Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. 25 Óskastund Stöðvar 2: „Loksins ánægð með útkomuna" - segir Edda Andrésdóttir, umsjónarmaður þáttarins Tveir dagar fara í æfingar i stúdíói fyrir beina útsendingu. I „litla“ salnum, þar sem Óskastundin fer í loftið, er því mikið um að vera rétt áður en stóra stundin rennur upp. Sigurður Jakobsson útsendingarstjóri segir mönnum hér til. Edda Andrésdóttir, umsjónarmaður Óskastundar, ræðir við Bergþóru Árna- Sigríður Beinteinsdóttir æfir sig. Starfsmaður heldur á spjaldi þar sem texti dóttur sex tímum fyrir beina útsendingu sl. þriðjudagskvöld. lagsins stendur skýrum stöfum fyrir söngkonuna. DV-myndir Brynjar Gauti „Þegar ákveðið var í upphafi að ég færi af stað með skemmtiþátt datt mér í hug að leyfa fólk um allt land að móta þáttinn með mér. Ég hringdi í alla bæjarstjóra kaupstaðanna og óskaði eftir samstarfi, að þeir veldu skemmtinefndir," sagði Edda Andr- ésdóttir, umsjónarmaður Óska- stundarinnar á Stöð 2, er DV gafst kostur á að fylgjast með undirbún- ingi þáttarins sl. þriðjudag. Bein útsending á skemmtiþætti á sér langím aðdraganda og miklar æfingar standa yfir áður en þáttur- inn fer í loftið eins og það er kallað. Edda segir að bæjarstjórar landsins hafl tekið ósk hennar vel á sínum tíma og samstarfið við skemmti- nefndimar gengið átakalaust. „Það eru fimm manns í skemmtinefnd á hverjum stað á mismunandi aldri. Nefndin á að vera tilbúin með sitt efni þegar kallið kemur. Einn frá hverri skemmtinefnd þarf síöan að mæta í þáttinn til að snúa skífunni en hún sýnir hvaða nefnd tekur til starfa næst,“ sagði Edda ennfremur. Það er ennfremur skemmtinefndin sem velur gesti sem fá að sitja í saln- um í útsendingu. Síðast en ekki síst er hlutverk hennar að finna fjölhæft fólk til að taka þátt í svokallaðri kraftakeppni. Þrír þættir eftir Edda segir að það hafi tekið nokk- um tíma að slípa þáttinn enda var rennt bhnt í sjóinn með þessu fyrir- komulagi. „Mér finnst eins og það hafi ekki verið fyrr en jólaþátturinn fór í loftið að hann hafi smolhð sam- an. Haustið var ákveðinn reynslu- tími fyrir okkur sem stóðum að þessu og þátturinn var að þróast afian þann tíma. En núna, þegar maður er orð- inn nokkuð ánægður með útkomuna, er komið að leiðarlokum því aðeins þrír þættir eru eftir,“ hélt Edda áfram. „Það er ofboðslega erfitt að þróa skemmtiþátt og ég hefði í raun aldrei trúað hvað skemmtihransinn er í raun erfiður," sagði Edda og hló. „Hljómsveitin í þáttunum, Sléttuúlf- amir, er skipuð tónUstarmönnum sem hafa ótrúlega reynslu og án þeirra væri ekki mikið gert,“ sagði hún. „Þessi tími hefur verið ákveð- inn reynslutími og ég held að fólk hafi þurft að venjast formi þáttarins. Það em aðeins tveir íslenskir skemmtiþættir á dagskrá, við og Hemmi Gunn. Óskastundin er iðu- lega borin saman við Hemma. Hann hefur hins vegar verið „einkasonur" þjóðarinnar í fimm ár og hefur þann hæfileika að vera í beinni útsendingu eins og engar myndavélar væm til á meðan við emm enn í þróuninni," sagði Edda ennfremur. Skemmtilegar uppákomur „Það hefur verið mjög spennandi að vinna við þessa þætti og gefið mér heilmikiö. Margt skemmtilegt hefur komið upp eins og að fá Gautana frá Siglufirði hér í beina útsendingu en þeir hafa ekki komið fram í mörg ár. Þá fengum við ennfremur B.G. og Ingibjörgu sem einnig voru að koma fram eftir margra ára viðskilnaö og þannig mætti lengi telja." Edda er í fullu starfi hjá Stöð 2 að vinna þáttinn enda mikið starf að ná öllu því fólki saman sem skemmti- nefndin setur á óskalistann. Hún heimsækir þó ekki þá staði sem ráða þáttunum heldur er í stöðugu sím- sambandi við nefndirnar. „Það er heilmikil vinna í undirbúningnum. Ætli megi ekki segja að þetta sé gam- an en afar krefjandi. Svo er auðvitað ákveðin spenna við beinu útsending- una,“ sagði Edda. Það er Stöð 2 sem kostar Óska- stundina en Happdrætti Háskóla ís- lands tekur þátt í þeim kostnaöi enda hefur það útdrátt í happdrætti sínu, Happó, í þættinum. Sigurður Jakobsson hefur verið útsendingarstjóri.þáttarins frá ára- mótum og mun halda þvi starfi í þeim þáttum sem eftir eru. Salur sá sem Óskastundin er tekin upp í er ekki stór, aðeins um 200 fermetrar. Það bregður því allmörgum í brún þegar þeir koma þar inn. Edda sagði að flestir hefðu á orði: „Hva, er þetta svona lítill salur. Hljómburðurinn er mjög góður fyrir þá sem staddir eru í salnum en hann skilar sér ekki eins vel til áhorfenda Stöðvar 2.“ Kom frá Danmörku í þættinum sl. þriðjudag voru það Hvergerðingar sem völdu sér óska- skemmtikrafta. Meðal þeirra sem þar komu fram var Bergþóra Áma- dóttir, brottfluttur Hvergerðingur, en hún býr á Jótlandi. Bergþóra sagðist einungis hafa komið til lands- ins til að syngja í þættinum. Hún hefur búið í Danmörku í fjögur ár en sl. haust fluttu aldraðir foreldrar hennar þangað líka. Þau bjuggu í Hveragerði, seldu húsið sitt og keyptu annað á Jótlandi. „Þau eru með stóran fallegan garö og njóta sín í garðræktinni," sagöi Bergþóra í samtali við DV og sýndi myndir því til sönnunar. Bergþóra sagðist ekki hafa hug á að flytja heim aftur en hún er nú í námi. Bergþóra sagði þegar hún horfði á tónlistarkennarann í Hveragerði leika á garðkönnur að það væru allir afar músíkalskir í þessum litla bæ og gætu leikið á næstum hvað sem væri. Þá vakti athygliþrítugur Hver- gerðingur, Björgvin Ásgeirsson, sem tók sig til og söng í þættinum, en hann stárfar sem flutningabílstjóri. Án efa hafa landsbyggðarmenn mjög gaman af að taka þátt í Óska- stund og sýna hvað í þeim býr. Edda sagði að stundum þyrftu stjórnendur þáttarins að taka í taumana svo efn- isatriðin yrðu ekki of svæðisbundin og það tækist alltaf vel. „Þetta er fyrst og fremst góð samvinna,“ sagði hún. Þegar Edda var spurð hvort hún gæti hugsað sér að taka að sér þátt- inn aftur næsta haust, svaraði hún: „Það er alls óvíst hvort þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust en ég gæti vel hugsað mér það. Ég er að minnsta kosti komin með reynsl- una núna og veit betur hvemig það er að sjá um skemmtiþátt. Um það hafði ég ekki hugmynd áður.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.