Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. 5 DV Ólafur Ragnar Grímsson um atburðina í Sovétríkjunum: Fréttir Vesturlönd verða að sýna f ulla pólitíska hörku „Þetta eru mjög óhugnanlegar fréttir. í dag er stóra spurningin hvort sú klíka, sem hrifsað hefur völdin, ætlar að brjóta á bak aftur lýðræðisþróun í landinu og þær efna- hagslegu umbætur sem þar voru að bjoja. Ef svo er tel ég að Evrópa öll og reyndar Vesturlönd í heild sinni eigi strax að koma sér saman um efnahagslegar og pólitískar gagnað- gerðir. Þær geta falist í því að kalla strax saman utanríkisráðherra RÖSE-samkomulagsins, það er utan- ríkisráðherra Evrópuríkjanna, Bandaríkjanna, Kanada og annarra ríkja. Þar yrði að álykta alveg skýrt að forsendan fyrir jákvæðum við- horfum til efnahagslegrar aðstoðar, til inngöngu Sovétríkjanna í Alþjóða- bankann og Alþjóða gjaldeyrissjóð- inn, sé háð því að hinar pólitísku umbætur og lýðræðisþróun haldi áfram. Örlög heimsbyggðarinnar eru svo mikið undir því komin að þessi friðsamlega lýðræðisþróun fái að halda áfram. Ég tel því að strax verði að sýna fulla pólitíska hörku af hálfu Evrópu og Vesturlanda," sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, vegna atburða síðustu sólarhringa í Sovétríkjunum þar sem Gorbatsjov var steypt af valdastóli. „Atburðimir sýna okkur kannski við hve mikla erfiðleika Gorbatsjov hefur átt að etja. Mér verður hugsað til þess er ég var staddur tæpa tvo sólarhringa í Moskvu í nóvember síð- astliðnum ásamt íjórum bandarísk- um þingmönnum. Við áttum þar við- ræður við Gorbatsjov og ýmsa aðra. Eftir fundinn lýsti ég því þannig að mér fyndist eins og byltingarástand í klassískri merkingu þess orðs væri þá þegar ríkjandi í landinu, það væri nánast dag frá degi verið að tefla um póhtískar umbætur, valdakerflð sjálft, efnahagskerfið og stjórnskipu- lagið. Maður gat átt von á þvi að hvað sem væri gerðist næsta dag. Óvissan var orðin það mikil að við heimsókn í þingið skynjaði maður að þar fó'r ekki fram venjuleg póhtík eins og við þekkjum hana heldur var tekist á um alla grundvallarþættina á hverium degi. Nú er ljóst að þessi valdaklíka hersins og hörðu aflanna í kommún- istaflokknum og KGB hefur talið sig vera að tapa því stríði og því gripið tilvopnanna." -hlh Ríkisstjórnin fordæmir valdaránið 1 Sovétríkjunum: Tryggja verður að af ieiðing- arnar verði ekki varanlegar - vestrænríkiverðiíviðbragðsstöðu „Ríkisstjórn Islands fordæmir valdarán það sem átti sér stað í Sov- étríkjunum í nótt. Þjóðir, sem virtust á leið th lýðræðis, eru snögglega hnepptar á ný í fjötra afturhalds og harðstjómar. Mjög áríðandi er að ríkisstjómir Vesturlanda og ahs hins frjálsa heims geri aht sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að afleiðingar þessara alvarlegu at- burða verði ekki varanlegar. Snúi Sovétríkin af braut lýðræðisþróunar hljóta samskipti þeirra og Vestur- landa að gjörbreytast," segir í frétta- tilkynningu ríkisstjórnarinnar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti í ráðherrabústaðnum í gær- morgun. Rikisstjórnin vekur athygh á að Sovétríkin séu sama herveldið og fyrr og að ró sú sem umbótavilji Gorbatsjovs skapaði á Vesturlöndum sé nú rofln. Yrðu vestræn nki að vera í viöbragðsstöðu og fylgjast grannt með þróun mála. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sendi frá sér sérstaka yf- irlýsingu þar sem segir að hin válegu tíðindi frá Sovétríkjunum veki ugg og kvíða um hvort stöðvuð verði sú þróun í átt til lýðræðis og réttarríkis sem verið hefur í Sovétríkjunum. „Einnig er alvarlegt áhyggjuefni hvað þessir atburðir kunna að þýða fyrir framtíð þeirra þjóða sem í farar- broddi hafa staðið í endurheimt sjálf- stæðis, það er Eystrasaltsríkjanna," segir í tilkynningu Jóns. Loks segir að ísland muni fylgjast grannt með þróun mála og hafa samráð við ríkis- stjórnir annarra Norðurlanda og nágranna Sovétríkjanna í Mið-Evr- ópu. -hlh Krasavin, sendiherra Sovétrikjanna á íslandi, gengur af fundi með Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra um hádegisbil í gær. Jón Baldvin afhenti sendiherranum yfirlýsingu rikisstjórnarinnar þar sem atburðirnir í Sovétrikjunum eru fordæmdir. DV-mynd JAK Slippstööin á Akureyri: Spurt um Þórunni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það hefur talsvert verið spurst fyrir um skipið og það eru nokkur mál í gangi vegna sölu skipsins," seg- ir Sigurður G. Ringsted, forstjóri Shppstöðvarinnar á Akureyri, um sölu á gömlu Þórunni Sveinsdóttur sem stöðin tók upp í er fyrrverandi eigendur skipsins fengu afhent nýtt skip frá stöðinni með sama nafni. Gamla Þórunn Sveinsdóttir er eitt mesta afla- og happafley landsins og á skipinu hafa Sigurjón Óskarsson og áhöfn hans hvað eftir annað orðið aflahæstir á vertiðum. Skipið er í mjög góðu ástandi og má fastlega búast við að Shppstöðin selji skipið alveg á næstunni. Davið Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson kynna viðbrögð ríkisstjórnarinnar við atburðunum í Sovétrikjunum í gærmorgun. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.