Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. 15 Forystuhlutverk Sjálfstæðis- flokksins „Bandarikjamenn höfðu fyrstir viðurkennt lýðveldisstofnunina .. . Rifjaðir verða upp nokkrir mikil- vægir atburðir úr sögu þjóðarinanr á lýðveldistimabilinu. Stefnumót- un í utanríkismálum þennan tíma hefur hvílt aðaUega á Sjálfstæðis- ílokknum og ber þar hæst nöfn Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar. ísland öðlaðist rétt til fullra sam- bandsslita við Danmörku árið 1941. í fyrstu mættu slitin mikilli and- stöðu innanlands og voru ennfrem- ur talin óæskileg af flestum ríkjum, þar sem Danir voru þá hersetnir af nasistum. Lýðveldið varð samt endurreist 17. júní 1944 og í þjóðar- atkvæðagreiðslu kom í ljós algjör samstaða hennar. - Baridaríkja- menn höfðu fyrstir viðurkennt lýð- veldisstofnunina, en síðar allar þjóðir heims. ísland hafði lýst yfir ævarandi hlutleysi með sambandslögunum frá 1. des 1918 og var það talið sverð okkar og skjöldur. Bretar brutu hlutleysisstefnuna með hertökunni 1940 og sýndu þar með að hún var einskis virði til verndar sjálfstæði okkar. Hitt var ljóst að við íslend- ingar töldum það mikla gæfu að einmitt Bretar skyldu koma en ekki Þjóðverjar. Árið 1945 leituöu Bandaríkjamenn eftir samningi um herstöðvar til 99 ára og töldu æskilegt að annast varnir okkar að eilífu. Mjög sterk öfl hér voru þessu samþykk en var hafnað undir góðri forystu Ólafs Thors, af öllum stjórnmálaflokkum. Víðtæk samstaða náðist milli lýð- ræðisflokkanna um öryggis- og varnarmál. Við vorum virkir þátt- takendur með vestrænum þjóðum KjaUarinn Siguröur Helgason viðskipta- og lögfræðingur í Sameinuðu þjóðunum og Atlants- hafsbandalaginu og með því lögð- um við okkar skerf af mörkum til að tryggja friðinn í heiminum. - Nú virðast fara í hönd friðvænlegri tímar og getum við verið stolt af að eiga þátt í þeirri þróun. Fjögur þorskastrið Frá stríðslokum 1945 hefur bar- áttan beinst að því að draga úr sókn útlendinga á íslandsmiö. Hafa allar ríkisstjórnir þetta tímabil tekið meira eða minna þátt í þeirri bar- áttu. Landgrunnslögin frá 1948 voru einn mikilvægasti áfanginn. - Samkvæmt þeim fer fram vísinda- leg verndum fiskimiðanna innan landgrunnsins og jafnframt var mörkuð heildarstefna í hafréttar- málum. Lög þessi mörkuðu tíma- mót og urðum við fljótlega í for- ystuhlutverki á vettvangi SÞ í heildarendurskoðun þjóðarréttar á þýðingu landgrunnsins. Landhelgin var stækkuö í fjórar mílur 1952 og nýjar grunnlínur. - Hér var sennilega stigið mikilvæg- asta sporið í langri landhelgisbar- áttu. Bretar, Belgar, Frakkar og Þjóðverjar mótmæltu og settu Bret- ar algjört viðskiptabann sem talið var rothögg á efnahag okkar. Raun- in var samt sú að aöeins var um tímabundna erfiðleika að ræða því að nýir markaðir opnuðust í Bandaríkjunum og Rússlandi. Þjóðin stóð einhuga saman og end- aði orrustan með fullum sigri 1956. Fiskveiðilögsagan var færð í 12 mílur 1958. - Enn urðu átök og nú sendu Bretar herskip á vettvang. Kom nú í ljós þrautseigja og æðru- leysi Landhelgisgæslunnar sem ekki var síst að þakka að viö unn- um fullan sigur 3 árum síðar. Fiskveiðilandhelgin var færð í 50 mílur 1972. Erkifjendurnir Bretar og Þjóðverjar sameinuðust í barátt- unni viö okkur íslendinga og skutu málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag. Ólafur Jóhannesson forsætisráö- herra hélt fram þeirri djörfu og skynsamlegu skoðun að dómstóll- inn hefði enga lögsögu í málinu. Bretar sendu herskip og löndunar- bann var sett hjá öllum Efnahags- bandalagslöndum. Bretar veiddu hér árið 1971 um 200 þúsund tonn og við blasti hrun fiskistofnanna. Þjóðin stóð enn einu sinni saman og algjör sigur vannst 1973. Fiskveiðilandhelgin færð í 200 mílur 1975. - Hófust nú hörðustu átökin, sem stóðu í röska 6 mán- uði. Bretar sendu herskip, sem reyndu að sigla á islensk varðskip, og lá oft við stórslysum. Landhelg- isgæslan stóð sig afburöavel og tókst að varna veiðum breskra tog- ara með velheppnuðum klipping- um. Undir farsælli forystu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra tókst vopnahlé í Ósló, en ekki fyrr én hótað.var stjórnmálaslitum viö Breta og þá gengust ýmsar Nató- þjóðir fyrir sáttum. Af því sem hér hefur lauslega verið rakið að fram- an er ljóst að íslenska þjóðin þarf stöðugt að vera á verði og það ekki síst þótt í hlut eigi vinaþjóðir. Hefö- um við farið að vilja þeirra eða fylgt niðurstöðum Alþjóðadómstólsins þá væru lífskjör allt önnur og verri í alla staði. Mikil áhrif smáþjóða Halvard Lange, einn virtasti ut- anríkisráðherra Norðmanna, sagði oft að litlu löndin gætu haft mikil áhrif á alþjóðavettvangi. íslending- ar gætu haft víðtæk áhrif á sviði mannréttinda-, umhverfis- og heil- brigðismála. Framlag okkar á fjöl- mörgum öðrum sviðum gæti vegið þungt með góöum mönnum í fyrir- svari. Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið nýjan og mikilhæfan foringja, Dav- íð Oddsson, forsætisráöherra. Hann fær nú tækifæri að marka stefnu flokksins í fjölmörgum málaflokkum. Utanríkismál eru ekki í höndum sjálfstæðismanna, en forsætisráöherra ber að márka heildarstefnuna. Gæfa og gengi núverandi ríkisstjórnar fer eftir því að vel takist til með að marka framtíðar utanríkismálastefnu og þjóðin finni að hagsmuna hennar sé gætt af skynsemi og virðuleika. Sigurður Helgason „Gæfa og gengi núverandi ríkisstjórnar fer eftir því að vel takist til með að marka framtíðar utanríkismálastefnu og þjóðin finni að hagsmuna hennar sé gætt af skynsemi og virðuleika.“ Gegn styttingu námstímans Eincir Heimisson skrifaði nýlega góða hugvekju í DV um sparnað í skólakerfinu. Mælir hann þar með því að námstíminn verði styttur, til þess að sérhæfing og sjálfs- ábyrgð verði þeim mun fyrr hluti af lífi skólafólks. Mér þykir þetta koma úr hörð- ustu átt, frá manni sem stundar langskólanám í sagnfræði, einni af hinum óhagnýtari greinum, hefur að auki gefið út skáldsögur um smælingja og lífslistamenn, og að- hyllist miðjustefnu í stjómmálum. Slíkur maður ætti einmitt að vera sér hvað mest meðvitaður um hin mjúku gildi skólakerfisins. Valfrelsi til sjálfsþekkingar Um það leyti sem ég kom sjálfur frá langskólanámi í útlöndum, í mannfræði, fyrir rúmum áratug, geröist ég Heimdellingur og gat vel hugsað mér að gefa öðrum slík heilræði, um niðurskurð í skóla- kerfinu, þótt ég hefði sjálfur haft aðstöðu til að lifa óskalífi náms- mannsins fast að þrítugu. Síöan hefur lífsreynslan og vinna við skóla- og uppeldismál knúið mig til að viðurkenna þau sannindi sem ég haíði lært í skóla, að ekki sé ráðlegt að skerða valfrelsi nem- enda meðan þeir eru að finna sig í skólakerfinu. Ekki með því að stytta grunnskólann um eitt ár, né KjaUarinn Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur framhaldsskólann, eins og Einar leggur til, né heldur háskölann eins og menntamálaráðherra leggur til. Á öllum þessum skólastigum fer fram persónuþroski sem rétt er að gefa mönnum tíma til að taka út. Með því að fá þannig tækifæri til að ganga skólabrautina á enda í einum rykk er viðkomandi líklegri til að þekkja sjálfan sig betur og vera meira í sátt við þjóðfélagið. Einnig ólíklegri til að þurfa aö rífa sig upp á fullorðinsaldri til að mennta sig eða endurmennta. Það er annað mál hvort þetta sé » hagkvæmt fyrir þjóðarbúið og mun ég koma að því á eftir. En fyrst þetta: Lífsbaráttan snýst ekki leng- ur um fæði og húsasjól. Hún stend- ur um að auka lífsfyllingu fólks sem mest. Tími til persónuþroska Hvað einstaklinginn snertir þýðir þetta að fyrst þarf að gefa honum tækifæri til þess líkamlega, sál- ræna og félagslega þroska sem upp- eldi felst í. Vettvangur þeirrar þroskatöku er skólakerfið, heimil- ið, og svo þjóðfélagið almennt. Af þessu er skólinn sá vettvangur „Lengi býr að fyrstu gerð.“ sem hiö opinbera sér mest um aö styðja. Jafnframt er það sá uppeld- isvettvangur sem mestri þekkingu er varið í til að hann megi vera sem best úr garði gerður. Það er sama hvaða skólastig er litið á: Meira hugvit er lagt í skól- ann en aðrar stofnanir, því skólinn er sú stofnun sem ræður mestu um hvernig næsta kynslóð verður. Lengi býr að fyrstu gerð Síðan, þegar búið er að koma nemendum til sem mests skóla- þroska, með hámarks fiölbreytni í þekkingu, færni, áhugamálum og væntingum, er hægt að gera þá að því fullkomnari neyslu og fram- leiðsluverum. Ekki barátta um brauð Ekki er deilt um aö okkar vest- ræna skólaganga sé ein af hinum ómissandi undirstöðum vestræns þjóðfélags. Umfram það er þó ýmis- legt óljóst: Hvort er verkfræði- menntun eða iðnmenntun hag- kvæmari? Þarf að stemma stigu viö að of margir fari út í hin óhagnýt- ari en skemmtilegri fóg svo sem listir og hugvísindi, sem eru kannski dæmi um neyslu frekar en fiárfestingu frá sjónarhóli ríkisins? Stefnum viö yfirleitt að meiri neyslu eða meiri framleiðslu? Auð- vitað verður að vera næg fram- leiðsla til að allir hafi fæðu, húsa- skjól og öryggi, en við erum þegar flest langt yfir þeim mörkum. (Þó þarf að gera hér átak í dagvistar- málum, og er einsetinn skóli ráð- gerður sem lausn á vanda skóla- dagheimila). Ymsum hættir til að vilja skera niður tækifæri fólks til að ná sem jöfnustum þroska í skólakerfinu. Veldur því ýmist fáviska, barna- skapur, óraunsæi, skammsýni, sér- hagsmunir, níska, illgimi, eða þá að menn vilja allt öðruvísi þjóðfé- lag en hið vestræna lýðræðisþjóð- félag sem við búum við. En ef við viljum halda okkar striki og bæta okkur miðað við nágrannalöndin, þurfum við að auka allt okkar menntakerfi frekar en hitt. Tryggvi V. Líndal „Lífsbaráttan snýst ekki lengur um fæði og húsaskjól. Hún stendur um að auka lífsfyllingu fólks sem mest.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.