddu ástandið í Sovétríkjunum. Kohl sagði að hann hefði lagt hart að nýjum valdhöfum i Moskvu
að tryggja öryggi Gorbatsjovs. Simamynd Reuter
Fall Gorbatsjovs veldur óhug í Þýskalandi:
Hefðum getað stutt
Gorbatsjov betur
- sagði Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra
Hans-Dietrich Genscher, utanrík-
isráðherra Þýskalands, segir að vest-
ræn lýðræðisríki hefðu getað gengiö
lengra í stuðningi viö Míkhaíl Gorba-
tsjov og forðað honum þannig frá
falli.
Þýska ríkistjórnin gekk lengra en
aðrir stjórnir á Vesturlöndum í
stuðningi við Gorbatsjov og um-
bótaáætlanir hans. Gorbatsjov naut
gríðarlegra vinsælda í Þýskalandi og
margir þökkuðu honum öðrum
fremur að Þýskaland var sameinað.
Genscher sagði í sjónvarpsumræð-
um að hann væri ekki viss um að
meiri fjárhagsaðstoð við Sovétríkin
hefði komið í veg fyrir að harðlínu-
menn hrektu Gorbatsjov frá völdum.
Hann sagði að það heföi þó óneitan-
lega treyst Gorbatsjov í sessi ef ríki
á Vesturlöndum hefðu gengið lengra
í stuðningi við hann og ekki látið við
orðin ein sitja.
Genscher sagði að það réðist af
framvindunni næstu daga hver við-
brögð Þjóðverja yrðu við atburðun-
um í Sovétríkjunum. Hann sagðist
hafa reynt ítrekað að ná sambandi
við Alexander Bessmertnjik utanrík-
isráöherra en án árangurs. Utanrík-
isráðherrann hefði þó ekki verið sett-
ur af.
Helmut Hokl kanslari hefur lýst
þungum áhyggjum vegna valdaráns-
ins í Sovétríkjunum. Hann var náinn
vinur Gorbatsjovs og átti raunar
frama sinn í stjórnmálunum á síð-
asta ári Gorbatsjov að verulegu leyti
að þakka. Kohl sagði í gær að sér
hefði borist bréf frá Gennadíj
Janajev, forseta Sovétríkjanna, þess
efnis að Gorbátsjov hefði ekki sakað
við umskiptin í gær. Að öðru leyti
kom ekkert fram um hvar Gorba-
tsjov væri niðurkominn.
Kohl var í sumarleyfi í Ölpunum
þegar tíðindin bárust frá Moskvu.
Hann hraðaði sér heim og boðaði rík-
isstjórnina til fundar ásamt leiðtog-
um stjórnarandstöðunnar. Á fundin-
um varð samkomulag um að ekki
væri mögulegt aö halda áfram aðstoð
við Sovétríkin nema hinir nýju leið-
togar hvikuðu hvergi frá fyrri um-
bótaáætlunum og virtu almenn
mannréttindi. Reuter
Olíuverkamenn ekki í verkfall
Verkamenn í hinum risastóru
Tyumen-olíulindum, einni helstu
gjaldeyrisuppsprettu Sovétríkjanna,
ætla að virða að vettugi hvatningu
til allsherjarverkfalls í mótmæla-
skyni við brottrekstur Míkhaíls
Gorbatsjovs, að því er leiðtogi verka-
lýðsfélags þeirra sagði.
Nikolai Trifonov sagði í símaviðtali
við Reuters-fréttastofuna frá síber-
ísku borginni Tyumen að meirihluti
olíuvérkamannanna styddi Boris
Jeltsín, forseta rússneska lýðveldis-
ins, þegar hann fordæmdi hina
hægrisinnuðu neyðamefnd komm-
únista sem hrifsaði völdin í gær.
Hann sagði þó að stuðningi þeirra
sleppti þegar að verkfalli kæmi.
„Ef olíuverkamenn færu í verkfall
mundi koma ójafnvægi á efnahagslíf-
ið. Við mundum flýta fyrir átökum
og þar af leiðandi borgarastyrjöld,"
sagði hann.
Olíulindirnar í Tyumen aíla 60 pró-
sent gjaldeyristekna Sovétríkjanna
fyrir ohusölu.
Reuter
Margir leiðtogar arabaríkja fagna falli Gorbatsjovs:
Þetta eru stórkostleg tíðindi
- sagði Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu
Andstæðingar Vesturlanda í hópi
arabískra leiðtoga hafa fagnað fahi
Míkhaíls Gorbatsjovs og segja tíöind-
in áfah fyrir George Bush Banda-
ríkjaforseta.
Meðal þeirra sem taka þennan pól
í hæðina era Muammar Gaddafi,
leiðtogi Líbíu, Palestinumenn, ríkis-
stjóm íraks og stuðningsmenn íraka
í löndum araba. Gaddafi sagði að tíð-
indin frá Moskvu væru stórkostleg.
„Fyrri stjóm í Sovétríkjunum
fylgdi utanríkisstefnu sem hafði
mjög slæm áhrif á stöðu alþjóðamála
og þá sérstaklega stöðu ríkja þriðja
heimsins eins og íraks,“ sagði tals-
maður Saddams Hussein, forseta ír-
aks, eftir að leiðtoginn hafði rætt
stöðuna í Sovétríkjunum við sam-
starfsmenn sína.
Talsmaðurinn sagði að írakar litu
á Sovétmenn sem vini sína og myndu
því gera aht th að koma á góðum
samskiptum við Sovétríkin eins og
var áður en Gorbatsjov komst th
valda.
Áhrifamenn í írak sögðu að Gorba-
tsjov hefði svikið íraka með því að
ganga th hðs við Bandaríkjamenn í
ofsóknum þeirra á hendur írökum í
Persaflóastríðinu. „Þetta eru góðar
fréttir fyrir íraka,“ sagði einn þeirra.
í röðum Palestínumanna var fahi
Gorbatsjovs einnig fagnað í gær. Þar
sögðu menn að ef samstaða Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna rofnaði
myndu áhrif Israelsmanna rýrna.
Palestínumenn hefðu áður átt vísan
stuðning stjómarinnar í Moskvu en
síðari árin á valdaferh Gorbatsjovs
hefði hann ekki verið annað en tagl-
hnýtingur Bandaríkjamanna í al-
þjóðamálum.
í ísrael sagði Shimon Peres, leiðtogi
Verkamannaflokksins, á hinn bóg-
inn að hann gerði ráð fyrir að óvem-
legar breytingar yrðu á stefnu Sovét-
stjórnarinnar í utanríkismálum
þrátt fyrir að Gorbatsjov væri ekki
lengur við völd. í utanríkisráðuneyti
landsins var þó sagt að enn væri allt
óljóst um afstöðu Sovétmanna þegar
að friöarráðstefnunni um málefni
Mið-Austurlanda kæmi.
Útlönd
Kína lætur sem ekkert sé
Haröhnuleiðtogar Kína gáfu tíl kynna í morgun aö engin breyting yrði
á samskiptunum við Sovétríkin eftir aö nýir valdhafar tóku þar viö stjórn-
artaumunum. Á sama tíma þorðu fáir á götum Peking að tjá sig um fall
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta.
„Ég heyrði fréttirnar en ég hef enga skoðun á málinu,“ sagði afgreiðslu-
maður í ríkisverslun. „Þetta kemur mér ekki við.“
Fyi-stu opinberu viöbrögð Kina við valdaráninu voru á hefðbundinn
hátt þar sem sagt var að kinversk stjórnvöld væru andvíg afskiptum utan-
aðkomandi aðila að innanríkismálum einnar þjóðar. í yfirlýsingu frá kín-
verska utanríkisráðuneytinu sagði aö samskipti Kína og Sovétríkjanna
yrðu söm við sig.
„Við vonum og höfum hka þá trú að sovéska þjóðin muni sigrast á erfið-
leikum sinum, leysa eigin vandamál sjálf, viðhalda pólitískum stöðugleika
og ná efnahagslegum bata,“ sagði í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins í
morgun.
Gamla kommúnistaklíkan í Kína fyrirskipaði hersveitum og skriödrek-
um að berja niður lýðræðishreyfmgu í landinu fyrir tveimur árum og
losaði sig við þáverandi leiðtoga kommúnistaílokksms.
Mittevrand varar Sovétleiðtoga við
Mitterrand Frakklandsforseti sagði nýjum Sovétleiðtogum að sanna fljótt
að þeir ætiuðu að halda umbótum áfram. Símamynd Reuter
Francois Mitterrand Frakklandsforseti var hvassyrtur í garð nýrra
leiðtoga Sovétríkjanna í gær og sagði þeim að sanna fljótt að þeir ætluðu
að halda áífam þeirri umbótastefnu sem Míkhaíl Gorbatsjov hóf.
Mitterrand sagði að of snemmt væri að ræða um að refsa nýjum valdhöf-
um með viðskiptaþvingunum eða með því að stöðva alla vestræna aðstoð
sem átti að miða að því að hressa upp á efnahag Sovétríkjanna.
En franski forsetinn varaði við því að brottvikning Gorbatsjovs gæti
gert að engu batnandi samskipti austurs og vesturs á undanförnum sex
árum og sagði að valdaránið gæti „áöur en varði orðið að kaldastríösað-
gerð“.
„Þeir mega engan tíma missa ef þeir æfia að sýna að þeir fari sömu leið
og Gorbatsjov í átt th endurbóta og lýðræðis og bættu ástandi í alþjóðamál-
um,“ sagði Mitterrand í viðtali við ffanska sjónvarpið.
Franski forsetinn sagði það vera góða hugmynd að leiðtogar Evrópu-
bandalagsins héldu neyðarfund th aö ræða brottrekstur Gorbatsjovs og
valdatöku átta manna nefndar harðlínumanna sem tók við af honum.
Reuter
VERSLUNARFERÐ
TIL ÍRLANDS
19.900,-
AÐEINS ÞÉTTA EINA TÆKIFÆRI
AÐEINS KR.
Cork er þriðja stærsta borg írlands og sú fegursta, með
heillandi blöndu af gamla og nýja tímanum og hér getur
þú notið hins besta í ffábærum verslunum með nýjustu
hausttískunni.
Qist er á afbragðsgóðu hóteli í miðbænum, Metropole,
þar sem verslanir og veitingastaðir eru við hóteldymar.
Brottför 6. september
Brottför kl. 8.00 6. sept., komiö heim
á miðnætti þann 7. september.
* Innifalið í verði er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli og ís-
lensk fararstjórn.
11III111S11111
AUSTURSTRÆTI 17 - SlMI 622200