Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Helgarpopp Tápmiklir Skotar -Teenage Fanclub gleður eyru með athyglisverðri plötu Ein þeirra hljómsveita sem vöktu athygli og aðdáun á síðasta ári var skoski rokkkvartettinn Teenage Fanclub. Hljómsveitarinnar verður líklega seint minnst fyrir stefnu- mprkandi áhrif í tónlistarheiminum en hún hefur það fram yfir margar aö framreiða tilgerðarlausa en ferska rokktónlist. Teenage Fanclub var á listum bresku popp-pressunar um síðust áramótum þar sem bestu plötum og lögum ársins 1991 var raðað á þar til gerða lista. Þar var hljómsveitin í hæstu hæðum eins og gjarnt er með nýliöa. Grín varð aö alvöru Tennage Fanclub skipa fjórir piltar frá Glasgow. Tveir þeirra hafa lokið námi í verkfræði. Þeir segjast hafa farið í háskóla vegna þess að þeir nenntu ómögulega aö henda sér út í brauðstritið um tvítugt. Á skólaár- unum fitluðu þeir við hijóðfæri og góðan veðurdag árið 1989 löbbuðu þeir sér í lítið hljóðver í Glasgow og bókuðu tíma. Á þeim tíma var hljóm- sveitin lítið annað en nafnlaus hug- mynd. Þeir fengu tvo félaga sína með sér og á einni viku hljóðrituðu félag- amir breiðskífuna A Cathohc Edu- cation. Upptökurnar kostuðu þeir með 300 þúsund króna samanlögðu sparifé. Þegar platan var gefin út fór hún fiestum á óvart í 3. sæti óháða listans í Englandi strax í fyrstu viku og smáskífulagið Everything Flows fór í 15. sæti óháöa smáskífulistans. Þessi árangur kom hljómsveitinni, sem nú haföi fengið nafnið Teenage Fanclub, á kortið. Meðlimimir áttu síst von slíkum undirtektum enda segjast þeir hafa verið lausir við poppstjömudrauma. Þaö að gefa út plötu átti bara að vera skemmtilegt flipp. Falinn fjársjóðuiv í kjölfar vinsælda A Catholic Edu- cation fengu stóru fyrirtækin áhuga á hljómsveitinni og gerði hún samn- Teenage Fanclub. ing við bandaríska fyrirtækið David Geffen Company. Á síðasta ári kom svo platan Bandwagonesque á mark- að og hún skaut Teenage Fanclub á stjörnuhimininn. Nafn plötunnar lýsir viðhorfi meðlimanna til tónlist- arbransans þar sem menn elta tísku- strauma eins og hundur rófuna á sér. Tjallinn á sér orðatiltækið „to jump on the bandwagon" sem þýðir Rokkrisar rísa Tveir af vinsælli fulltrúum ný- bylgjunnar snúa aftur í sviðsljósið um þessar mundir eftir talsverða fjarvem. Hér átt viö Nick Cave og hljómsveitina Bad Seeds annars vegar og Robert Smith og hljóm- sveitina Cure hins vegar. Tvö ár em hðin síðan Nick Cave sendi frá sér meistaraverkið The Good Son, en síðasthðiö ár hefur kappinn verið í Bandaríkjunum, Ástrahu og Brasihu að hljóðrita nýja plötu sem kallast Henry’s Dre- am. Ávöxtur þeirrar vinnu var m.a. lagið (I’U love you) Till the End of the World sem útgefið var á plötu með lögum úr kvikmyndinni Untih the End of the World eftir þýska leikstjórann Wim Wenders en sú mynd er einmitt sýnd í einu kvik- myndahúsa borgarinnar um þess- ar mundir. Nick Cave mun senda frá sér smáskífulagið Straight to you í lok þessa mánaðar. Fjölmarg- ir aðdáendur Nick Cave hljóta að gleðjast yfir fréttum af nýrri plötu frá meistaranum en talsmaður Mute útgáfufyrirtækisins sem gef- ur plötuna út segir nýju plötuna sameina hugljúfar melódíur The Good Son plötunnar og reiði og átök Tender Pray plötunnar frá 1988. Henry’s Dream er hkt og síð- asta plata útsett fyrir stóra Nick Cave snýr aftur. strengjasveit en það þótti mörgum fara hrjúfum karakter rokkarans einkar vel að hafa slíka umgjörð um tónlistina. Hljómsveitin Cure sendi frá sér nýtt lag í vikunni sem kallast High. Cure. Stór plata, Wish, frá hljómsveitinni er væntanleg í lok aprílmánaðar. Þá má geta þess að Mike Scott úr Waterboys er tilbúin með nýja plötu sem þykir boða endurkomu hans í rokkið, en sem kunnugt er hefur hann verið upptekinn af írskri þjóðlagatónlist síðustu árin. Hann er hins vegar rokkari að upp- lagi eins og fyrstu plötur Waterbo- ys bera með sér. hún er hljómsveitarmeðlimum Tee- nage Fanclub htt að skapi. Tónlistin á Bandwagonesque sver sig í ætt viö rokktónlist 7. áratugar- ins þó áherslurnar séu aðrar. í þann tíð kepptust menn við að hafa meló- díuna á yfirborðinu þaðan sem auð- velt var að grípa hana. Teenage Fanclub fer hins vegar svipaða leið og hljómsveit á borð við Jesus and Mary Chain sem hlóð torskildan hljóðmúr í kringum melódíuna þannig að menn þurftu að hafa fyrir því að finna hana eins og annan góð- an íjársjóð. Teenage Fanclub er þó snöggtum auðteknari en téð hljóm- sveit og fráleitt eru öll lög Bandwag- onesque brennd þessu marki. Umsjón Snorri Már Skúlason Bresku tónlistarblöðin, sem reynd- ar fáir botna upp né niður í, lýstu Teenage Fanclub sem svari Breta við innrás bandarískra rokkhljómsveita á borð við REM, Pixies og Nirvana. Meðlimir Teenage Fanclub segjast ekki skilja þá samlíkingu enda hafi þeir ekki orðið varir við neina innrás að vestan. Samlíkingin við fyrr- nefndar hljómsveitir á þó vissan rétt á sér enda svo sem ekki leiöum að líkjast. Teenage Fanclub er vissulega hljómsveit sem hægt er að mæla með, og eins og fyrr var sagt er hljómsveitin laus við vinsældar rembing. Lögin koma fyrir eins og þau komu af skepnunni og þar rista dýpst The Concept, What you Do to Me og Star Sign. að eltast við tískuna og af því er nafn plötunnar dregið. Gitarieikarinn Raymond McGinley segir að titih plötunnar sé skot á danstónlistina sem riðið hefur húsum í Englandi en Minningar- tónleikar Minningartónleikar um söngv- arann Freddy Mercury verða haldnir á Wembley leikvanginum í Lundúnum annan dag páska. Hugmyndin er að senda tónleik- ana út um gervihnött um allan heim og munu margir frægustu tónhstarmenn rokksins heiðra minningu hins ástsæla söngvara með nærveru sinni. Hljómsveitin U2, sem er með tónleika í Oregon í Bandaríkjunum þetta kvöld, ætlar að koma inn i tónleikana á Wembley með hjálp gervihnattar og jafnvel var talið að Michael Jackson myndi gera slíkt hið sama. Líkur á þvi hafa hins vegar minnkað þar sem Jackson segir æfingar með nýrri hljómsveit sinni, fyrir heimstúr seinna á árinu, séu ekki komnar nógu langt á veg. Góðirdómar Eins og íram kom á poppsíð- unni fyrir hálfum mánuöi hófst tónleikaferð Sykurmolanna um Bretland þann 7. mars síðastliö- inn. Þá troðfyllti hljómsveitin Brlxton Academy tónleikahöllina í London og er skemmst frá þvi að segja að Sykurmolarnir settu allt á annan endann meö söng sinum og hljóðfæraslætti. Fékk hljómsveitin frábæra dóma i Mel- ody Maker fyrir frammistöðuna og vekur það athygli þar sem blaðið var eitt fárra sem úthúðaði hljómsveitinni í dómi um plötuna Stick around for Joy í síðasta mánuðL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.