Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Síða 30
42 5I.'1ÖT,'I0 .í>f. HtUAd’UHIVQIM MIÐVIKUDAGUR- 30- OKTÓBER 1991. 13 V Ijóðhengd uppá Kjarvalsstöðum MiEið hefur verið rætt um að íslensk samtímaljóðlist ujóti ekki þeirrar athygli sem henni ber, ljóðabækur seljist illa og áhugi fólks á ljóðinu fari ört dvínandi. Samt kemur ár eftir ár fjöldi ljóðabóka á markaðinn sem flest- ar seljast mjög lítið. í vetur verð- ur gerð nýstárleg tilraun til að koma Ijóðum á framfæri á annan hátt en í bókum. Nokkrum skáld- um verður boðið að velja frum- samin ljóð sem verða stækkuð margfalt og hengd upp til sýnis á Kjarvalsstöðum, þannig að gestir geti gengið frá einu ljóði til ann- ars og lesið þau. Hver ljóðasýning stendur í hálfan mánuð. Jón úr Vör er fyrsta skáldið sem sýnir ijóð sín á ljóðasýningunni, en liann er einkum þekktur fyrir Ijóðabókina Þorpiö sem kom út 1948 og olli straumhvörfum í ís- lenskri ljóðagerð. Ljóðasýning Jóns verður opnuð á laugardag- inn kemur. Leikhúsþyrstir íslendingar fylltu leikhússali Fjögur atvinnuleikhús eru nú starfandi í landinu og sýna þau í sex sölum. Mikið hefur verið um frumsýningar á nýjum leikritum að undanförnu svo úr miklu er að moða fyrir áhugasama leik- húsgesti og þeir létu síg ekki vanta á laugardagskvöldið en uppselt var í öllum leikhúsunum og komust færri að en vildu. Þá var einnig uppseit í íslensku óperuna en hún sýnir Töfraflaut- una. Þetta kvöld sýndi Leikfélag Reykjavíkur Dúfnaveisluna á stóra sviöinu og Þéttingu á Litla sviðinu. Þjóðleikhúsið frumsýndi á stóra sviðinu Himneskt er að lifa og sýndi um daginn barna- leikritið Búkollu og á Litla svið- inu var Kæra Jelena, en þess má geta að uppselt er á þá sýningu mánuð fram 1 tímann. Leikfélag Akureyrar sýndi Stálblóm og Al- þýðuleikhúsið sýndi Undirleik við morð i Hlaðvarpanum. Voruöll saklaus íGeir- finnsmálinu? Fyrir jólin kemur út söguleg skáldsaga, Áminntur um sann- sögli eftir Þorstein Antonsson, sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Eins og kunnugt er lauk þessu umfangsmesta sakamáli á íslandi með því aö fimm ungmenni voru dæmd af hæstarétti árið 1980 fyrir þátt- töku í morðunum en Mkin hafa aldrei fundist. í skáldsögu sinni kryfur Þorsteinn máliö ofan í kjöhnn og telur að ungmennin hafi jafnvel verið dæmd fyrir morð sem þau aldrei frömdu. Nýljóð KristinsReyrs Sem fyrr segir verða gefnar út margar ljóðabækur á næstunni og er ein þeirra, Glaðbeittar lin- ur, eftir Kristin Reyr, en hann sendi sína fyrstu ljóðabók frá sér 1942. Fjölbreytnií ljóðagerðhefur einkennt Kristin frá fyrstu tíð og er svo einnig nú í Glaðbeittum línum sem hefur að geyma 48 fjóð sem ekki hafa birst í fyrri bókum Kristins en Glaðbeittar hnur er tólfta ljóðabókin sem kemur út eftir skáldið. Menrdng Aðalhlutverkin Ask og Emblu leika Gottskálk Dagur Sigurðarson og Maria Bonnevie. Hvíti vikingurinn: Heimsfrumsýning að Hraf ni fjarstöddum Þriðja víkingakvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar og sú langviða- mesta verður frumsýnd á fóstudag- inn í Háskólabíói og er um heims- frumsýningu að ræða. Verður mynd- in frumsýnd að Hrafni fjarstöddum. Hvíti víkingurinn er að sjálfsögðu ekki alíslensk en við teljum okkur eiga mest í henni og er hún því dýr- asta íslenska kvikmyndin sem gerð hefur verið, kostaði 420 milljónir króna. Stutt er síðan endanlegum frágangi lauk og er sýning myndarinnar á eft- ir áætlun en frumsýning var fyrst áætluð í september. Ástæða seinkun- arinnar er sú að þegar Hrafn skilaði myndinni eins og hann vildi hafa Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri við upptökur á Hvita víkingnum. Aðeins eitt líf Nýlega hefur verið komið á fót starfsemi sem heitir Forvarnar- starf gegn sjálfsvígum ungmenna, en ógnvænleg aukning hefur orðið á sjálfsvígum ungs fólks á undan- fórnum árum. Til styrktar þessari starfsemi hefur verið stofnað til minningartónleika annað kvöld sem kallast Aöeins eitt líf og eru þeir haldnir til minningar um Sig- urjón Axelsson og Jón Finn Kjart- ansson, tvo unga nemendur við Menntaskólann við Sund sem dóu síðastliðiö sumar. Það eru vinir þeirra og skólafélagar sem stofna til tónleika þessara og auk þess að styrkja fyrrnefnda starfsemi vilja aðstandendur tónleikanna koma af stað umræðu um sjálfsvíg ung- menna í von um að koma megi í veg fyrir slíka sorgaratburði og vonast þðlr til að tekið verði á þess- um málum bæði í skólum og úti í þjóðfélaginu. Tónleikamir veröa í Menntaskól- anum við Sund og koma meðal annars fram íslenskir tónar, Formaika, Strípshow og Babalú. Þess má geta að mikið af því efni, sem flutt verður á tónleikunum, er eftir Sigurjón Axelsson. -HK hana var hún of löng eða rúmir tveir og hálfur klukkutími. Kvikmyndahús á Norðurlöndum kvörtuðu yflr lengdinni og farið var að stytta myndina og eftir því sem DV hefur fregnað var Hrafn Gunn- laugsson ekki í Noregi meðan á stytt- ingunni stóð. Lokaútgáfa myndar- innar, sem hér verður frumsýnd, er um það bil 130 mínútna löng. Viku síðar verður Hvíti víkingurinn frum- sýndur víða í Noregi og síðar annars staðar á Norðurlöndum. Þau atriði sem klippt eru úr Hvíta víkingnum eru þó ekki glötuó heldur verða til staðar í sjónvarpsseríu í íjórum hlutum sem ætlunin er að sýna seinna, samtals um fimm klukkutímar. Hrafn Gunnlaugsson er leikstjóri myndarinnar og höfundur sögu og leiktexta og eins og áður ságöi verður hann ekki viðstaddur frumsýning- una hér á landi. Hann er nú á Filipps- eyjum þar sem hann nýtur hvíldar eftir mikla törn. Hvort sú meðferð sem Hvíti víkingurinn fékk þegar hún var stytt er ein ástæðan fyrir fríinu veit Hrafn sjálfsagt einn. Valinn maður við hvert verk Hvíti víkingurinn er stærsta sam- verkefni Norðurlandanna til þessa og hefur ekkert verið sparað til að gera kvikmyndina sem glæsilegast úr garði. Myndin er leikin á íslensku og var einn aðalleikaranna í mynd- inni, Helgi Skúlason, fenginn til að þjálfa erlendu leikarana í framburði. Aðalhlutverkin eru tvö, Askur og Embla, og eru þau leikin af Gottskálk Degi Sigurðarsyni og norsku stúlk- unni Maria Bonnevie. Aðrir leikarar í stórum hlutverkum eru Egill Ólafs- son, Tomas Norström, Helgi Skúla- son og Jón Tryggvason. Margir þekktir tæknimenn unnu með Hrafni við gerð myndarinnar, má þar nefna leikmyndahönnuðinn Ensio Suominen sem hefur hlotið alþjóðaverðlaun fyrir verk sín. Klippari myndarinnar er Sylvia Ingemarsson sem unnið hefur með Ingmar Bergman, meðal annars klippti hún Fanny og Alexander. Kvikmyndatökumaðurinn Tony Forsberg, búningahönnuðurinn Karl Júlíusson og tónskáldið Hans-Erik Phihp hafa allir unnið mikið með Hrafni áður. Undirbúningur og taka Hvíta vík- ingsins hefur nú staðið í þrjú ár. Fullunnið handrit lá fyrir 1989 og samþykktu þaö leikhstarstjórar allra sjónvarpsstöðva á Noröurlöndum, en það voru þeir sem völdu Hrafn til að leikstýra og sóttu sameiginlega um íjárveitingu til verksins til Nor- ræna sjónvarpssjóðsins og jafnframt ákváðu stöðvarnar fimm að leggja fram hver sinn hlut innan Nordvisi- on. Heildarkostnaður við kvikmynd- ina er eins og áður sagði 420 milljón- ir og er myndin að hluta til ijármagn- að af einkafyrirtækjum og sjón- varpsstöðum utan Norðurlandanna. Gerist víða á Norðurlöndum Hvíti víkingurinn segir frá ungu fólki á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga. Hin ævaforna ásatrú feðranna er á undanhaldi og ný trúarbrögð aö ryðja sér til rúms, hinn hvíti siður. Leikurinn hefst í Noregi á dögum Ólafs konungs Tryggvasonar og berst síðan til íslands og víða um Noröurlönd. Hvíti víkingurinn er ekki sagnfræðilegt verk eða tilraun til heimildasmíði heldur skáldverk um einstakhnga og örlög þeirra í ölduróti tímans. í bakgrunni gerast atburðirnir sem breyttu framvindu sögunnar. Þótt Hrafn Gunnlaugsson verði ekki viðstaddur heimsfrumsýningu myridarinnar þá verða allir aðrir helstu aðstandendur og leikarar við- staddir. Erlendis frá koma norska leikkonan Maria Bonnevie og Thom- as Nörström ásamt aðalframleið- anda myndarinnar Dag Alveberg og Petter Borgli framkvæmdastjóra. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.