Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991.
13
Aðalleikararnir, Þröstur Leó Gunnarsson og Valdimar Örn Flygenring standa
hér hvor sinum megin við leikstjórann, Sigurbjörn Aðalsteinsson.
Leikstjórinn ásamt foreldrum sinum, þeim Aðalsteini Gíslasyni og Kristínu
Hólm. DV-myndir GVA
Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og
í öllum verðflokkum með góðum árangri.
Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á
laugardögum þurfa að berast í síðasta lagi fyrir
kl. 17:00 áfimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla
daga frá kl. 09:00 til 22:00 nema laugardaga frá
kl. 09:00 til 14:00 og sunnudaga frá kl. 18:00 til
22:00.
Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast
fyrir kl. 17:00 á föstudögum.
AUGLÝSINGADEILD
Sviðsljós
íslenskur tónlistardagur
íslenski tónlistardagurinn
var haldinn hátíðlegur á
laugardaginn með fjöl-
breyttri og viðamikilli dag-
skrá.
Fjöldi manns tók þátt í
skrúðgöngu frá Hlemmi
niðuráLækjartorgþarsem ■
við tóku hinar ýmsu uppá-
komur og skemmtiatriði.
Einnig voru veittar ýmsar
viðurkenningar í tilefni
dagsins. Rás tvö fékk viður-
kenningu fyrir áherslu á ís-
lenska tónlist í útvarpi og
Svavar Gests var heiðraður
fyrir framlag sitt til ís-
lenskrartónlistar.
Ókunn
dufl
íHá-
skóla-
bíói
Ný íslensk kvikmynd, Ókunn dufl,
var frumsýnd í Háskólabíói á laugar-
daginn og er hún fyrsti afrakstur
kvikmyndasumarsins 1991.
Leikstjóri myndarinnar er Sigur-
björn Aðalsteinsson en með aðal-
hlutverk fara Þröstur Leó Gunnars-
son, sem áður lék í kvikmyndinni
Eins og skepnan deyr, og Valdimar
Örn Flygenring m.a. sem lék í Foxt-
rot.
Myndin er einungis 30 mínútna
löng og henni er lýst sem geggjaðri
mynd í eðlilegum litum, hvað sem
það svo þýðir!
Stefán Jón Hafstein tekur hér við viðurkenningarskjali úr hendi Magnúsar Kjartanssonar. Fyrir aftan þá eru, f.v.,
Þorgeir Ástvaldsson, Björgvin Halldórsson, Þórir Baldursson, Valgeir Guðjónsson, púnar Júlíusson, Tómas R.
Einarsson og Jón Ólafsson. DV-mynd GVA
Með Macintosh PowerBook verður enn auðveldara að vinna frábær störf, því jiær má taka með sér hvert sem er.
Þær vega aðeins 2,3 til 3,1 kg og raflilaðan endist í allt að 4 klst. PowerBook-tölvurnar geta notað öll Macintosh-
forritin, eru tengjanlegar við aðrar töhrnr, hafa möguleika á faxmótaldi og fást með allt að 40 Mb innb. harðdiski.
Síðustu forvöð á þessu ári að panta Macintosh-
tölvubúnað samkvæmt Ríkissamningnum eru
Apple-umboðið
Skipholti 21, sími (91) 624 800