Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Page 28
28
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991.
Fréttir
Selfoss:
Af mælisleikritið um
brúna slær í gegn
Kristján Einarsson, DV, Selfossi:
Leikfélag Selfoss frumsýndi ný-
veriö nýtt íslenskt leikrit eftir Jón
Hjartarson leikara, sem jafnframt
er leikstjóri, er nefnist „Brú til
betri tíða“. Leikritiö er sett upp í
tengslum'við 100 ára afmæli brúar
yfir Ölfusá og er þetta 36. verkefni
L.S.
Fjölmargir áhugaleikarar taka
þátt í sýningunni sem hefur fengiö
mjög góöar viötökur áhorfenda.
Leikritiö fjallar um upphaf þess er
menn fóru í lok 19. aldar að huga
aö brúarsmíði yfir Ölfusá og
Þjórsá, vatnsmestu fljót landsins.
Segja má aö verkið sé „innanbæ-
Eyrarbakkabankastjórinn Árni
Valdimarsson sem brúarsmiður-
inn og Landsbankastjórinn Tryggvi
Gunnarsson.
DV-mynd Gunnar Sigurgeirsson
jarkróníka" þar sem mest er íjallaö
um byggingu fyrstu brúar yfir Ölf-
usá viö Selfoss. Brúin varö til þess
aö byggö fór aö þéttast og er Sel-
fossbær í dag annar stærsti
byggðakjarni á Suðurlandi. Marg-
ar þekktar persónur eru dregnar
fram í dagsljósiö. Þáttur Tryggva
Gunnarssonar er veigamikill þar
sem hann var aðalhvatamaður aö
byggingu brúarinnar og yfirbrúar-
smiður. Leikritinu lýkur þegar
brúin slitnar niöur undan þunga
tveggja mjólkurbíla árið 1944. Leik-
ritiö er sýnt í litla leikhúsinu viö
Sigtún á Selfossi. Næstu sýningar
verða nk. miðvikudags- og fóstu-
dagskvöld.
Andlát
Brynjólfur Hallgrímsson, Sunnu-
braut 37, Kópavogi, lést á heimili sínu
föstudaginn 18. október.
Klara Ólsen Árnadóttir, Faxabraut
6, Keflavík, lést 21. október.
Valgeir Haukdal Ársælsson lést
mánudaginn 21. október.
Jaröarfarir
Emilía Karlsdóttir, Drápuhlíö 29, lést
í Landakotsspítala föstudaginn 18.
október. Útför hennar veröur gerö
frá Háteigskirkju föstudaginn 25.
október kl. 15.
Guðmunda Jóna Jónsdóttir frá Hofi
í Dýrafirði lést 21. október. Jaröar-
förin fer fram frá Þingeyrarkirkju
26. október kl. 14.
Gísli Rúnar Marísson, Presthúsa-
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtalinni fasteign fer
fram i dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
írabakki 28, 2.t.h., þin'gl. eig. Gunn-
laugur Michaelson og Kristín
Guðnad., fostud. 25. október ’91 kl.
10.30. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður
G. Guðjþnsson hrl., Veðdeild Lands-
banka íslands, Ingi Ingimundarson
hrl., íslandsbanki, Öm Höskuldsson
hdl., Biynjólfur Kjartansson hrl.,
Guðjón Armann Jónsson hdl., Ari Is-
berg hdl., Ævar Guðmundsson hdl.,
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Jón
Eiríksson hdl., Reynir Karlsson hdl.
og Garðar Garðarsson hrl.
BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Álftahólai- 8, hluti, þingl. eig. Matthí-
as Hansson, fer fram á eigninni sjálfri
fostud. 25. október ’91 kl. 15.30. Upp-
boðsbeiðendur em Veðdeild Lands-
banka íslands og Gjaldheimtan í
Reykjavík.
braut 25, Akranesi, sem lést þann 17.
október, verður jarðsunginn frá
Fossyogskapellu fimmtudaginn 24.
október kl. 15.
Ragnar Eliasson, Hátúni 8, Reykja-
vík, veröur jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni fóstudaginn 25. október kl.
13.30.
Oddur J. Tómasson lést 12. október.
Hann var fæddur 14. júlí 1897, sonur
hjónanna Vilhelmínu Sveinsdóttur
og Tómasar Jónssonar. Oddur lærði
ungur málaraiön og lauk sveinspróti
1929. Hann hlaut meistararéttindi
1937. Oddur vann alla tíð aö iön sinni
sem sjálfstæður verktaki. Hann gift-
ist Guöbjörgu Eiríksdóttur en þau
slitu samvistum. Þau eignuðust sjö
börn en misstu þrjú þau yngstu. Fyr-
ir hjónaband éignaðist Oddur son
meö Rannveigu Margréti Guð-
mundsdóttur. .Útför Odds verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl.
13.30.
Gyðufell 16, hluti, þingl. eig. Edda
Þorsteinsdóttir, fer fram á eigninni
sjálfri föstud. 25. október ’91 kl. 16.30.
Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan
í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka
Islands og Ólafúr Axelsson hrl.
Suðurhólar 28, hluti, þingl. eig. Svan-
hildur Kr. Hákonardóttfr, fer fram á
eigninni sjálfri föstud. 25. október ’91
kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild
Landsbanka íslands.
Tungusel 7, 4. hæð, merkt 4-1, þingl.
eig. Bemhard Schmidt, fer fram á
eigninni sjálfri föstud. 25. október ’91
kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Guð-
jón Ármann Jónsson hdl., Veðdeild
Landsbanka íslands og íslandsbanki
Tungusel 7, hluti, þingl. eig. Sigurður
V. Ólafsson, fer fram á eigninni sjálfri
föstud. 25. október ’91 kl. 14.15. Upp-
boðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Unufell 25, hluti, þingl. eig. Halldór
Ingólfsson, fer ffarn á eigninni sjálfri
föstud. 25. október ’91 kl. 14.30. Upp-
boðsbeiðendur em Jón Egilsson hdl.
og Ævar Guðmundsson hdl.
Vallarás 2, hluti, þingl. eig. Kristján
Ólafsson, fer fram á eigninni sjálfri
föstud. 25. október ’91 kl. 17.00. Upp-
boðsbeiðandi er Eggert B. Ólafeson
hdL_____________
BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ1REYKJAVÍK
Tilkyrmingar
Dagur sameinuðu þjóðanna
haldinn hátíðlegur
Félag UNIFEM á islandi boöar til morg-
unveröarfundar í tilefni af degi samein-
uöu þjóöanna hinn 24. október nk. á Hót-
el Holiday Inn, Fundurinn er öllum opinn
og hefst kl. 8.30 og lýkur um tíuieytiö.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, verður heiöursgestur fundarins. Flutt-
ir verða tveir fyrirlestrar. Sigrún Stef-
ánsdóttir fjölmiölafræðingur fjallar um
fræóslu og fréttir af þróunarmálum í ís-
lenskum fjölmiölum og Bima J. Ólafs-
dóttir, fulltrúi Þróunarsamvinnustofn-
unar, flytur erindi um kvennasamtökin
á Grænhöfðaéyjum. Guðni Franzson tón-
listarmaður flytur tvö lög. Á fundinum
veröa til sölu vömr frá Namibíu og
Grænhöföaeyjum í fjáröflunarskyni.
Lyklar fundust við
Landspítalann
Margir lyklar í svörtu leðurhulstri, m.a.
einn bíllykill, fundust á bílaplaninu viö
Landspítalann. Eigandi getur vitjað
þeima í upplýsingum á Landspítalanum.
Félag eldri borgara
Þeir sem ætla meö í Selfossferðina 26.
október láti vita á skrifstofu félagsins
ekki seinna en fyrir hádegi á fimmtudag.
Hlaðvarpahátíð 24. október
í tilefni 24. október halda konur upp á
daginn með fjölbreyttri Hlaövarpahátíö.
Boöið verður upp á morgunkaffi kl. 7-9.
Opið hús og dagskrá verður frá kl. 7-23.
Byrjað verður á kínverskri leikfimi, Ta-
ijiquan, undir leiðsögn Chen Ming frá
Hreyfilistahúsinu, kl. 7.10, 8.10 og 9.10.
Yfir daginn munu nokkrar konur verða
með ljóðaupplestur og bókakynningar.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt mun kynna
sögu húsanna kl. 16. Jóna Einarsdóttir
mun spila á harmóníku kl. 8.30 og 15.30
og þau Laufey Sigurðardóttir og Páll
Eyjólfsson spila á fiðlu og gítar kl. 18.
Bella verður með sögustund fyrir bömin
kl. 17 og Henrietta ætlar að stjóma fjölda-
söng kl. 18.30. Suk þess verður samsýning
nokkurra kvenna á efri hæðinni. Að lok-
um verður Alþýðuleikhúsiö meðleiksýn-
ingu á „Undirleikur við morð“ kl. 20.30.
Tónleikar
Sigrún Eðvaldsdóttir leikur
fyrir háskólafólk
í tengslum við menningarátak Stúdenta-
ráðs tókst samstarf við Sinfórúuhljóm-
sveit íslands. í tilefni þess verða í kvöld
haldnir sérstakir tónleikar fyrir háskóla-
fólk. Einleikari á tónleikunum verður
hinn ungi snilhngur, Sigrún Eðvaldsdótt-
ir, en stjómandi Petri Sakari. Á tónleik-
unum flytur Sigrún fiðlukonsert í d-dúr
eítir Jóhannes Brahms en það var ein-
mitt flutningur hennar á þeim konsert
sem aflaði henni verðlauna á erlendri
grund. Tónleikamir verða í Háskólabíói
og hefjast kl. 20.
Fundir
Afmæliskaffi SÍBS
Á morgun, fimmtudaginn 24. október, á
SÍBS afmæh. Af því tilefni býður SÍBS-
deildin í Reykjavík, Berklavöm, félögum
í SÍBS og velunnurum sambandsins í af-
mæliskaffi í Lauga-ási, Hótel Esju, kl.
20.30 á afmælisdaginn. Gestur fundarins
verður dr. Þorsteinn Blöndal, berklayfir-
læknir, og mun hann spjalla um nikótín-
meðferð við reykingum og svara fyrir-
spumum. Allir velunnarar SÍBS em vel-
komnir.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Garðars Briem hdl., Magnúsar Norðdahl hdl. og íslandsbanka
hf. fer fram opinbert uppboð fimmtudaginn 31. október kl. 10.00 í Faxa-
skála I, aðkeyrsla frá Sæbraut. Þar seldar þessar vélar: Stemac Lcrtu 900
þykktarpússivél, Giben Supermatic 76 EM plötusög, Paul Ott KG spóna-
pressa D99-360. Kl. 11.00 að Skeifunni 8. Þar selt Torwege tvíblaðasög,
Marbideli borvél, 2 gámar með ósamsettum húsgögnum o.fl., allt talið eign
Trésmiðjunnar Viðju hf. Greiðsla við hamarshögg.
UPPBOÐSHALDARINN i RE\ KJAVÍK
Myndgáta
-w
) /í2.
rVW
-EYþoie.-
Myndgátan hér að ofan
lýsir karlkynsorði í ft.
Lausngátu nr. 161:
Heldur máli
gangandi
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Miðvikudagur 23. okt. kl. 20
Kvöldganga á fullu tungli i Heiðmörk
Fyrsta tunglskinsganga í reit félagsins í
Skógarhlíðarkrika í Heiðmörk. Gengið
um rómantíska skógarstíga þar og í ná-
grenninu. Skemmtiganga fyrir fólk á öh-
um aldri. Verð kr. 500, frítt f. börn með
foreldrum sínum. Brottfór frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin. Sunnudag-
inn 27. okt. verður vetri heilsað með
tveimur ferðum: göngu á Vífilsfell og lág-
lendisgöngu.
Útivist um helgina
Fjallaferð um vetrarnætur
Óvissuferð 1 25.-27. okt.
Ein af hinum sívinsælu útivistarferðum.
Að þessu sinni er ákvörðunarstað haldið
leyndum allt þar til að brottfór kemur.
Lagt af stað ffá BSI, bensínsölu, kl. 20.
Fararstjóri er Lovísa Chrisöansen. Allir
velkomnir.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Dr. James Kissane, prófessor í enskum
bókmenntum við Grinneh College í Iowa
í Bandaríkjunum, flytur opinberan fyrir-
lestur í boöi heimspekideildar Háskóla
íslands miövikudaginn 23. október kl.
17.15 í stofu 301 í Ámagarði. Fyrirlestur-
inn nefnist „Through the sweet shop
window: Reading in Keats“ og verður
fluttur á ensku. James Kisgane hefur
skrifað margar greinar um enskar bók-
menntir á 19. öld, þó sér í lagi um skáld-
in Keats og Tennyson, og hefur einnig
samið bókina Alfreð Tennyson í hinni
kunnu ritröð Twayne Enghsh Author
Series (nr. 110). Fyrirlesturinn er öhum
opinn.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
DÚFNAVEISLAN
eftir Halldór Laxness.
13. sýning laugard. 26. okt.
14. sýning löstud. 1. nóv.
15. sýning fimmtud. 7. nóv.
16. sýning laugard. 9. nóv.
Litla svið:
ÞÉTTING
eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
Föstud. 25. okt.
Laugard. 26. okt.
Sunnud. 27. okt.
Miðvikud. 30. okt.
Fimmtud. 31.okt.
Föstud. 1. nóv.
LJÓN í SÍÐBUXUM
eftir Björn Th. Björnsson.
urbjörnsson, Magnús Jónsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir, Ragnheiður
Tryggvadóttir, Saga JónsdóHir, Sig-
urður Karlsson, Steindór Hjörleifs-
son, Þórey SigþórsdóHir, Þröstur
Leó Gunnarsson o.fl.
Frumsýning fimmtud. 24. okt. Upp-
selt.
2. sýning föstud. 25. okt. Grá kort
gilda.
3. sýning sunnud. 27. okt. Rauö kort
gilda.
4. sýning miðvikud. 30. okt. Blá kort
gilda.
5. sýning flmmtud. 31. okt. Gul kort
gilda.
Allar sýningar hefjast kl. 20.
Leikhúsgestir, athugið!
Ekki er hægt að hleypa inn eftir að
sýning er hafin.
Kortagestir, ath. að panta þarf sér-
staklega á sýningar á litla sviðiö.
Miðasala opin alla dagafrá kl. 14-20
nema mánudaga trá kl. 13-17. Miða-
pantanir i sima alla virka daga trá
kl. 10-12.
Siml 680680.
Leikmynd og búningar: Hlin Gunn-
arsdóHir.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Tónllst: Þorkell Slgurbjörnsson.
Lelkstjóri: Ásdis SkúladóHir.
ínan
JMilBEMl®
Lelkarar: Árni Pétur Guðjónsson,
Gunnar Helgason, Guðmundur Ól-
afsson, Guörún ÁsmundsdóHlr,
Helga Þ. Stephensen, Helgi Björns-
son, Jakob Þór Einarsson, Jón Sig-
Lelkhúskortin, skemmtileg nýjung,
aðelns kr. 1000.
Gjafakortin okkar,
vinsæl tækifærisgjöf.
Greiðslukortaþjónusta.