Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. 11 Útlönd Morðingjar Gandhis f undnir Lögreglan í Bangalore á Indlandi segir að hún hafi fundiö lík mannsins sem skipulagði raorðið á Rajiv Gandhi, fyrrum forsætisráðherra landins. Sagt er að lík mannsins hafi fundist ásamt sex öðrum í felustað raann- anna. Lögreglan hafði þá setið um staðinn nokkra hríö en þegar ráðist ar til inngöngu voru mennimir allir Iátnir. Þeir höfðu tekið inn eitur. Leiðtogi hópsins gekk undir nafninu Sivarasan. Hann var af ættum tamila frá Sri Lanka. Allir mennirnir voru félagar í aöskilnaöarhreyfmgu tamíla. Áður hafði lögreglan handtekið sjö ur hópnum. Meðal þeirra sem fundust í húsinu var kona að nafni Subha en lögreglan telur að hún hafi átt stóran þátt í að skipuleggja morðið á Gandhi. Fundinn sekur um 87 morð Aðstandendur þeirra, sem létu lífið brunanum, fögnuðu þegar brennu- vargurinn var fundinn sekur um 87 morð. Simamynd Reuter Flóttamaður ffá Kúbu hefur verið fundinn sekur um að hafa valdið dauða 87 manna þegar hann kveikti i skemmtistað i New York í mars á síðasta ári. Þetta er talið eitt mesta fjöldamorð sem um getur í sögu Banda- ríkjanna. Kviðdómur í málinu dæmdi manninn, Julio Gonzalez, fyrir morð á hverjum og einum sem lét lífið í brunanum. Gonzalez viðurkenndi að hafa kveikt í skemmtistaðnum til að hefna sín á konu sem ekki vildi þýðast hann. Enn er eftir að ákveða hvaða refsingu hann hlýtur en þó er talið að hann verði ekki dæmdur til dauða heldur í lífstíðarfangelsi. Ákæran fyr- ir hvert morð var tvíþætt. Annars vegar fyrir að hafa látið stjórnast af reiði og afbrýðisemi og hins vegar fyrir að láta sig mannslíf engu skipta. Gonzales segir að hann hafi heyrt rödd sem sagði honum að kaupa bens- ín og nota það til að kveikja í skemmtistaðnum. Fjöldi manna fylgdist með réttarhöldunum. Einkum voru það aðstand- endur þeirra sem létu lífið. Þegar niðurstaða var fengin fagnaði fólkið. Fellibylur veldur usla Á Cap Cod í Massachusetts eyðilögðust fjölmargar skútur þegar (ellybyl- urirtn gekk yfir. Þrátt fyrir veðurofsann lét enginn lífið. Simamynd Reuter Felhbylurinn Bob olli töluverðum usla við norðvesturströnd Banda- ríkjanna i gær. Enginn lét þó hfið en fjölmargir bátar skemmdust. Þegar mest gekk á náði vindhraöinn 115 hnútum á klukkustund. Veðrinu fylgdi mikil rigning. Rafmagnslínur shtnuðu og voru stór landsvæði án raf- magns um nokkum tíma. Enginn lét lífið í veðrinu sem þó var eitt hiö versta á þessum slóðum í þrjá áratugi. Um 65 þúsund manns yfirgáfu heimili sín. Einkum voru það eigendur flölmargra skemmtibáta sem uröu fyrir flóni og nokkrir voru hætt komnír þegar þeir reyndu að hjarga eigum sínum. Lestarslysí Kaupmannahöfn Einn farþegi iét lífið og í það minnsta 50 siösuðust, þar af þrír alvar- lega, þegar þegar lestir rákust á á Dybbölsbro járhraútarstöðinni í Kaup- mannahöfn í gær. Tveir af vögnum annarrar lestarinnar lögðust saman. Slysið varð með þeim hætti að annarri lestínni var bakkað inna á spor hinnar en ekki er vitað hvað olli því að svo fór. Helst er tahð að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Allar lestarferðir um járbrautarstöðina gengu úr skorðum. Strætisvagn- ar voru teknir í notkun til að flyfla fólk leiðar sinnar meðan verið var að hreinsa til og opna stöðina að nýju, Missætti um fiskveiðisamning Norðmenn og Grænlendingar ná ekki enn samkomulagi um gagnkvæm- ar fiskvelðiheimildir þótt samningur um þær hafi legið tilbúinn frá þvi í sumar. Embættismenn heggja aðila hafa undanfarið rætt málin í Nuuk á Grænlandi en viðræðurnar fóru út um þúfur í gær. Ástæðan er að ekki nást sættir um veiöar Grænlendinga í Barentshafi. R«uter, Ritzau og NTB Króatía: Barist á nýju átakasvæði Harðir bardagar geisuðu í nótt milli Serba og Króata í bænum Pakrac í vesturhluta Slavóníu sem er nýtt átakasvæði fyrir austan Zagreb, höfuðborg Króatíu. Lögregl- an sagði að serbneskir skæruliðar hefðu ráðist á ráðhús bæjarins, lög- reglustöðina, heilsugæslustöð og banka með vélbyssúm og sprengju- vörpum. Útvarpið í Belgrad sagði að Serbar stjórnuðu bænum og væru þeir að uppræta lögregluna og leyniskyttur. Arásin hófst í gærkvöldi og batt þar með enda á stutt hlé sem varð á bar- dögum eftir blóðuga helgi þegar 42 létu lífið, að því er króatíska innan- ríkisráðuneytið skýrði frá. Ekki horfir friðvænlega hjá Franjo Tudjman, forseta Króatíu. Forsætisráð Júgóslavíu ætlar aö koma saman til fundar í dag til að reyna enn einu sinni að fmna leiöir til að binda enda á ofbeldið í landinu sem hefur orðið meira en 250 manns að flörtjóni síöan Króatía lýsti yfir sjálfstæði sínu 25. júní síðastliðinn. Króatískir embættismenn eru svartsýnir á að nokkur árangur náist á þessum tveggja daga fundi þar sem þeir segja Serba ekki vilja slaka neitt til. Leiðtogar Serba virðast heldur ekki mjög áhugasamir um fund þennan. Fyrri tilraunir forsætisráðsins til að koma á friði í Króatíu hafa farið út um þúfur. Reuter Saudi-Arabía: Sprungin dekk ollu f lugslysinu Kanadískir rannsóknarmenn sögðu í gær að sprungin dekk í flug- taki hefðu verið orsök flugslyssins í Saudi-Arabíu í síðasta mánuði þegar kanadísk flugvél fórst og með henni 247 pílagrímar frá Nígeríu og 14 manna áhöfn. Öryggisnefnd almenningssam- gangna í Kanada er nú að rannsaka meö hvaða hætti flugfélagið kannaði hjólbarða á flugflota sínum fyrir slysið þann 11. júlí síðastliðinn. Leifar af dekkjunum og hjólunum, svo og för á flugbrautinni, staðfesta að tvö dekk hafi sprungið áður en flugvéhn var komin meira en 150 metra niður eftir flugbrautinni. Eld- ur kom einnig upp í einum hjólbarð- anna, sögðu rannsóknarmenn. Flugfélagiö Nationair staðfesti á föstudag að það hefði átt í vandræð- um með hjólabúnaö á DC-8 þotum sínum á þessu ári og hafði ekki lokið við rannsókn á þeim áöur en flug- slysið í Saudi-Arabíu varð. Reuter KR. 18.900S Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Til samanburðar: Ódýrasta superpex til London á 31.940 kr. Þú sparar 13.040 kr. Flogið alla miðvikudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. — FUJGFEROjR = SDLHRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 i AUKABLAÐ TOMSTUMDIR OG HEILSURÆKT Miðvikudaginn 4. september nk. mun aukablað um tómstundir og heilsurækt fylgja DV. Meðal efnis verður umfjöllun um líkamsrækt, heilsufæði, vítamín og hin ýmsu tómstundanámskeið. Athugað verður hvað dans-, mála-, bréfa-, tölvu- og tómstundaskólarnir hafa upp á að bjóða. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á aö auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta i sima 27022. Skilafrestur auglýsinga er fyrir fimmtudaginn 29. ágúst. AUGLYSIMGAR ÞVERHOLTI 11 - REYRJAVÍK SÍMI 27022 - FAX 27079

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.