Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Side 4
'í
MIÐViKUÐAGUR 30. OKTÓBER -1991.
Fréttir
Um 200 aöilar sviknir um sófasett er þeir keyptu af sölumönnum:
Langstærsta mál
sinnar tegundar
- vonir um aö eftirstöðvar kaupsamninga séu ekki glataöar
Lítil von er til þess aö þeir sem gerðu kaupsamning við Framvís fái utborg-
unina endurgreidda. Þeir sem ekki hafa greitt enn standa betur að vígi.
DV-mynd Brynjar Gauti
Sófasettamálið svokallaða er lang-
stærsta mál sinnar tegundar sem upp
hefur komið á íslandi. Um 200 manns
eru með mál sín í athugun hjá Neyt-
endasamtökunum vegna sófasetta
sem þeim voru seld í sumar en hafa
ekki verið afhent. Samtals voru gerð-
ir kaupsamningar upp á um 35 millj-
ónir króna sem ekki hefur verið stað-
ið við. Neytendasamtökin hafa verið
sviknum kaupendum innan handar
og einnig fengið aðstoð sölumanna
Framvíss við aö komast í samband
við marga kaupendur. Sölumennirn-
ir eru lítið betur staddir en kaupend-
urnir þar sem þeir eiga inni sölulaun
hjá Framvís og hafa þar að auk hætt
mannorði sínu í sölumennsku vegna
málsins. Þeir voru á prósentum og
höfðu því eðlilega hag af því að selja
sem mest af sófasettum. Munu þeir
ekki hafa vitað annað en allt væri
meö felldu.
Útborgun glötuð
Sölumennirnir frá Framvís ferðuð-
ust um allt land í sumar og seldu
fólki sófasett eftir myndalistum.
Kostuðu settin á bilinu 120-200 þús-
und krónur. Kaupin fóru þannig
fram að skrifað var undir rað-
gréiöslusamning eða venjulegt
skuldabréf. Auk þess voru oft greidd-
ar út 20-30 þúsund krónur til stað-
festingar samningunum.
í kaupsamningi er kveðið á um að
Framvís hafi 120 daga til að afhenda
sófasettin; að öðrum kosti geti kaup-
endur sagt samningunum upp. Af-
hendingarfresturinn er þegar liðinn
hjá um 200 manns án þess að sést
hafi eitt einasta sófasett og fyrsta
greiðsla hefur þegar farið fram hjá
mörgum. Þegar kaupendur leituðu
til Framvíss var lítið um svör eöa
sagt að sófasettin væru á leiðinni.
Þegar kaupendur ætluðu að segja
upp samningunum og fá þá peninga,
sem þegar höfðu verið greiddir, gripu
þeir í tómt. Þá fór málið af stað.
Eins og staðan er núna er ekki von
til að þeir sem gerðu kaupsamning
við Framvís fái útborgunina endur-
greidda. Fyrirtækinu hefur verið
lokað, það stefnir í gjaldþrot og mun
samkvæmt heimildum DV ekki eiga
neinar eignir sem máli skipta, Að
sögn Hilmars Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra Framvíss, verða þess-
ir aðilar að gera kröfur í þrotabúið
þegar þar að kemur.
Þrír gámar, ’fullir af sófasettum,
eru nú í Sundahöfn, en að sögn Hilm-
ars á Búnaðarbankinn nú þau sófa-
sett.
Von vegna eftirstöðva
„Við fylgjumst mjög vel með þróun
málsins. Þó að þegar greiddir pening-
ar séu nánast glataðir er öllu bjart-
ara varðandi eftirstöðvar. Öll
skuldabréf eru gerð með þeim hætti
að fram kemur að þau séu til greiöslu
á ákveðinni tegund af sófasetti. Þetta
á bæði við um raðgreiðslusamninga
og venjuleg skuldabréf. Við höfum
verið í sambandi við greiðslukorta-
fyrirtækin og Búnaðarbankann og
virðast allir aðilar sammála um að
þarna sé um að ræða samþykkt á
skuldabréfi sem er skilyrt fyrir af-
hendingu á ákveðinni vöru,“ sagði
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, við DV.
Jóhannes sagöi að þeir sem ekki
hefðu fengið sófasett afhent en ættu
undirritaða papíra ættu að grafast
fyrir um hverjir eiga pappírana í dag
eða eru með þá undir höndum. Flest
skuldabréfm voru nefnilega seld
ýmsum peningastofnunum. Síðan
ættu kaupendur að fá tvo votta til
að votta það að afhending á sófasetti
hafl ekki farið fram og senda slíka
yfirlýsingu til viðkomandi lánastofn-
unar. Þá verður að koma fram að
óskað sé eftir ógildingu skuldabréfs-
ins þar sem afhending vörunnar hafi
ekki farið fram.
Visa ísland hefur tilkynnt skriflega
að hvort sem um er að ræða rað-
greiðslusamninga eða eingreiðslu-
samninga muni enginn bera skaða
af. Eurocard hefur gefið samhljóða
yfirlýsingu munnlega. Þessum fyrir-
tækjum þarf að senda vottaöa yfir-
lýsingu eins og lýst er hér að ofan.
Þá munu fyrirtækin leiðrétta greiðsl-
ur hafi þær farið fram.
Hilmari Halldórssyni varð svara-
fátt þegar spurt var um ástæður þess
að samningar voru ekki haldnir.
1 Samkvæmt heimildum DV gekk
sæmilega að afhenda sófasett framan
af þessu ári en í sumar fór aö ganga
mjög illa. Þegar upp komst um smygl
á fótum og raftækjum í einum gáma
Framvíss fyrr í haust munu lána-
stofnanir hafa kippt endanlega að sér
hendinni og málið fór í hnút.
Varnaðarorð
„Það er full ástæöa til að vara neyt-
endur við að skipta við farandsölu-
menn nema því aöeins að greiðsla
eða samþykkt skuldabréfs fari fram
við afhendingu vörunnar. Þetta á
líka við um aðra en farandsölumenn,
því miður. Vara ber neytendur við
að greiða vörur fyrirfram. Það á
umfram allt að borga sama dag og
afhending á að fara fram eða tryggja
sig fyrir því að viðkomandi vara sé
til og hún verði send samdægurs.
Neytendur eiga ekki að láta bjóða sér
þá viðskiptahætti að varan sé pöntuö
eftir að þeir hafa skrifaö undir fjár-
skuldbindingar eða greitt. Reynslan
talar sínu máli í þeim efnum," sagði
Jóhannes.
-hlh
Svarfdælabúö á Dalvík:
SjökonuraffóBf
hafasagtupp
störfum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það sem fyllti mæhnn hjá okk-
ur var að í sumar var ráðin hing-
að stúlka sem áður hafði starfaö
í þrjú ár í byggingarvörudeild.
Hún hefur enga sérstaka mennt-
un en samt sem áður hefur hún
hærri laun en konur sem hafa
unnið hér í 10 ár,“ segir Ingibjörg
Ásgeirsdóttir en hún er ein sjö
kvenna sem starfa í Svarfdæla-
búð á Dalvík og hafa sagt upp
störfum sínum og hætta um ára-
mót að öllu óbreyttu.
Ingibjörg sagðist vita til þess að
það tíðkaðist í verslunum á Akúr-
eyri, m.a. hjá KEA, aö starfefólk
fengi afslátt af vörum sem það
keypti hjá fyrirtækinu en þær
hefðu engin slík fríðindi. „Við
vitum að starfsfólk hjá Hagkaupi
hefur 10% afslátt af öllum vörum
nema matvöru. í Amaro er þessi
afsláttur 20% og i Vöruhúsi KEA
á Akureyri hefúr starfsfólkið
fengið afslátt til flölda ára en okk-
ur hefur ekkí tekist að fá uppgef-
ið hvað sá afsláttur er mikUl. Við
vitum líka að KEA borgar ekki
sömu laun til karla og kvenna
fyrir sömu vinnu.“
Konurnar 7 í Svarfdælabúð,
sem hafa sagt upp, eru meirihluti
þeirra kvenna sem þar starfa og
sumar hafa meira en 10 ára
starfsreynslu. Ingibjörg sagöi að
konurnar vildu gjarnan vinna
þama áfram en ætluðu ekki að
gera það að óbreyttu. „En við
sjáum ekki ástæðu til aö slíta
okkur út fyrir þetta htla kaup og
við gætum haft það betra í fisk-
vinnu," sagði Ingibjðrg.
„Það er ekki hægt að búa til
neina nýja kjarasamningaJiér og
ég hef bent konunum á áö þær
vérði að reka Kjarabaráttu sína í
gegnum verkalýösfélag sitt,“ seg-
irRögnvaldurFriðbjörnsson, úti-
bússtjóri KEA á Dalvík. „Upp-
sagnir kvennanna eru alvarlegur
hlutur sem við höfum rætt og það
er ekki gefið áð þær haldi vhmu
sinni ef dregst að semja við þær.
En þessar konur koma ekki til
með aö fá eitthvað annað heldur
en stéttárfélag þeirra semur um
almennt séð,“ sagði Rögnvaldur.
Aðför að þjóðarbúi
Fyrir utan þann hamagang, sem
varð út af formannskosningum í
Verkamannasambandinu í síðustu
viku, verður að teljast merkilegast
það sem fulltrúar verkamannanna
ályktuðu um íslenskukunnáttu er-
lendra farandverkamanna. Verka-
mannasambandið vill sem sagt
gera þá kröfu til útlendinga, sem
vinna á íslandi, að þeir kunni ís-
lensku. Sambandið vill að verka-
fólkið fái kennslu og uppfræðslu,
enda sýni reynslan að erlent verka-
fólk sé varnarlaust hér vegna mál-
leysis og fáfræði um réttindi sín.
Það síðastnefnda kemur engum á
óvart. Það er raunar skýringin á
því hvers vegna atvinnurekendur
hafa fengið útlendinga til vinnu hér
á landi. Þegar launþeginn skilur
ekkert í málinu, er fullkomlega fá-
fróður um réttindi sín og getur
ekki sjálfur gert sig skiljanlegan
þarf vinnuveitandinn ekki að hafa
áhyggjur af ósanngjörnum laun-
akröfum eða röfh um betri aðbún-
að á vinnustað. Slíkt fólk er heppi-
legt í vdnnu og hafa vdrinuveitendur
lagt sig fram um það að ráða hing-
að fólk sem nánast er vonlaust um
aö læri nokkurn tímann stakt orð
í íslensku.
Svo er líka hin ástæðan sú að ís-
lendingar hafa verið ófáanlegir til
að taka að sér hvað sem er. íslend-
ingar eru hættir að vdnna í slori
og skítverkum og þá er auðvitað
ekki um annað aö ræða en að ná í
útlendinga til að sinna undirstööu-
atvinnuvegi þjóðarinnar. Fisk-
framleiöslan og fiskverkunin er
undirstaða þjóðarbúsins og meðan
engir íslendingar nenna lengur að
vinna'þau störf sem vdð lifum á eru
sóttir hingað útlenskir málleys-
ingjar sem ekki hafa vdtneskju um
það fyrirfram hvað kaupið er lélegt
og vinnan erfið. Þannig hefur það
bjargað þjóðarbúinu að útlending-
arnir kunna ekki málið. Þeir hafa
ekki hugmynd um hvað þeir vinna
mikilvægt starf fyrir þjóðarbúið.
Þessu vill Verkamannasamband-
iö breyta. Þaö vill að útlendingarn-
ir læri íslensku og enginn fái vinnu
hér heima nema hann kunni málið.
Þar með eru þeir auðvitað aö segja
að fiskvdnnsla leggist af á íslandi,
enda hefur ekkert fiskvdnnsluhús
efni á því að senda starfskraft sinn
í málaskóla í heilt ár til að hann
nái tökum á máhnu. Nógu er nú
erfitt að eiga fyrir launum meðan
fólkiö mætir í yinnuna til að gera
að fiskinum þó ekki þurfi líka að
borga því laun fyrir að læra málið
svo það geti rifið kjaft út af því að
það þurfi að gera að fiskinum.
Tillaga Verkamannasambands-
ins um íslenskukunnáttu er þar af
leiðandi aðför að íslenska þjóðar-
búinu vegna þess að hér eftir verð-
ur ekki mögulegt að fá neinn til að
stunda undirstööuvinnuna í fram-
leiðslugreinunum. íslendingar
nenna því ekki og útlendingar
rnega það ekki.
Hitt er rétt að þetta fólk, þessir
mállausu útlendingar, yrðu' gjald-
gengari á íslenska vdnnumarkaö-
inn og í verkalýðsfélögin ef þeir
kynnu íslensku því að verkalýðsfé-
lögin og vdnnumarkaðurinn þrífast
á illdeilum innbyrðis og út á vdö.
Nóg rífast menn á Verkamanna-
sambandsþingum og nóg hafa
verkalýösmenn rifist við vinnu-
veitendur. Aðaltrikkið er aö leggja
niöur vdnnu þegar mest er að gera.
Þá mundi það geta staðið saman,
íslenska verkafólkið og útlenska
verkafólkið, og engin hætta á því
að fáfróður og mállaus Pólverji eða
Asíumaður léti glepjast til að taka
að sér störf sem verkalýðsfélagið
vill ekki að séu unnin.
Sem betur fer datt Verkamanna-
sambandinu ekki í hug að gera þá
kröfu að íslendingar kynnu sitt eig-
ið tungumál. Dagfari vill nefnilega
minna á það að Háskóli íslands
hefur nýlega velt því fyrir sér að
senda stúdenta í íslenskukennslu
áður en þeir innritast í háskólann
af þvi að háskólamenn segja að
nýstúdentar kunni ekki móður-
máliö. Ef langskólagengið fólk á
Islandi kann ekki íslenskt mál hvað
má þá segja um vesalings verka-
fólkið sem er ófaglært og óskóla-
gengið? Ef Verkamannasambandið
gerði sömu kröfur til sinna félags-
manna eins og það gerir til útlend-
inga sem hingað flækjast um
stundarsakir þá tæmist vdnnu-
markaðurinn. Þá verða ekki lengur
margar vdnnandi hendur á lofti.
Dagfari