Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991.
Utlönd
Stj ómarandstæðingar treysta víggirðingar 1 Moskvu:
Menn Jeltsíns ætla
að verja þinghúsið
- hermenn og skriðdrekar eru á leið til Leníngrad
í morgun héldu stuðningsmenn
Borís Jeltsíns, forseta Rússlands,
áfram að styrkja víggirðingar um
hús rússneska þingsins í Moskvu.
Stuðningsmenn forsetans hafa níu
skriödreka á valdi sínu og nota þá
til að loka götum að þinghúsinu.
Jeltsin er óumdeildur leiðtogi
þeirra sem berjast gegn neyðar-
stjóminni í Sovétríkjunum. Fjöldi
fólks hélt til við þinghúsið í alla nótt
og þykir ástandið minna á stöðuna í
Eystrasaltsríkjunum þegar sveitám
sovéska innanríkisráðuneytisins var
beitt til að berja niður sjálfstæðis-
hreyfmgar þar á síðasta ári.
Óljósar fréttir eru um hve mikill
stuðningurinn við Jeltsín er. Hann
hefur hvatt til verkfalla og einkum
fengið góðar undirtektir hjá náma-
mönnum i Siberíu. Verkamenn við
olíuvinnslu ákváðu hins vegar að
fara ekki í verkfall en lýstu samt yfir
stuðningi við Jeltsín.
Ekki er annað að sjá en hin nýja
stjórn undir forsæti Gennadíjs
Janajev hafi góð tök á ástandinu.
Átök hafa ekki brotist út þótt hluti
af hernum hafi gengið til hðs við
Jeltsín. Jeltsín fær ekki að tala opin-
berlega en hann hefur látið dreifa
flugritum með hvatningu til fólksins
um að fara í verkföll og halda uppi
andstöðu við nýju stjórnina.
í dag er búist við að Jeltsín birti
lista með kröfum sem andstæðingar
stjórnarinnar gera á hendur henni.
Helsta krafan er að neyðarstjórnin
verði leyst upp og Gorbatsjov komi
til valda á ný. I dag hefur verið boðað
til mótmælafundar á Manezh-torgi í
Moskvu en þar hafa margir mót-
mælafundir farið fram á síðustu
mánuðum.
Einnig er ætlunin að mótmæla
nýju stjórninni á fundi í Leníngrad
Stuðningsmenn Borís Jeltsins, forseta Rússlands, hafa níu skriðdreka á valdi sínu við þinghúsið í Moskvu. Skrið-
drekunum er stjórnað af liðhlaupum úr sovéska hernum. Andstæðingar stjórnarinnar segjast ætla að verja þing-
húsið geri herinn tilraun til að taka það. Á myndinni má sjá andófsmenn færa hermönnum mat á varðstöðu þeirra
við þinghúsið.
Símamynd Reuter
í dag. Sagt er að íjöldi skriðdreka og
hermenn úr öryggissveitum KGB
séu á leið til Leningrad. Þar hafa eins
og í Moskvu verið reistir vegatálmar
til að koma í veg fyrir að herinn kom-
ist inn í miðborgina.
Þeir sem komið hafa að þinghúsinu
í Moskvu í morgun segja að um þús-
und menn séu við húsið og ætli sér
að verja það með öllum ráðum. í
hópi andófsmanna er litið svo á að
áfangasigur hafi unnist með því að
herinn hafi ekki látið til skarar
skríða þegar í stað. Andófsmenn hafi
því unnið tíma til að skipuleggja and-
stöðuna betur og því verði erfiðara
fyrir valdhafana að beita hörku í að
kveða hana niður.
í Bandaríkjunum hefur George
Bush forseti ákveðið að lýsa yfir
stuðningi við Jeltsín og kröfu hans
um að Gorbatsjov verði aftur hafinn
til valda. Bush hótaði því að öll að-
stoð við Sovétríkin yrði felld niður
ef neyðarstjómin færi ekki frá völd-
um.
Reuter
Gorbatsjovfarinn
frá Krímskaga
Heimildamenn í liði Borís Jelts-
ín í Moskvu segja að Míkhaíl
Gorbatsjov, fyrrum forseti, hafi á
mánudag fariö frá sumardvalar-
stað sínum í Simferopol á Krím-
skaga. Þessir menn sögðu að
þetta væri þaö eina sem þeír vissu
um afdrif forsetans fallna.
Fréttamenn hjá bresku sjón-
varpsstöðinni Sky segist hafa
heimildir fyrir því að Gorbatsjov
hafi verið handtekinn í gær og sé
nú í haldi í herstöö. Hins vegar
kom ekki fram hvar hann er nið-
urkominn. Þessar fréttir hafa
ekki fengist staðfestar.
Gennadíj Janajev, nýr forseti
Sovétrikjanna, hefur viljað segja
það eítt um afdrif Gorbatsjovs að
hann sé í hvíld á Krímskaga.
Aörar fréttir er ekki að hafa frá
nýju neyðarstjórninni um Gorba-
tsjov.
Janajev sagði í gær að hann
vonaðist til aö Gorbatsjov gæti
snúið aftur til fyrri starfa um leið
og hann heföi náð heilsu og hvílst
nægilega. Hann sagðl aö mikið
álag hefði verið á forsetanum síð-
ustu ár og því ekki við öðru að
búast en hann þreyttist.
Fáir innan Soyétríkjanna sem
utan taka þessar yílrlýsingar al-
varlega. Fólk bíður þess því í of-
væni að frétta nánar af Gorba-
tsjov og hvar hann er nú níður-
kominn. Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, segist hafa fengið
staðfestingu þess að Gorbatsjov
sé heill á húfi.
Reuter
Hersveitir drepa
einn mann í Rígu
- leiötogar Eystrasaltslýöveldanna fordæma valdarániö
Sovéskar hersveitir skutu rútubíl-
stjóra til bana í Rígu, höfuðborg Lett-
lands, aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að harðlínumenn í
Moskvu steyptu Gorbatsjov forseta
af stóh, að því er útvarpið í Lettlandi
skýrði frá.
Læknir á sjúkrahúsi númer 2 í
Rigu sagði aö bílstjórinn hefði verið
veginn á mánudag. Farþegi í bílnum
hjá honum hlaut skotsár á báða fót-
leggi.
Þetta er eina tilfelhð þar sem vitað
er um dauðsfall eftir valdatökuna í
Kreml og skothríðin átti sér stað á
sama tíma og sovéski herinn sýndi
mátt sinn og megin í Eystrasaltslýð-
veldunum þremur.
Hersveitir lögðu undir sig helstu
byggingar í Lettlandi, þar á meðal
innanríkisráðuneyti lýðveldisins og
sjónvarpsmiðstöð.
Brynvarðir bílar óku framhjá þing-
húsinu í Vilníus, höfuðborg Iithá-
ens, sem er rammlega víggirt eftir
átök þar þann 13. janúar síðasthðinn
þegar þrettán manns létu lífið. Her-
sveitimar komu sér fyrir utan Vil-
níus.
Tvær stórar herfylkingar sáust
einnig í Eistlandi, þriðja Eystrasalts-
Landsbergis, forseti Litháens, hefur
hvatt landa sína til að sýna sovésk-
um hersveitum friðsamlega and-
spyrnu. Simamynd Reuter
lýðveldinu en þau eru öll að reyna
að endurheimta sjálfstæði sitt.
Útvarpið í Lettlandi hafði það eftir
sjónarvottum að mennimir tveir
hefðu verið skotnir af mönnum í ein-
kennisbúningum árásarsveita og að
þeir hefðu verið með svarta hatta.
Þar er verið að vísa til sérsveita inn-
anríkisráðuneytisins, hinna svoköll-
uðu svarthúfusveita.
Haft var eftir lettneskum þing-
manni að mennirnir hefðu verið að
vinna fyrir rithöfundasamband Lett-
lands. Hann bætti við að bifreið
þeirra hefði líklega verið ekið inn á
svæði sem svarthúfumenn höfðu girt
af.
Ekki var hægt að fá viðbrögð inn-
anríkisráðuneytisins við þessum
staðhæfingum.
Hersveitir lögðu. undir sig eina
sjónvarpstuminn sem eftir var í Lit-
háen, í borginni Kaunas, sjónvarps-
upptökusahna og skiptiborðið fyrir
símtöl milh landa.
Vytautas Landsbergis, forseti Lit-
háens, hvatti til friðsamlegrar and-
spyrnu við hersveitirnar og fyrir-
skipaði að um 50 tollstöðvar á landa-
mærum lýðveldisins skyldu rýmdar
þar sem ekkert þýddi að manna þær
vegna árása sovéskra hersveita.
Leiðtogar Eystrasaltslýöveldanna
fordæmdu valdaránið í Moskvu en
leiðtogar annarra lýðvelda Sovétríkj-
anna voru varkárari og hvöttu til að
fólk sýndi stillingu til að forðast
ögranir við hersveitirnar.
Reuter
Shevardnadze
óttast blódbad
Eduard Shevardnadze varar við
blóðbaði i Sovétrikjunum
Símamynd Reuter
Eduard Shevardnadze, fyrr-
um utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna og rtáinn samverkamaður
Gorbatsjovs, sagöi í gær að hann
óttasist að borgarastryjöld brytist
út í landinu nú þegar forsetanum
hefur verið steypt af stóli. Hann
lýsti atburðum gærdagsins sem
„þjóðarharmleik“.
Shevardnadze skoraði á alla
lýðræðissinna aö sameinast gegn
þeim sem nú hefðu rænt völdum.
Yfirlýsingum ráðherrans fyrr-
verandi var dreift um óháðu
fréttastofuna Interfax.
Shevardnadze sagði af sér emb-
ætti í desember á siðasta ári og
varaði þá við að harðlínumenn í
kommúnistailokknum hefðu í
hyggju að steypa Gorbatsjov af
stóh.
Stríðshetja biður
menn að styðja
Jeltsín
Alexander Rutskoi, varaforseti
Rússlands og þjóðfræg striðs-
hetja í stríöinu í Afganistan, skor-
ar á alla hermenn aö rísa upp
gegn hinum nýju valdhöfum í
Sovétríkjunum og koma Gorb-
atsjov aftur til valda.
í yfirlýsingu írá Rustkoi sagöi
aö mennimir sem steyptu Gorb-
atsjov hefðu i hyggu að koma aft-
ur á stalíniskum stjómarháttum
í Sovétríkjunum.
Rustkoi er náinn samverka-
maður Jeltsíns,' forseta Rúss-
lands. Hann skoraði á aha her-
menn að ganga til liðs við stjórn
Rússiands í baráttunni gegn
Janpjev og félögum hans. Að öðr-
um kosti héldi einræði og harö-
stjórn innreið sína í Sovétríkin á
ný.
Töluverður hópur hermanna
hefur farið að þessum óskum og
óhlýðnast skipunum yfirboðara
sinna.
Nostradamus spáði
falli Gorbatsjovs
ítalskur sérfræðingur í spá-
dómum Nostradamusar segir að
fah Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
hafi ekki komið sér á óvart í því
lesa megi úr ritum meistarans að
þetta mundi gerast í sumar.
Sérfræðingurinn, sem heitir
Renucio Boscolo, sagði á blaða-
mannafundi í apríl í vor að spá
um fall Gorbatsjovs fælist í ýmsu
því sem Nostradamus heföi skrif-
aö, Norstradamus setti spádóma
sína fram á sextándu öld og er
oft th þeirra vitnað.
Boscolo segir að af spádómum
Nostradamusar megi ráða að tími
Gorbatsjovs á valdastóh yröi á
enda á tímabilinu frá maí til ág-
úst. Hann segir að Nostradamus
hafi gert ráð fyrir falli leiðtogans
73 árum eftir að fyrri heimsstyrj-
öldinni lauk.
Símtölumfjölgaði
hundraðfalt
Símtölum mhli Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna fjölgaöi hundr-
aðfált í gær eftir að fréttir bárust
af valdaráni harðhnumanna.
Sambandið r ofnaði ekki þrátt fyr-
ir mikiö álag en margir urðu að
bíöa lengi eftir aö fá samband.
Reuter