Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991.
31
Veiðivon
Leirvogsá:
Tvö hundruð og sex-
tugasti laxinn á land
„Þetta var meiri háttar aö fá alla
laxana grálúsuga og viö sáum helling
af laxi að koma í ána. Við fengum
alla laxana á maðkinn," sögðu þeir
félagarnir Gunnar Gunnarsson og
Björn Friðþjófsson við Leirvogsá á
I veiöivon
j? Gunnar Bender
hádegi í gær en þá höfðu þeir veitt 7
laxa á neðra svæði Leirvogsár.
En þeir félagar veiddu fram að há-
degi en þá tók Skúli Skarphéðinsson
veiðivörður við og veiddi á efra
svæðinu fimm laxa á maðk og flugu.
Leirvogsá gaf 260 laxinn í gær-
kveldi og hann er 12 pund sá stærsti.
Eyþór Sigmundsson veiddi laxinn í
Efri-Skrauta.
Maðkurinn hefur algera forystu í
Leirvogsá en aðeins hefur áin gefið
15 laxa á flugur. Það eru Rauð Fran-
ses og Hariy Mary sem hafa gefið
næstum alla flugulaxana.
Laxarnireru
komnirum allaá
„Það er Pallurinn sem hefur gefið
bestu veiðina í sumar,“ sagði Skúli
Skarphéðinsson, veiðivörður í Leir-
vogsá í gærkvöldi.
„Laxamir eru komnir um alla á og
þaö gengur töluvert af laxi þessa
dagana í ána. Það sést best á því að
laxarnir sem veiðast þessa dagana
eru margir lúsugir. Þetta er aðeins
minni veiði en á sama tíma í fyrra,“
sagði Skúh og hélt áfram að taka
hreistursýni af löxunum sem veidd-
ust í gær. En áin gaf 13 laxa í gær
og flestir vom þeir glænýir.
Síðustu daga hefur vatnið aukist
verulega í Leirvogsá og verður veiðin
örugglega góð næstu daga.
Víða um ána hefur verið ýtt upp
görðum og eru þetta hinir skemmti-
legustu hyljir. Vel hefur veiðst í þeim
mögrum.
Það er ótrúlegt hvað fáir laxar hafa
veiðst í ánni á flugu, en maðkurinn
er miklu meira notaður. Reyndar er
það skrítið því áin hefur að geyma
marga góða fluguhylji.
-G.Bender
- þrettán laxar veiddust í gærdag
Þessa góðu morgunveiði fengu þeir félagarnir Gunnar Gunnarsson og Björn Friðþjófsson á neðra svæðinu í
Leirvogsá í gærmorgun, sjö laxa á maðkinn. DV-myndir G.Bender
Kristján Snæbjörnsson heldur á laxi
sem faðir hans, Snæbjörn, veiddi í
Snoppufljóti í gærkvöldi.
Skúli Skarphéðinsson með fjóra af fimm löxum sem hann veiddi seinni
partinn í gær i Leirvogsá á efra svæðinu á maðk og flugu.
Fjölmiðlar
Heldur er það hjákátlegt á árinu
1991 aðá örfáum dögum koma höml-
ur og höft í fjölmiðlaheiminum fram
í dagsljósið á Islandi - og það á
tvennum vígstöðvum í einu,
Ljóst er að reglur menntamála-
ráðuneytisins hafa heft útsendingar
gervihnattastöðva til íslands vegna
stóratburðanna sem eru að gerast í
Sovétríkjunum, að minnsta kosti
CNN. Stöö 2 er gert að hafa mann á
vakt á nóttunni sem á að endursegja
fréttir CNN jafnóðum og þær ber-
ast. Vegna kostnaöar treystir Stöð 2
sér ekkií það atriði. Áhorfendum
gremst að fá ekki fréttir með eðlileg-
um hætti, í samræmi við tæknina
og möguleikana sem henni fylgja,
vegna reglna sem fáir telja í takt við
tímann. Menntamálaráðherra sagði
í fréttum í gær að reglumar yrðu
endurskoðaðar í heild sinni en gætti
þess aö gefa engin loforð um meö
hvaöa hætti það yröi gert - einmitt
um það sem hann var spurður um.
Það er hins vegar ljóst að almenn-
ingur vill ekkiþessa stífhi.
Annað atriði úr fjölmiðlaheimin-
um, sem rætt er um þessa dagana,
er sú einstæða ákvörðun Eiðs
Guðnasonar umhverfisráðherra að
mælast til þess að banna frétta-
mönnum að fara á vettvang á Heið-
arfjalli þegar mengunarmæMngar
fagmanna munu fara þar fram.
Undirritaður fullyrðir að enginn
fréttamaður skilur þessa ákvörðun.
Sennilega raun heldur enginn
fréttamaður fara eftir henni. Land-
eigendur virða ákvörðunina örugg-
lega ekki enda sagði talsmaður
þeirra það í fréttum i gær.
Það virðist nokkuð ljóst að Eiöur,
fyrrverandi fréttamaðurinn, ætlar
ekki sjálfur á staðinn. En frétta-
menn og almenningur munu aldrei
sætta sig við að fréttir verði aðeins
sagðar og „mæti bara“ þegar yfir-
valdinuhentar.
Óttar Sveinsson
í GLÆSIBÆ
fllla þriðjudaga kl. 19.15
Heildarverðmæti vinninga kr. 300.000
Hæsti vinningur kr. 100.000
Veður
Fremur hæg suðvestan- og síðar vestanátt um mest-
allt land. Sæmilega bjart sunnanlands og vestan en
stöku skúrir í dag, léttir til síðar. Norðanlands verður
léttskýjað og einnig á Austurlandi i fyrstu en fer að
rigna siðdegis á suðaustan- og austanverðu landinu.
Léttir þó aftur til siðla nætur með norðvestan golu.
Hiti víðast 8-15 stig. i höfuðborginni verður fremur
hæg, breytileg átt og skýjað, skúrir en léttir til með
kvöldinu.
Akureyri léttskýjað 7
Egilsstaðir rigning 9
Kefla víkurflug völlur rigning 7
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 4
Raufarhöfn léttskýjað 3
Reykjavik skúrir 6
Vestmannaeyjar skúrir 7
Helsinki skúrir 14
Kaupmannahöfn skýjað 14
Osló hálfskýjað 15
Stokkhólmur hálfskýjað 16
Þórshöfn skúrir 12
Amsterdam þokumóða 17
Berlin rigning 13
Feneyjar léttskýjað 18
Frankfurt skýjaö 13
Glasgow skýjað 12
Hamborg súld 13
London skýjað 16
LosAngeles skýjað 18
Lúxemborg léttskýjað 13
Madrid heiðskírt 15
Montreal léttskýjað 15
Nuuk skýjað 5
Gengið
Gengisskráning nr. 156. - 20. ágúst 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 62,850 63,010 61,720
Pund 102,603 102,864 103,362
Kan. dollar 54,999 55,139 53,719
Dönsk kr. 9,0011 9,0240 9,0999
Norsk kr. 8,8953 8,9180 9,0155
Sænsk kr. 9,5677 9,5920 9,7044
Fi. mark 14,2695 14.3058 14,5996
Fra. franki 10,2320 10.2580 10,3423
Belg. franki 1,6874 1,6917 1,7089
Sviss. franki 40,5615 40,6647 40,3004
Holl. gyllini 30,8126 30,8910 31.2151
Þýskt mark 34,6864 34,7747 35,1932
ít. líra 0,04656 0,04668 0,04713
Aust. sch. 4.9315 4,9441 4,9998
Port. escudo 0,4056 0,4066 0,4101
Spá. peseti 0,5581 0,5596 0,5616
Jap. yen 0.45684 ‘ 0,45801 0,44668
Írskt pund 92,833 93,069 94,061
SDR 82.7081 82,9186 82,1172
ECU 71,3442 71,5258 72,2463
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
Þann 19. ágúst seldust alls 101,962 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meðal Lægsta Hæsta
Blandað 0.130 40,29 35,00 50,00
Grálúða 0,037 15,00 15,00 15,00
0,013 5,00 5,00 5,00
Karfi 0,071 45,00 45,00 45,00
Keila 0.271 36,00 35,00 35,00
Langa 0,295 20,00 20,00 20,00
Lúða 2,152 258,55 150,00 350,00
Skarkoli 4,160 59,19 27,00 67,00
Steinbítur 1,301 75,00 75,00 75,00
Tindabikkja 0,018 5,00 5,00 5,00
Þorskur, sl. 60,321 83,18 71,00 94,00
Þorskur. smár 1,815 75,00 75,00 75,00
Ufsi 0,794 23,04 20,00 32,00
Lýsa 0,021 23,00 23,00 23,00
Skarkoli- 4,160 58,19 27,00 67,00
Skata 0,013 120.00 120,00 120,00
Undirmálsf. 4,712 60,38 20,00 75,00
Ýsa.sl. 11,194 109,35 50,00 125,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
Þann 19. ágúst seldust alls 84,587 tonn.
Lýsa 0,040 50,00 50,00 50,00
Keila 0,179 34,00 34,00 34,00
Skötuselur 0,025 195,00 195,00 195,
Steinbítur 0,006 54,00 54,00 54,00
Humar 0,048 645,83 615,00 800,00
Blandað 343,00 50,79 30,00 53,00
Lúða 0,587 205,13 135,00 415,00
Langa 0.328 50,20 50,00 51,00
Ýsa 18,009 94,13 60,00 99,00
Undirmálsfiskur 41,53 30,00 45,00
Ufsi 24,195 58,87 50,00 61,00
Þorskur 26,876 87,65 30,00 95,00
Hlýri/steinb. 0.053 57,00 57,00 57,00
Karfi 13,586 40,05 33,00 43,00
Blálanga 0,036 50,00 50,00 50,00
Hlýri 0,086 54,00 54,00 54,00
Koli 0,056 59,25 48,00 66,00
Fiskmarkaður Þorlákshafnar.
Þann 19. ágúst seldust alls 105,035 tonn
Karfi 1,560 24,92 20,00 37,00
Keila 0,207 42,00 42,00 42,00
Langa 2,524 67,00 67,00 67,00
Lúða 0,168 300,00 300.00 300,00
Skata 0,290 93,00 93,00 93,00
Skarkoli 1,622 65,00 65,00 65,00
Skötuselur 0,130 150,00 150,00 150,00
Steinbítur 1,150 67,63 66,00 70,00
Þorskursl. 35,854 87,86 74,00 99,00
Ufsi 44,424 57,78 37.00 60,00
Undirmálsfiskur 1,969 44,41 30,00 52,00
Ýsasl. 15,137 101,19 99,00 104,00
Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði
Þann 19. ágúst seldust alls 18,039 tonn.
Ufsi 0,474 58,00 58,00 58,00
Lax 0,198 284,06 230,00 305,00
Smáþorskur 0,015 35,00 35,00 35.00
Smáufsi 0,051 31,00 31,00 31,00
Ýsa 7,547 105,65 94,00 111,00
Þorskur . 8,085 81,79 70,00 97,00
Steinbitur 0,147 50,00 50,00 50,00
Lúða 0,185 244,10 210,00 315,00
Langa 0,138 50,00 50,00 50,00
Koli 0,072 15,00 15,00 15,00
Karfi 1,125 41,00 41,00 41,00
freemm^
MARGFELDl 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900