Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. 29 Kvikmyndir BIÓHÖUJ«|| SiMI 78900 - ÁLFABAKKA 8 - BREIÐHOLTI CICCCCCTl. SlMI 11384 -SNORRABRAUT 37 Nýja Mel Brooks grinmyndin LÍFIÐ ER ÓÞVERRI MEL BROOKS Sýnd kl. 5,7,9og11. NEWJACK CITY Sýndkl.5,7,9og11. Bönnuð börnum innan 16 ára. í KVENNAKLANDRI ÍHOT iHAMDLE Sýnd kl. 9 og 11. SKJALDBÖKURNAR2 Sýnd kl. 5 og 7. UNGI NJOSNARINN Sýndkl.5,7,9og11. Bönnuð innan 12 ára. Frumsýni þrumuna ÁFLÓTTA Stórleikararnir Gene Hackman og Mary Elizabeth Mastrantonio leika hér feögin og lögfræöinga sem fara haldur betur í hár sam- an í magnaðri spennumynd. Sýnd kl.5,7,9og11. „RUN“ þrumumynd sem þú skalt fara á. Sýndkl. 5,7,9og11. Bönnuð börnum innan 14 ára. LAGAREFIR Á VALDIÓTTANS Sýndkl.9og11. Bönnuð börnum innan 16 ára. SOFIÐ HJÁ ÓVININUM Sýndkl. 7,9og11. Bönnuö innan 14 ára. ALEINN HEIMA Sýndkl.5. EDDI KLIPPIKRUMLA Sýndkl.7. Bönnuð börnum innan 12 ára. SKJALDBÖKURNAR2 Sýnd kl. 5. HÁSKÓLABÍÓ ISlMI 2 21 40 ÞriðjudagstHboð: Miðaverð kr. 300 á allar myndir nema Beint á ská 2'/. BEINT Á SKÁ 2 '/2 Lyktin af óttanum. Sýnd kl. 5.10,7.10,9.10 og 11.10. Frumsýning: ALICE Nýjasta og ein albesta kvikmynd snillingsins Woody Allen. Sýndkl.5,7,9og11. LÖMBIN ÞAGNA Sýndkl.5,7,9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Þriðjudagstilboð: Miðaverð kr. 300. Tilboð á poppi og Coca Cola. Frumsýninga á stórmyndinni ELDHUGAR Hún er komin stór-myndin um vaska slökkviliðsmenn Chicago- borgar. Myndin er prýdd einstoku leikara- úrvali: Kurt Russell, William Bald- win, Scott Glenn, Jennifer Jason Leigh, Rebecca DeMornay, Donald Sutherland og Robert DeNiro. Sýnd í A-sal kl. 5.15,9 og 11.20. Bönnuö börnum innan 14 ára. Ath. Númeruö sæti kl. 9. LEIKARALÖGGAN Hér er komin spennu-grínarinn meö stórstjörnunum Michael J. Fox og James Woods undir leikstjórn Johns Badham (BirdonaWire). Fox leikur spilltan Hollywood- leikara sem er aö reyna aö fá hlutverk í löggumynd. Enginn er betri til leiðsagnar en reiðasta lögganíNew York. Frábær skemmtun frá upphafi til enda. * * * ’: Entm. Magazine. SýndiB-salkl. 5,7,9og11.10. Bönnuð börnum innan 12 ára. Miðaverð kr. 450. Athugið!!! Númeruð sæti klukkan9. JÚLÍA OG ELSKHUGARHENNAR Sýnd kl. 7,9og 11. Bönnuö börnum innan 14 ára. BITTU MIG, ELSKAÐU MIG Sýndkl. 9.05 og 11.05. Bönnuö innan 16 ára. ALLT í BESTA LAGI Sýnd kl. 7. SKJALDBÖKURNAR Sýnd kl. 5. ÞRUMUSKOT Pelé í Háskólabíói. Sýnd kl. 5. Miðaverð kr. 200. TÁNINGAR Some things never change. 1 BGDKof IÖVE Guys need at the help they can get. Einstaklega fjörug og skemmtileg mynd „brilljantín, uppábrot, strigaskór og Chevy ’53“. Rithöfundi veröur hugsaö til unglingsáranna og er myndin ánægjuleg ferð til 6. áratugarins. Sýnd i C-sal kl. 5,7,9og11. Miðaverð kl. 5 og 7 kr. 300. SÍMI 16500 - LAUGAVEGI 94 Þriðjudagstilboð: Miðaverð kr. 300 á allar myndir nema Börn nátturunnar. BÖRN NÁTTÚRUNNAR Aðalhlutverk: Gisli Halldorsson og Sigriður Hagalín. Egill Ólafsson, Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Margrét Ólafs- dóttir, Magnús Ólafsson, Kristinn Friðfinnsson og fleiri. ★ ★ ★ DV ★ ★ ★ '/z MBL. Sýndkl.5,7,9og11. Miðaverö kr. 700. SAGA ÚR STÓRBORG Eitthvað skrýtið er á seyði iLos Angeles. Sýndkl. 7 og 9. THEDOORS POTTORMARNIR e? LúOK WHO’S TALKINGTOO Sýnd kl. 5. Þriðjudagstilboð: Miðaverð kr. 300 á allar myndir nema Hróa hött og Ryð. Frumsýning á stórmyndinni Hrói höttur er mættur til leiks. Myndin sem ahir hafa beðið eftir. Sýnd i A-sai kl. 5 og 9. SýndiD-salkl. 7og11. Bönnuð börnum innan 10 ára. GLÆPAKONUNGURINN Sýnd kl. 9og11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. STÁLí STÁL Sýndkl. 5og7. Bönnuó innan 16ára. DANSAR VIÐ ÚLFA Sýnd kl.5og9. Bönnuð innan 14 ára. CYRANO DEBERGERAC Sýnd kl. 5 og 9. RYÐ (RUST) Sýnd kl. 5. Veró kr. 750. Meiming____________________________________________________ Aftur til fortíðar '50-'60, '60-'70 og '70-'80: Sögubrot í tónum Áfram er haldið að fræða okkur um sögu íslenskrar dægurtónlistar með tóndæmum. Þrjár plötur hafa bæst við í útgáfuröðinni Aftur til fortíðar. Þær fyrstu þijár komu út fyrir síðustu jól og kynntu okkur efni frá árunum 1950 til ’80 og enn heldur útgefand- inn sig við sama tíma. Eftir því sem árin hða verður æ meira að- kallandi að halda til haga fróðleik um gamla tíma. Dægurtóniistin er hluti af menningu okkar og þeim fækkar til dæmis óðum sem muna fjórða áratuginn. Tæplega verður miklu bætt við vitneskju okkar á þeim þriðja héðan af. Héðan af verðum við að láta okkur nægja að lilusta á það sem tekst aö grafa upp og koma í útgáfuhæft ástand. Mikilvægur liður í varðveislu dægurtón- listarsögunnar er endurútgáfa gamalla laga. Elckert af þessu gamla tónlistarefni er svo ómerkilegt aö það eigi ekki skilið aö varðveit- ast í varanlegu formi - á hljómdiski. - Ef til vill hefur sumt sem út er komið á Aftur til fortíðar-plötunum þótt hallærislegt og lítt boðlegt almenningi á sínum tíma. En þegar hlutirnir eru farnir að teljast til sögulegra ffljómplötur Ásgeir Tómasson minja lúta þeir allt öðrum lögmálum en þeg- ar þeir voru nýir. Því nefni ég þetta aö tónlistin í Aftur til fortíðar-röðinni er misgömul. Elstu lögin sem út hafa komið hingað til eru frá því um 1950. Þau nýjustu frá 1980. Og satt best að segja hlustar maður með allt öðru hugarfari á elstu lögin en þau nýjustu og spyr sjálfan sig aftur og aftur hvort þetta eða hitt lagið frá áttunda áratugnum haíi nú átt nokkurt er- indi. En þegar betur er að gætt gildir þaö sama um eldri tónlistina og þá nýrri. Lögin sem valin hafa verið eru aðeins bitar í stóru púsluspih og þegar fram í sækir fórum viö að sjá glitta í heildarmyndina. Það er Jónatan Garðarsson sem hefur haft veg og vanda af Aftur til fortíðar-útgáfunni. Verk hans er meira og vandasamara en margan grunar. Yfirfara þarf öll lög sem koma til greina. Sum bönd eru orðin svo illa farin af slæmri geymslu að leita þarf uppi htt- eða óspiluð eintök platna sem kannsld komu út fyrir fjörutíu árum og nota upptök- ur af þeim í stað bandanna. Síðan er heimild- arvinnan kapítuli út af fyrir sig og sést best af nafnarununni þar sem fólki er þökkuð aðstoðin hversu marga þarf að ræða við til aö koma skammlaust út tuttugu laga plötu með efni frá liðinni tíð. Jónatan og félagar hans hjá Steinum hf. eru að bjarga menningarverðmætum með því að gefa út á ný lög frá síðustu áratugum. En meira þarf tÚ. Hefur til dæmis enginn bókaútgefandi metnað til að gefa út almenni- lega íslenska tónlistarsögu þessarar aldar? Þegar tilkynnt var um útgáfuröðina Aftur til fortíðar á sínum tima var boðaö að fyrir árslok 1991 yrðu plötur í röðinni orðnar tíu talsins. Við megum því eiga von á næsta skammti - fjórum plötum - á hausti kom- anda. Ég er þegar farinn að hlakka til að glugga í hvað þær hafa að geyma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.