Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Side 36
FR ETTAS K O TI
<€■!
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991.
Reykjavíkuriimferðm:
Fimm hlutu
meiðsl í fjó
um slysum
Fjögur umferðaróhöpp urðu í um-
ferðinni í Reykjavík í gær sem höfðu
meiðsl í för með sér. Fimm voru flutt-
ir á slysadeild.
Ökumaður reiðhjóls slasaðist
klukkan 14.30 við Sæbraut eftir að
hafa orðið fyrir bíl. Meiðsl hans voru
þó ekki alvarleg. Tveir bílar skullu
saman á mótum Bíldshöfða og Höfða-
bakka um svipað leyti. Ökumaður
annars bílsins var fluttur á slysa-
deild. Um klukkan 20.16 missti öku-
maður bifhjóls stjórn á ökutæki sínu
á Suðurlandsbraut á móts við Skeið-
arvog. Farþegi á hjólinu var fluttur
Rneð sjúkrabíl á slysadeild en öku-
maðurinn slapp með minniháttar
meiðsl. í gærkvöldi valt síðan bíll
sftir árekstur við annan á gatnamót-
um Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar. Ökumaður bílsins sem valt
var fluttur á slysadeíld í sjúkrabíl.
-ÓTT
Freyja á Suðureyri:
Hluthafi vill
nýta f orkaups-
rétt sinn
Baldur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Freyju á Suðureyri hefur skrif-
lega tjáð Byggðastofnun að hann
ætli sér að nýta forkaupsrétt sinn á
hlutabréfum stofnunarinnar. Hlutur
hans í fyrirtækinu er um 1 prósent.
Það mun væntanlega koma í ljós síð-
ar í dag hvort honum tekst aö afla
nægjanlegra fjármuna til kaupanna.
Til að geta nýtt forkaupsrétt sinn
verður Baldur að ganga inn í kauptil-
boð sem Norðurtanginn og Frosti
hafa sett fram. Það hljóðar upp á
^ 12,5 milljónir fyrir hlutafé Byggða-
átofnunar í Freyju og að 50 milljónir
verði settar inn í fyrirtækið á næstu
mánuðum. -kaa
Iðjaboðarverkfall
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
LOKI
Þú skalt ekki byggja hús
þittásandi!
4 ungmenm jet'
uðu aðild að stóru
amfetamínmáli
Rannsóknardeild lögreglunnar á
ísafirði hefur upplýst talsvert um-
fangsmikið fikniefnamál sem teng-
ist innflutningi og dreifingu á 200
grömmum af amfetamíni. Par um
tvítugt, sem er búsett á Suðureyri,
hefur verið í gæsluvarðhaldi á
ísafirði vegna málsins frá 19. októb-
er. Það hefur játað að hafa verið
upphafsmenn innflutningsins. 18
ára stúlka frá Akranesi hefur hins
vegar gengist við að hafa verið
fengin til að flytja efnin til landsins
í maí.
Parið lagði á ráðin í vor um að
kaupa amfetamín í Hollandi og
flytja inn til landsins. Til að fjár-
magna fíkniefnin og ferðirnar
stofnaði önnur stúlknanna þrjú
ávísanahefti í jafnmörgum bönk-
um á skömmum tíma. Síðan var
ávísað tæpri Mlfri milljón króna
af innstæðulausum reikningunum
i því skyni að fá sem mest af pen-
ingum til ferðarinnar. Parið fór við
svo búið til Amsterdam og keypti
125 grömm af amfetamíni en hitti
stúlkuna á eftir í Gautaborg.
Ákveðið var að stúlkan flytti efnin
inn til landsins í smokkum í líkama
sínum. Þegar þarna var komið sögu
var hins vegar ákveðið að kaupa
meira af fíkniefnum í Hollandi. Þar
kom fiórði aðilinn til sögunnar.
Hann var fenginn til að lána fé fyr-
ir ferð frá Svíþjóð og aftur til Amst-
erdam til kaupa á meira af fíkniefn-
um. Þar voru 75 grömm af amfet-
amíni keypt í viðbót. Parið flaug
við svo búið til íslands frá Kaup-
mannahöfn en stúlkan kom
nokkru síðar frá Gautaborg með
200 grömm af amfetamíni falin í
líkama sínum. Hún átti að fá þókn-
un fyrir innflutninginn.
Þegar ísafjarðarlögreglan gerði
húsleit hjá parinu á Suðureyri 13.
október fundust áhöld til Hkniefna-
neyslu þar. í framhaldi af húsleit-
inni hófst rannsókn á málinu sem
nú er á lokastigi. Allir ofangreindir
aðilar hafa gengist við brotum sín-
um. Rannsóknardeildir lögregl-
unnar á ísafirði og Akranesi Mfa
unnið aö því í samvinnu við RLR
og fíknefttadeild lögreglunnar í
Reykjavik að upplýsa málið. -ÓTT
Stjórn og trúnaðarmannaráð
verkalýösfélagsins Iðju á Akureyri
ákváðu á fundi í gærkvöldi að boða
til verkfalls hjá Mjólkursamlagi
KEA, finnist ekki lausn á deilu sem
verið hefur uppi við fyrirtækið.
Deilan snýst um það að Iðja vill fá
starfsnámskeið fyrir 30 Iðju-félags
sem þar starfa en, en hefur ekki feng-
1 ■'•'ið. Boða þarf verkfallið með viku fy r-
irvara en það hefur ekki verið dag-
sett enn sem komið er.
Veðriöámorgun:
Skýjaðen þurrt
vestanlands
Á morgun verður austan- eða
norðaustanátt. Strekkingsvindur
verður við suöaustur- og suður-
ströndina en hægari í öðrum
landshlutum. Sums staðar dálítil
rigning austanlands og einkum
suðaustanlands en annars þoku-
loft eða súld við suðaustur-, aust-
ur- og norðurströndina. Skýjað
með köflum og þurrt vestanlands.
Hiti verður á bilinu 5-8 stig að
deginum en víða næturfrost í inn-
sveitum.
Reynir að selja
nýja húsið
á Kirkjusandi
Hið nýja og glæsilega skrifstofuhús
Sambands íslenskra samvinnufélaga
að Kirkjusandi í Reykjavík er til sölu.
Þar er um að ræöa þær þrjár hæöir
af fímm og turninn sem Sambandið
á og höfuðstöðvar þess eru í. Meðal-
stærð hverrar hæðar er 1340 fermetr-
ar. Lífeyrissjóður Sambandsins á
þriðju hæðina og íslenskar sjávaraf-
urðir þá fjórðu.
Sigurður Markússon, stjórnar-
formaður Sambandsins, sagði að
Sambandið notaði ekki allt húsnæðið
sem það á, þess vegna væri verið að
selja það.
„Þannig að ef þú veist um kaup-
anda máttu vísa honum á okkur,“
sagði Sigurður.
- Hvað kostar þá eignin?
„Það vil ég nú ekki ræða um en
ætli við séum ekki að tala um ein-
hverja upphæð undir Perlu- eða ráð-
húsverði," sagði Sigurður Markús-
son.
Hann sagði enn óráðið hvert Sam-
bandið myndi flytja höfuðstöðvar
sínar. -S.dór
Mannslátið í Njarðvík:
Ekki grunaður
lengurogsleppt
26 ára Reykvíkingur sem úrskurð-
aður var í gæsluvarðhald til 8. nóv-
ember á mánudagskvöld vegna láts
skipsfélaga síns í Njarðvík á sunnu-
dag hefur verið sleppt úr haldi.
Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggerts-
sonar hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins hggur maðurinn ekki lengur und-
ir grun um að hafa átt aðild að verkn-
aði sem leiddi félaga hans til dauða.
Niðurstaða réttarlæknis hefur leitt í
ljós að maðurinn em lést á heimili
sínu í Njarðvík á sunnudag hefði
ekki látist af ytri áverkum sem voru
litlir. Sigurbjörn Víðir sagði við DV
í morgun að dánarorskök liggi hins
vegar ekki fyrir og frekari rannsókn
læknis þurfi að fara fram í því sam-
bandi. Rannsókn málsins mun halda
áfram en enginn liggur undir grun
lengur. -ÓTT
40leitaídag
Aðkoman i vistarverur um borð í Nakka, skútu Bergþórs Hávarðssonar, er óglæsileg. Allt á rúi og stúi og ber
þess merki að hafa verið meira og minna á kafi í sjó undanfarnar vikur. Þak yfirbyggingar skútunnar er sprungið
eftir endilöngu og laust að hluta frá dekkinu. Þar reyndi Bergþór að troða í með fóðri úr dýnu en sú viðgerð hélt
illa. Einnig er hurðin brotin þannig að skjól var lítið fyrir sjó og vindi. En við þessar aóstæður varð Bergþór að búa
í tæpan mánuð. Helst að hann fyndi þurrt afdrep fremst í skútunni. DV-mynd Ómar
Sjómaðurinn, sem fannst látinn
eftir að Mími RE 3 hvolfdi í Horna-
ljarðarósi, hét Bjarni Jóhannsson, 29
ára, og var búsettur í Garði. Hann
lét eftir sig unnustu og 2 mánaða
barn. 40 manns frá Höfn og Keflavík
munu leita áfram að félaga hans í
dag. Hann heitir Þórður Örn Karls-
son, 32 ára, búsettur í Keflavík. Þórð-
ur Örn er kvæntur og 2 barna faðir.
-ÓTT
0RUGGIR-ALV0RU
PLVl
PiNINGASKAPAR
VARI - ORYGGISVORUR
^ ® 91-29399
ívy Allan sólarhringinn
Öryggisþjónusta
VARI síSan 1 9Ó9
5
I