Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Erlend bóksjá ■PRIMO LEVI ?|í Tullio Regge Conversations «<<—l r.) THf WY « »1 *•.» «0» <yl» >► <• «#k1Kc.>*t« >~TO >«««(«, ■«•“«**•> W»0<>vn»w.>®.*.^ («>m<v>» : »*»<!'** »» H»w>o»««»»s^w(i<#í*: Samræður • umtilveruna Primo Levi er einn af virtustu rithöfundum Ítalíu á þessari öld; maður sem lifði af helförina í Þýskalandi og fjallaði á eftir- minnilegan hátt um þá ógnarat- burði i ritverkum sínum. Tullio Regge er hins vegar vís- indamaður, prófessor í eðhsfræði og kunnur fyrir framlag sitt tO skammtafræðinnar. Regge annaðist þáttaröð í ít- alska útvarpinu um viðfangsefni eðlisfræðinnar. Hann fékk Primo til að ræða við sig í fyrsta þættin- um. Samræður þeirra birtast í þessari litlu bók og eru vissulega áhugaveröar. Þeir fara vítt yfir; ræða um sjálfa sig, æskuár og áhrifavalda, en þó fyrst og fremst um helstu hugmyndir eðlisfræð- innar um sköpun heimsins og þróun. Þeir varpa ljósi á fram- komnar hugmyndir og ræða óleystar gátur um hvellinn mikla og það sem fylgdi í kjölfar hans, um lögmál lífs og þróunar, áhrif tölvunnar á þjóðfélagiö og fjölda- margt annað sem vekur lesendur til umhugsunar. CONVERSATIONS. Höfundar: Primo Levi & Tullio Regge. Penguin Books, 1992. Leikrit og ljóð James Joyce James Joyce er fyrst og fremst kunnur fyrir þrjú bókmennta- verk: Dubliners, Ulysses og Finnegans Wake. En hann fékkst við sitthvað fleira sem minni at- hygli hefur vakið; orti til dæmis ljóð og samdi leikrit. í þessari bók eru birt öll tiltæk ljóð Joyce - bæði þau sem komu út á bók á meðan hann lifði og önnur sem fundust í fórum hans. Þungamiðja þeirra verka er ljóðasafnið Pomes Penyeach sem gefiö var út árið 1927. Forvitnileg eru hins vegar einnig sum æsku- ljóða Joyce sem hér eru birt. Leikritið Exiles, eða útlagar, samdi Joyce á árum fyrri heims- styrjaldarinnar þegar hann og kona hans, Nora, voru sjálf eins konar útlagar frá írlandi í Tri- este. Þetta er drama í ætt við leik- rit Ibsens og að verulegu leyti sj álfsævisögulegt. Þessari útgáfu fylgja ítarlegar útskýringar á verkunum og upp- lýsingar um einstök efnisatriði. Sömuleiðis ábendingar um helstu fræðirit fyrir þá sem vilja kynna sér betur þessi verk írska meist- arans. POEMS AND EXiLES. Höfundur: James Joyce. Penguin Books, 1992. Rithöfimdur og áróðursmeistari í upphafi var saga James Baldwin fyrst og fremst harmræn á hliðstæð- an hátt og flestra annarra svertingja í Bandaríkjunum. Hann ólst upp í fátækt stórborgarinnar, New York, þar sem biðu hans þegar á unglings- aldri óþrifaleg störf fyrir lág laun. En Baldwin var bráðgáfaður og gefinn fyrir bókina. Þess vegna gat hann rifið sig upp úr eymdinni með því að þroska og þjálfa andann. Á tilteknu skeiði í lífi sínu tókst honum að semja eftirminnileg skáld- verk. Tvö þeirra halda öðru fremur nafni hans á lofti: Go Tell It on the Mountain, frá árinu 1953, og Another Country sem kom út árið 1962. í lifanda lífi hlaut hann hins vegar ekki síður frægð í heimalandinu fyr- ir ritgerðasafnið The Fire Next Time þar sem hann fjallaði um stööu svert- ingja í Bandaríkjunum. Sú bók kom út árið 1963 þegar átök kynþáttanna voru að stigmagnast í suðurríkjun- um og gerði Baldwin að áhrifamikl- um talsmanni bandarískra svert- ingja í fjölmiölum vestra. Hann lét sífellt ákafar til sín taka í þeim átök- um og lagði þar ýmsum öfgafyllstu samtökum svertingja lið. Rithöfundurinn Baldwin tapaði hins vegar svo áttum í því gjörninga- veðri hatrammra átaka og banda- rískrar íjölmiðlafrægðar að honum varð um megn að ná verulegum ár- angri á ný sem skáldsagnahöfundur. Síðustu áratugi lífs síns stundaði hann að vísu ritstörf af krafti en án þess nokkru sinni að ná þeim hæðum sem hann hafði áður klifið. í þessari nýju ævisögu rekur breski gagnrýnandinn James Campbell ævi og feril rithöfundarins og áróðurs- mannsins James Baldwin frá því hann fæddist, 2. ágúst árið 1924, í New York þar til hann lést í Frakk- landi, þar sem hann bjó síðustu ára- tugina, 30. nóvember árið 1987. Hann ólst upp í hópi margra syst- kina hjá móöur sinni og stjúpföður, hvítasunnuprestinum David Baldw- James Baldwin skömmu áður en hann lést árið 1987,63 ára að aldri. Simamynd Reuter in, sem var betur lagið að fara með guðsorð en afla fjölskyldunni tekna. Drengurinn fór snemma að lesa bibl- íuna, sem hafði mikil áhrif á ritstíl hans síðar, og fetaði til að byria með í fótspor föður síns; varð prédikari á unglingsárum. Jafnframt las hann reiðinnar ósköp af skáldskap; bækur sem hann fékk í bókasafni. Þrátt fyrir góðar gáfur og mikinn lestur komst Baldwin ekki í háskóla. Hann varð að fara að vinna. Sam- hliða skrifaði hans smásögur, rit- gerðir og ritdóma sem vöktu athygli meðal bókmenntamanna. En fátæktin hélt honum niðri. Einnig kynþáttamisréttið í borginni. í leit að friði til að skrifa flúði hann New York og hélt til Parísar þar sem hann dvaldi árum saman eins og margir aðrir ungir bandarískir rit- höfundar. Á árunum fram til 1963 einbeitti Baldwin sér að skáldsagnagerð og ritgerðasmíð og hlaut loks verð- skuldaða viðurkenningu fyrir. Hann sneri aftur til Bandaríkjanna og hlaut bæði fé og frama. Á miðjum jsjöunda áratugnum var andlit hans alls staðar: í blöðum og tímaritum og á sjónvarpsskjánum. Peningarnir streymdu inn. Hann varð um skeið súsperstjarna, með fjölmennt fylgd- arlið í kringum sig. Stjórnmáhn, bar- áttan fyrir rétti svertingja, urðu allt sem skipti máli. Skáldsagnahöfund- urinn vgrð að víkja fyrir áróðurs- manninum og náði aldrei aftur yfir- höndinni. Campbell rekur þennan feril Baldwins ítarlega og fer ekkert í felur meö gallana í fari Baldwins frekar en í verkum hans. Hann gefur okkur því heilsteypta mynd af manninum sjálfum, rithöfundinum og áróðurs- meistaranum. TALKING AT THE GATES. A Life of James Baldwin. Höfundur: James Campbell. Faber & Faber, 1992. MetsölukQjur Bretland Skðldsögur 1. Catherioe Cookson: MY BELOVED SON. 2. Mary Wesley: THE CAMOMtLE LAWN. 3. Ben Elton: GBIDLOCK. 4. Ben Okrí: THE FAMISHED ROAO. 5. Jack Hlgglns: THE EAGLE HAS FLOWN. 6. Pet Conroy: THE PRINCE OF TIDES. 7. Rosamunde Pilcher: THE ROSAMUNOE PILCHER COLLECTION - 2. 8. Helen Zahavi: DIRTY WEEKEND. 9. Thomas Harrls: THE SILENCE OF THE LAMBS. 10. Johii Grisham: THE FIBM. Rit almenns eðlis: 1. Mark Shand; TRAVELS ON MY ELEPHANT. 2. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 3. Jim Garrlson: ON THE TRAIL- OF THE ASSASSINS. 4. David McKie: THE ELECTION: A VOTER’S GUIDE. 5. M. Sanderson: TYHE MAKING OF INSPECTOR MORSE. 8. Hannah Hauxwell: SEASONS OF MY LfFE. 7. Kitty Kelley: NANCY REAGAN: THE UN- AUTHORIZED BIOGRAPHY. 8. Hannah Hauxwell: DAUQHTER OF THE DALES. 9. Timothy Good: ALIEN LIAISON. 10. John Harvey-Jonea: GETTING IT TOGETHER. (Byggt é The Sunday Times) Bandaríkin Skðldsögur: 1. John Grisham: THE FIRM. 2. Mary Hlgglns Clark: LOVES MUSIC, LOVES TO OANCE. 3. Danlelle Steel: HEARTBEAT. 4. Fannle Flagg: FRIED GREEN TOMATOES AT THE WHISTLE STOP CAFE. 5. Pat Conroy: THE PRINCE OF TIDES. 6. V.C. Andrews: TWIUGHT S CHILD. 7. John Sandford: EYES OF PREY. 8. Sandra Brown: TEXASI SAGE. 9. Martha Grlmea: THE OLD CONTEMPTtBLES. 10. Michael Crlchton: JURASSIC PARK. 11. Terry Brooks: THE DRUID OF SHANNARA. 12. Judlth Krantz: DAZZLE. 13. Josephine Harl: DAMAGE. 14. LaVyrle Spencer: FORGIVING. 15. Jude Deveraux. ETERNITY. 1$. Gail Godwin: FATHER MELANCHOLY’S DAUGHTER. Rit almenns eðlis: 1. Julia Phltipa: YOU'LL NEVER EAT LUNCH IN THIS TOWN AGAIN. 2. Robert Bly: IRONJOHN. 3. Deborah Tannen: YOU JUST DON’T UNDERSTAND. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLEO. 5. Jack Olsen: PREDATOR. 6. V. Bugfiosi & B.B. Henderaon: AND THE SEA WILL TELL. 7. Peter Mayie: A YEAR IN PROVENCE. 8. Jlm Garrlson: ON THE TRAIL OF THE ASSASSINS. 9. Jlm Morrs: CROSSFIRE. 10. Kenneth C. Oavis: OON’T KNOW MUCH ABOUT HISTORY. (Byggt é New York Times Book Review) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: SIGNALKANONEN OG ANDRE SKR0NER. 2. Andre Brink: RYGTER OM REGN. 3. Carft Etlar: GJ0NGEH0VDINGEN. 4. Mary Wesley: IKKE EN AF OEN SLAGS PIGER, 5. Betty Mehmoody: IKKE UDEN MlN DATTER. 6. Herbjorg Wassmo: DINAS BOG. 7. Regine Deforges: PIGEN MED DEN BLÁ CYKEL, 6. Leif Davldsen: DEN RUSSISKE SANGERINDE. 9. Lelf Davidsen: UHELLiGE ALLIANCER. 10. Cartt Eilar: DRONNINGENS VAGTMESTER. (Byggt á Politlken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Vísindi óvissunnar Kaos er hið forna gríska orð um óskapnaðinn - það sem var áður en sköpun heimsins átti sér stað. Nú til dags er orðið kaos hins vegar þekkt sem nafn á tiltekinni grein stærðfræði sem tölvutækn- in hefur fætt af sér og gert vin- sæla með frábærum skjámynd- um sem gjarnan eru kenndar við Mandelbrot. Það er í reynd ógerlegt að segja fyrir meö nokkurri vissu til lengri tíma um hreyfingar hlutar sem verður fyrir áhrifum úr fleiri en tveimur áttum. Hvað þá ef ferl- ið er flóknara. Kaos-kenningin kemur þar til hjálpar vegna þess að hún tekur tillit til hins óvissa, ófyrirsjáanlega. I þessari bók eru 18 greinar um hinar ýmsu hliöar kaos-kenning- arinnar eftir jafnmarga vísinda- menn en þeirra á meðal er Beno- it Mandelbrot. Greinaflokkurinn birtist fyrst í bresku tímariti, New Scientist. Hér eru forsendur kenningarinnar útskýrðar en einnig fjallað um notagildi henn- ar á ijölmörgum sviðum. Grein- arnar eru flestar við hæfi al- mennra lesenda. c THE NEW SCIENTIST GUIDE TO CHAOS. Ritstjóri: Nina Hall. Penguin Books, 1992. M i JLiájM t lliil Stardust A mtirderer stalks thc star of Hollywoúá's hottest TV serfes and Sponser s on Sjónvarpsdís í hættu stödd Jill Joyce er afar vinsæl banda- rísk sjónvarpsstjarna. Hún er einnig frek, eigingjörn og drykk- felld og svo er einhver að hóta henni lífláti. Spenser, einkaspæjarinn snjalli, er fenginn til að gæta gyðj- unnar og komast að þvi hver það er sem hefur í hótunum við hana. Fyrst í stað tekur hann málið ekki alvarlega; lætur sér jafnvel til hugar koma að um sé að ræða hugarburð eða ofdrykkjuraus dísarinnar. En þegar „tvífari" Jill Joyce finnst myrt í sjónvarpsver- inu verður öllum ljóst að alvara er á ferðum. Þá fer Spenser í ferðalag tfi að rekja slóð sjón- varpsstjörnunnar vinsælu og kemur þá margt skuggalegt í ljós. Þetta er læsileg en frekar róleg sakamálasaga. Spenser er ólíkum ýmsum öðrum einkaspæjurum vinsælla bandarískra spennu- sagna að því leyti að hann er meira fyrir að beita heilanum en byssunni. Engu að síður kemst hann á leiðarenda. STARDUST. Höfundur: Robert B. Parker. Penguin Books, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.