Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105'kr. - Helgarblað 130 kr. Byggðastefnan Umræðan sem Davíð Oddsson hratt af stað með yfir- lýsingum sínum um Byggðastofnun og Framkvæmda- sjóð getur orðið til gagns. Hún getur orðið að gagni ef þátttakendur í þeim orðaskiptum láta hjá líða að saka hver annan um persónulegar ávirðingar. Það hefur ekk- ert upp á sig að finna út hvor sé meiri sökudólgur, Stein- grímur eða Davíð, né heldur hvort þessi ríkisstjórn eða sú fyrri ah meiri önn fyrir landsbyggðinni. Með því að varpa ljósi á slæma stöðu hinna opinberu sjóða, hefur forsætisráðherra í rauninni varpað fram þeirri spurningu, hvernig ríkisvaldinu- beri að haga stjórn sinni og stefnu gagnvart atvinnuppbyggingu og jafnvægi í byggð landsins. Er það réttlætanlegt að verja milljörðum króna til lána og styrkja í atvinnurekstur sem skilar engum arði? Er það málefnalegt að stjórn- völd láti almannafé ganga til hallareksturs fyrirtækja, þar sem hallinn er rakinn til lélegrar og óábyrgrar stjórnunar, á þeirri forsendu að atvinnulíf staðarins fari ella í rúst? í þessu sambandi ættu menn að rifja upp rimmuna sem stóð um atvinnumál Patreksíjarðar, þegar frysti- húsinu var lokað og hið öpinbera neitaði að rétta hjálp- arhönd. Þá var spáð landflótta og auðn á Patreksfirði. Hvað gerðist? Hver er reynslan af þeim átökum? í sjálfu sér er ekkert við því að segja ef stjórnmála- flokkar og stjórnvöld velja þá leið að veita mikið fjár- magn í sjóðakerfi sem síðan er stýrt og ráðstafað af þar til kjörnum stjórnmálamönnum. Þetta er pólitísk stefna út af fyrir sig. Og enginn getur neitað því að þjóðin hefur mörgum sinnum kallað slíka stjórnarhætti yfir sig, með því að kjósa þá flokka, sem til að mynda styðja milljarðar niðurgreiðslur og útflutningsbætur til land- búnaðargeirans og offramleiðslunnar. Landbúnaðar- stefnan, sem hér hefur verið ráðandi í þrjá áratugi, er sennilegasta skýrasta dæmið um þá byggðastefnu sem nú er verið að deila um. Með sama hætti hafa ráðandi flokkar á Alþingi allir tekið þátt í því fyrirkomulagi sem Byggðastofnun og Framkvæmdasjóður byggja á, þ.e. að úthluta almannafé til skuldum hlaðinna fyrirtækja með þeim rökum að stuðla beri að atvinnuuppbyggingu. Þetta er miðstýringarstefnan. Á hinn bóginn hefur verið bent á að opinber úthlutun verði ætíð póhtísk og spillingarkennd enda sé affarasæl- ast að láta hin frjálsu lögmál efnahagslífsins ráða bú- setu og atvinnu. Þetta er markaðsstefnan. Sennilega er hin praktíska lausn einhvers staðar þarna mitt á milh. Ríkið á að draga sem mest úr afskiptum sínum af atvinnurekstrinum og pólitíkusar eiga ekki að vera með puttana í lánveitingum til einstakra fyrir- tækja. Hins vegar ber stjórnmálaöflunum í landinu að hta th atvinnuþróunar til lengri tíma og marka skýra stefnu í byggðamálum og hvernig sú stefna skuli fram- kvæmd. Það hefur sjaldnast verið gert. Stjórnmálaflokk- arnir hafa vanrækt þá skyldu sína að bjóða kjósendum upp á valkosti í þessum efnum. í staðinn eru samþykkt- ar loðnar ályktanir um að allir verði góðir við alla. Ágreiningur þeirra Davíðs og Matthíasar Bjarnasonar er gott dæmi um mismunandi skoðanir innan eins og sama flokksins. Ef sú umræða, sem forsætisráðherra hóf um hlutverk Byggðastofnunar, leiðir til betri skilgreiningar á byggða- stefnunni og afstöðu ríkisvalds og flokka til hennar, þá er það af hinu góða. Ellert B. Schram Málefni aldraðra: Ráðhús Reykjavíkur. engin sjáanleg þörf. - „Þar sýnist unnið dagiangt að náttlangt. ... (i Þó eru engir biðlistar eftir þessu húsi, Ástandið lang- verst í Reykjavík KjaUarinn Segjum að það tækist að spara einhverja íjármuni í lyfjaverslun- inni með því að lækka álagningu lyfsalanna, til dæmis niður í það sem tíðkast í grannlöndum okkar. Sá sparnaður getur hins vegar ekki gengiö til þess eins að styrkja al- mennt stöðu ríkissjóðs, sem verður þó að vera að einhverju leyti. Sá sparnaöur verður að notast innan heilbrigöisþjónustunnar líka til að byggja upp aðra þætti hennar sem hafa verið vanræktir um árabil. - Hér er einkum átt við þjónustuna við aldraða. Mikil breyting varð í þeim efnum þegar framkvæmdasjóður aldraðra var stofnaður. Þá tóku sig saman þingmenn úr stjórnarandstöðu- flokkum (Albert Guðmundsson og Matthías Bjarnason) og studdu til- lögur þáverandi ríkisstjórnar um sérstakt gjald í þennan sjóð. Hrikalegur áfellisdómur Framkvæmdasjóöur aldraðra hefur þegar breytt mjög miklu um vistun aldraðra á íslandi. Byggðar- lögin hafa þrýst á um fjármuni úr sjóðnum og staðið sig þar svo vel að þau byggðarlög sem átt hafa áhugalausa forystumenn hafa orð- ið út undan. Eitt þessara byggðar- laga heitir Reykjavík. Borgarstjóri Reykjavíkur allan þann tíma sem liðinn er frá því að Framkvæmda- sjóður aldraðra hóf að starfa heitir Davíð Oddsson. Hann er nú sem kunnugt er forsætisráðherra landsins. Hrikalegur áfellisdómur hefur verið kveðinn upp yfir borgar- stjórn Reykjavíkur í þjónustumál- um aldraðra hvað eftir annað á undanfórnum árum. En skýrasta dæmið sem ég hef séð um árabil eru tölur sem birtast í Fréttabréfi lækna nú á þessu ári í tveimur greinahlutum eftir þá Sigurbjörn Björnsson og Þór Halldórsson. Talin eru 17 rými á hverja 100 einstaklinga 70 ára og eldri í Norð- urlandskjördæmi vestra, 14 rými tæplega á hverja 100 aldraða ein- staklinga á Suðurlandi og á Vest- fjörðum, 9,5 í Norðurlandi eystra, en aðeins 8,1 í Reykjavík! - Það er rétt innan við helmingur þess sem best gerist á landinu. 444 rými í Reykjavík - vantar 260 En þar með er ekki öll sagan sögð: Við nánari athugun kemur í ljós, að aðeins hluti þessara rýma er á sjúkradeildum fyrir aldraða eða á Svavar Gestsson þingmaður fyrir Alþýðubandalagið i Reykjavík og situr í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis hjúkrunarheimilum. í ljós kemur að eiginleg hjúkrunarrými fyrir aldraða eru aðeins 444 í Reykjavík eða 5,4 á hverja 100 íbúa 70 ára og eldri og eru svonefnd hvíldarrými þá meðtalin. Það kemur semsé í ljós að Reykjavík er ekkki hálf- drættingur á við það sem best ger- ist í landinu og sé þetta borið sam- an við þaö sem talið er eðlilegt á Norðurlöndunum kemur enn í ljós: Þar er talið að hjúkrunarrýmis- þörfm sé 7-9 rými á hverja 100 ein- staklinga 70 ára og eldri. Og er þá nokkur hissa á því að það sé neyð- arástand í málefnum aldraðra í Reykjavík? Vissulega er rétt að hafa í huga að ásókn í þessi pláss í Reykjavík er erfiðari en annars staðar; það er ein af mörgum afleiðingum byggðaflóttans. En þá ber þess að geta á móti að fjöldinn allur af íbú- um Reykjavíkur er vistaður á stofnunum utan Reykjavíkur. í því sambandi má nefna stofnanir í Kópavogi og í Hafnarfirði og á Blesastöðum og í Kumbaravogi. En hvað vantar þá mörg rými fyrir aldraða í Reykjavík til viðbót- ar við þau 444 sem nefnd voru í fyrri greininni í Læknablaöinu? Því er svarað í síðari greininni í Læknablaðinu: Þar kemur fram að samkvæmt könnun, sem gerð var vikuna 18. - 22. febrúar sl., voru langdvalarsjúklingar í heimahús- um 134 talsins. Þá voru aldraðir langdvalarsjúklingar á meðferðar- deildum sjúkrahúsanna 128. Sam- tals vantar því pláss fyrir 262 aldr- aða í Reykjavík í hjúkrunarrými. Ef þessi rými væru komin væru pláss fyrir aldraða í hjúkrunar- rými í Reykjavík um 700 talsins - eða samsvamdi 8 rýmum á hverja 100 íbúa 70 ára og eldri. Það er mjög sambærilegur fjöldi og talinn er nauðsynlegur í öðrum þjóðfélög- um sem vilja kalla sig velferðar- þjóðfélög, læknarnir nefna Noreg og Kanada í grein sinni. Greinilega eru til fjármunir Og nú skal enginn segja að þetta sé of dýrt vandamál til að unnt sé að leysa þaö. í fyrsta lagi er það siðferðileg skylda okkar að leysa þetta vanda- mál. En í öðru lagi eru til peningar. Hvað um skatta á fjármagnstekjur? Hvað um skatta á hæstu tekjur? Og í þriðja lagi: Hvað um aðra forgangsröð? Fyrir utan gluggann á skrifstofu minni í Vonarstræti 12 er verið að vinna í húsi. Þar sýnist unnið daglangt að náttlangt. Þar er unnið við að breyta Tiörninni með stórvirkustu vinnuvélum.Þar er verið að eyða milljörðum króna. Þó eru engir biðlistar eftir þessu húsi - engin sjáanleg þörf kallar á byggingu þess eða notkun. Húsið er Ráðhús Reykjavíkur. Húsið kostar álíka upphæð og kostað hefði að byggja húsnæði fyrir öll þessi hjúkrunarpláss fyrir aldraða sem vantar í Reykjavík. Það er okkur til skammar, ríkum niðjum gamals fólks, aö búa eins hraklega að því og raun ber vitni um. Og þar er Reykjavík verst - langverst - þó að hún sé ríkust - langríkasta sveitarfélagið. Svavar Gestsson „Þaö er okkur til skammar, ríkum niðj- um gamals fólks, aö búa eins hraklega aö því og raun ber vitni um. Og þar er Reykjavík verst - langverst..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.