Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1991, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1991. íþróttir unglinga íslandsmeistarar Akurnesinga i 3. flokki kvenna 1991. I liðinu eru eftirtaldar stúlkur: Ragnhildur Olafsdóttir, Sig- rún Hallgrímsdóttir, Elva Ásgeirsdóttir, Áslaug Ákadóttir fyrirliði, Lára Gisladóttir og Guðrún Sigursteinsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Jóhanna Ólafsdóttir, Anna Sólveig Smáradóttir, Lilja Sturlaugsdóttir, Bryndis Pétursdóttir, írena Óskarsdóttir, Halla Svansdóttir og Áki Jónsson, þjálfari liðsins, með soninn og lukkupeyjann, Jón Vilhelm. DV-mynd Hson íslandsmótið - 3. flokkur kvenna: Skagastúlkurnar íslandsmeistarar - sigruðu KR, 3-2,í spennandi úrslitaleik • Guðrún Sigursteinsdóttir minnkar muninn fyrir Akurnesinga i 2-1 á síð- ustu minútum fyrri hálfleiks. DV-mynd Hson Úrslitakepppni íslandsmótsins í knattspymu fór fram á KR-vellinum um helgina. Úrslitaleikurinn var milli Akraness og KR og sigruðu Skagastúlkumar, 3-2, eftir skemmti- legan leik. Riðlakeppnin Lokastaðan í hinum ýmsu riðlum íslandsmótsins varð þessi. A-riðill: Stjarnan ...641134-1013 Reynir, S ...641122-1013 Skahagrímur 621314-167 Valur 611413-154 Grindavík 61054-343 Aftureldine . ...610512-493 Ægir og Fjölnir hættu keppni. UBK og Stjaman í úrshtakeppnina. B-riðill: KR 660036-418 Akranes 650153-415 Týr, V ... 640223-1212 Þór, V 63037-129 Haukar 620410-86 Víðir 61057-313 FH 60062-670 Selfoss hætti keppni. KR og Akranes í úrslitcikeppnina. C-riðill: Tindastóll 660045418 Þór, A 621317-207 KA 620411-216 Dalvík 611411-394 Tindastóll í úrshtakeppnina. Úrslitakeppnin Kiðill 1: UBK-Akranes 0-2 Akranes-Tindastóll 5-0 Tindastóll-UBK 0-7 Riðill 2: Stjaman-KR 3-3 KR-Sindri 11-0 Sindri-Stjarnan................0-3 Leikir um sæti 5.-6. sæti: Tindastóll-Sindri..641 Mörk Tindastóls geröu þær Valgerð- ur Erlingsdóttir, 2, Inga Dóra Magn- úsdóttir, 2, Sara Ólafsdóttir, 1, og Bryndís Jónasdóttir, 1. - Mark Sindra skoraði Erla Edvardsdóttir. 3.-4. sæti: UBK-Stjaman........6-1 Mörk UBK: Hildur Ósk Ragnarsdótt- ir, 2, Hildur Ólafsdóttir, 2, Erla Hend- riksdóttir, 1, og Kristborg Þórsdóttirt 1 mark. - Mark Stjörnunnar gerði Steinunn Björgvinsdóttir. 1.-2. sæti: Akranes-KR..........3-2 Leikurinn var mjög jafn og skemmti- legur. Staðan var 2-0 fyrir KR í hálf- leik og skoraði Valdís Fjölnisdóttir bæði mörkin og stóð stúlkan mjög vel að verki í báðum tilfellum. Skaga- stúlkurnar náðu að minnka muninn Umsjón: Halldór Halldórsson fyrir leikhlé og var Guðrún Sigur- steinsdóttir (Rúna) þar að verki. Þetta mark var afar mikilvægt þar sem KR-stelpumar áttu eftir að leika gegn austanstrekkingnum í síðari hálfleik. Það var síðan Anna Sólveig Smáradóttir sem jafnaði leikinn um miðbik seinni hálfleiks við mikinn fógnuð félaga sinna. Sigurmarkið kom svo undir lok leiksins. Guðrún Sigursteinsdóttir, hinn snjalli fram- herji Akurnesinga, slapp inn fyrir vöm KR og renndi boltanum fram hjá Jóhönnu Indriðadóttir í marki KR. Hún verður þó ekki sökuð um mörkin því að Jóhanna varði oft með miklum glæsibrag. Bæði liö léku góða knattspyrnu og er greinilega um mikla framþróun að ræða í yngri kvennaflokkum. „Erum allar á yngra ári“ Valdís Fjölnisdóttir, fjTÍrliði KR, var aö vonum óhress með úrslitin: „Auðvitaö hefði verið gaman að vinna því að þetta er í annað sinn sem við verðum í 2. sæti í íslands- mótinu. Með smáheppni hefðum við getað unnið. Stelpurnar lögöu sig alla fram en það bara tókst ekki að þessu sinni. Við erum allar á yngra árinu svo við ættum að hafa góða mögu- leika næst. Þaö er gaman í fótbolta og þjálfarinn okkar, Helena Ólafs- dóttir, er alveg frábær,“ sagði Valdis. „Erfiður leikur“ Áslaug Ákadóttir, fyrirliði Akraness, var að sjálfsögðu í sjöunda himni yfir sigrinum „Leikurinn var mjög erfiöur og auðvitað leist manni ekkert á þegar þær komust í 2-0 en okkur tókst að minnka munininn fyrir leikhlé og svo hjálpaði vindurinn okkur í þeim seinni. Þetta er í annað skiptið sem við verðum íslandsmeistarar en áður unnum viö í 4. flokki - svo okkur hefur bara gengið vel. - Jú, jú, bless- aður vertu, þjálfarinn, hann pabbi minn, er aiveg ágætur," sagði Áslaug aðlokumogbrostibreitt. -Hson Bikarkeppni 2. flokks: Fram og íA leika til úrslita í kvöld - bæöi liö tefla fram meistaraflokksmönnum sínum Úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ í 2. flokki fer fram við toppaðstæður á Varmárvelli í Mosfellsbæ kl. 18.15 í kvöld. Til úrslita leika Fram og Akranes. Bæði liö munu tefla fram leik- mönnum sem gert hafa garðinn frægan með meistaraflokkum lið- anna í sumar. Þar má nefna Skaga- mennina Amar og Bjarka Gunn- laugssyni og Þórð Guðjónsson og þá Ríkharð Daðason, Ásgeir Ásgeirsson og Pétur Marteinsson í liði Fram. Bæði þessi hð eru í toppbaráttu A-riðils íslandsmótsins. Það má því búast við góðum leik og fólk því hvatt til að mæta. - Missið ekki af góðri skemmtun. -Hson Krílamót Nikulásar og Leiíturs: Leiftur og Tinda- stóll sigruðu Helgi Jónsson, DV, álatdirði: Krílamót Nikulásar og Leifturs fór fram á grasvellinum í Ólafsfirði fyrir stuttu. Þetta mót er haldiö fyrir 7. flokk drengja og stúlkna 13 ára og yngri. Fimm félög tóku þátt í því, Leiftur frá Ólafsfirði, Tinda- stóll frá Sauðárkróki, Hvöt frá Blönduósi, KS frá Siglufirði og Dal- vík. Úrslit letRja urðu þessi: 7. flokkur: Leiftur-Dalvík................1-1 KS-Tindastóll.................2-1 Leiftur-Hvöt..................4-1 Dalvík-KS.....................0-2 Tindastóll-Hvöt...............5-0 Leiftur-KS....................1-0 Dalvík-TindastóU..............0-2 KS-Hvöt.......................4-1 Leiftur-Tindastóll............3-0 Dalvík-Hvöt...................2-0 Leiftur sigraði, hlaut 7 stig, KS hreppti 2. sætið en Tindastóll það iriðja. Stúlknaflokkur: TindastóII sigraði með nokkrum yfirburðum, en úrsht urðu þessi: KS-Dalvík....................4-0 Tindastóll-Hvöt..............7-0 KS-Leiftur...................1-0 Ðalvík-Tindastóll............0-1 Hvöt-Ueiftur.................0-1 KS-Tindastóh.................0-2 Dalvík-Hvöt..................4-1 Tindastóll-Leiftur...........7-1 KS-Hvöt......................1-0 Dalvík-Leiftur...............1-1 Að lokinni verðlaunaafhendingu var slegið upp grillveislu og var tekið hraustiega til matarins því krakkamir vom orðnir svangir eft- ir erfiði dagsins. Þaö var stuðningsmannaklúbb- urinn Nikulás sem fjármagnaði þetta mót en áhöfnin á frystitogar- anum Sigurbjörgu ÖF-l stofhaði þennan klúbb á síðasta sumri. Svona i tilefni af því að stúlkurnar i Tindastóli sigrudu á mótinu í Olafs- firði væri ekki úr vegi að birta mynd af 3. flokki kvenna frá Sauðár- króki. Kannski einhverjar af þeim hafi verið með. - Fremst er Valgerð- ur Erlingsdóttir og i annarri röð frá vinstri: Auður Sif Arnardöttir, Harpa L. Tómasdóttir, Katrin Eva Björgvinsdóttir, Ólöf Elsa Björnsdóttir og Þóra BJörk Þórhallsdóttir. í öftustu röð: Inga G. Magnúsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Emma Sif Björnsdóttír og Tlnna Dögg Gunnarsdóttir. Myndin er tekin á Sauðárkrókl i sumar og voru stúlkurn- ar á æfingu. Besti árangur stúlknanna er 2. sætið á Gull- og silfurmóti UBK í fyrra. DV-mynd Hson Grótta sigraði - á minmngarmóti Garðars Hið árlega Garðarsmót Gróttu í 5. flokki fór fram á dögunum. Mótið er til heiðurs Garðari Guömundssyni, einum af aðalstofnendum Gróttu. Leikið var í 5. flokki A og B liða og farið eftir sömu reglum og á íslands- móti. Úrlit urðu eftirfarandi: Grótta-Skallagrímur.A 5-1, B 2-0 Fram-Þróttur....A 8-0, B 8-0 Grótta-Þróttur..A 2-0, B1-0 Frám-Skallagrímur..A 8-0, B13-0 Þróttur-Skallagrímur.A 5-1, B 3-2 Grótta-Fram....A 5-0, B 0-6 • Grótta sigraði á mótinu, hlaut 13 stig, Frani 12, Þróttur 5 og Skallagrím- ur ekkert stig. -Hson Fyrirliði Akurnesinga, Áslaug Áka- dóttir, fagnar sigri í íslandsmótinu. DV-mynd Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.