Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991.
17
i
búningi
nynd GS
Jóhannes Óll Garðarsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli:
Ekki Háskólabíó fyr
ir 50 manna fund
- þarf ekki Laugardalsvöll fyrir bikarúrshtaleik kvenna
„Þú tekur ekki Háskólabíó á
leigu fyrir 50 manna fund og það
þarf ekki Laugardalsvöllinn til að
hýsa 60-130 áhorfendur á bikarúr-
slitaleik kvenna sem allir aðrir
vellir geta tekið á móti,“ sagði Jó-
hannes Óli Garðarsson, vallarstjóri
Laugardalsvallar, í samtali við DV
í gærkvöldi.
Vallarstjóri neitaði KSÍ um afnot
af Laugafdalsvellinum fyrir bikar-
úrslitaleik kvenna milli Akraness
og Keflavíkur, sem fram fer næsta
laugardag, og hann verður því leik-
inn á Varmárvelli í Mosfellsbæ
þann dag klukkan 14. Mikil
óánægja er með þá afstöðu vallar-
stjóra og DV spurði hann því um
ástæður neitunarinnar.
„Laugardalsvöllurinn hýsir alla
jafna þá leiki sem ekki geta farið
fram annars staðar á landinu og
það er mikið álag á honum fram
undan. Á einum mánuði, frá bikar-
úrshtaleik karla á sunnudaginn og
til Evrópuleiksins við Spánverja 25.
september, verða leiknir á honum
átta leikir, sem er ansi mikið. Þar
af verða þrír á þremur dögum þeg-
ar íslensku félögin leika í Evrópu-
mótunum.
Ég lít ekki á það sem óvirðingu
við kvenfólkið að neita því um
þennan leik, það þarf einfaldlega
ekki þetta mannvirki til að spila
hann,“ sagði Jóhannes Óli.
í fyrra léku Valur og ÍA til úrslita
um bikarinn á Laugardalsvellinum
og er það í eina skiptið til þessa sem
kvenfólkið hefur fengið bikarúr-
slitaleikþar.
-VS
skalla, og þeir Þorvaldur Jónsson, markvörður
i og Gústaf Ómarsson, koma engum vörnum við.
DV-mynd GS
„Kominn tími
til að sigra“
-langþráður KR-sigur, 4-0, gegn BreiðabHki
„Það var sannarlega kominn tími
til að sigra og það var númer eitt, tvö
og þrjú að ná þremur stigum. Við
höfum verið i vandræðum með að
skora og það var því gaman að við
náðum að gera 4 mörk og gátum
reyndar gert fleiri,“ sagði Guðni
Kjartansson, þjálfari KR-inga, eftir
að lið hans hafði sigrað Breiðablik,
4-0, í Frostaskjóli í gærkvöldi. Sigur-
inn var mjög kærkominn fyrir KR-
inga en þeir höfðu tapað fimm leikj-
um í röð og voru komnir í fallhættu.
Stigin þrjú voru því mjög mikilvæg
fyrir vesturbæjarveldið en Blikarnir
eru hins vegar enn í fallbaráttu eftir
úrslit gærkvöldsins.
Leikurinn var opinn og líflegur og
mörkin hefðu getað orðiö mun fleiri.
KR-ingar fengu óskabyrjun og skor-
uðu strax eftir 50 sekúndur. Vörn
Blikanna svaf á verðinum þegar Pét-
ur Pétursson nikkaði boltanum á
Atla Eðvaldsson sem skoraði yfir
Þorvald Jónsson, markvörð Kópa-
vogsliðsins. KR-ingar sluppu með
skrekkinn um miðjan fyrri hálfleik
þegar þeir björguðu tvívegis á línu
eftir haröa sókn Blikanna. Hinum
megin áttu KR-ingar hættulegar
sóknir en sökum fádæma klaufa-
skapar tókst sóknarmönnum liðsins
ekki aö skora fyrr en á lokamínútu
fyrri hálfleiks. Þá sendi Pétur inn
fyrir vörn Blikanna og Björn Rafns-
son skoraði framhjá Þorvaldi.
KR-ingar gerðu út um leikinn í
upphafi síðari hálfleiks. Atli skoraði
sitt annað mark með skalla af stuttu
færi á 49. mínútu og fjórum mínútum
síðar skoraði Pétur fjórða markið
með fallegu skoti beint úr auka-
spyrnu sem fór yfir varnarvegg og
markvörð Blikanna. Mörkin hefðu
getað orðið fleiri því KR-ingar fengu
ekki færri en 5 dauðafæri sem ekki
nýttust. Blikar áttu einnig sín færi
og Ólafur Gottskálksson bjargaði tví-
vegis mjög vel og einu sinni bjargaði
þversláin KR-ingum. Mörkin urðu
þó ekki fleiri í vesturbænum en KR-
ingar fógnuðu kærkomnum sigri,
nokkuö sem stuðningsmenn liðsins
hafði aðeins dreymt um eins og einn
þeirra orðaði það eftir leikinn.
„Það var vissulega kominn tími til
og þetta hlaut að fara að koma. Það
er alltaf gaman að vinna og ekki síð-
ur með svona leik. Við náðum upp
góðri baráttu og lékum vel saman,“
sagði Þormóður Egilsson sem í gær-
kvöldi lék í fyrsta sinn sem fyrirliði
KR-inga. Þormóður og þeir Þorsteinn
Halldórsson og Ath Eðvaldsson voru
bestir í annars jöfnu KR-liði.
Blikarnir náðu sér ekki upp úr
meðalmennskunni og eftir þriðja
markið var eins og liðið gæfist upp.
Hilmar Sighvatsson og Arnar Grét-
arsson stóðu einna helst upp úr hjá
liðinu.
-RR
' í alvarlegri f allhættu
. faHnir 12. deHd eftir 1-2 ósigur gegn KA
mestu fram á miðjum vellinum.
Steinar Ingimundarson fékk gullið
færi th að jafna um miðan síðari
hálfleik þegar hann stóð fyrir opnu
marki eftir sendingu Ólafs Róberts-
sonar en skallaði rétt framhjá. í stað-
inn brunaöi KA í sókn, Ormarr lék
að endamörkum og gaf fyrir á Sverri
Sverrisson sem skoraði auðveldlega
af markteig, 0-2.
Rétt fyrir leikslok náði Steinar að
minnka muninn í 1-2 þegcir hann
fékk boltann fyrir opnu marki eftir
sláarskot Grétars Einarssonar.
„Það var svekkjandi að tapa og
mörk KA voru bæði í ódýrari kantin-
um. Heppnin hefur ekki verið með
okkur í sumar,“ sagði Óskar Ingi-
mundarson, þjálfari Víðis.
Steinar var bestur í liði Víðis, leik-
maður sem gefst aldrei upp. Grétar
lék ágætlega, en eins og oft áður
fengu sóknarmenn liðsins ekki nóg-
an stuðning frá miðjunni. Varnar-
leikur KA, með Erhng Kristjánsson,
Halldór Kristinsson og Steingrím
Birgisson í aðalhlutverkum, var
mjög sterkur. Ormarr var seinn í
gang en komst vel frá sínu og Einar
Einarsson stóö sig líka mjög vel.
• Sverrir Sverrisson skoraði siðara mark KA
í gærkvöldi.
Karen aftur meistari
Landsmóti unglinga í golfi lauk á
Hvaleyrarvehi í Hafnarfirði á sunnu-
daginn. í flokki 15—18 ára pilta varð Tóm-
as Jónsson, GKj, íslandsmeistari, lék á
284 höggum. Annar varð Örn Arnars-
son, GA, á 289 höggum og í þriðja sæti
varð Birgir L. Hjartarson, GL, á 294
höggum.
í flokki stúlkna 15—18 ára varð Karen
Sævarsdóttir, GS, íslandsmeistari en á
dögunum varð hún meistari í kvenna-
flokki. Karen lék á 307 höggum. Herborg
Arnarsdóttir, GR, varð í öðru sæti á 327
og Andrea Ásgrímsdóttir þriðja á 328.
Örn Ævar Hjartarson, GS, varð ís-
landsmeistari í flokki drengja 14 ára og
yngri og lék hann á 294 höggum. í öðru
sæti varð Ólafur Sigurjónsson, GR, á 303
höggum og f þriðja sæti Þorkeli Snorri
Sigurðsson, GR, á 307 höggum.
Islandsmeistari í flokki telpna 14 ára
og yngri varð Ásthildur Jóhannsdóttir,
GR, á 364 höggum. í öðru sæti varö Rut
Þorsteinsdóttir, GS, á 391 höggi og í
þriðja sæti Erla Þorsteinsdóttir, GS, á
473 höggum. -GH
(B)
VGERPlgjy
FIMLEIKAR - FÖGUR ÍÞRÓTT
Innritun er hafin og stendur til 30. ágúst.
Símar 74907 og 74925 kl. 10-17 virka daga
Fimleikadeild Gerplu
Iþróttir
KR-UBK 4-0 (2-0)
1-0 Atli (1.), 2-0 Björn (45.), 3-0
Atli (49.), 44) Pétur (53.)
Lið KR: Ólafur, Gunnar O., Sig-
urður B., Þormóður, Þorsteinn G.,
Þorsteinn H., Sigurður Ó., Heimir,
Pétur, Björn (Bjarki 82.), Atli.
Lið UBK: Þorváldur, Kretovic,
Sigurður V., Gústaf, Ingvaldur
(Grétar 72.), Árnar, Valur, Hilmar,
Willum, Steindór, Rögnvaldur.
Gul spjöld: Pétur (KR), Sigurður
V. (UBK), Rögnvaldur (UBK).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Kári Gunnlaugsson,
dæmdi þokkalega.
Áhorfendur: Um 800.
Skilyrði: Kalt en þurrt, völlurinn
dálítið blautur.
ÍBV-Valur 2-1 (1-0)
1- 0 Leifur (11.), 2-0 Leifur (49. víti),
2- 1 Gunnar G. (70.)
Lið ÍBV: Þorsteinn, Jón Bragi,
Heimir, Bergur, Elías, Ingi (Martin
55.), Hlynur, Nökkvi, Tómas Ingi,
Arnljótur, Leifur.
Lið Vals: Bjarni, Einar Páli, Sæv-
ar (Jón S. 68.), Árnaldur, Magni
(Anthony 65.), Steinar, Ágúst,
Baldur, Jón Grétar, Gunnar Már,
Gunnar G.
Gul spjöld: Arnaldur (Val),
Gunnar Már (Val), Arnljótur
(ÍBV).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Ólafur Ragnarsson,
dæmdi ágætlega.
Áhorfendur: 750.
Skilyrði: mjög blautur og þungur
völlur, þokkalegt veður.
Víðir-KA 1-2 (0-1)
0-1 Örn Viöar (14.), 0-2 Sverrir
(61.), 1-2 Steinar (87.)
Lið Víðis: Gísli, Hlíðar (Hiynur
75.), Daníel, Ólafur, Sævar, Vil-
berg, Karl, Klemenz, Björn, Stein-
ar, Grétar.
Lið KA: Haukur, Halldór K„ Erl-
ingur, Steingrímur, Ormarr,
Gauti, Örn, Páll, Einar, Árni H.
(Árni F. 50.) (Tómas 65.), Sverrir.
Gult spjald: Árni H. (KA).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Gylfi Orrason, var mjög
ákveðinn og stóð sig vel.
Áhorfendur: 291.
Skilyrði: Góður grasvöllur, suð-
vestan gola, sól lengi vel.
Staðan
Fram ...15 10 3 2 24-11 33
Víkingur.... ...14 9 0 5 27-19 27
KR ...15 7 3 5 29-13 24
ÍBV ,...15 7 2 6 26-30 23
Valur ...15 6 2 7 19-19 20
UBK ...15 5 5 5 21-23 20
FH ...15 5 4 6 20-22 19
KA ,...15 5 3 7 16-20 18
Stjaman.... ,...14 4 5 5 21-20 17
Víðir ....15 1 3 11 14^40 6
Markahæstir:
Leifur Hafsteinsson, ÍBV.....11
Guðmundur Steinsson, Vík......10
Hörður Magnússon, FH..........10
Jón E. Ragnarsson, Fram....... 9
Steindór Elíson, UBK.......... 9
Atli Eðvaldsson, KR........... 7
Skíðalandsliðið:
Til ísafjarð-
ar í kvöld
Skíðalandsliðsmenn íslands
eru sem kunnugt er að hjóla
hringinn í kringum landið í fjár-
söfnun fyrir landsliðið. í gær-
kvöldi voru landsliðsmennirnir
að koma að Sauðárkróki á hjól-
unum.
„Þetta hefur gengið mjög vel og
það er búið að vera gaman aö
þessu. Eina óhappið sem hægt er
að tala um er að einn okkar datt
og skrámaðist dálítið en það er
ekkert alvarlegt. Annars gengur
allt eins og í sögu og við búumst
við að koma til ísafjarðar í
kvöld,“ sagði Arnór Gunnarsson,
einn af skíðamönnunum hjólandi
í spjalli við DV, í gærkvöldi.
Landshðið tekur á móti áheit-
um í síma 985-28502 og einnig get-
ur fólk lagt inn á reikning Skíða-
sambandsins nr. 433.
-RR