Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Sérstæö sákamál Karlalausi bærinn Nú, þegar Austur-Evrópa tekur stöðugum breytingum og nýir kafl- ar bætast við mannkynssöguna á næstum því hveijum degi, kemur ýmislegt í ljós sem vekur athygli. Upplýsingar berast um fjöldamorð sem herir hafa framið á óbreyttum borgurum og af og til koma fregnir af sakamálum sem lítið eða ekkert hefur heyrst um í Vestur-Evrópu fram að þessu. í Lögreglusafninu í Búdapest í Ungverjalandi er að finna gögn sem hafa vakið athygli en þau lýsa ýmsum glæpum sem framdir hafa verið á hðnum áratugum. Sum eru máhn ný en önnur eldri. Eitt af ljótustu málunum gerðist í smábænum Nagzrev og tengist hópi tatara sem þar bjó. Máhð er með þeim eldri en eitt af því sem einkennir það er að glæpirnir voru framdir á ahlöngu tímabih. Það komst svo á lokastig þegar ungur maður, Imri Radek, sem stundaði læknanám, kom heim í sumarleyfi, en hann var einmitt ættaður frá Nagzrev. Hann átti sér dægradvöl sem honum fannst taka öðrum fram og það var að rölta eftir bökk- um árinnar sem rann um bæinn og renna fyrir fisk. Veitt í morgunmat Mjög snemma morgun einn fór Radek tU veiða sem fyrr og var ætlunin að fá fisk í morgunmatinn. Hann gekk að einum uppáhalds- staðanna sinna og kastaði beitunni í hyhnn. Hún sökk á skömmum tíma en þegar hann ætlaði að draga inn var öngullinn fastur í ein- hverju. Það var of þungt til að geta verið fiskur en hann vUdi helst ná önglinum upp án þess að slíta og hélt því áfram að vinda inn á hjól- ið. SkyndUega sá í það sem kom upp úr vatninu og þá brá Radek mikið því það var handleggur og í fyrstu fannst honum sem höndin veifaði tíl sín. Radek kastaði stönginni á bakk- ann og hljóp til lögreglustöðvarinn- ar. Þar var Mossip lögregluþjónn að fá sér sinn venjulega morgun- verð, boUa af svörtu kaffi með dá- góðum skammti af brennivíni út í. Mossip þoldi iUa starf sitt. Ástæðan tU þess að hann var lögregluþjónn í Nagzrev var sú að hann hafði lent upp á kant við yfirmann sinn í Búdapest, þar sem hann hafði starfað áður, og verið sendur í nokkurs konar útlegð í smábæn- um. Mossip hlustaði undrandi á frá- sögn Radeks. Án þess að vita það var hann á leiðinni að verða fræg- asti lögregluþjónn í öUu Ungverja- landi. Hann hellti dáhtlu brenni- víni í glas fyrir Radek, sem var afar mikið niðri fyrir, og losaði það tals- vert um málbeinið á honum. Er Radek hafði farið á ný yfir öU máls- atriði héldu báðir mennimir niður að á þar sem stöngin lá. Arsenik Læknirinn á staðnum var fljót- lega kallaður á vettvang til að skoða líkið sem tvímenningamir drógu upp á bakkann. Læknirinn Umaði sömuleiöis af áfengi en lét flytja líkið á stað þar sem hann gat skoðaö það. í Ijós hafði þá komið að það var af Josip nokkmm And- ers sem hafði verið kvæntur faU- egri tatarakonu. Það vakti nokkra athygli yfirvaldsins og læknisins að konan skyldi ekki hafa tilkynnt um hvarfið en ljóst var að maður- inn hafði verið látinn í um hálfan mánuð. Þegar líkskoðun hafði farið fram kom í ljós að banameinið var arsenikeitrun. „Loksins er eitthvað að gerast sem er svohtið spennandi," sagði Mossip lögregluþjónn við lækninn Susan Olah, til vinstri, og frú Fazekes, i miðjunni. Frá Nagzrev. Marie Anders með börn sín tvö. og ákvað þegar í stað að draga verulega úr áfengisdrykkju sinni. Honum var ljóst að þarna gafst honum tækifæri tíl að sýna hvað í hann var spunnið og svo gæti því farið aö hann fengi betri starfa. Hann hófst því strax handa um að upplýsa máhð. Og þegar hann hætti áfengisneyslunni svo gott sem alveg var eins og hann færi að sjá bæjarlífið öðrum augum en áður. Honum varð ljóst aö eitthvað hafði verið að gerast sem hafði í raun farið alveg fram hjá hon- um. Mannshvörfin tíðu Margir af þeim mönnum, sem einkennt höfðu bæjarlífið á hðnum árum, voru ekki lengur á ferh á götunum. Mátti á skömmum tíma telja upp nokkra tugi manna sem komu ekki lengur við sögu. Og þeir gátu vel verið fleiri, ef th vih fimm- tíu eða jafnvel hundrað. Mossip spurðist nú fyrir um nokkra þeirra og fékk ýmist þau svör að þeir hefðu veikst eða dáið eða þá að þeir heföu horfið sporlaust. Kona Anders var að sjálfsögðu ein af þeim sem Mossip ræddi við strax í upphafi rannsóknar máls- ins. Hún hafði þá sérkennUegu sögu að segja að maður hennar hefði verið sjúkur um nokkurn tíma. Þess vegna hefði hann leitað tU ljósmæöranna í bænum til að fá lyf við.sjúkleikanum. Um hálfum mánuði áður hefði hann svo sagst ætla í gönguferð en aldrei skilað sér heim. Mossip skaut nú á fundi með lækninum og presti staðarins og í sameiningu fóru þeir að rannsaka hve margir karlar hefðu látist í bænum síðustu árin. Presturinn, sem var einnig vínhneigður, dró fram kirkjubækumar. Af þeim varð ljóst að milli fimmtán og tuttugu menn höfðu látist skyndUega og um þrjátíu höfðu horfið sporlaust. Meðal þeirra sem síðast höfðu látist vora tveir af kunnustu kraftamönnum bæjarins en þeim hafði nokkru áður lent illa saman við ljósmæðurnar á staðnum, en þær voru tvær. Meira arsenik Lík mannanna tveggja voru graf- in upp og leiddi rannsókn í ljós að mikið magn arseniks hafði orðið þeim að bana. Reyndar var það svo mikið að blóm höfðu vart þrifist á leiðum þeirra. Er hér var komið sögöu voru ljósmæðumar, Susan Olah og frú Fazekes, teknar tíl yfir- heyrslu. Yfirheyrslur yfir þeim og mörg- um öðrum leiddu smám saman í ljós að þessar tvær konur höfðu náð ótrúlegu valdi á bæjarbúum. Þegar fólk hafði veikst hafði það helst ekki vUjað leita tU læknisins vegna drykkju hans. Þess í stað leitaði það til ljósmæðranna. Þær virtust hafa ráð undir hverju rifi. Kvartaði kona undan getuleysi bónda síns blönduðu þær í skyndi ástarlífselixír og þætti konu nóg um bamamergðina á heimUinu framkvæmdu þær í skyndi fóstur- eyðingu. Þá áttu þær einnnig ráð við ofríki eða öðrum óæskUegum eiginleikum eiginmanna í bænum. Væri kona búin að fá nóg af manni sínum leitaði hún til ljósmæðranna sem seldu henni eitur svo að hún gæti komið honum í gröfina. Hvorki ljósmæðurnar né konurnar höfðu miklar áhyggjur af armi lag- anna því sá sem honum stýrði var lengst af ölvaður og lét sér fátt um flest finnast. Þögnin rofin Þótt þannig kæmi í ljós við rann- sóknina hvað raunverulega hafði gerst var það greinUega þrautin þyngri að fá einhverja af þeim kon- um sem vissu hvað gerst hafði til að gefa skriflega yfirlýsingu eða undirita skýrslu um morðin. Skýr- ingin var éinfaldlega sú að þær áttu flestar ef ekki allar yfir höfði sér morðdóm ef þær settu nafn sitt undir slík plögg. Þetta vissu ljósmæðurnar og þær voru öruggar með sig. Þær voru þess fullvissar að enginn gæti flett ofan af þeim því þær vissu of mikið um allt of margar konur. Loks datt ákæruvaldinu í hug að bjóða Marie Anders, konu manns- ins sem fundist hafði látinn í ánni, friðhelgi gegn því að hún leysti frá skjóðunni. Þá sagði hún þessa sögu: „Maðurinn minn hafði stöðugt í hótunum við mig og þegar hann lét mig skilja á sér að hann hefði i hyggju að fara frá mér og til Búda- pest með allt spariféð okkar ákvað ég að kaupa eitur hjá ljósmæðrun- um og drepa hann.“ Fjármögnun sumarleyfa Ljósmæðurnar höfðu selt mikið eitur um dagana og þannig lagt konum í hendur það sem þær þurftu til að ráða eiginmenn sína af dögum. Og þegar Marie Anders hafði leyst frá skjóðunni varð mörgum þessara kvenna ljóst að þeim yrði ekki stætt á því miklu lengur að þræta fyrir gjörðir sínar. Það leið því ekki á löngu þar til á lögreglustöðinni lágu fyrir undir- ritaðar skýrslur um morð á nær fimmtíu mönnum. Frú Fazekes ljósmóðir sá nú sitt óvænna. Er hún var enn á ný tekin til yfirheyrslu tókst henni að hafa með sér skammt af arseniki og á augnabliki þegar enginn fylgdist með henni gleypti hún hann. Hún fékk nú að upplifa þær kvalir sem látnu mennimir höfðu orðið að þola og ekki leið á löngu þar til hún var öll. Þær frú Fazekes og Susan Olah höfðu meðal annars notað ágóðann af eitursölunni til að ijármagna sumarleyfi sín. Sú sem enn var á lífi var nú hand- tekin og ákærð, ásamt öllum hin- um konunum, að Marie Anders undanskilinni, fyrir glæpina sem framdir höfðu verið. Víman sem lögregluþjónninn, læknirinn og presturinn í bænum vom alltaf í hafði gert konunum kleift að fremja morðin án þess að nokkur sem hafði embættisskyld- um að gegna yrði nokkurs óvenju- legs var. Ókunnugur hefðu aftur á móti undrast hve fáir karlar voru eftir á ferli í bænum. Ungversku blöðin fengu til frá- sagnar sakamálasögu aldarinnar og þeir sem leggja leið sína i Lög- reglusafnið í Búdapest geta þar les- ið sér til um einstök atriði þessa óvenjulega sakamáls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.