Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 32
F R ETT AS KOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotió í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1991. Aðhaldsaðgerðimar: Mennsammála um flest atriði - segirsjávarútvegsráðherra ** „Ég held að það sjái fyrir endann á þessari vinnu. Ég vona að þessi markmiö náist, mér sýnist flest benda til þess,“ sagði Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra við DV í morgun. Ríkisstjórnin sat á fundi í allan gærdag og ræddi væntanleg fjárlög og aðhaldshugmyndir í sambandi við þau. „Ég tel að þessi fundur hafi verið mjög árangursríkur. Auðvitað eru þarna nokkur atriði sem leggja þarf mat á en í öllum meginatriðum voru menn sammála um þær aðgerðir sem ræddar voru og að þessu miðaði mjög vel. Við munum reyna að ljúka þessu á tilsettum tíma.“ -JSS Norðmaðurílífs- hættueftiráverka Tæplega fimmtugur Norðmaður liggur þungt haldinn í öndunarvél á gjörgæsludeild Borgarspítalans með lífshættulega áverka sem hann hlaut við skemmtistaðinn Hótel ísland að- faranótt sunnudagsins. Ekki er ljóst með hvaða hætti maðurinn slasaðist en hann fannst meðvitundarlaus við '♦austurgafl hússins undir morgun á sunnudag. Að sögn yfirlögregluþjóns hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins var ís- lendingur, sem var á tímabili með Norðmanninum innandyra á Hótel íslandi, yfirheyrður í gær. Yfir- heyrslan leiddi ekki í ljós með hvaða hætti sá síðarnefndi fékk hina lífs- hættulegu áverka. íslendingurinn sagðist ekki hafa verið með Norð- manninum utandyra. -ÓTT Dollarlækkar Dollar lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í morgun. Hér á landi var •^.hann í morgun skráður á 63,01 krónu en í gær var hann 63,14 krónur. Þýska markið lækkaði einnig í morgun en breskapundiðhækkaði. -JGH Sogiö: Veiðimaður drukknaði Veiðimaður drukknaði í Soginu að morgni laugardagsins. Maðurinn, sem var 57 ára, fannst látinn um klukkan tíu en orsakir slyssins eru ókunnar. Félagar mannsins geröu björgunarsveit viðvart þegar ljóst var að hann hafði farið í ána og bor- ■*ist með straumnum. Maðurinn hét Friðþjófur Kristjánsson til heimilis að Herjólfsgötu 16 í Hafnarfirði. -pj LOKI Hvað verður nú um Raísu og börnin? Skriðdrekum Rússa fagnað af mannfjölda - beðið eftir viðbrögðimi við verkfallstilinælmn Jeltsíns „Ég gekk að stjórnarsetri Rúss- hafði verið upp við bygginguna. innar gekk truilanalaust fyrir sig í „heill heilsu" eins og þeir orðuðu lands í gærkvöldi þar sem Jeltsín, Þegar ég kom aö mannfjöldanum morgun og komst fólk til vinnu það. forseti Rússlands, og hans menn voru um 10 skriðdrekar við húsiö, sinnar. Sama var að segja um sam- Ólafur hafði ekki haft neinar hafast við. Það er um 15 mínútna nokkrir með rússneska fanann göngur til og frá borginni. spurnir af ferðahömlum til og frá gangur þangað frá sendiráðinu. blaktandi. Þeir óku fram með hús- „Nú er reyndar beðið eftir undir- landinu. Vitað er um 12-15 íslend- Það var mikill mannfjöldi saman inu og var ákaft fagnað af mann- tektum við tilmælum frá leiðtogum inga á ferð í Sovétríkjunum. Þar á kominn umhverfis húsið. Búið var fjöldanum. Skriðdrekarnir tóku Rússlands um að fólk leggi niður meðal eru fimm sérfræðingar frá að koma upp vegatálmum og alls sér síöan stöðu við húsið og beindu vinnu. Ef það kemur til alvarlegra Rannsóknarstofnun landbúnaðar- konar tálmum í stiga sem liggja byssnum frá því til varnar,“ sagði verkfalla í kolanámum, oliuiðnaði ins sem verið hafa á ferðalagi i upp að húsinu. Þá hafði töluvert Ólafur Egilsson, sendiherra ís- og samgöngum verður það til þess Magadan í Síberíu. Þeir ætluðu að verið brotið niður af múrsteinum lands i Moskvu, í samtali við DV að ákaflega erflðar aðstæður skap- halda heimleiðis i kvöld eða nótt sme hafðir eru til taks ef sótt yrði snemma í morgun. ast hér. Þá er einnig beðið eftir því afóttaviðaðlokastinnieftilalvar- að húsinu. Stemningin einkenndist Ólafursagðistekkihafaorðiðvar hver fullnaðarviðbrögð annarra legra verkfalla kæmi. Þá komu ekki af ótta eða skelfingu og ég viðmeiriháttárraskiMoskvuborg ríkja verða. Það er beðið eftir því tveir íslendingar til Moskvu frá varð ekki var við mikinn ákafa. eftir valdaránið í fyrrinótt umfram að línurnar skerpist og skýrist." Leníngrad í morgun en vitað er um Fólk gekk frjálslega um svæðið. ferðir skriðdreka og hervagna sem Ölafur var á blaðamannafundi einn íslending sem er þar enn. Þá Þetta var ákaflega friðsamleg trufla umferð. Væru ýmsar götur í hjá Janajev, núverandi valdahafa, eru islendingar austar í landinu, stuðningsyfirlýsing viö leiðtoga nágrenniKremlarreyndarlokaöar í gær þar sem gefið var í skyn að við uppsetningu fiskvinnsluvéla, Rússlands. Hins vegar komu heit og einhverjar hömlur á ferðafrelsi Gorbatsjov kæmi mögulega aftur auk nokkurra sem eru i Moskvu. ávörp frá hátalarakerfi sem sett þar í kring. Samgöngukerfi borgar- til starfa, þegar hann yrði orðinn -hlh Slökkviliðsmenn í Reykjavík dældu upp talsverðu magni af vatni af gólfi í kjallara Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Vatnið flóði um gólf í spennistöð og búningageymslum leikhússins í kjallaranum. Engin skýring fékkst á þvi hvað- an vatnið kom en likur voru leiddar að því að það hefði komiö upp um niðurföll. Úrkoma var hins vegar ekki mikil i gærkvöldi. Slökkviliðsmenn voru um tvær kiukkustundir að dæla vatninu upp. DV-mynd S Veðriöámorgun: Léttskýjað sunnanlands Á morgun verður norðvestan- átt, kaldi og skúrar norðaustan- lands en hægari og þurrt í öðrum landshlutum. Léttskýjað sunnan- lands. Hiti 7-16 stig, hlýjast suð- austanlands. Hveragerði: Tíu handteknir vegna hass-og amfetamínneyslu Lögreglan á Selfossi handtók 10 manns í húsi í Hveragerði á sunnu- dag vegna fíkniefnaneyslu. Fólkið, sem er um og yfir tvítugt, er frá Reykjavík, Hveragerði og Selfos'M. Grunur lék á að verið væri að neyta fíkniefna í húsinu og var þá ráðist til inngöngu í samráði við fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Tæp- lega tíu grömm af hassi fundust við húsleit, auk nokkurra gramma af amfetamíni sem er örvandi fikni- efnategund. Fólkiö var flutt í fanga- geymslur og var það síðan yfirheyrt. Málið er fullupplýst og mega fíkni- efnaneytendurnir búast við sektum vegna neyslunnar og að hafa efnin undirhöndum. -ÓTT Indverjinnjafnaði Indverjinn Anand sigraði Karpov í biðskák þeirra úr 6. umferð áskor- endaeinvígjanna i skák í Brússel í gær. Staðan í einvfgi þeirra er því jöfn, 3-3. Karpov gafst upp í 71. leik. Fyrr í gær missti Indverjinn af tækifæri til að vinna Karpov í biöskák þeirra úr 5. umferð. Að sögn enska stórmeistarans John Nunn missti Anand af vinnings- leið í 74. leik og samið var jafntefli 20 leikjumsíðar. -hsím ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI Vönduð og viðurkennd þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.