Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Síða 18
18 íþróttir Valur (37)106 KR (42)110 Gangur leiksins: 6-10, 10-16, 14-20, 19-26, 23-26, 25-26, 28-31, (37-42). 39-52, 47-64, 47-67, 59-76, 72-90, 85-100, 103-108, 106-110. Stig Vals: Magnús Matthíasson 34, Ragnar Jónsson 25, Franc Boo- ker 22, Tómas Holton 10, Símon Ólafsson 8, Svali Björgvinsson 3, Ari Gunnarsson 3, Hannes Har- aidsson 2. Stig KR: John Baer 26, Axel Nikulásson 22, Lárus Ámason 17, Guðni Guðnason 15, Hermann Hauksson 14, Matthias Einarsson 7, Óskar Kristjánsson 5, Páll Kol- beinsson 4. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Óskarsson, sæmilegir. Áhorfendur: Ura 200. UMFT (48)82 IBK (48) 101 Gangur leiksins: 13-8, 13-13, 19-18, 36-35, 46-40, (48-48). 50-60, 52-66, 56-74, 69-75, 79-95, 82-101. Stig Tindastóls: Ivan Jonas 33, Valur Ingimundarson 22, Einar Einarsson 13, Kristinn Baldvins- son 6, Hinrik Gunnarsson 3, Ing- var Ormarsson 2, Bjarki Baldvins- son 2, Haraldur Leifsson 1. Stig ÍBK: Jonathan Bow 38, Nökkvi Már Jónsson 22, Sigurður Ingimundarson 21, Jón Kr. Gísla- son 5, Albert Óskarsson 6, Kristinn Friðriksson 5, Hjörtur Harðarson 3. Fráköst: Tindastóll 29. ÍBK 43. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Garðarsson, ágætir. Áhorfendur: 430. A-riðill: KR....... 6 5 1 600-517 10 Njarðvík. 5 4 1 432-393 8 Tindastóll... 5 2 3 450-452 4 Snæfell.. 5 1 4 353-446 2 Skallagr. 5 0 5 374-456 0 B-riðiIl: Keflavík. 5 5 0 510-392 10 Grindavík... 5 4 1 402-378 8 Haukar... 5 3 2 451-473 6 Valur.... 6 2 4 536-553 4 Þór...... 5 0 5 393-447 0 Hörður kyrríFH Hörður Magnússon, marka- kóngur úr FH, mun leika áfram með Hafnarfjarðarliðinu á næsta keppnistímabih. Eins ogkunnugt er var Hörður í viðræðum við spánska 2. deildar félagið Merida og þá voru sögusagnir aö hann væri á leið tfl annarra félaga á Íslandí. „Ég neita því ekki að það hefur verið raétt við mig frá öörum fé- lögum en ég hef tekið þá ákvörð- un að leika áfram með FH. Ég hef þá trú að FH geti orðið eitt af toppliðunum á næsta ári og aö, þvíersteíht,“sagðiHörðurísam- ’ tali viö DV. -GH HMísnóker: Sigur ogtap Brynjar Valdimarsson tapaði fyrir Leung frá Hong Kong, 2-4, í 3. umferö heimsmeistaramóts áhugamanna í snóker sem nú stendur yfir í Tælandi. Leikurinn var mjög jafn og spennandi. Brynjar hafði áöur slgraði and- stæðinga sina í fyrstu tveimur umferðunum. Eðvarð Matthíasson vann sinn fyrsta sigur á mótinu þegar hann vann Austurríkismanninn Burda mjög örugglega, 4-0. -GH MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991. Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu Papiní leikbanni - þegar ísland mætir Frakklandi Jean-Pierre Papin, mesti markaskorari Frakka, verður ekki með franska iandsiiðinu þegar það mætir því íslenska í Evrópukeppni landsliöa í knatt- spyrnu í París 20. nóvember. Papin fékk sitt annað gula spjald í keppninni þegar Frakkar unnu Spán- veija í Sevilla þann 12. október og verður því í leikbanni gegn íslandi. Spánverjar sektaðir Spánverjar voru í gær sektaðir um þijár milljónir króna vegna óláta meðal áhorfenda sem urðu á leiknum við Frakka. Áhorfendur köstuöu ýmsu lauslegu inn á völlinn, óhressir með fyrsta tap Spánveija í landsleik i Sevilla í 68 ár. Bordeauxí öðrusæti Bordeaux saxaði örlítið á forskot Strassborg í frönsku 2. deildinni um helgina. Afar hörð keppni stendur á milli þessara liða í riðlinum en for- skot Strassborg er nú aöeins eitt stig. Bordeaux vann mikilvægan útisig- ur á Rodez, 1-3, og skoraði Arnór Guðjohnsen ekki fyrir Bordeaux í leikn- um. Hann er ennþá markahæsti leikmaður Hðsins, hefur skorað sex mörk á tímabilinu. „Ég náði ekki að skora að þessu sinni. Þetta var erfiður leikur enda Rodez sterkir á heimaveUi en liðið er í fjórða sæti í riðHnum. Ég er samt ekki frá því að þetta hefur verið einn af okkar betri leikjum á tímabil- inu. Það er stígandi í leik okkar og ég er bjartsýnn á framhaldiö," sagði Arnór Guöjohnsen við DV. Þess má geta að í fyrri viku var Arnór á skot- skónum þegar hann gerði tvö af mörkum Bordeaux í 3-0 sigri á heimavelH. Strassborg er í efsta sæti í riðUnum með 26 stig en Bordeaux kemur í humátt á eftir með 25 stig. Tveimur leikjum er ólokið í fyrri umferð. -JKS MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991. Mjög ánægður með strákana - sagði Birgir Guðbjömsson, þjálfari KR, eftir sigur á Val, 106-110 KR-ingar höfðu ótrúlega yfirburði gegn Valsmönnum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Loka- tölur gefa engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Valsmenn hristu af sér sleniö á lokamínútunum en það var of seint í rassinn gripið. KR-ingar lék lengstum mjög góðan körfubolta, leikur Hðsins er mjög agaður og í gærkvöldi lék liðið stund- um á als oddi. KR-ingar léku vel eins og áður sagði en það sama verður ekki sagt um Valsmenn. Þaö er alveg með ólík- indum hvað kemur lítið út úr liðinu. Bjartsýni gætti hjá mörgum fyrir tímabilið enda engin furða. Margir höfðu á orði að liðið hefði á að skipa einu sterkasta byrjunarliðipu en væntingar sem gerðar voru til Uðsins hafa runnið út í sandinn. Valsmenn hafa á að skipa fjórum leikmönnum yfir tvo metra, mjög sterkan erlend- an leikmann en þrátt fyrir þetta nær Hðið engan veginn saman hver svo sem ástæðan fyrir því er. Sovéski þjálfarinn hjá Val á ef til einhveija sök á hvernig í pottinn er brotinn hjá liöinu þessa dagana. Skiptingar hans á köflum eru ekki markvissar og eins var varnartaktík- in sem hann beitti á köflum i gær- kvöldi ekki til að bæta úr skák. Um tíma beittu Valsmenn pressuvörn sem KR-ingar kunnu svar við strax í byrjun. Franc Booker nær sér engan veg- inn á strik enda fær hann litla hjálp frá samherjum. í gærkvöldi var nán- ast aldrei blokkerað fyrir hann og varð af þeim sökum að gera hlutina upp á eigin spýtur. Á hinn bóginn er skotnýting hans mjög bág en það er af sem áður var en í fyrra þegar hann lék með ÍR-ingum var hittnin hans sterkasta hliö. KR-ingar eiga að skipa mjög sterku liði og er valinn maður í hverri stöðu. Ef KR-ingar halda áfram á sömu braut leikur enginn vafi á því að lið- ið berst um íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar eru mjög heppnir að hafa John Baer innborðs hjá sér. Hann er sterkur alhliða leikmaöur og fellur vel inn í leik liösins. Það segir sína um styrkleika KR-liðsins að Axel Nikulásson kom ekki inn á fyrr en í síðari hálfleik og skoraði á þriðja tug stiga. Páll Kolbeinsson lék heldur ekki mikið en samt var vesturbæjar- Uðið aldrei í vandræöum. Þetta lýsir mikilH breidd sem óneitanlega kem- ur fram í leik liðsins. „Á heildina litið var ég mjög ánægður með strákana í þessum leik. Það var óvíst hvort Axel og Páll myndu leika þennan leik vegna meiðsla en þeir báðir skiluöu sínu vel þrátt fyrir það. Guðni og Matthías héldu Booker alveg niðri og varnar- leikurinn var lengst af sterkur þó að Valsmenn væru komnir fullnærri okkur undir lokin. Það er stígandi í leik okkar og ég er bjartsýnn á fram- haldið,“ sagði Birgir Guðbjörnsson, þjálfari KR-inga, í samtali við DV eftir leikinn. Magnús Matthíasson stóö upp úr í Valsliðinu í þessum leik og einnig komst Ragnar Jónsson vel frá sínu og þá var Símon Ólafsson sterkur í vörninni. John Baer var góður í KR-liðinu og Lárus Árnason var drjúgur í þriggja stiga skotum sem og í varnar- leiknum eins og ávallt. Axel Nikulás- son sýndi hvers hann er megnugur og þjappaði liðinu vel saman. . -JKS - Amór enn markahæstur Arnór Guójohnsen. Keflvíkingar með fullt hús stiga - sigruðu Tindastól, 82-101, á Króknum Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: Eftir jafnan fyrri hálfleik á Sauðár- króki í gærkvöldi tóku Keflvíkingar heldur betur við sér í síðari hálfleik og sigruðu Tindastól nokkuð örugg- lega í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Lokatölur leiksins urðu 82-101. Tindastóll haföi frumkvæðið í fyrri hálfleik en Keflvíkingar jöfnuðu undir lok hálfleiksins. Suðumesja- menn náðu góðu forskoti í síðari hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn niður í sex stig en Keflvík- ingar skoruðu þá átta stig í röð og gerðu endanlega út um leikinn. „Við höfum meiri breidd og það gerði gæfumuninn. Það er gott að vinna sigur hér á Króknuni, enda erfitt að leika hér. Við stefndum að því að vera með fullt hús stiga fyrir fríið sem gert veröur á mótinu og það gekk eftir,“ sagði Jón Kr. Gíslason eftir leikinn í gærkvöldi. „Það vantaði herslumuninn þegar forskot Keflvikinga var aðeins sex stig. Við vorum braðir í sókninni og hittnin var slök og því fór sem fór,“ sagði Valur Ingimundarson eftir leikinn. Ivan Jonas var bestur hjá heima- mönnum og Valur Ingimundarson átti spretti. Hjá ÍBK var Jonathan Bow yfirburðamaður, skoraði fimm þriggja stiga körfur og Sigurður Ingi- mundarson var sterkur. Man.City - QPR 0-0 Middlesbrough - Barnsley 1-0 Oldham-Derby 2-1 Peterborough - Newcastle 1-0 Sheff.Utd - West Ham 0-2 Knattspyrnuúrslit 1 gær: Liverpool í basli í gærkvöldi var leikið í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninn- ar í knattspymu. Óvæntustu úrsHtin urðu í viðureign Liverpool og Port Vale sem leikur í 2. deild. Liðin skildu jöfn, 2-2, og verða að eigast við aftur á heimavelli Port Vale. Ian Rush og Steve McManaman skoruðu mörk Liverpool. Tveir mikhr markaskor- arar vom á skotskónum í gær. Lee Chapman skoraði 2 af mörkum Leeds og Gary Lineker skoraði eitt af mörk- um Tottenham. Liðin, sem töpuðu leikjum sínum, eru úr leik. UrsHt leikja urðu þannig: Birmingham - C.Palace...1-1 Grimsby - Tottenham...0-3 Huddersfield - Swindon.1-4 Leeds - Tranmere....3-1 Liverpool - Port Vale., .2-2 12. deild á Englandi tapaði Watford á heimavelli fyrir Millwall, 0-2. í skosku úrvalsdeildinni sigraði Dundee Utd. lið Rangers, 3-2. Roma sigraði Napoli, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð ítölsku bikar- keppninnar í gær. Ruggiero Rizzitelli skoraði sigurmarkið úr víti sex mín- útum fyrir leikslok. Barcelona varð meistari meistar- anna á Spáni í gær þegar liðið geröi 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid. Þetta var síðari leikur Uöanna og Börsungar unnu samanlagt 2-1. -GH Víkingar leika gegn Avidesa á Spáni á sunnudag: Víkingar verða snemma á fótum - leikurinn flautaður á klukkan 11.30 ítalskir dómarar munu dæma fyrri leik spænska liðsins Alzira Avidesa og Víkings í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik. Leikur lij)- anna verður í Valencia á sunnudag- inn kemur en fyrri leikurinn verður viku síðar í Reykjavík og mun fyrsta dómarapar Norðmanna dæma þann leik. Leikurinn í Valencia á sunnudag- inn hefst á nokkuð óvenjulegum leik- tíma en flautað verður til leiks klukkan 11.30 um morguninn. Vík- ingar halda utan á fóstudaginn. Heimaleikurinn iiklega í nýja húsinu Víkingar leika að öllum Ukindum Evrópuleikinn gegn Alzira Avidesa í sínu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Stjörnugróf 10. nóvember. íþrótta- húsið verður formlega tekið i notkun 7. nóvember þegar Víkingar leika gegn Fram á íslandsmótinu. íþróttahús Víkings tekur með góðu móti um 1300 áhorfendur en að sögn kunnugra er hægt að koma fyrir hátt í 1700 áhorfendum, þar af 1200 í sæti. -JKS Hermann Hauksson, KR, hefur betur gegn Valsmanninum Hannesi Haraldssyni. DV/mynd GS Bikarkeppni HSÍ: Þrír ójaf nir leikir Þrír leikir fóru fram í 1. umferð bikar- keppni HSÍ í handknattleik í meistara- flokki karla í gærkvöldi. ÍR-b tapaði fyrir íslandsmeisturum Vals, 19-34, eftir að staðan hafði verið 12-14 í Íeikhléi. Markahaéstir í Uði ÍR voru Hlynur Jóhannsson og Finnbogi Sigurbjörnsson með 5 mörk hvor og Ragnar Ólafsson skoraði 4. Hjá Val var Valdimar Grimsson markahæstur meö 8 mörk, Finnur Jóhannsson 5 og Brynjar Harðarson 4. Á Akureyri sigraði Þór liö Völsungs, 24-14. Staðan í leikhléi var 13-8. Rúnar Sigtryggsson skoraöi 10 mörk og Jóhann Samúelsson 4 fyrir Þór. Vilhjálmur Sig- mundsson skoraði 6 mörk fyrir Völsung og Haraldur Haraldsson 5. Þá vann Breiöablik öruggan sigur á lögregluliðinu Leiftra, 11-26. -GH/GK Valur mætir ísraelsku meisturunum Hapoel á sunnudaginn: Valsmenn vita lítið - um andstæðinga sína og fá engar upplýsingar 16-Hða úrsHtum keppninnar í Laug- ardalshöll kl. 17 á sunnudag. „Við höfum reynt mikið til að fá upptökur af leik þeirra viö Red Boys frá Lúxemborg í 1. umferð. Fyrst var okkur sagt að leikurinn hefði verið tekinn upp, en aö lokum fáum við aðeins þriggja mínútna upptöku fyrir helgina," sagði Bjarni Ákason,- for- maður handknattleiksdeildar Vals. Valsmenn báðu forráðamenn Hapoel um að tilgreina hvaða stöðu hver leikmaöur liðsins spilaði en fengu þau svör að markverðirnir væru þeir einu sem spiluðu fastar stöður, hinir skiptust á! Þrír Sovétmenn Með Hapoel leika þrír Sovétmenn, sem nú eru orðnir ísraelskir ríkis- borgarar, og einn Tékki, sem er örv- hent skytta. Þessir fjórir leikmenn komu allir til liðs við félagið fyrir þetta tímabil en Hapoel hefur unniö bæði deild og bikar í ísrael síðustu tvö ár, og virðist hafa styrkst tals- vert. Enda hefur liðið unnið fjóra fyrstu leiki sína í ísraelsku 1. deild- inni í haust. Sovétmennirnir þrír eru orðnir landsliðsmenn í ísrael en einn þeirra, markvörðurinn Vuleisho, spilaði á sínum tíma með sovéska unglinga- landsliðinu og kom hingað til lands með sovéska liðinu Kunsevo fyrir áratug eða svo. „Eftir pappírunum er þetta lið sem við eigum að vinna en þá er miðað við styrkleika landsliöa íslands og ísraels. En þetta er félagslið og það er ómögulegt að segja til um styrk- leika þess,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals. Hapoel komst í 8 Uða úrslit í fyrra en tapaði þar fyrir tyrkneska liðinu ETI, því sama og sló út FH-inga. ísraelska liðið er væntanlegt til landsins á íostudaginn og aö sögn Bjarna er allur aðdragandi að komu þess óvenjulegur. „Vanalega er búiö að skipuleggja dagskrána með góð- um fyrirvara, ákveða hvenær er æft og hvað er gert - en ísraelsmennirn- ir hafa bara sagt að þeir ræöi það ekki fyrirfram, frá því verði að ganga þegar þeir koma tfi landsins," sagði formaðurinn. -VS Valsmönnum hefur gengið illa að afla sér upplýsinga um mótherja sína í Evrópukeppni meistaraliða í hand- knattleik, Hapoel Rishon Lezion frá ísrael, en liöin leika fyrri leik sinn í Þannig skoruðu liðin stigin: Pf KR VALUR Undir körfu 3ja stiga skot ^ Hraðaupphlaup Vítaskot <1 Annað Sport- stúfar Stórleikur í hand- boita í Keflavík Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: HKN, nýja Suðumesjaliðið sem hefur unnið alla leiki sína til þessa í 2. deild karla í handknattleik, mætir 1. deildar liði Víkings í 1. umferð bikar- keppninnar'v kvöld og fer leikurinn fram i íþróttahúsinu í Keflavík og hefst klukkan 20. MikH stemmning er fyrir leiknum á Suðurnesjum og Hannes Leifsson, þjáH'ari og leikmaður HKN, sagði í samtali við DV aö það yrði gam- an fyrir sína leikmenn að taka á móti öðm af tveimur bestu liöum landsins. „Þetta er stórviöburður hér á Suður- nesjum og ég trúi ekki öðru en fólk fjölmenni og styðji við bakið á okkur. Það verður á brattann að sækja fyrir okkur en við reynum að stríða Víking- um og veita þeim eins mikla mót- spyrnu og við getum,“ sagöi Hannes Leifsson. Bikarvörn ÍBV hefst gegn Gróttu Sjö aðrir bikarleikir fara fram í kvöid og í tveimur þeirra mætast lið úr 1. deild. Stjarnan og Selfoss mætast í Garðabæ og þar má búast við hörku- leik og í Eyjum hefia bikarmeistarar ÍBV titilvörnina gegn Gróttu. Þessir leikir hefiast klukkan 20 og á sama tíma spila ÍH og HK í Strandgötuhús- inu í Hafnarfirði og B-Hð Vals mætir Ármanni að HHðarenda. Klukkan 18.15 leika ÍH-b og Afturelding í Strandgötu- húsinu og klukkan 21.15 leika þar FH-b og Ögri. KA féll í 2. deild í unglingasíðu DV í gær var mishermt að KR hefði falHð ásamt Haukum í 2. deild á íslandsmóti 3. flokks karla í handknattleik. Það rétta er að KA féll en ekki KR. Jafnréttismót í badminton verður haldið í húsum TBR 2. og 3. nóvember. Keppni hefst klukkan 14 á laugar- dag og verður haldið áfram klukkan 10 á sunnudag. Keppt er í ein- liða-, tvíUða- og tvenndarleik í meist- araflokki, A-flokki og B-flökki og keppa konur og karlar í sömu flokkum. Kon- urnar ráða í hvaða flokk þær skrá sig. Þátttökutilkynningar skuiu berast TBR fyrir klukkan 18 á fimmtudag. Reuter úr leik Stefan Reuter, þýski lands- Hðsmaðurinn sem leikur með ítalska knattspyrnulið- inu Juventus, verður fiarri góðu gamni næstu vikurnar. Reuter meiddist á hné á æfingu á laugardag- inn og gekkst í gær undir aðgerð af þeim sökum. ítalir hafa áhyggjur af markaleysinu Luciano Nizzola, forseti ítölsku deilda- keppninnar í knattspyrnu, stakk upp á þyí í gær aö ítalir fylgdu fordæmi Englendinga og gæfu þrjú stig fyrir sigur í stað tveggja. „Við veröum að athuga alla möguleika til að finna svar við þessu,“ sagði Nizzola eftir að ein- ungis 8 mörk voru skoruð í 9 leikjum ítölsku 1. deildarinnar á sunnudaginn. Þjálfarar Juventus og Torino segja að það sé engin furða að fá mörk séu skor- uð, liðin spiH betri varnarleik en sókn- arleik og geri þar færri og færri mis- tök. Aðeins 1,9 mark hefur verið skor- að að meðaltali í leik í ítölsku knatt- spyrnunni á þessu keppnistímabiH. 31 íþróttir Valsarinn Rambó „í kvöld lék- um við með hjartanu," sagði Valdi- mar Gríms- son, fyrirliði Valsmanna, við DV eftir að hafa skorað 14 mörk í stór- sigri á Fram í 1. deildinni í hand- knattleik á dögunum. Þessi um-- mæli Valdimars þykja minna á fleyg orð frægrar kvikmyndaper- sónu og nú er hann ekki kallaður annað en Rambó í herbúðum Hlíð- arendaliösins! Þórsarar loks heppnir? Þórsarar á Akureyri hafa verið með fá- dæmum óheppnir með þá bandarísku körfuknatt- leiksmenn sem þeir hafa fengiö til sín undanfarin ár. Á hverju hausti hafa þeir fengið „meiriháttar snill- ing“ en vanalega endar allt með ósköpum. Sá sem kom í fyrra fór í jólafrí og sást aldrei eftir það og á dögunum var Michael Ingram rekinn eftir að hafa leikið einn heilan leik og verið rekinn út af fyrir að „sýna putta“ snemma í þeim næsta. Nú er kominn einn til viðbótar og er honum lýst sem stórkostlegum leikmanni, saman- ber ummæli Páls Kolbeinssonar KR-ings í DV á mánudaginn. Svo er bara aö vona að hann endist lengur en þinir. Leynifundur hjáfrænkunni Þó knatt- spyrnan sé kömin í vetr- arfrí er nóg að gerast á bak við tjöldin hjá leikmönnum og forráða- mönnum fé- laganna. Fé- lög eru aö ræða við leikmenn um að hafa félagaskipti, leikmenn eru að gefa til kynna að þeir séu tilbún- ir til að skipta ef rétt kjör bjóðast og þar fram eftir götunum. DV hefur frétt af viðræðum félags og leikmanns sem áttu að fara mjög leynt - svo leynt að ekki spyrðist út. Ekki þótti þorandi að funda í félagsheimilinu eöa heima hjá öör- um hvorum aðilanum - svo niöur- staðan varð sú að viðræðurnar fóru fram heima hjá frænku stjórnarmanns félagsins. Þangaö laumuðust forráðamennirnir og leikmaðurinn svo lítið bæri á og ræddu sín mál! Ódýraraað fáJúgóslava íslenskir knattspyrnu- menn eru farnir að fara fram á háar upphæðir fyr- ir að skipta um félag, og þar er ekki lengur verið að tala um hundruð þúsunda ef þokkalegur 1. deildar leikmaður á í hlut. Nú er svo komið að félögin eru frekar farin að líta út fyrir landsteinana. „Við erum hættir að ræða við þessa greifa, nú ætlum við að einbeita okkur að Júgóslav- íu. Það er orðið ódýrara aö fá leik- mann þaðan en að fá íslenskan leikmann," sagði stjórnarmaður knattspymufélags við undirritað- an á dögunum. Lái honum hver sem viU! Umsjón: Víðir Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.