Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. F YLLIN G AREFNI ' Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast ve^- Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöföa 13 - sími 681833 BRIWACT8ALA Vefnaðarvara, prjónagarn, fatnaður o.m.fl. Allt á að seljast Verslunin Allt, Drafnarfelli 6, sími 78255 | MWT 0S fyÓS/ J EINN BÍLL Á MÁI ÁSKRIFTARGET 1UÐI í RAUN JMÆ.MMÆÆMÆ Á FULLRI FERÐ! [5 .... æTa— ... OG SIMINN ER 63 27 \ Utboð Suðurfjarðavegur, Eyri - Ytri-Eyrará //JV Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu Suðurfjarðavegar í sunnanverðum Reyðarfirði. Lengd kafla 1,72 km, fyllingar 20.000 m3, neðra burðarlag 10.700 m3 og tvö stálplöturæsi, sam- tals 32 tonn. Verki skal lokið 1. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 23. þ.m. Tilboðum skal skila á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 6. apríl 1992. Vegamálastjóri Styrkir tii náms í Hollandi og á Ítalíu 1. Hollensk stjórnvöld munu væntanlega bjóöa fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1992-93. Styrkurinn mun einkum ætl- aður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í há- skólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæð urn 1.130 gyllini á mánuði í 10 mánuði. 2. Itölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa Islend- ingum til náms á Italíu á háskólaárinu 1992-93. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nem- ur 900.000 lírum á mánuði. Umsóknum um ofangreinda styrki, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skal skilað til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 21. apríl nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 19. mars 1992 % V r Matgæðingur vikunnar_dv Karrígúllas „Matur og matargerð hefur verið áhugamál mitt mjög lengi, alveg frá því ég var smástelpa. Þegar stelp- umar vildu leika sér í leikjum var ég alltaf með hugann yið matar- gerð,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hafdís hefur mjög gaman af að fá gesti og segir gestgjafahiutverkið eiga mjög vel við sig. Það er ekki nóg að Hafdís fái gesti heim til sín, hún hefur einnig'verið gestgjafi að atvinnu. Síðastliðin 10 ár hefur hún verið. hótelstjóri víös vegar um landið, á Hótel Hvolsvelli í 2 ár og Hótel Borgamesi í 5 ár. í sumar mun Hafdís stjóma nýju Edduhót- eli, Hótel Þelamörk í Eyjafirði. En lítum á karrígúllasið hgnnar Haf- dísar. Það sem þarf 700-800 g lamba- eða svínakjöt hveiti 2-3 msk. matarolía 2 laukar 2-4 hvítlauksrif 2-4 tsk. Madras-karrí, milt eða sterkt eftir smekk örlítið af cayennepipar öríítið rifið múskat 2-A msk. mango chutney safi úr Vi sítrónu salt eða kjötkraftur Notið fitulítið kjöt í þennan rétt. Skerið kjötið í jafna bita og veltið þeim upp úr hveitinu. Steikið kjötið síðan í potti í vel heitri oliunni ásamt söxuðum lauknum. Síðan er mörðum hvítlauk, karríi, cayenne- Hafdís Olafsdóttir. pipar og múskati bætt í. Vatn er sett í pottinn svo að rétt fljóti yfir kjötiö. Þetta er soðið í 20-30 mínút- ur undir loki. Þá er mango chutney bætt út í, sítrónusafa og salti eða kjötkrafti. Kryddið meira ef vill. Réttúrinn er soðinn áfram í lok- lausum potti alveg þar til sósan þykknar. Með karrígúllasi er borið fram ristað kókosmjöl, bananar, mango chutney, hrein jógúrt eða sýrður ijómi og hrísgrjón. Einnig er gott að hafa grænmetissalat, heimabak- að Naanbrauð eða snittubrauð. Hafdís ákvaö að skora á Katrínu Leifsdóttur á Akranesi að vera matgæðing næstu viku. Katrín er gömul skólasystir úr Húsmæðra- kennaraskólanum og mun eiga margar ljúfengar uppskriftir í pokahorninu. -hlh Hinhliðin Ætla að spila golf í sumar - segir Birgir Mikaelsson, körfuknattleiksmaður í Borgamesi Birgir Mikaelsson, þjálfari og leikmaður körfuknattleiksliðs Skailagríms, fagnaði sigri í síðasta ieik úrvalsdeildarinnar um síöustu helgi. Með sigri á Tindastóli tryggðu Skallagrímsmenn sér nefnilega áframhaldandi veru í úr- valsdeildinni eða Japis-deildinni. Birgir er úr Reykjavík, ólst upp í vesturbænum og KR. Hann var ráðinn sem þjálfari Skallagríms haustið 1990. Þá um veturinn vann liðið 1. deildina og ákvaö Birgir að vera áfram með liðið í úrvalsdeild- inni í vetur. „Ég kann mjög vel viö mig í Borg- amesi og gæti hugsað mér að vera áfram næsta vetur. En þaö er fleira en körfubolti sem ég þarf að hugsa um og því verð ég að leggjast undir feld á næstunni og hugsa mín mál.“ Birgir sýnir lesendum DV á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Birgir Mikaelsson. Fæðingardagur og ár: 27. septemb- er 1965. Maki: Enginn. Böm Engin. Bifreið: Mazda 322, árgerð 1986. Starf: íþróttaleiðbeinandi í Varma- hlíðarskóla og þjálfari körfuknatt- leiksliös Skallagríms í Borgamesi. Laun: Mishá. Áhugamál: íþróttir. Svo er golf- bakterían farin að gera vart við sig. Hvað hefiir þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast að Birgir Mikaelsson, þjálfari og leik- maður körfuknattleiksliðs Skalla- gríms. gera? Vera með góðum vinum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vökva blómin. Uppáhaldsmatur: Kalkúnn. Uppáhaldsdrykkur: Egils maltöl. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Michael Jordan í NBA-deildinni. Uppáhaldstímarit: Sport Olu- strated. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Þær em nú svo margar. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Egil SkaUagrímsson. Uppáhaldsleikari: Donald Suther- land. Uppáhaldsleikkona: Tinna Gunn- laugsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Þórður Helga- son körfuknattleiksmaður. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Steingrímur Hermannsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynntur eins og er. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2 en Aðalstöðin sækir mjög á. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Geri ekki upp á milli íþróttafréttamanna Sjónvarpsins. Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel Borgames. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Ung- mennafélagið Skallagrímur en ég ber alltaf taugar til gamla góða KR. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að gera betur, klára skóla og ná árangri í starfi. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég vann töluvert en fór á þjálfun- arnámskeið til Spánar þar sem ég náði í nokkra sólargeisla. í sumar ætla ég aö spila golf og reyna að ferðast eitthvað út fyrir landstein- ana. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.