Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991. Spumingin Sækirðu tónleika erlendra listamanna sem hingað koma? Jóhanna Bergsdóttir nemi: Ekki mikið. Ég hef ekkert farið nýlega. Dögg Hjaltalín nemi: Stundum. Ég sá Skid-Row síðast. Ragnar Guðmundsson kaupmaður: Já, klassíska - fór síðast að hlusta á erlendan gest hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Guðmundur Tómasson: Nei, það geri ég ekki. Ég hef ekki fariö á tónleika í mörg ár. Svanberg Jakobsson: Nei, aldrei, þeir höfða ekki til min. Inga Alfonsdóttir, vinnur á Drop- laugarstöðum: Nei, aldrei, er það ekki svo dýrt? Lesendur unaseðiIJ Búníðjrb, njjlu Styrkt^r fí «jnjðirlaun «rtlrv/yf|rv orlofsl-un or lofsuppt)4t P«rsdnuupplj(St v-ngeflnní „ ' 4 010991-30095^ L*kjarásl 959 1»0000 tsl«ndsb HSrg.túnl nnaseðijj 2**1 ‘999210 18 SFR/STRV ‘Z St>’rl<t*rfá S “^naðarlaun 5 d«3vlnna S °ftlrv/yfirv orlofslaun P*rs6nuuppj>5t „Það étur eng inn hugsjónir" Arnheiður Andrésdóttir skrifar: „Ég er svo heppin að hafa áhugamál- ið mitt að lífsstarfi," sagöi ég í ræöu sl. vor. Ef til vill hefði ég átt að bæta við, „ég hef líka fyrirvinnu sem gerir mér það kleift“. En hvert er mitt lífs- starf? Ég er þroskaþjálfl og forstöðu- kona á dagstofnun fyrir fullorðið þroskaheft fólk. Það að vinna með fótluðu fólki er mjög skemmtilegt og gefandi en það er hka mjög kre- fjandi. Nákvæm og skipulögð vinnu- brögð þarf að viðhafa til að starfið skili árangri. Oft tekur það marga mánuði að læra þau vinnubrögð sem nauðsynleg eru og að þekkja fólkið það vel að hægt sé að sinn þörfum þess. Við erum því að tala um mjög sérhæfð störf sem alltaf verða að taka mið af hverjum einstaklingi en ekki heildinni. í störf sem þessi velst að örðu jöfnu fólk sem er fullt áhuga, hugmyndum og krafti. Því liður vel í starfi sínu og vill oft á tíðum gera það að lífsstarfi. En hvað kemur í veg fyrir að stór hluti þessa fólks geri það? Svariö er augljóst ef litiö er á ljósrit að með- fylgjandi launaseðlum. Annars vegar launaseðli meðferðarfulltrúa og hins vegar deildarþroskaþjálfa. Það lifir enginn á þessum launum. Oft rek- umst við á það að enginn trúir því að fólk vinni á þessum launum. Er það skiljanlegt þegar eingöngu er fjallaö um meðallaun ákveðinna hópa í fjölmiðlum, þ.e. laun um 100 þúsund krónur á mánuði. Því er svo komið að við forstöðufólk stofnana [þroskaheftra höfum miklar áhyggjur af þessari þróun. Fólk ílosnar upp úr störfum sínum sökum fjárskorts en þeir sem halda í hugsjónir eru undantekningarlítið komnir í aðra vinnu með dagvinnunni og þá oft í 30-60% starf eða samtals 130-160% starf. Mjög oft verður fyrir valinu starf á annarri stofnun fyrir þroska- hefta. Stundum finnst okkur í þessum málaflokki að ráðmenn þessarar þjóðar skilji ekki nema arðsemis- sjónarmið og tölulegar staðreyndir. En við sem vinnum þessi störf þurf- um engar tölur til að sanna gildi starfa okkar. Dæmi um alla þá sem með markvissri þjálfun og umönnun hafa öðlast meiri færni og sjálfstæði og þar með aukna sjálfsvirðingu sýna okkur það. í okkar velferðarþjóðfélagi eru til lög um málefni fatlaðra seip kveða á um aö fatlaðir skuli njóta sömu lífs- kjara og aðrir og að þeir skuli fá þá aðstoð sem þeir þurfa til að gera þeim það fært. Ég hef ekki trú á að nokkur okkar vilji hafa það örðuvísi. Víst erum við komin vel á veg, en til þess að þessi þjónusta geti haldið áfram að dafna og þróast þarf ekki ein- göngu hús. Það þarf líka fólk til að sinna þjónustunni. Það fólk þarf að vera vel hæft og ánægt. Þess vegna þarf að greiða þessu fólki lífvænleg laun því það étur enginn hugsjónir. Lífeyrisréttindi hjóna J.H. skrifar: Fyrir tveimur árum lögðu Guð- mundur H. Garðarsson og Salome Þorkelsdóttir fram frumvarp til laga um lífeyrisréttindi hjóna. En frum- varpiö hljóðaði þannig: „Ellilífeyris- réttindi hjóna, sem áunnizt hafa meðan á hjónabandi stóð, skulu telj- ast hjúskapareign þeirra. Við slit á fjárfélagi hjóna við skilnað skulu þau lífeyrisréttindi, sem áunnizt hafa meðan hjónabandið stóð, skiptast jafn á milli þeirra." Ég hef mikinn áhuga á að fá að vita hvað varð um þetta frumvarp. Ég veit nokkur dæmi þess að þegar hjón skilja þá situr konan eftir rétt- indalaus. Flestar konur, sem hafa helgaö hf sitt heimih og uppeldi barna og ekki farið út á vinnumark- aðinn eru ekki í neinum lífeyris- sjóði. Við skilnað fylgja lífeyrisrétt- indin manninum og konan situr eftir réttindalaus. Þetta á ekki hvað síst við um sjómannskonur sem þurfa að sjá um allan heimilisrekstur og því oft erfitt fyrir þær að vinna utan heimilis. Saltf isk í hjartastað Hörður Atli Andrésson sjómaður skrifar: „Ef til vill syngjandi sjálfstæðis- hetjur með saltfisk i hjartastað," seg- ir í góðum dægurlagatexta. Þegar ég hlustaði á stefnuræðu forsætisráð- herra fylltist ég andstyggð er hann sagðist ætla að hverfa frá fátæktar- stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Ég spyr: Hvaða fátæktarstefnu? Er fá- tæktarstefna að fólk hafi næga at- vinnu, gróska sé mikil í atvinnuhíinu og hinir ríku greiði skatta engu síður en smælingjarnir? Hringid í síma 27022 milli kl. 14 og 16 -eða skrifíð ATH.: Nafn og símanr. veröur að fylgja bréfum „ ... aö leggja 7000 króna skatt á hvern hest i landinu." Eitt helsta kosningaloforð sjálf- stæðismanna var skattalækkanir. í „hvítu músinni" er ekki orö um skattalækkun. Hvemig skyldi átrún- aðargoðið, núverandi forsætisráð- herra, við Reykjavíkurborg? Með hálfbyggðan steinkumbalda úti í miðri Tjörn eða fáránleikann á Öskjuhlíðinni. En þessar byggingar eiga það sameiginlegt að hafa farið nokkur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Davíð óskapaðist ekki svo htið út af peningum sem farið höfðu í lax- eldi. í dag skila þessi fyrirtæki gjald- eyristekjum. Hvenær skyldi ráðhús- ið skila arði? Hefði ekki verið nær að láta þessa peninga renna til Suð- ureyrar til að rétta af hag fólks þar þvi það fyrirtæki mundi örugglega skila arði til baka. Svo á að fara að afnema sjómanna- afsláttinn. Það ætti að senda þessa menn, sem hafa aldrei dýft hendi sinni í kalt vatn, á vertíðarbát vestur á firði. Þá kæmu þeir ekki með shkar tillögur fram aftur. Kratar lögðu fram þá tillögu að leggja 7000 króna skatt á hvem hest í landinu. Báðum þessum stéttum hefur verið gert erf- itt fyrir með kvóta en það er ekki nóg, afætulýðurinn þarf meiri pen- inga. Ég hef hitt marga sem gáfu þessum flokkum atkvæði sitt sem vildu nú óska þess aö geta sótt þau til baka. Sjónvarps- dagskráin Lilja hringdi: Mig langar til að kvarta undan vetrardagskrá ríkissjónvarpsins. Nú er stöðugt verið aö kynna dagskrána í sjónvarpinu en ekki kynntur einn einasti nýr þáttur í vetur. Þetta eru aht gamlar lummur eins og Matlock, Sam- herjar, Fyrirmyndarfaðir, Litróf, Hemmi Gunn og Stundin okkar sem enn einu sinni er með sömu umsjónarmennina. Ég ætla svo sem ekkert að kvarta undan ís- lensku þáttunum en væri ekki hægt að fá einhveija nýja spenn- andi erlenda þætti? Þá er ég ekki endilega að tala um leynilög- regluþætti, það hlýtur að vera til nóg af öðrum efni. Eg skora á sjónvarpiö að fá til sýningar einhverja nýja þætti eins og t.d. ástralska framhalds- þætti. Slíkir þættir eru mjög góö- ir og vinsæhr meðal áhorfenda. EES-samn- ingurinn Kolbeinn hringdi: Ég get nú ekki oröa bundist yfir þessum látum sem Ólafur Ragnar Grimsson og Steingrímur Her- mannsson viðh'afa vegna EES- samningsins. Ég veit ekki betur en að þessir menn, ásamt núver- andi utanríkisráðherra, hafi ver- ið í forsvari þegar þessar samn- ingaviðræður hófust og stutt þær í hvívetna. Þeir bera í raun ábyrgð á samningnum en keppast nú við að svetja af sér króann. Hvers konar pólitík er þetta, halda mennirnir að almenningur þessa lands sé upp til hópa asnar? Að stjórnmálamenn geti sagt eitt í dag og annað á morgun, bara eftir þvi hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu? Samning- urinn hefur ekki breyst nema hvaö útkoman er eitthvað betri en búist var við frá þvi þeir fóru út í þessar samningaviðræður. En nú, þegar þeir eru ekki lengur i forsvari, þá flnna þeir honum allt til foráttu. Skemmdar- verk Sigurjóna hringdi: Nú les maður í blöðum að ung- menni hafi kveikt í fahega norska húsinu uppi í Heiðmörk og það sé talið nánast ónýtt. Af fréttum að dæma voru ungu mennirnir að leika sér að því að skjóta á húsið með byssu. Nánast á hverj- um degi les maður í blööum eða heyrir í fréttum um ungmenni sem eyðileggja eignir annarra. Mér finnst þetta uggvænleg þró- un og tel að foreldrar, skólayfir- völd og aðrir sem hafa með börn að gera eigi að taka sér tak og stöðva þessa óheillaþróun. Böm- in verða að læra að bera virðingu fyrir ööru fóiki og einnig fyrir eignum annarra. Eg tel að þau læri það best frá foreldrum sínum og í skóium. Tilvera íslands Sigrún Jónsdóttir skrifar; Eg vil þakka Tryggva Gislasyni skólameistara fyrir mjög góöa og tímabæra kjaharagrein sem birt- ist í DV þann 25. október sl. Ég skora jafbframt á aðra skólasijómarmenn og kennara að setjast nú niður og skrifa greinar um ástæðuna fyrir tdl- veru íslensku þjóöarinnar og sjáifstæði. Ég tel aö þessi fræösla hafi misfarist innan skólakerfis- ins og þess vegna sitjum við uppi með fáráðlinga í æðstu stöðum stjómkerfisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.