Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. 15 'iímB Launþegar krefja ráöherrana um vaxtalækkun. DV-mynd Brynjar Gauti Svipta þarf ríkið dópinu Met var slegið á síðasta ári í rík- ishalla og skuldasöfnun. ísland þol- ir ekki miklu meira af slíku. Það er eins og landsfeðumir séu á „dópi“. Meðferðin á fjármunum landsmanna segir þá sögu. Eins og með aðra slíka flkla, er sjálfum þeim og öðrum hollast, að dópið sé tekið af þeim. Þjóðfélagið í hættu Yfirdráttur ríkissjóðs í Seðla- bankanum er eitt bölið. Yfirdrátt- urinn er sama og að prenta pen- inga, sem ekki er innstæða fyrir, og slá lán erlendis. Rétt væri að setja lög gegn þessum yfirdrætti, banna hann. Með lögum ætti einnig að banna halla á fjárlögum. Gengi þetta eftir, yrði ríkið að lifa af því, sem það næði inn með eðlilegum hætti. Ríkisútgjöld mundu einfald- lega vera stöðvuð, meðan ríkið ætti ekki' peninga. Það er svo um okk- ur, almenning í landinu, að við getiun ekki endalaust gengið á yfir- drátt á heftunum 1 einhveijum bankanna. Annars mundum við líklega gera það. Hallarekstur ríkisins þýðir auð- vitað, að ríkið slær peninga, innan- lands og erlendis. Þannig eyðilegg- ur ríkið fyrir okkur með því að vera of frekt á lánsfjármarkaðin- um. Það skemmir fyrir okkur og komandi kynslóðum með því að safna skuldum erlendis. Reynslan á síðastliðnu ári, með tvær mis- munandi ríkisstjómir á árinu, sýn- ir, að stemma þarf á að ósi. Lánsfjárþörf ríkisins var slík á síðasta ári, aö það tók til sín meira en nam öllum nýjum spamaði landsmanna. Friðrik Sophus_son tók í maí við af Ólafi Ragnari Grímssyni sem fjármálaráðherra. Friðrik og nýja stjómin ætluðu að draga úr lántökum ríkisins. En lán- takan jókst hjá Friðriki en minnk- aði ekki. Nú er töluverð hætta. Við lifum á ögurstund, svo að vitnaö sé í Einar Odd Kristjánsson, for- mann Vinnuveitendasambandsins. Nú verður að takast að laga þetta ástand, annars er ekkert víst, að okkur takist að halda uppi þessu samfélagi. Lánstraust okkar er- lendis er valt, eftir slíkt rosakennd- eri landsfeðra, eins og var á síðast- liðnu ári. Brestur getur verið nær en menn halda, eins og Einar Odd- ur segir. Áætlanir út í loftið Þetta er ekki sagt út í loftið. Ríkið hefur haldið uppi vöxtun- um, raunvöxtunum, í landinu. Það er engu líkara en landsfeðumir hafi ekki vitað sitt ijúkandi ráð í fyrra. Lítum á örfáar tölur í því sambandi. í byijun síðasta árs var gert ráð fyrir, að lánsfjárþörf ríkis- ins yrði 18 milljarðar króna en nýr innlendur spamaður yrði 36 millj- arðar, tvöfait meiri en ríkið þyrfti að láni. Þessi spá var endurskoðuð í maí, þegar nýja stjómin hafði tek- iö við. Þá var lánsfjárþörfin talin mundu nema 36 milljörðum króna og innlendi spamaðurinn yrði 26 milijarðar. Þegar upp var staðið, hefur lánsfjárþörf ríkisins í fyrra líklega numið 40 milljörðum og nýr, innlendur spamaður verið 32 milljarðar. Þessi saga er með ólíkindum. Menn eygja þó von í stöðunni. Við gætum verið að fara úr gamla tímanum í fjármálum inn í nýjan tíma, einmitt um þessar mundir. Fjármagnsmarkaðurinn opnast gagnvart útlöndum. Allar hand- aflsaðgerðir í þeim efnum ættu brátt að heyra sögunni tíl. Nú verða bankamir hér heima að spjara sig. Þeir verða brátt að sýna og sanna, að þeir geti staðizt samkeppni við erlenda banka á sama markaði. Innlendir vextir verða tfi dæmis aö standast hinum erlendu snúning. Þetta þýðir, að vextir muni lækka. Við ætium að tengjast evrópska myntkerfinu ECU. Það ætti að þýða, sé það gert í alvöru en ekki í plati, að bráðum ættu vextir að ráðast á fijálsum markaði og gengi krónunnar líka. Jafnvel Friðrik Sophusson sagði ennfremur á fundi í fyrradag: „Það gengur brátt ekki lengur, að ríkissjóður yfir- dragi í Seðlabankanum." Ríkissjóð- ur verður þá að sækja fé sitt á markaðnum, meðal annars með útgáfu ríkisskuldabréfa tfi skemmri tíma en verið hefur. Þetta er framfaraspor. Tenging krónunnar við ECU verður svo skref í þá átt, að mark- aðurinn ráði genginu og vöxtim- um, tfi viðbótar því sem fæst áður við opnun fjármagnsmarkaðarins. Þannig má vonast tfi, að ríkið verði svipt einhverju af dópinu. Frumvarp er einnig í undirbún- ingi um aukið sjálfstæði Seðla- Laugardags- pistilliim Haukur Helgason aðstoðarritstjóri bankans. Bankinn yrði eftir sam- þykkt þess ekki jafnháður ríkinu og verið hefur, yrði ekki hinn sami þræll ríkisstjóma lengur. Raunvextir í 6 prósent? Nú er verið að lofa vaxtalækkun. Rikissjóður bar ábyrgð á hæð vaxt- anna, og nú segist í'riðrilc Sophus- son fjármálaráðherra vilja lækka vextina með skfiyrðum. Talað er um, að raunvextimir gætu farið niður í 6 prósent í kjarasamningun- um. Raunvextir em hér of háir, ef miðað er við önnur lönd. Þeir em ívið hærri en á öðrum Norðurlönd- um og talsvert hærri en gerist í stærri iðnríkjum. Þessir vextir em auðvitað alltof háir í ljósi þess, að hér er kreppa. Einar Oddur segir, að tfigangslaust sé að „plana“ nærri verðbólgulaust land nema með því að lækka hina himinháu vexti. Ríkisstjórnin þarf að hafa forystuna um lækkunina. Hvaðan koma raunvextir í landi með engan hagvöxt, engan vöxt framleiðslunnar? Þannig spyr Ein- ar Oddur. Raunvextimir koma þá með því, að við etum upp það sem fyrir er. Vaxtalækkun nú útheimtir að sjálfsögðu, að hér ríki það jafn- vægi, sem þarf til. Þetta jafnvægi ætti að nást í efnahagslífinu, fari kjarasamningar eins og horfur em á, nær engin kauphækkun og bara tveggja prósenta verðbólga á árinu. Og auðvitað yrði tilgangslaust, að ríkið lækki vexti, nema bankarnir fylgi á eftir. En slík lækkun yrði að byggjast á markaðinum, fram- boði og eftirspum eftir fjármagni. Bankamir tregðast dálítið við um þessar mundir. Bankamenn van- treysta ríkinu og hafa fulla ástæðu til. Fyrri loforð um að minnka eða eyða hallanum á fjárlögum hafa reynzt hjóm eitt. Margir efast líka um, að ríkisstjóminni takist að framfylgja fyrirhuguöum sam- drætti í ríkisútgjöldum. Kröfumar em miklar, og gæðingar stjóm- málamannanna þurfa mikið fóður, einkum í kreppu, þegar aö sverfur. Þá gerist það að heita má alltaf, að ríkisstjómir gera ekki „það góða, sem þær vfija gera“. Milljarður í afskriftasjóð Landsbankans Bankamenn nefna ýmislegt, sem hnígur að því, að vaxtalækkunin verði ekki jafnmikil og að er stefnt. Landsbankinn var aö birta reikn- inga, sem sýna, að smávegis hagn- aður var á rekstri bankans á ný- liðnu ári. Samt lagði bankinn þús- und milljónir í afskriftasjóð tfi að mæta skuldum, sem tapast. Þannig em bankamir nú að afskrifa millj- arða vegna tapaðra skulda. Banka- menn telja sig þurfa að halda vöxt- um uppi til þess að ná þessu fram. Annars stefni 1 taprekstur hjá bönkunum eins og var á fyrri hluta síðastliðins árs. Marga milljarða þarf að afskrifa vegna tapa hjá hinum ýmsu sjóðum ríkisins. Bankarnir taka hagnaö sinn af vaxtamun, muninum á kjömm út- lána og innlána. Þessi vaxtamunur hefur verið meiri hér en annars staðar. Að sögn Ragnars Önundar- sonar, framkvæmdastjóra íslands- banka, var vaxtamunurinn hjá bönkunum 3,5 prósent í fyrra að meðaltali. En Ragnar segir, að ríkið beri töluverða ábyrgð á, hve þessi vaxtamunur er mikill með álögum á bankana, sumpart alveg úreltum álögum. Þar má nefna, að bindiskylda bankanna kostar þá fé, sem eykur vaxtamuninn, sem tfi þarf, um fjórðung úr prósenti. Gjaldeyris- skattur, landsútsvar, trygginga- gjald og skattaleg meðferð afskrifta útiána auka á vaxtamuninn, sem bankarnir þurfa. Samtals virðist ríkið því bera ábyrgð á nærri einu prósentustigi af vaxtamuninum hér á landi. Nú segja bankamenn, að ríkið eigi hið snarasta að af- leggja þessi gjöld. Ríkið ætti einnig, segja banka- menn, að bæta aðferðir sínar við sölu spariskírteina og annarra bréfa ríkisins. Þannig ætti ríkið ekki að miða vexti af spariskírtein- unum við útiánsvexti banka, held- ur innlánsvexti. í því fælist veruleg raunvaxtalækkun á markaðnum. Samanburður á kjörvöxtum banka og vöxtum spariskírteina ríkisins sýnir í öðrum löndum, að yfirleitt eru útiánsvextir tveimur prósentum yfir vöxtum á ríkisbréf- unum. Þannig gengur á ýmsu í umræð- unni nú, en vaxtalækkun er á hvers manns vörum. Bankamir, einkum Búnaðarbankinn, hafa síðustu mánuði verið að smálækka vexti. Yfirleitt hafa bankamir þó verið tregir til, og þá hefur gjaman verið undirstrikað, hversu margir, fyrir- tæki og heimili, fara á höfuðið um þessar mundir og geta ekki staðið í skfium - og bankamir tapa lánun- um. Hér á landi þarf að gera mikfi- vægar breytingar á íjármagns- markaðinum. Einkanlega þarf að stemma stigu viö því, að ríkið fari eyðandi eldi um markaðinn, eins og verið hefur. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.