Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. 41 >v______________________________Trimm Reykjavíkurmaraþonið verðnr 23. ágúst: Greiðum bónus fyrir brautarmet „Maraþonhlaupiö í ár verður 23. ágúst og var sú dagsetning ákveöin fyrir allnokkru. Reyndar erum við svo óheppnir að úrslitaleikurinn í bikarkeppni Knattspymusambands íslands verður sama dag og er það til komið vegna landsleiks í heims- meistarakeppninni í knattspyrnu við Júgóslavíu í byrjun september. Það er því óhætt að segja að mikið verði á seyði þann daginn en maraþon- hlaupið mun halda sinni tímasetn- ingu en mál bikarúrslitaleiksins verður leyst þannig að allir geti unað glaðir við sitt. Fyrstu tvö árin voru þessir viðburðir sama daginn og þá fór allt vel og ég hef enga ástæðu til að ætla að svo verði ekki nú. Það er bara vonandi að Skaginn verði ekki í úrshtum því þá fer umferðin úr Akraborginni inn á hlaupaleiðina!" sagði Sigurður P. Sigmundsson í samtali við DV. Undirbúningurinn undir Reykja- víkurmaraþonið 1992 er nú vel á veg kominn og hefur Sigurður, sem er kunnur hlaupari, verið í hlutastarfi við að sinna honum undanfarna tvo mánuði. Ekki hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri til að sinna þeim verkefnum sem framundan eru en sennilega mun það koma í hiut Sig- urðar að taka við áðurnefndu starfi á allra næstu dögum. Þegar hafa ver- ið gerðir ýmsir samningar og m.a. við DV um að vera styrktaraðili líkt og á síöasta ári. Alltmeó hefðbundu sniði Sigurður segir að helsti ókosturinn við að hafa tvo stórviðburöi sama daginn sé að þá hljóti annar þeirra minni athygli í íjölmiðlum og hvað maraþonið varði að þá skapi þetta aukið stress á hlaupaleiðinni vegna umferðarþungans. Hvað sem hður öllum skipulagsatriðum að þá verður stofnar samtök íþróttasamband islands hefur ákveðiö að stofna íjöldasamtok til eflingar almenningsíþróttum og ÚÖvist undir kjörorðinu „Heil- bngt líf - Hagur alira". íþróttasambandið hyggst eiga samstarf við sem flest samtök, stofnanir, starfshópa, fyrirtæki o.fl. sem láta sig varöa hohustu og heilbrigði fólks á öllum aidri, hvort heldur samstarfsaöilarnir eru innan eða utan íþróttahreyf- ingarinnar. Formleg stofnun samtakanna fer fram í maí nk. og þar verður m.a. kynnt reglugerð samtak- anna, kjörin stjóm, rætt um áformaða starfsemi o.fl. ÖUum aðilum sem hafa áhuga á sinni eigin heilsu eða annarra er hér með boðin þátttaka. Áhugasamir geta haft sfmasambandi við skrii- stofuISfísíma 91-813377. - segir Sigurður P. Sigmundsson Frá Reykjavíkurmaraþoni. I fyrra voru þátttakendur 2400 en í ár er búist við að þeir verði enn fleiri. Trimmsiöan verður með leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og verða þær fyrstu í blaðinu nk. laugardag. Maraþonið í ár verður með hefðbundu sniði, segir Sig- urður. maraþonið í ár með hefðbundu sniði. Áform voru uppi um að breyta skemmtiskokkinu á þann veg aö hlaupnar yrðu tvær vegalengdir, 5 og 10 km, en nú hefur verið horfið frá því. Sem fyrr verður boðiö upp á maraþon, hálfmaraþon og skemmti- skokk, sem eru 7 kílómetrar. En það er þó ekki alveg rétt að aht sé með hefðbundnu sniði því eftir einhveriu er að slægjast fyrir þá sem skara fram úr og taka þátt í hlaupinu til þess að sigra. „Við ætlum að gera aðeins meira í því en áður að fá er- lenda hlaupara til að mæta en það hefur eilítið dottið niður aðsóknin í þeim efnum upp á síðkastið. Þess vegna ætlum við að greiöá bónus þeim hlaupara sem nær að bæta brautarmetið og vonandi dregur það eitthvað að. Við byrjuöum með pen- ingaverðlaun í fyrra en í kynning- arbækhngunum misfórst að geta þess en nú verður bætt úr því. Nú eru sem sagt peningaverðlaun og bónus að auki fyrir besta árangur og það hlýtur að trekkja að.“ Gífurleg aukning þátttakenda í fyrra voru 2400 þátttakendur í hlaupunum, þ.e. maraþoni, hálf- maraþoni og skemmtiskokki, en árið áður voru þeir 1500. Aukning á milh ára er því gífurleg og Sigurður segist reikna með enn fleiri þátttakendum í ár. Skrifstofa Reykjavíkurmara- þonsins verður opnuð í apríl en auk undirbúningsins vegna hlaupsins hefur Sigurður unnið að gerð hand- bókar fyrir skokkara ásamt Gunnari Páh Jóakimssyni sem einnig er kunnur hlaupari. Bókin heitir Skokkarinn 1992 og hefur að geyma ýmsar hagnýtar upplýsingar en út- gáfudagurinn er mn næstu mánaða- mót og verður fjallað um bókin í DV þegar þar að kemur. Trimmsíða DV mun fylgjast grannt með undirbúningi fyrir Reykjavík- urmaraþonið og birta leiðbeiningar fyrir þá sem eru að undirbúa sig undir hlaupið og verða fyrstu upp- lýsingarnar þar að lútandi í DV nk. laugardag. I tengslum við þessa um- fjöllun óskar trimmsíðan eftir því að heyra í fólki sem ætlar að taka þátt í maraþoni, hálfmaraþoni eða skemmtiskokki en ætlunin er að fylgjast með undirbúningi nokkurra einstaklinga eða hópa, hvort heldur hlaupið er styttri eða lengri vega- lengd. -GRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.