Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. 23 Móðir Berthu Maríu Waagfjörð um myndirnar í Playboy: 1. Jón Waagfjörö bakari í Vestm.eyj. Opiö laugardaga kl. 10-14. „Þegar Bertha hringdi í okkur og sagði frá þessari Playhoy-hugmynd leist okkur satt að segja ekkert á hhk- una. Hins vegar breyttist viðhorfið svolítið þegar hún kom heim og sýndi okkur myndirnar sem fyrirhugað var að birta. Ljósmyndarinn, sem hún vinnur með, Albert Watson, er mjög góður og hefur tekið mjög fal- legar myndir af Berthu. Hann lagði hart að henni að taka tiiboði Playboy um birtingu mynda af henni enda um einstakt tækifæri að ræða í sjálfu sér,“ sagði Hjördís Waagíjörð, móðir Berthu Maríu Waagfjörð, í samtah viðDV. Myndaröð af Berthu Maríu, sem birtist með grein í síðasta hefti þýsku útgáfunnar af hinu þekkta Playboy- tímariti, hefur vakið töluverða at- hygh hérlendis. Er ekki á hverjum degi sem íslensk stúlka fækkar fötum framan við ljósmyndalinsumar og enn fátíðara að slíkar myndir birtist í jafnvíðlesnum tímaritum og Play- boy. Hjördís hafði ekki séð myndirnar af dóttur sinni. Hún sagði að ef þær Ættarþættir um Berthu Maríu Waagfjörð Þurfa að hafa bein í nefinu Bertha María hefur unnið við fyrir- sætustörf erlendis með hléum frá því hún var 16 ára gömul. Hún náði frek- ar skjótum frama í fyrirsætubrans- anum. Hún fór fljótt að vinna með mjög fæmm ljósmyndurum, þar á meðal Albert Watson, og birtust myndir af henni í tískublaðinu Vogue. Hér heima hafði Bertha hafið nám viö Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún hefur ekki lokið við námið þar og óvíst hvort hún gerir það eins og málum er komið. - Nú leita margar stúikur í fyrir- sætustörf,- Getur þú sem móðir heimsfrægrar ljósmyndafyrirsætu ekki gefið einhver ráð? „Þessar stelpur þurfa að vera mjög staðfastar og ákveðnar, með bein í nefinu. Bertha er kannski ekki ýkja hörð en hún hefur þó staðið sig vel. Hún hefur þroskast alveg geysilega mikið frá því hún fór fyrst út 16 ára gömul. Hún er orðin mjög sjálfstæð. Samt finnst mér hún ekki hafa breyst ýkja mikið.“ Hjördís segist reyna að fylgjast með Berthu Maríu en það sé ekki auð- velt. Hún sé mikið á ferðalögum. „Hún hringir reglulega í okkur. Þaö er mjög gott þar sem við vitum sjaldnast nákvæmlega hvar hún er að vinna. Þegar hún hringir fmnur maður strax hvort allt er í lagi og svoleiðis. Það er ágætt." - Það er þá ekki von til þess að Bertha komi heim á næstunni? „Nei, hún hefur hugsað sér að vera áfram úti enda gengur henni vel.“ -hlh MAZDA 323 STATION NÚMEÐ ALDRIFI ! 1600 cc vél með tölvu- stýrðri innspýtingu, 86 hö • Sídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verð kr. 1.099.000 stgr. með ryðvöm og skráningu. væru eitthvað í líkingu við myndirn- ar, sem Bertha sýndi henni, sagðist hún ekkert þurfa að óttast. „Mér fundust þessar myndir ekki vera neitt í hkingu við þá ímynd sem maður hefur af Playboy og þess vegna sætti ég mig við þær. Reyndar finnst manni hálfundarlegt að mynd- ir af nakinni dóttur manns skuli birt- ast í tímariti. En þetta er sjálfsagt bara spurning um að venjast. Ég er allavega sátt við þetta núna.“ Hjördís sagðist ekki vita hvað Bertha fengi fyrir myndimar í Play- boy en sagði sögusagnir um jafngildi íbúðar- eða jafnvel húsverðs vera ýktar. Reyndar væri Bertha að fá græna innflytjendakortið í Banda- ríkjunum og þá mundi skatturinn þar ytra losa eitthvað um klærn- ar. - En hvemig lögðust myndirnar í fjölskylduna? „Ágætlega, held ég. Eins og við for- eldramir held ég að ættingjamir verði bara að venjast tilhugsuninni." Ein myndanna sem birt er af Berthu Maríu Waagfjörð í þýsku útgáfunni af Playboy. 1. Móðir Jóns Waagfjörð eldri var Jónina Lilja, dóttir Jóns Waagfjörð, sýsluskrifara í Hlíð undir Eyjafjöll- um, ættföður Waagfjörð-ættarinnar. 2. Kristin var dóttir Jóns Sig- hvatssonar, kaupmanns í Jómsborg i Vest- mannaeyjum, en faðir Jóns kaup- manns var Sig- hvatur Árnason, alþingismaður í Eyvindarholti og síðar í Reykjavík. 3. Grímur var meðal annars vél- stjóri við eimreiðina sem notuð var við hafnargerðina í Reykjavík. Hann var sonur Jósefs Jónssonar, for- manns í Innri-Njarðvík, og Þorgerð- ar Þorsteinsdóttur. Systir Gríms var Jónína, móðir Eggerts Guðmunds- sonar listmálara. 4. Halldóra var dóttir Jóns Ólafs- sonar, verka- manns i Reykja- vík, frá Steig í Mýrdal, og Þór- unnar Björns- dóttur frá Dyrhól- um. Bróðir Þór- unnar var Er- lendur, afi Er- lends Einarsson- ar, fyrrv. forstjóra SÍS. Annar bróð- ir Þórunnar var Sigurður, langafi Hólmfríðar Karlsdóttur feg- urðardrottningar. 5. Lárus Knudsen var sonur Sig- mundar Páls Knudsen á Einfætl- ingsgili i Strandasýslu Lárussonar Michaels Knudsen, verslunarmanns á Vatneyri og i Reykjavík, en hann var sonur Lauritz Michaels Knuds- en, ættföður Knudsen-ættarinnar. 6. Systir Hjörleifs var Gróa, móðir Guðfinnu, móður Höllu Margrétar Árnadóttur söngkonu. Hjör- leifur var sonur Sveins, b. i Sel- koti undir Eyja- fjöllum, Jónsson- ar, b. á Lamba- felli, Jónssonar, bróður Guðlaug- ar, ömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. 7. Þóra er hálf- systir Sigurðar, föður Einars Braga skálds. Leist ekkert á blikuna í fyrstu Kristinn Waagfjörð f. 27.11. 1949, bakari og múrari í Rvk Jón Waagfjörð bakari og málari í Garðabæ Kristín Jónsdóttir húsmóðir í Vestm.eyj. Bertha María Grímsdóttir húsmóðir í Garðabæ Grímur Jósefsson vélst. í Rvk Halldóra Jónsdóttir húsmóðir í Rvk Hjördís Sigmundsdóttir f. 2.2. 1949, húsmóðir í Rvk Sigmundur Páll Lárusson múrari í Rvk Lárus Knudsen hafnarvkm í Rvk Sigríður Jónsdóttir húsmóðir í Rvk Anna Hjörleifsdóttir húsmóðir í Rvk Hjörleifur 6. Sveinsson sjóm. í Skálholti Vestm.eyj. Þóra 7. Þorbjörnsdóttir húsmóðir í Vestm.eyj. SKULAGOTU 59, S. 61 95 50. undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - BODSMIÐI Andri Lindberg töframaður mætir kl. 15 laugard. og sunnud. með stórfenglegt svifatriði á töfrateppi sem Margrét litla situr á (önnur töfraatriði) 2>. Allt milli himins og jarðar til sölu. Notad og nýtt MARKAÐSTORG GRENSÁSVEGI 14, VIÐ HLIÐINA Á PIZZAHÚSINU Opið laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 12-18. Pantanir a söluplássi teknar eftir kl. 18 í síma 651426. undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.