Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Side 44
56
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992.
Meimiiig
Kristinn á sinfóníutónleikinn
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika s.l. fimmtu-
dagskvöld. Stjórnandi var Igor Kennaway frá Bret-
landi. Kristinn Sigmundsson, baríton, söng einsöng. Á
verkefnaskránni voru verk eftir Richard Wagner,
Gustav Mahler og Pjotr Tsjajkovskíj.
Forleikur og „Isoldes Liebestod" úr óperu Wagners,
Tristan og Isolde, er ugglaust einhver frægasta tón-
smíö nítjándu aldar. Margar bækur hafa verið skrifað-
ar um þetta verk og mörg voru undrunar- og gleðiefn-
in sem menn fundu í verkinu. M.a. var talið að Wagn-
er hefði fundið upp nýjan hljóm og var honum geíið
nafnið Tristan hljómur og heyrist hann þegar í upp-
hafi. Verkið hafði mjög mikil áhrif á önnur tónskáld,
sumpart vegna hinnar flóknu en áhrifamiklu bygging-
artækni sem notuð er en einnig vegna þess að það er
einfaldlega mjög fögur tónlist. Formið er í raun mjög
flókið, en áheyrandinn verður þess lítt vart því að öll ■
slík smíðaför eru vandlega falin og koma aðeins í ljós
við nánari athugun. Þar sem óperan öll er mjög langt
verk og ekki á færi annarra en harðvítugustu áhuga-
manna að hlýða á það allt í einu var sem betur fer
gerður hljómsveitarútdráttur úr fegurstu köflunum,
forleiknum og ástardraum Isoldar, og er hann mjög
mátulegur að lengd fyrir venjulegt fólk. Sá partur var
fluttur á þessum tónleikum. Þegar hlýtt er á verkið
vekur það alltaf jafn mikla undrun hve lengi Wagner
tekst að halda sínu stuttaralega stefjaefni lifandi og
allt til loka virðist hann eiga meira í pokahorninu. Þaö
er einnig gaman að heyra hve vel honum tekst að forð-
ast væmni og tilgerð, þrátt fyrir ástríðuþungann og
hinar heitu tilflnningar sem verkið er allt þrungið af.
í samanburði við verk Wagners voru önnur verk á
tónleikunum heldur þunnur þrettándi. „Söngvar föru-
sveins" er skemmtileg og vel gerð tónsmíð og sýnir
vel hvílíkur snillingur Mahler var í hljómsveitarút-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
setningum en flutt svona í beinu framhaldi af Tristan
virtist hún heldur lítil að innihaldi. Tsjajkovskíj liggur
meira á hjarta í sjöttu sinfóníu sinni, einkum fyrsta
kaflanum. Verkið er hins vegar of langt og heldur
ekki áhuga nútímamanna til enda.
Flutningur hljómsveitarinnar var þokkalegur,
Wagner kom einna best út en Tsjajkovskíj síst. Hljóm-
sveitarstjórinn virtist stundum stjórna meir af ákafa
en innlifun og voru sumir tilburðir hans lítt skiljanleg-
ir, eins og þegar hann steytti hnefa að saklausum
hljómsveitarmönnum án þess að nokkuð tilefni væri
sjáanlegt. Kristinn Sigmundsson hins vegar kom, sá
og sigraði. Hann söng mjög fallega og rödd hans naut
sín eins og best verður á kosið, nema ef til vill í öðru
laginu sem virtist liggja fullhátt fyrir hann.
Bíóborgin/Laugarásbíó - Víghöfði: ★★★ ‘A
Áskorun Scorsese
Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese hefur öðlast
frægð fyrir að gera persónulegar og ógróðavænlegar
gæðamyndir sem fá betri dóma en aðsókn. Það kom
því mörgum á óvart þegar hann samþykkti, að eggjan
vina sinna Steven Spielberg og Robert DeNiro, að gera
nýja og dýra útgáfu á þijátíu ára gamalli spennu-
mynd: Cape Fear, með stórleikurum og hárri kostnað-
aráætlun. Þetta yrði hans fyrsta „stórgróðamynd".
Gamla Cape Fear var um viröulegan lögfræðing og
heilnæma fjölskyldu hans sem sætir ofsóknum frá
fyrrverandi tugthúslim og sadista. í endurgerðinni
eftir breytingar Scorsese er fjölskyldan í molum vegna
streitu og framhjáhalds fjölskylduföðurins sem hefur
ekki eins sterka siðferðiskennd og ætlast er til af manni
í hans starfi. Scorsese leggur síðan áherslu á sálrænar
og kynferðislegar flækjur fjölskyldunnar sem gera
hana berskjaldaðari þegar tugthúslimurinn fer að
snúa fjölskyldumeðlimum hverjum gegn öðrum.
Það er skemmst frá því að segja að þær breytingar
sem Scorsese hefur lagt áherslu á eru það sem gefur
sögunni þann kraft sem hún hefur. Fjölskyldan er
raunveruleg og tugthúslimurinn Max Cady er núna
refsiengill sem hún hefur kallað yfir sig vegna eigin
margvíslegra synda.
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Frábær leikhópur fyllir síðan hlutverkin, hvert öðru
betra. Robert DeNiro leikur Max Cady með stæl. Per-
sónan er ekkert sérlega djúp en hann er mjög sannfær-
andi, með lágstéttarhreim og húðflúraðan líkama.
Hann er djöfullega útsmoginn, fágaður og fyndinn á
yflrborðinu en ófreskja undir niðri. Leynivopn hans í
baráttunni við Bowden-fjölskylduna er táningsdóttir-
in, Danny. Cady vefur henni auðveldlega um fingur
sér í einu rafmagnaðasta atriði seinni ára. Hin unga
Juliette Lewis er geysigóð gelgja, tilfinningaleg flækja
og vanrækt af foreldrunum. DeNiro og Lewis voru til-
nefnd til óskars að verðleikum. Litlu síðri er Nick
Nolte sem syndugi fjölskyldufaðirinn og Jessica Lange
fylhr út í móðurina eins og henni er einni lagið. Sér-
staka athygli vekur Illeana Douglas, sem aðdáandi
Nolte, og fómarlamb Cady í miskunnarlausu atriði.
Scorsese undistrikar hér, það sem hann sýndi í Good-
fellas, að hann kann að nota ofbeldi á þann hátt að
áhorfandinn upplifir ekkert annað en ógleði og hryll-
Leikhópurinn er frábær í Víghöfða. Á þessari mynd
eru Juliette Lewis, Jessica Lange og Nick Nolte.
ing að horfa á það. Ofbeldið er einfaldlega of raunveru-
legt og rætur þess of sannfærandi. Ef einhver mynd
er ekki við hæfi viðkvæms fólks, þá er það þessi. En
svo má líka alltaf loka augunum.
Scorsese er kraftmikill leikstjóri og líkt og Oliver
Stone, þá er hann ekki hræddur við að fara óhefð-
bundnar leiðir í myndatöku og klippingu þegar honum
finnst það eiga við. Hérna notar hann meðal annars
negatífa mynd, „fade-out“ í rautt og gult, frádráttar-
skot sem byrja í hurðarhúnum og álíka. Snöggar khpp-
ingar með hvellum hljóðum hamra látlaust á áhorf-
andanum og halda úr jafnvægi og drungaleg tónlist
Elmer Bemstein, sem er bein endurgerð á tónlist Bern-
ard Herrmann úr gömlu myndinni, á sérlega vel við
hér. Scorsese hefur tekist það sem vakti fyrir honum,
að sanna að hann gæti gert Hollywood-framleiðslu
með áhorfandann í huga og grætt pening fyrir kvik-
myndaverið.
Eins og í öllum „gróða“-spennumyndum þá þarf hið
góða að yfirvinna hið illa og í lokaátökum myndarinn-
ar gerir Scorsese sín einu mistök. Scorsese hefur sagt
að hann hefði bara fylgt þeirri forskrift sem áhorfend-
ur væru vanir að fá en ég held að eftir að hafa setið
undir þessari yfirburða spennumynd þar sem ofbeldiö
nístir og það neistar af persónunum þá hefðu þeir
verið tilbúnir fyrir eitthvað annað en yfirkeyrðan
foi'múluendi.
Cape Fear (Band - 1991) 128 mín. Handrit: Wesley Strick,
byggt á handriti James R. Webb og bók James D. McDonald.
Leikstjórn: Martin Scorsese (Goodfellas, Color of Money).
Leikarar: Robert DeNiro, Nick Nolte (Q & A, The Deep), Jesslca
Lange, Juliette Lewis, Joe Don Baker, Robert Mitchum, Greg-
ory Peck, llleana Douglas.
Andlát
Guðbjartur Kristjánsson, Lækja-
móti, lést 18. mars í Sjúkrahfisi
Stykkishólms.
Guðlaugur Jónsson, Nönnustíg 14,
Hafnarfirði, lést í Vífilsstaðaspítala
að morgni 19. mars.
Guðmundur Guðmundsson, Dvalar-
heimilinu Höföa, Akranesi, áður
Kleppsvegi 52, lést í Sjúkrahúsi
Akraness að kvöldi 19. mars.
Guðrún Arngrímsdóttir, Melabraut
18, Seltjamarnesi, lést 19. mars sl.
Ólafía Guðmundsdóttir, Háteigsvegi
17, andaðist 17. mars.
Tilkyimingar
Kynningarrit kirkju-
garða Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
hafa nýlega gefið út kynningarrit um
starfsemi sma og nefnist það Þjónusta í
60 ár. í ritinu er margvíslegur fróðleikur
um kirkjugarðana, sem þjónað hafa íbú-
um Reykjavikur, Kópavogs og Seltjam-
amess fyrr og síðar. Á þessu ári em 60
ár liðin frá þvi að söfnuðimir í Reykjavík
tóku að sér rekstur Kirkjugarðanna. Á
komandi vetri verður Fossvogsgarður
fullgrafinn nema á frátekna reiti og flyst
þá greftrun upp í Gufuneskirkjugarð.
Breiðfirðingafélagið
Félagsvist á morgun, sunnudag, kl. 14.30
í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Húnvefningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð,
Skeifúnni 17. Paravist. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara,
Kópavogi
Spilað verður bingó í dag, laugardag 21.
mars, að Digranesvegi 12 kl. 14. Húsið
öllum opið.
Félag eldri borgara
Félagsvist spiluö í Risinu á sunnudag kl.
14. Dansað í Goðheimum kl. 20.
Silfurlínan
Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta
fyrir eldri borgara alla virka daga kl.
16-18. Aðstoðum við að versla, höfum
viðgerðarmenn og fl.
Myndgáta dv
Frumsýning leikfélags
Kópavogs
Leikfélag Kópavogs frumsýnir á morgun,
sunnudag, „Son skóarans og dóttur bak-
arans“ eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri
er Pétur Einarsson. Leikritið er eitt af
síðustu leikritum Jökuls Jakobssonar og
var það frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið
1978. Þetta er ein fjölmennasta uppfærsla
Leikfélags Kópavogs til þessa, aÚs taka á
fimmta tug manna þátt í sýningunni, hm-
an sviðs sem utan. Sýnt er í Félagsheim-
ili Kópavogs og em allar upplýsingar um
sýningardagana veittar í síma 41985.
Málþing um myndlist
Þann 23. mars nk. kl. 20 efnir Menning-
armiðstöðin Gerðuberg til málþings um
stöðu íslenskrar myndlistar. Fjallað
verður um breytt viðhorf til aðferða og
hugsunaliáttar í myndhst eftir 1970. Um-
sjónarmenn málþingsins em Hannes
Lámsson en auk hans em frummælend-
ur Helgi Þorgils Friðjónsson, Rúri og
Þorvaldur Þorsteinsson. Eftir framsögu-
erindi verða almennar umræður. Allir
velkomnir.
Áfiugamcmnaféíag
ís(enzl<gn ýfœðaBurð
Áhugamannafélag um
íslenskan klæðaburð
Nýlega var stofnaður félagsskapur fyrir
ailt hresst fólk. Nafn félag'sins er Áhuga-
mannafélag um íslenskan klæðaburð.
Markmið félagsins er að ná saman öllu
glaðlegu fólki í einn og þéttan hóp með
það markmið að eyða frítímanum aldrei
í ekki neitt. Fréttabréf verður gefið út
mánaðarlega og er það fyrsta komið út.
Út þessa viku verður kynning á starfsemi
félagsins í Krmglunni fram að stofnfundi
en formlegur stofnfundur verður sunnu-
daginn 22. mars kl. 21 að Hótel Borg.
Allir sem vilja gera eitthvað nýtt em
velkomnir.
Sýningar
Málverkasýning á Hvolsvelli
Gunnar Guösteinn Gunnarsson (Gussi)
listmálari heldur málverkasýningu í
veitingaskálanum Hlíðarenda á Hvols-
velli, Rangárvöllum. Efni málverkanna
er sótt í áhrif frá íslenskri náttúm. Sýn-
ingin er sölusýning og stendur fram í
miðjan apríl.
Blaðaljósmyndasýningin
framlengd
Vegna mikillar aðsóknar og fiölmargra
óska hefur Blaðaljósmyndasýningin ver-
ið franúengd til sunnudagsins 22. mars.
Á sýtúngunni, sem er í Listasafni ASÍ við
Grensásveg, era um 100 bestu blaðaljós-
myndimar frá liðnu ári. Sýningin er opin
kl. 14-19.
Fundir
Fuglaverndunarfélag íslands
Síðasti fræðslufundur vetrarins verður
haldinn þriðjudaginn 24. mars nk. Þá
mun Gunnlaugur Pétursson verkfræð-
ingur og kunnur áhugamaður um fugla,
flytja erindi sem hann hann nefnir: Vest-
rænir flækingsfuglar á íslandi. Að lokn-
um fyrirlestri verður aðalfundur Fugla-
vemdunarfélagsins. Fundurinn, sem er
öllum opinn, verður haldinn í stofu 101
í Odda, húsi hugvisindadeildar Háskól-
ans og hefst kl. 20.30.
Aðalfundur AFS
á Islandi
verður haldinn sunnudaginn 22. mars kl.
14. Á dagskrá fundarins em venjuleg
aðalfundarstörf auk umræðna um fram-
tíð félagsins og breytinga sem verða á
starfi þess á næstu mánuðum. Fundurinn
verður haldinn á skrifstofu félagsins á
þriðju hæð Kjörgarðshússins, Laugavegi
59, og verða kaffiveitingar að honum
loknum. AthygU félagsmanna er vakin á
því að inngangur í húsið er frá Hverfis-
götu. Stjórn félagsins hvetur atkvæðis-
bæra félagsmenn til að mæta á fundinn.
Athugasemd
í DV þriðjudaginn 17. mars er birt
viðtal við tvö ungmenni, 15 og 16 ára
gömul, þar sem þau greina frá vímu-
efna- og aíbrotaferli sínum. Haft er
efitír þeim að þau hafi verið í veit-
ingahúsinu Ölveri sunnudagskvöld-
ið næst á undan og haft þar peninga
af gesti.
Af þessu tilefni skal tekið fram að
umrædd ungmenni voru ekki í Öl-
veri þetta sunnudagskvöld né í önn-
ur skipti. Hafi þau verið á veitinga-
stað fyrmefnt kvöld er um einhvem
annan stað að ræða. Reglum um lág-
marksaldur gesta er fylgt strangt eft-
ir í Ölveri og fá engir inngöngu sem
eru undir tilskildum aldri.
Með kveðju og fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Magnús P. Halldórsson
framkvæmdastj óri