Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Kvikmyndir Töfralæknirinn Hér eru þau skötuhjúin Connery og Bracco. Það er Sean Connery sem leikur Medicine Man. Flesta leikara dreymir um að slá í gegn og öðlast heimsfrægð, og það helst á einni nóttu. Það eru margir tilnefndir en fáir útvaldir. En eitt er að verða frægur og annað að viðhalda frægð sinni. Það er nokk- ur fjöldi leikara sem hefur slegið í gegn fyrir leik sinn í einni kvik- mynd en ná sér síðan ekki á strik aftur. Dæmi um þetta er Christoph- er Reeve, sem varð heimsfrægur fyrir að leika Superman í sam- nefndum myndum en hefur síðan týnst í meðalmennskunni. Sama gildir um Mark Hammill, sem lék hlutverk Luke Skywalkers í hinum vinsælu Star Wars myndum og síð- an ekki söguna meir. Margir þeirra leikara sem hefur tekist að vinna sér sess í hjörtmn áhorfenda eiga sína góðu og slæmu tíma. Á tímabili var varla hægt að fara á bíó án þess að sjá Robert Redford á hvíta tjaldinu. Hann leik- ur nú mjög lítiö í kvikmyndum og nýjustu myndir hans ganga iila eins og Havana. Það virðist sem hann hafi misst það aðdráttarafl sem hann hafði meðal kvikmynda- húsagesta. Nýlegra dæmi er Meryl Streep. Gagnrýnendur gátu varla haldið vatni þegar þeir lýstu frá- bærum leik hennar í myndum eins og The French Lieutenant’s Wo- man eða Sophie’s Choice. Hún virð- ist nú alveg horfin af sjónarsviö- inu. Gömlu brýnin Svo eru það þeir leikarar sem aUtaf virðast jafn vinsælir þótt árin færist yfir þá. Gott dæmi um þetta voru þeir Gary Grant, David Niven og svo James Stewart. Svo er það auðvitað gamla brýnið hann Sean Connery sem virðist verða vinsælli og betri leikari með hverri mynd- inni sem hann leikur í. Nýlega var frumsýnd nýjasta myndin hans sem ber heitið The Medicine Man og er leikstýrt af John McTierman. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur myndin marga galla. Það er eins og handritshöfundurinn hafi reynt að koma of miklu tU skila á skömm- um tíma. Hann reynir að byggja upp sama anda og John Huston tókst svo vel í African Queen. Inn í þann ramma blandar hann saman leit að lyfi til lækningar á krabba- meini og þeirri hugsjón að nú veröi að bjarga regnskógum Brasilíu. Þetta veika handrit vekur nokkra furðu því það er sjálfur óskarsverð- launahafinn Tom Schulman sem er titlaður handritshöfundur. Tom vann óskarinn fyrir gerð handrits- ins að myndinni Dead Poets Soci- ety. Stóru kvikmyndaverin buðu honum gull og græna skóga sem endaði með því að Tom tókst að selja handrit sem hann kallaði The Stand á einar 180 milljónir króna. Þaö þurfti síðan einn til tvo aðra handritahöfunda til að endurskrifa þessa sögu áður en útkoman varð handritið að Medicine Man. Ástirogævintýri Sean Connery leikur í myndinni lífefnafræðing að nafni dr. Robert Campbell, sem hefur starfað í ein 6 ár í Amazonfrumskóginum. Fyr- irtækið, sem styrkir rannsóknir hans, ákveður að senda mann til að kanna hvernig þær gangi. Til fararinnar velst ung hámenntuð stúlka að nafni dr. Rae Crane (Lorraine Bracco) og þar með er búið að gefa áhorfendum vísbend- ingu um hvað gerist næst. Connery sýnir stúlkunni niður- stöður úr rannsókn sinni sem benda til þess að honum hafi tekist að einangra efni úr vifitu blómi sem veitir lækningu gegn krabba- meini. Þau skötuhjúin rökræða og rífast um niðurstöður hans sem endar með því að Connery tekur hana með sér í rannsóknarleiðang- ur til að skoða þessi sérstæðu blóm. Smátt og smátt fer að myndast per- sónulegt samband á milli þeirra og rómantíkin fer að blómstra. Þau veröa einnig vitni að mikilli skóg- areyðingu sem undirstrikar mikil- vægi þess að friða hluta frumskóg- arins í Amazon til að óborganleg- um plöntum og dýralífi verði ekki útrýmt. Mikið fjör Það virðist oft hafa gengið mikið á meðan stóð á kvikmyndatökum á The Medicine Man. Þessi mikli hiti og háa rakastig í frumskógin- um virðist hafa farið í taugamar á leikurunum. Sean Connery heimt- aði að unnið yrði á tveimúr vöktum til að hann gæti farið 3 dögum fyrr en áætlaö var. Gárungamir segja aö hann hafi verið búinn að lofa að leika golf og því viljað flýta sér. Lífið virðist heldur ekki hafa veriö neinn dans á rósum ef marka má lýsingu Connerys frá þeim stað þar sem kvikmyndatökur fóm fram. „Maturinn var vondur, og allir urðu að borða á sama staö því skilj- anlega var ekki hægt að fara á neitt veitingahús. Allir urðu veikir, en ég slapp þó vel vegna þess að ég drakk nógu mikið af vodka. Til að kóróna allt var ekki hægt að fara neitt. Þegar ég er að vinna viö kvik- myndatökur vil ég geta skroppið í sund, farið á veitingastaði og fengið einhveija tilbreytingu. Þaö var ekki einu sinni hægt aö fara á bíó. Það var að vísu einn tennisvöllur sem leit út eins og ströndin við Dunkirk." Erfið leikkona Einnig virðist samkvæmt blaða- greinum sem mótleikkona Conner- ys, Lorraine Bracco, hafi verið illa undirbúin, gleymt þvi sem hún átti að segja hvað eftir annað auk þess að taka leik sinn ekki of alvarlega. Þetta kemur nokkuð á óvart því Bracco hafði fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni Goodfellas og Radio Flyer. Leikstjórinn Richard Donner haíði kallað Brocco „þá stórkostlegustu og tilfinninganæ- mustu leikkonu" sem hann hefði starfað með. Leikstjórinn McTier- man reynir hins vegar að gera lítið úr öllu og segir að vandræðin hafi skapast vegna þess hve reynslu- laus hann væri að umgangast leik- ara. En þessi .óatvinnumannslega framganga Brocco virtist meira segja koma prúðmenninu Connery úr jafnvægi sem stundum varð mjög pirraður yfir seinaganginum. Spennumyndir Medicine Man er frumraun McTierman sem sambland af spennu- og gamanmynd. Síðan hann leikstýrði The Demon’s Daughter árið 1974 hefur hann gert nokkrar miög góðar spennumynd- ir. Hann var í vandræðum með að fá einhvern til að dreifa The Dem- on’s Daughter svo hann settist nið- ur og skrifaði kvikmyndahandrit sem hann kallaði Nomans. Myndin fjallar um ljósmyndara sem ákveð- ur að fylgjast með heimilislausum hópi glæpalýðs sem ráfar um stræti Los Angeles. Það var síðan gerð kvikmynd eftir þessari sögu og ekki nóg með það heldur fékk McTierman að leikstýra myndinni líka. En gagnrýnendur hötuðu myndina og McTierman hélt að hann fengi aldrei aftur að leikstýra kvikmynd. En þá hringdi í hann framleið- andinn Joel Silver og spurði hvort hann hefði áhuga á að leikstýra Umsjón Baldur Hjaltason mynd um varmenni sem réöst á hermenn úr launsátri og dræpi þá. McTierman ákvað aö þiggja boðið og útkoman varð Predator með vöövabúntinu Amold Schwartzen- egger í aöalhluverki. Myndin gekk mjög vel og aðeins 3 mánuðum eft- ir að McTierman lauk við Predator var hann farinn að leikstýra Bruce Wilhs í Die Hard. Lífið var engin dans á rósum fyrir McTierman því Die Hard var kvikmynduð í Fox Plaza sem verið var að byggja og framkvæmdastjórar Fox stóðu næstum því yfir honum til aö ganga úr skugga um að hann skemmdi ekki neitt. Ekki var heldur neitt auöveldara að leikstýra næstu stórmynd sem var The Hunt for Red October því rétt áður en kvik- myndatakan hófst hætti aðalleik- arinn Klaus Maria Brandauer við og samningar hófust við Sean Connery sem tókust á síðustu stundu. Miðað við þessar myndir setja margir upp spurningarmerki hvernig harðjaxh eins og McTier- man tekst að koma ástarsambandi þeirra Connery og Bracco tíl skha. Þrátt fyrir aht þetta frekar nei- kvæða umtal hefur Medicine Man gengið þokkalega vestanhafs enda virðist gamla brýnið hann Connery enn draga að áhorfendur persónu- lega þótt efni myndariimar geri það ekki. Helstu heimildir: Variety, US today.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.