Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. Fréttir Aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar Tími hrossakaupanna er genginn í garð Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafa nú fjallað um sparnaðarhugmyndir þær sem lagð- ar hafa verið til í ráðuneytunum. Þingmenn Alþýðuflokksins munu nokkurn veginn sammála um hvaöa hugmyndum þeir séu tilbúnir að ljá brautargengi og hverjum þeir hafna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var í gær ekki kominn jafnlangt, enda hafði hann aðeins haldið einn fund meðan kratarnir héldu þrjá. Sjálf- stæðisþingmennirnir ætla að bæta um betur og hittast á fundi síðar í vikunni. Þá eiga þingmenn beggja flokka eftir að ræða tekjuhlið vænt- anlegs fjárlagafrumvarps. Ríkisstjórnin tók ' aðhaldshug- myndirnar til umræðu árfundi sínum í gær. Þar með var upp runninn tími hrossakaupa því að nú taka við samningar milli stjórnarflokkanna tveggja um hina ýmsu þætti sparnað- ar og aðhalds í ríkisbúskapnum. „Þess vegna vilja menn segja svona lítið, af því að þeir eru að semja," sagði stjórnarþingmaður við DV. „Eitt óvarlegt orð gæti eyðilagt allt.“ Blásið til sparnaðar Nú er liðið á annan mánuð frá því að Davíð Oddsson forsætisráðherra blés til sparnaðaraðgeröa ásamt samráðherrum sínum. Snemma var markið sett við aðhaldsaðgerðir upp á tæpa 15 milljarða króna á þessu ári. Fyrirhugaðar aðgerðir eru miðað- ar við halla fjárlaganna í ár, sem nemur 4,1 milljarði króna, framtíðar- vanda upp á 7,1 milljarð, nýjan bú- vörusamning og lagasetningar upp á 3,1 milljarð og 5 milljarða til viðbót- ar, sem „dinglaö hafa utan fjárlaga," svo að notuð séu orð Friðriks Sop- hussonar fjármálaráðherra. Hann segir þennan vanda kominn til vegna sjóðakerfisins, flugstöðvarinnar nýju og fleiri hluta. Þá eru nýjar ósk- ir ráðherra upp á 4,4 milljarða sem í dag mælir Dagfari austantjaldslönd og losi okkur Vesturlandabúa við þau risavöxnu vandamál sem hljótast af þeirri upplausn sem þar ríkir. Er ekki hægt að senda Havel Tékkóslóvak- íuforseta veikindavottorð og Wa- lesa í Póllandi? Þessir menn hafa hagað sér nákvæmlega eins og Gorbatsjov og eru búnir að gera alla gamla og góða harðlínumenn gráhærða með endalausu lýðræð- iskjaftæði. Dagfari hefur saknað kalda stríðsins og þeirra föstu punkta í tilverunni, sem kristallast í einum manni, einni stjórn og einni rödd frá Kreml. Það er sviplausari ver- öld þegar múrinn féll og gamlir kommúnistaforingjar fóru á ver- gang. Það er smánarlegt hvernig farið er með fólkið fyrir austan, sem gengur um atvinnulaust og þarf jafnvel að flýja land og kýs yfir sig liðónýta stjórnmálamenn, eins og Vesturlandabúar hafa mátt þola í marga áratugi. Þetta er alls ekki viðunandi og það eru sannarlega góðar fréttir að 'Gorbatsjov sé orðinn svo veikur að ráðin hafa verið af honum tekin. Þessi maður hefur gert nógu margt illt af sér meö öllu sínu frelsistali. Dagfari Veikindi Gorbatsjovs Þaö fór illa fyrir Gorbatsjov. Brá sér í sumarbústaðinn en fékk menn í heimsókn sem sögðu honum að hann væri lasinn. Var settur í veik- indafrí sem sennilega verður var- anlegt. Og þar með féll perestrojka og glasnost og öll skrautsýningin í Sovét. Gamla byltingarliðið tók við. Dagfari hefur alltaf sagt það: menn eiga ekki að taka sér frí. Það er stórhættulegt að dvelja í sumar- bústað. Gorba var nær og enda þótt hann hafi ekki sjálfur kennt sér meins, þá átti hann að vita sem var að það er fullt af mönnum í Sovétríkjunum, sem fylgjast grannt með heilsu hans og geta úrskurðað hann bæði lasinn og las- burða, þegar Gorbatsjov getur ekki lesið yfir öxl þeirra og fylgst með veikindavottorðunum sem þeir gefa út. Annars var kominn tími á þetta veikindavottorð. Gorbatsjov hefur hagað sér eins og fíll i postulíns- búð. Hann hefur sett allt á annan endann á sínum valdaferli. Losað Austur- Evrópu undan járnhæl kommúnismans, rýmkað ferða- frelsi og fundafrelsi og eflt mann- réttindin í Sovétríkjunum þannig að sum þjóðarbrotin hafa haldið fram sjálfstæði sínu. Hann hefur vingast við Vesturlöndin og skrifar jafnvel undir afvopnunarsamn- inga. Hann hefur gert það axar- skaft að opna land sitt og gefa þjóð sinni svigrúm til að anda. Svona frammistaða hjá manni, sem hefur upp á náð og miskunn hersins, KGB og harðlínumann- anna verið treyst til þess að gegna æðsta embætti, nær auðvitað ekki nokkurri átt. Hann hefur misnotað aðstöðu sína til að losa um greipar valds og alræðis. Hann hefur hald- ið að hann réði einhverju í Kreml og blekkt umheiminn með vinahót- um og kurteisi, sem enginn hefur áður þekkt í Sovét. Það var sannarlega kominn tími til að kippa í spottana og losa Sovét ríkin við þennan mann. Úrskurða hann lasinn og geyma hann í stofu- fangelsi. Það er varla hægt að bú- ast við að gamla, góða gengið í Kreml meðhöndli slíkan svikara með neinum silkihönskum og Gorbi má þakka fyrir meðan hann er veikur. Það er að segja ekki veik- ari en svo aö hann heldur lífi. Þetta er búið að vera óvissu- ástand, bæði í Sovétríkjunum og annars staðar í heiminum. Landa- mæri hafa gufað upp, gamlir ein- ræðisherrar hafa verið settir af, jafnvel Atlantshafsbandalagið nef- ur verið í vandræðum með að finna sér fótfestu. Gamla Rússagrýlan hefur misst allan sjarma. Auðvitað er svona óvissa óþo- landi til lengdar og löngu tímabært að binda enda á þessa moðsuðu úr Gorbatsjov og koma aftur festu á heimsmálin, þar sem austrið er í austri og vestrið í vestri. Þar sem Sovétmenn eru innan sinna landa- mæra og gegni því sem þeim er sagt. Ekkert röfl um sjálfstæði og mannréttindi. Nú verður maður bara að vona að Gorbatsjov verði veikur sem lengst og Kremlverjar nái að vinda ofan af allri vitleysunni sem hann hefur stofnað til. Taki upp áætlun- arbúskap að nýju, efli hergagna- framleiðslu, ráðist helst inn í önnur Rikisstjórnin hefur nú til umræðu sparnaðarhugmyndir sem þingflokkarnir hafa fjallað um á fundum sínum. DV-mynd JAK varla geta talist til „niðurskurðar'1 í réttri merkingu þess orðs. Loks tók fjármálaráðherra inn í dæmið 2 milljarða sem voru vegna aflaminnk- unar sem Hafrannsóknarstofnun hefur mælt með. Samtals eru þetta 25,7 milljarða vandi. Upp í hann skyldu skornir tæpir 15 milljarðar nú og afgangurinn síðar. Milljörðun- um 15 var skipt gaumgæfllega niður á ráðuneyti og skyldi viðkomandi ráðherra sjá um að skila af sér hug- myndum upp á tilskipaða upphæð til sparnaðar. Óvinsælar hugmyndir Aðhaldið skiptist þannig að sam- gönguráðuneytið átti að skera niður um 1,5 milljarð og félagsmálaráðu- neytið 2,5-3 milljarða. Menntamála- ráðuneytið átti að skera niöur um tæpa 2 milljarða, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið um 4 milljarða og landbúnaöarráðuneytið í sam- vinnu við viðskiptaráðuneytið um tæpa 2 milljarða. Áfganguiinn skipt- ist niður á þau ráðuneyti sem ótalin Fréttaljós Jóhanna S. Sigþórsdóttir voru. Mest af þeim niðurskurði átti sjávarútvegsráðuneytið að fram- kvæma. Nú tóku ráðherrarnir að safna sparnaðarhugmyndum í pottinn, hver á sínu sviði. Nefndar voru hug- myndir eins og skólagjöld, sala Skipaútgeröar ríkisins, frestun Vest- fjarðaganga, gjaldtaka af sjúklingum spítalanna og fleira í þeim dúr. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa ekki verið á einu máli um ágæti þeirra hugmynda sem fram hafa komið. Kratar hafa barist hatramm- lega gegn því að farið verði að krukka í velferðarkerfið, eins og þeir nefna það. Hins vegar hafa þeir lýst stuðn- ingi sínum viö aö brjóta upp búvöru- samninginn. Á því hafa sjálfstæðis- menn ekki ljáð máls en telja ríkis- stjórnina bundna af þeim samningi. Hnífurinn bítur illa Svo virðist sem niðurskurðarhníf- ur ráðherranna bíti illa. Að minnsta kosti hefur dregið úr sparnaðar- dampinum á síðustu dögum. Sig- hvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hefur dregið í land með sjúklingaskattinn. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur sömuleiðis dregið í land með skólagjöldin. Má búast við að þessir skattar verði hvorir tveggja mjög lág- ir ef þeir verða settir á á annað borð. Sjálfstæðismenn tala nú einkum um þjónustugjöld, þannig að þeir sem njóti þjónustunnar greiði fyrir hana. Þeir leggja ríka áherslu á að þarna sé ekki um aö ræða skatt- heimtu heldur „sértekjur" ef það skyldi verða til þess að draga eilítið úr óvinsældum viðkomandi hug- mynda. Segja þeir að slík gjöld muni draga úr eftirspurn eftir þjónustunni og því sé um hreinan sparnað að ræða. Benda þeir á heilsugæslu- stöðvarnar í því tilliti en rætt hefur verið um að láta þá greiða gjald sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Mörgum þingmönnum krata er illa viö þetta tai sjálfstæðismanna um þjónustugjöld. Þeir segja þau vega svo lítið í sparnaðarpakkanum að þau breyti engu til eða frá. Þau séu í rauninni bara mörg orð um litinn sparnað. Sparnaðartalan lækkar Eins og fyrr sagði var sparnaðar- takmarkið sett við tæpa 15 milljarða. Sú tala virðist eitthvað hafa lækkað ef marka má orð fjármálaráðherra í DV í gær. Þar ræddi hann um rúma 14 milljarða og sagði að við ákvörðun á þeirri tölu hefðu menn ekki reiknað niðurskurðinn á aflakvóta næsta árs inn í dæmið. Sá niðurskurður gæti sett verulegt strik í reikninginn, þannig að ríkisstjómin næði ekki nema tveim þriöju af upphaflegu markmiði sínu eða tæpra tíu millj- arða sparnaði í stað rúmlega fjórtán. Raunar var löngu vitað um aflasam- dráttinn þótt sparnaðartalan sé fyrst að breytast núna. Fleiri forsendur hljóta því að hafa breyst í milhtíð- inni. En hvernig sem á málið er litið er það ekki bara sparnaðarhug- myndunum sem fækkar heldur einn- ig þeim milljörðum sem spara á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.