Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. 9 125 áraverslunarafmæliBorgamess: Sérverslanir alltaf þrifist hér - segirErlaBjörkDaníelsdóttir „Þegar ég byijaði við verslunar- störf, aðeins íjórtán ára gömul, var sveitaverslunin nær allsráðandi hérna í Borgamesi. Síðan fóru sér- verslanirnar að spretta upp hver af annarri. Þegar við byrjuðum með búðina okkar var mikið af slíkum verslunum hér og mikið líf í kring um þær,“ segir Erla Björk Daníels- dóttir, kaupmaður í Borgarnesi. Erla Björk rekur í dag elstu sérverslunina í Borgarnesi sem verið hefur í eigu sömu aðila frá stofnun, Verslunina Ísbjörninn/Bókabúð Grönfeldts. Borgnesingar fagna 125 ára versl- unarafinæli um þessa helgi. 22. mars 1867 fékk Borgarnes verslunarrétt- indi en þar hafði verslun reyndar verið stunduð frá 1854. 1877 var fyrsta verslunarhúsið reist og fyrsta íbúðarhúsið ári síðar. Hófst þá bú- seta í Borgarnesi. í fyrstu voru danskir og norskir kaupmenn þar með verslun en síðar enskir. Eftir aidamót var starfrækt gistihús í Borgarnesi og nokkur þjónusta við ferðamenn. Vegir í nágrenninu höfðu verið lagfærðir og allnokkrir áttu hesta og vagna sem notaðir voru við uppskipun. Síðan jókst verslun jafnt og þétt og síðastliðna tvo áratugi hefur aUnokkur uppgangur verið í Borgarnesi. Fjöldi nýrra iðnfyrir- tækja, þjónustufyrirtækja og stofn- ana auk samgöngubóta eiga þar hlut að máli. Munar þar ekki minnst um Borgarfjarðarbrúna sem tekin var í notkun 1981. í Borgarnesi búa nú um 1800 manns. Viðmælendur DV sögðu sumir að verslun í Borgamesi hefði tekið nokkram breytingum með tilkomu brúarinnar. Þá hefði alls kyns þjón- usta við ferðamenn tekið mikinn kipp upp á við en önnur verslun dal- að. Umferðin hefði verið í báðar áttir - um leið og fleira ferðafólk hefði komið í Borgames hefðu fleiri Borg- nesingar farið út úr bænum í versl- unarerindum. Erla Björk segir verslun hafa tengst fjölskyldunni frá því snemma á öldinni. Hún er sjálf innfæddur Borgnesingur og maðurinn hennar, Frá Englendingavík við Borgarnes um 1930. Aðgrunnt er við Borgarnes og því líklegt að sjórinn hafi verið hlýr þegar myndin var tekin en þar sjást hraustir Borgnesingar við sundiðkun. Verslunarhús Kaupfé- lagsins, Bryde-hús, eru í baksýn. Þórleifur Grönfeldt, sem lést fyrir sex árum, var frá Beigalda í Borgar- hreppi. Faðir hans kom til landsins til að kenna íslendingum meðferð mjólkur. Hann rak síðan Hótel Borg- ames um tíma. Seldu mikið af fatnaði „Ég byijaði að vinna hjá verslunar- félaginu Borg 14 ára og hef ekki unn-" ið við annað en verslun síðan. Við hjónin stofnuðum okkar eigin versl- un 17. júní 1956. Þá var mikil sveita- verslun í Borgamesi en við tengd- umst henni lítið, vorum ekki með reikningsviðskipti. Við byijuðum að selja tískuvörur og síðan bættust aUs kyns gjafavörur við. Það gekk vel þegar við byijuðum, við seldum heil- mikið af fatnaði. Bækurnar komu ekki inn fyrr en 1967. Við sóttum um bóksöluleyfi þegar önnur verslun hætti og fengum það. Eftir að maður- inn minn dó fyrir sex ámm ákvað ég að minnka við img og sníða mér stakk eftir vexti. Ég hætti að mestu með gjafavörurnar og flutti búðina nokkrar húslengdir.“ Meðal sérverslana, sem vom í Borgarnesi þegar Erla og Þórleifur byijuðu með sína verslun, voru Verlsunarfélagið Borg, Verslunarfé- lag Borgarfjarðar, Verslun Kristjáns Jónassonar eða Kiddabúð, Verslun Bjarna Guðjónssonar, Hannyrða- verslun Jórunnar Backmann og fleiri. „Það hefur orðið nokkur breyting á verslun síðan þá, margar sérversl- anir hafa hætt. Það var meira fólk á ferðinni í þá daga, meira umstang. Brúin var náttúrlega stórkostleg samgöngubót en áður en hún kom til var mjög blómleg verslun hérna. Fólk kom úr nágrenninu og það var töluvert líf. Með brúnni jukust hins vegar verslunarferðir fólks suður en með auknum áróðri fyrir verslun í heimabyggð hefur þetta lagast.“ Opnum í dag glæsilega gluggatjalda- og vefiiaðarvöruverslun í SKEIFUNNI8 15% afmælisafsláttur í öllum Vogue búðunum til mánaðarmóta. Opið kl. 10-2 í dag. Skeifiinni 8, sími 814343. Skólavörðustíg, Mjóddinni, Hafnarfirði, Selfossi, Keflavík, Akureyri. Alltaf einhver traffík Erla segir verslunarhætti fólks ekki hafa breyst neitt óskaplega þau 35 ár sem hún hefur rekiö verslun sína. Reyndar spáir fólk meira í verð- lag núna en áður. En er einhver traff- ík í búðinni hennar? „Þetta er árstíðabundið. Rólegustu mánuðirnir eru eftir áramótin. Fólk kaupir ekki bækur nema fyrir jól og svo vegna afmæla og ferminga og þess háttar. Ég er umboðsmaður fyr- ir öll stóru happdrættin svo að það er alltaf einhver traffik hjá mér. Annars er ég ein eftir að ég flutti verslunina fyrir 3 ámm, áður af- greiddum við tvær. Þó ég selji bæði bækur og fatnað þá er þetta ekki stærra en svo að ég ræð við þetta ein. En búðin gengur áægtlega, sérversl- un hefur alltaf þrffist hér og munu alltaf gera það, hvað sem öllum svipt- ingum liður,“ segir Erla. -hlh Erla Björk Danielsdóttir kaupmaður í verslun sinni, versluninni ísbirnin- um/Bókabúð Grönfeldts, í Borgarnesi. Það er elsta starfandi sérverslunin þar sem verið hefur i eigu sömu aðila frá stofnun. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.