Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Page 28
10 M11)VIKUDACjUIi 30. OKTÓBK|{ 1991. Merming Bob Marley And The Wailers - Talking Blues: Útdráttur úr útvarpi Fyrir nokkru barst mér í hendur óven.iuleg hljómplata meö Bob Marley And The Wailers. Sennilega hefur hún veriö sett á markað i tilefni tíu ára ártíðar reggaekonungsins. í maí síöastliðnum var einmitt liöinn ára- tugur síðan hann lést. A plötunni Talking Blues er blandað saman tónum og tali. Á henni eru ellefu lög. Á milli þeirra er skotið bútum úr viðtali sem tekið var við Bob Marley í útvarpi árið 1975. Viðtalið sjálft var um tveggja klukkustunda langt. Af því fáum við að heyra um níu mínútur á Talking Blues. Því miður talar Marley svo ógreinilega á köflum að erfitt er að skilja hann. Umræðuefnið er þó greinilega fyrst og fremst tónlist sem og Haile Se- Hljómplötur Ásgeir Tómasson lassie Eþíópíukeisari sem var nýlátinn er viðtalið var tekið. Sjö af ellefu lögum Talking Blues tengjast einnig útvarpi. Þau eru út- varpshljóðritun frá því er Wailers komu í fyrsta skipti í hljómleikaferð til Bandaríkjanna. Tæknilega eru þau því ekki jafnvel flutt og væru þau tekin upp í „venjulegu" hljóðveri en ættu að skoðast sem heimild um það hvernig Wailers hljómaöi um það leyti sem hún sló í gegn utan heima- landsins, Jamaica. Talking Blues er því miöur aöeins sýnishorn. Ég hefði viljað heyra allt viðtaliö við Bob Marley á einni plötu og síðan útvarpshljóöritunina alla á annarri. Platan eins og hún er er vart til annars fallin en að vekja for- vitni og langa til að heyra meira. Natalie Cole - Unforgettable: Vandvirkni, «1- finning, virðing Satt best að segja hefur Natalie Cole lengst af vakið athygli mína, fyrst og fremst fyrir að vera dóttir föður síns. Vissulega hefur hún sannað það á undanförnum hálfum öðrum áratug að hún getur sungið og það áheyri- lega. En það eru bara svo skrambi margar góðar þeldökkar söngkonur til og allt of margar eru þær að fást við keimlíka hluti. Meö plötunni Unforgettable þykir mér hækka hagur strympu. Á henni eru 22 lög sem faðir Natalie, Nat King Cole, geröi vinsæl á farsælum söng- ferli sínum. Flest eru þau fyrir löngu komin í flokk með sígrænum dægur- perlum. Við vinnslu plötunnar kemUr við sögu ótrúlegur fjöldi hljóðfæra- leikara sem sumir hverjir unnu með Nat King Cole á sínum tíma og útse- tjararnir eru löngu búnir að vinna sér nafn á sínu sviði. Þeir eru Johnny Mandel, Michel LeGrand og Bill Holman. Unforgettable er einhver áheyrilegasta platan sem kom út síðastliðið sumar. Þá sem gaman hafa af gömlu rómantísku lögunum sem Nat King Hljómplötur Ásgeir Tómasson Cole, Bing Crosby, Frank Sinatra og fleiri slíkir gerðu ódauðleg áður fyrr á áratugunum ætti Natalie Cole að hitta beint í hjartastað með plötunni. Túlkun hennar á lögum eins og Smile, Too Young, L-O-V-E og fleirum er afar trúverðug og í hressari lögunum hæfir gamli stíilinn henni einn- ig vel. Þannig eru Paper Moon, Route 66 og Straighten Up And Fly Right í góðu lagi. Tvennt er þó öllu öðru áheyrilegra á Unforgettable. Annars vegar syrpa laganna For Sentimental Reásons, Tenderly og Autumn Leaves og hins vegar dúettinn Unforgettable. Þar syngja feðginin saman. Með stafrænni tækni reyndist unnt að blanda gamalli upptöku með Nat saman við nýja sem Natalie söng. Slíkar brellur þekkjast en aldrei hefur jafnvel tekist til og nú. Þannig hljómar undirleikurinn meðan Nat fer með sínar línur jafnsuðlaus og dýnamiskur og þegar dóttir hans syngur. Misfellur eru engar. Myndband með laginu hefur einnig heppnast sérlega vel. Fyrir nokkrum árum söng Linda Ronstadt gamlar perlur inn á plötur ásamt hljómsveit Nelsons Riddles. Þær plötur þóttu takast ákaflega vel. Platan Unforgettable er engu síðri. Natalie Cole er betri og kraftmeiri söngkona en Linda. Að auki syngur hún gamla smelli föður síns með sérstakri og eftirtektarverðri tilfinningu. Og ekki. síst viröingu. Rit þetta er samsett úr skýrslu rektors, skýrslum níu starfsnefnda háskólaráðs og skýrslum Rannsóknaþjón- ustu Háskólans og Skjalasafns Háskólans. Aukin tiltrú Háskóla íslands á eigin „Háskóla íslands hefur vegnað vel því að honum hefur tekist að virkja enn betur orku og fjölþætta hæfileika starfsmanna sinna og auka þannig tiltrú þeirra á eigin mátt og málstað." Þannig er komist að orði í nýútkomnu riti er fjallar um framvindu starfs- ins innan Háskóla íslands á rektorstímabili dr. Sig- mundar Guðbjarnasonar, þ.e. á árunum 1985-1991. Rit þetta er samsett úr skýrslu rektors, skýrslum níu starfsnefnda háskólaráðs og skýrslum Rannsókna- þjónustu Háskólans og Skjalasafns Háskólans. í stefnuræðu sinni hausið 1985 tilgreindi rektor fjög- ur viðfangsefni sem mikil áhersla yrði lögð á: (1) að endurskoða menntastefnu Háskólans, (2) að endur- skoða vísindastefnu Háskólans, (3) að auka kynningu á starfsemi Háskólans og (4) að efla stjórnsýslu Háskól- ans og þjónustu. Það er vel til fundið hjá dr. Sigmundi að gera upp málin í lok rektorstimabils síns þannig að meta megi hvernig til hafi tekist að framfylgja boðaðri stefnu. Það hefur verið gæfa Háskólans aö hafa í fylkingar- brjósti mikilhæfa menn og á það jafnt við um dr. Sig- mund og fyrirrennara hans, dr. Guðmund Magnússon prófessor svo og nýkjörinn rektor, Sveinbjörn Bjöms- son prófessor. En hver rektor hefur sinn stíl og Sig- mundur Guðbjarnason setti óneitanlega mikinn og ágætan svip á Háskólann í rektorstíð sinni. Það leynir sér ekki viö lestur þessa rits að margt hefur breyst í Háskóla íslands á því tímabili sem hér um ræðir. Því er haldið fram að rannsóknir séu meiri og markvissari en áður og bent er á að rannsóknar- skrár sýni aukin afköst með ári hverju. Á kennslusviðinu fer kannski einna mest fyrir því að tekið hefur verið upp reglulegt mat á viðhorfum nemenda til námskeiða og frammistöðu kennara. Þessi nýjung mun þó umdeildari en fram kemur í þessu riti. En samhliða henni hafa verið haldin námskeið fyrir kennara þar sem þeim gefst kostur á að bæta kennslu- tækni sína. Þá er athyglisverð aukin áhersla Háskól- ans á símenntun. Fer námskeiðum á vegum endur- menntunarnefndar Háskólans sífellt fjölgandi. Rannsóknaþjónusta Háskólans er meðal athyglis- verðra nýjunga sem sáu dagsins ljós á umræddu tíma- bili. Henni er ætlað að miðla upplýsingum til fyrir- tækja og stofnana utan Háskólans og auðvelda tengsl þeirra við háskólakennara. Þá hefur aukið starf kynningamefndar leitt til þess að Háskóhnn er mikið meira í sviðsljósinu en áður mátt? var og raunar hefði mátt bæta því við að dr. Sigmund- ur hefur meðal annars í ræðum sínum við brautskrán- ingu kandídata haft lag á því að vekja athygli fjölmiðla. Uppbygging á húsnæði Háskólans hefur haldiö áfram á tímabilinu og munar þar ekki minnst um Tæknigarð, en að starfsemi hans standa auk Háskóla íslands Reykjavíkurborg, Þróunarfélag íslands h/f, Félag íslenskra iðnrekenda, Iðntæknistofnun íslands og Tækniþróun h/f. Það sem stendur þó upp úr í huga flestra frá rektorst- íð dr. Sigmundar eru hinar miklu breytingar sem orð- Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson ið hafa á stjórnsýslu Háskólans. Breytingar þessar urðu að lögum 5. maí 1990. Er stjórnsýslunni skipt upp í sex verkefnasvið og er framkvæmdastjóri yfir hverju þessara sviða. Alþjóðasamskipti Háskólans hafa og aukist mjög og eiga örugglega eftir að aukast um allan helming á nsætu árum. Þegar hafa verið gerðir samningar við yfir 50 erlenda háskóla um formleg samskipti. Þessi þróun hefur leitt til mikillrar íjölgunar erlendra stúd- enta við Háskóla íslands og stunduðu um 200 erlendir stúdentar nám við skólann á síðastliðnu háskólaári. í ritinu er einnig gerð grein fyrir átökum sem oröið hafa á milli Háskólans og ríkisvaldsins. Er á lokaorð- um rektors að skilja aö þessi átök haíi oröið til góðs er hann segir: „Baráttan fyrir auknu sjálfstæði Háskól- ans hefur gefið honum nánast sjálfstæði við mannar- áðningar og viö ráðstöfun fjárveitinga og sjálfsaflafj- ár.“ Erfiðasta vandamál Háskólans segir rektor vera léleg kjör hjáskólakennara. Þess er ekki að vænta af riti sem samsett er úr skýrslum nefnda að það sé sérstök skemmtilesning, en óhætt er að segja að hér sé um að ræða velheppnað yfirlit um starf Háskóla íslands á tímabili þar sem margt hefur breyst í starfsemi hans. Vafalaust er það og rétt að tiltrú margra starfsmanna skólans á eigin mátt og málstað hafi aukist á þessu tímabili. Háskóli íslands Framvinda og framfarir 1985-1991 Háskólaútgáfan 1991, 147 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.