Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDÁGUR 21. MARS 1992. ' 45 „Aldrei færi ég á fætur á morgnana ef ekki biði mín sjóðheitur sopinn." Koffein er algengasta örvandi efnið í heiminum. Vegna koffeinsins slær hjartað örar, blóðþrýstingur hækkar, tíðni öndunar eykst og líkaminn býr sig undir átök. Ef drukknir eru meira en 4-5 bollar á dag geta menn auðveldlega fundið kviða, fælni, óróleika og spennu. Spjallað um kaffl yflr tíu dropum Við Sigmar P. höfðum verið sam- an í bamaskóla en síðan skildi leið- ir. Ég gekk þennan hefðbundna menntaveg, landspróf, menntaskóli, háskóh. Sigmar fór að vinna öh al- geng störf til sjós og lands. Hann kvæntist stúiku sem hann hitti á Káetubar í Glaumbæ. Hún var að vestan í ævintýraleit í höfuðborg- inni, kynntist Sigmari, þau fóru að búa og eignuðust bæði böm og bum og ævintýrið týndist í brauðstriti og skuldavafstri. „Nú er ég hættur öhu,“ sagði hann þegar fundum okkar bar saman við nýja Ráðhúsið. „Ég drekk ekki, reyki ekki, hættur öUu ofáti. Kafíið er það eina sem eftir er, en er það ekki alveg skaðlaust?" Hann hló dátt svo skein í gulleitan tanngarðinn. önnur augntönnin var horfin og skein í skarð. Við sett- innst inn á kaffihús og fengum okk- ur sína könnuna hvor af svörtu kafíi. „Þetta er mikU guðsgjöf," sagöi Sigmar. „Ég mundi koðna niður í þunglyndi og ómennsku ef kaffinu væri ekki til að dreifa. Aldrei færi ég á fætur á morgnana ef ekki biði mín sjóðheitur sopinn." Hann strauk sér um munninn með vinstri hendinni, jakkaermin dróst upp eftir handleggnum svo að stórt Citizen-úr kom í ljós. Með svona úri var hægt að kafa niður á 500 m dýpi, kanna stöðu himintungla og flóða og fjöm, reikna fram næsta sól- myrkva, taka tímann í spretthlaupi og finna út hámarksvexti um mán- aðamót miðað við gengistryggða kaupgengisvísitölu. Sigmar sá að ég horfðiáúriö. „Ég er með stiUtan inn tímann í New York, Tokyo og London á þetta úr,“sagðihann. „Þarftu á því að halda?" sagði ég. „Nei,“ sagði hann, „en maöur veit aldrei hvenær Japanir taka við stjóminni á þessu öUu. Þá borgar sig að vita hvenær þær eru sofandi og á hvaöa tíma þær vaka þessar skáeygu hrísgrjónaætur. En hvað um kafBð? Er þetta svona mikill heilsudrykkur?" Hann sötraði síðustu dropana úr boUanum sínum af gífurlegri áfergju. Algengt örvandi efni Koffein er algengasta örvandi efn- iö í heiminum. Það er að finna í kaffi, tei, kakói og kóladrykkjum. Menn lærðu snemma að nýta sér koffein í ýmsum drykkjum. Tæp- lega 5000 ára gamlar heimildir tengja kínverska keisarann Shen Nung við tedrykkju en farið var að nota kaffi sem heitan drykk fyrir um 1000 árum. Áður höfðu menn borðað berin í heUu lagi. Koffein hefur örvandi áhrif. Það eykur framleiðslu eða losun á streituhormóninu, adrenalíni. Við það slær hjartað örar, blóðþrýsting- ur hækkar, tíðni öndunar eykst og Á læknavaktmiú Ukaminn býr sig undir átök. Þessi verkun koffeins er hvað mest áber- andi hjá þreyttu fóUd. Koffein eykur losun á magasýrum, herðir á þvag látum og hreyfingum maga og þarma. Efnið hefur því viðtæk áhrif á margs konar líkamsstarfsemi. Koffeinmagn í kaffiboUa er ákaf- lega mismunandi aUt frá 20 mg og upp í 150 mg en til samanburöar má geta þess að ein flaska af kóka kóla hefur að geyma um 40-50 mg. „Hvað um þetta svokaUaða kosn- ingakaffi?" sagði Sigmar, „það hlýt- ur aö vera djöfuU hoUt.“ AUt í einu fór úrið hans að pípa. Hann slökkti á því og bölvaði. „Hvað eraö?“spurðiég. „Ég stíllti úriö á hringingu einmitt á þessum tíma fyrir 6 mánuðum en kann ekki að slökkva á þessu aftur. Nú veit ég ekki lengur afhverju það pípir enda er tilefnið löngu gleymt!“ sagði hann og brosti. „En segðu mér meira. Er eitthvað vitað um áhrif kaffisásvefn?" Svefn og taugaveiklun Koffein hefur mikff áhrif á svefn. Það getur valdið því að fóUd gengur verr að sofna og draumsvefninn breytist. Þetta er sérlega áberandi hjáeldra fólki sem þolir kaffi Ula á síðkvöldum. Allir sem staðið hafa vaktir þekkja áhrif kaffis á svefn. Það heldur fólki vakandi og mörg- um reynist ógemingur að sofna aft- ur eftir stranga kaffidrykkju. Annars hefur kaffi ví ðtæk áhrif á sálarlífið. Ef drukkið er meira en 500 mg á dag (4-5 bollar) geta menn auðveldlega fundið fyrir einkennum sem mjög minna á taugaveiklun með kvíða, fælni, óróleika og spennu. Sumir finna fyrir hand- skjálfta og ofsahjartslætti þegar þeir drekka skyndUega mikið kaffi. Margir sjúkUngar sem haldnir eru ofsahræðslu gagnvart einhverju fmna oft fyrir því að einkenni þeirra aukast tíl mikUla muna við kaffi. MikU kaffidrykkja hækkar blóð- þrýsting og getur valdið yfir- borðssárum í maga. Fráhvarf „En þaö er erfitt aö haetta," sagði ég. Við gáfum gengUbeinunni merki og hún kom með tvær könnur í við- bót. „Menn sem reyna skyndUega að hætta alveg að drekka kaffi finna fyrir höfuðverk, önuglyndi, aukinni þreytu og kvíöa. Þessi einkenni ná hámarki á fyrsta degi efdr að kaffi- drykkju er hætt en hverfa síðan á 4-5 sólarhringum. Stutt kaffibind- indi getur valdið kvíða, einkum hjá stómeytendum. Best væri því að stilla neyslunni í hóf,“ sagði ég. Enginn skyldi drekka meira en 4-5 boUa á sólarhring. Við reiknuðum þaö út aö okkur hefði tekist að drekka liðlega 500 mg af koffeini þessa stund sem við sátum saman á kaffihúsinu. „Þetta er engin hemja,“ sagði ég, „við erum báðir komnir með eitr- unareinkenni. Einhvem tíma verð- um við að hætta þessu." „Ég hætti að drekka daginn sem mér tekst aö læra til fullnustu á úriö rnitt," sagði Sigmar. „Það þýðir aö ég get haldið áfram um eilífð því úrið býr yfir jafn mörgum leyndar- málum og þýskur sjónvarpsmynda- flokkur í 59 þáttum um seinni heimssyrjöldina þar sem ægir sam- an gyðingum, nasistum, heiðvirðum kennurum og fólskulegum lögreglu- þjónum auk húseigenda og her- manna sem em misástfangnir af gyðingastúlkum sem vUla á sér heimUdir." „Hættu nú að hugsa um þetta úr,“ sagði ég, „fáum okkur meira kaffi!“ Til sölu fasteign I Grindavík Kauptilboð óskast í Víkurbraut 42, Grindavík. Stærð hússins er 767m3. Brunabótamat er kr. 13.634.000. Húsið verður til sýnis í samráði við bæjarstjórann í Grindavík, sími 92-68111. Tilboðs- eyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 11.30 þann 31.3.1992. IIMIMKAUPASTOFNUIM RIKISIIMS BORGAR TUNI 7 105 RFYKJAVIK Samvinnuháskólinn gjj - rekstrarfræði Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við- skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam- vinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfs- mannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál, sam- vinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði og félagsmála- fræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bif- röst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupþlýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Nám- ið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi - sími 93-50000. CILP ER NÝTTOG SÉRSTAKT BINDIFRÁ LIBRESSE. LITLIR KANTAR BRJÓTAST UM BUXNABRÚNINA OG VARNA LEKA. ÞVÍ ERBINDIÐ ÞANNIG HLUTI AF BUXUNUM. Kaupsel sf., Laugavegi 25, sími 27770

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.