Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991.
T-bolir, kr. 680.00
Háskólabolir, kr. 1.290.00
HENSON - VERSLUN
SKIPHOLTI 37, SÍMAR 31515 OG 31516
"skápar, sófar, boró og bekkir,
Utlönd
Moskvubúar reistu götuvígi til að hindra ferð skriðdreka að rússneska þinghúsinu.
Simamynd Reuter
betri kaup þú varla þekkir.
LeitaÓu ei um hæðir og hóla,
heldur skaltu á okkur.......
DV
smAauglýsingar
SÍMI 27022
Moskvubúar
reisa götuvígi
Óbreyttir Moskvubúar tóku frétt-
unum um að Míkhaíl Gorbatsjov
hefði verið steypt af stóli með sam-
blandi vantrúar, sinnuleysis og reiði.
Þó svo að flestir þeirra hafi bara
rápað búð úr búð í leit að mat eins
og venjulega urðu skriðdrekamir á
götunum til þess að nokkrir hófu að
reisa götuvígi og búa sig undir að
veita mótþróa.
„Þá byijar baOið aftur, þeir eru að
þessu í þágu fólksins," sagði Igor, 30
ára gamall slátrari. „En það spurði
enginn fólkið ráða.“
„Þetta er það sorglegasta og hræði-
legasta sem hefði getað gerst í landi
okkar,“ sagði Sergei Ivanov ellilíf-
eyrisþegi. „Ég er viss um að líf mitt
mun ekkert skána, né heldur lif
barna minna."
En til voru þeir sem létu pólitiskt
upplausnarástand víkja fyrir nær-
tækari áhyggjum.
„Hverju máh skiptir þetta mig?
Stígvél kosta 60 rúblur og ég fæ 300
rúblur í kaup á mánuöi,“ hreytti
miöaldra byggingaverkamaður út úr
sér.
Á sama tima og flestir borgarar
Sovétríkjanna fognuðu pólitískum
umbótum Gorbatsjovs- kenna líka
margir honum um snarversnandi
lífskjör frá því hann hóf að feta sig
í átt til markaðsbúskapar frá mið-
stýrðu efnahagskerfi.
„Hann var kannski ekki sá allra
besti en þeir sem nú eru komnir til
valda eru sannarlega ekki hæfari en
hann til að glíma við ástandið,“ voru
dæmigerð viðbrögð frá hinum 26 ára
gamla Vladislav. „Þeir eru að hrækja
á sálir okkar.“
Aðspurður sagði Vladislav að ekk-
ert væri hægt að gera. En nokkur
hundruð ungmenni voru á öðru máli
og eyddu deginum í að reisa götuvígi
til að verja þing Rússlands, höfuð-
stöðvar Borisar Jeltsíns, forseta
rússneska lýðveldisins.
„Jeltsín er eina von okkar,“ sagði
hin 60 ára Zoya Bonch og tóku marg-
ir undir það. En fáir bjuggust við að
hann gæti nokkuð gert.
Reuter
Bros
leit
Ljósmyndasamkeppni DV
og Tannlæknafélags fslands
DV og Tannlæknafélag íslands hafa ákveðið að halda ljósmyndasam-
keppni sem hlotið hefur nafnið Breiðasta brosið.
Leitað er að einhverri fallegri sumarmynd af breiðu og fallegu brosi eða
brosum.
Vegleg verðlaun eru í boði og er heildarverðmæti vinninga 60.000 kr.
Canon Eos 1000 myndavcl frá Hans Pcterscn, að verðmæti 35.000 kr.
15.000 kr. vöruúttckt í cinhverri áf sjö vcrslunum Hans Pctcrscn.
10.000 kr. vöruúttckt í einhvcrri af sjö vcrslunum Hans Petersen.
Hverjum þátttakanda er frjálst að senda inn fleiri en eina mynd.
Myndina ásamt nafni, heimilisfangi og síma þátttak-
arida skal senda í umslagi til DV, Þverholti 11, 105
Reykjavík, merkt Breiðasta brosið. Skilafrestur er til
6. september.
Þá er bara að muna eftir myndavélinni í útileguna, í grillveisluna og
í bíltúrinn því að það er aldrei að vita hvenær verðlaunabrosið
læðist fram í munnvikin.