Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Myndbönd DEADIY Leikiðmeðdauðann DEADLY GAME Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Thomas J. Wright. Aðalhlutverk: Michael Beck, Jenny Sea- grove og Roddy McDowall. Bandarísk, 1991 -sýningartími 88 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Ein þekktasta skáldsaga Agöthu Christie er Ten Little Indians sem fjallar um hóp fólks sem mætir á stefnumót og lætur svo lífið á dul- arfullan hátt hvert af öðru. Deadly Game fetar dyggilega í fótspor fyr- irmyndarinnar en í myndinni er sjö persónum stefnt til fundar á eyju, öll eru þau í peningavandræð- um og hefur verið lofað aðstoð frá dularfullum milljónamæringi. Sá hefur þó allt annað í huga, enda þykist hann eiga sökótt við þau öll. Hann hrekur þau í hættulegan leik þar sem hvert á fætur öðru týnir lífinu... Þótt söguþráðurinn sé kunnug- legur þá er Deadly Game hin sæmi- legasta skemmtun en handritshöf- undurinn hefur ætlað sér um of. Hans ráð tU að koma áhorfandan- um rækilega á óvart í lokin er al- gjörlega misheppnað og dregur myndina nokkuð niður. í helstu hlutverkum eru mörg kunnugleg andUt. ★ ‘/2 4§ Ji Föguroghættuleg INNER SANCTUM Útgefandi: Bergvík hf. Leikstjóri: Fred Olen Ray. Aóalhlutverk: Tanya Roberts, Margaux Hemingway og Joseph Bottoms. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 93 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. í Inner Sanctum leikur Joseph Bottoms eiginmann ríkrar konu sem situr fötluð í hjólastól. Hann á sér ástkonu og má Utið vera að því að sinna eiginkonunni. Þegar hann ræður fagra hjúkrunarkonu til að hugsa um eiginkonuna verður frú- in fyrst fyrir alvöru hrædd um líf sitt, enda kemst hún að því að hjúkrunarkonan á sér fortíð sem er ófögur og er hún viss um að eig- inmaðurinn hafi ráðið hana tU þess eins að drepa hana. En eins og oft viU verða ganga hiutirnir öðruvísi en ætlað var. Eiginlega hefur maður á tUfmn- ingunni að söguþráðurinn skipti Utlu máli heldur frekar djarfar ást- arlífssenur sem undirstrika glæp- inn, enda kannski eins gott. Þegar upp er staðiö stendur ekki steinn yfir steini í sögunni og mótsagnir eru margar. Þekktir leikarar leika með hálfum huga hvort sem er í hasar- eða ástarsenum. ★★★ Kóngulóarfaraldur ARACHNOPHOBIA Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Frank Marshall. Aðalhlutverk: Jeff Daniels, Julian Sands og John Goodman. Bandarisk, 1990-sýningartími 102 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Þeir sem hafa fylgst með ferli Ste- vens Spielberg og séð myndir hans kannast örugglega við nafnið Frank MarshaU en hann hefur ver- ið einn nánasti samstarfsmaður Spielbergs og yfirleitt titlaður framleiðandi mynda hans. Hugur MarshaUs hefur greinilega stefnt hærra því nú hafa hlutirnir snúist við og er hann leikstjóri Arachnop- hia en Spielberg framleiðandi og er ekki annað að sjá en hann hafl lært vel af meistara sínum því Arachnophopia er sérlega vel heppnuð ævintýramynd með hroU- vekjuívafi, kannski sérstaklega áhrifamikil fyrir þá sem eru hræddir við skordýr en samkvæmt könnun er það sú hræðsla sem er algengust meðal mannkynsins. Söguþráðurinn í Achranaphop- hia minnir um margt á ódýrar hrollvekjur sem gerðar voru á fimmta og sjötta áratugnum. Hópur vísindamanna, sem er á ferð í Suð- ur-Ameríku, finnur áður óþekkta kóngulóartegund sem reynist árás- argjöm og banvæn komist hún í návígi við mannskepnuna. Ein kónguló nær að drepa einn leiðang- ursmanninn og lauma sér i Hkkist- una sem send er til heimabæjar hans í Bandaríkjunum. Þar hreiðr- ar kóngulóin um sig í húsi læknis- ins, Ross Jennings, sem er sjúklega hræddur við kóngulær, og þar klekjast út banvænar kóngulær sem brátt byrja að herja á bæj- arbúa. Það sem Arachnophobia hefur fram yfir áðurnefndar eldri myndir er fyrst og fremst nútímatækni sem skilar sér í atriðum sem fá hárin til að rísa á áhorfandanum. Stjörn- ur myndarinnar eru kóngulæmar, en þær eru ekta, þótt ótrúlegt sé, og má nefna að það þurfti að taka Jeff Daniels er hér í hörkubardaga við kónguló. eitt atriði þar sem kónguló skríður ofan í poppkomskál yfir tuttugu sinnum þar til kóngulóin lét loks til leiðast að fara ofan í skáUna. Þótt Arachnophobia sé fyrst og fremst ógnvekjandi spennumynd er hún einnig gamansöm og sér John Goodman að nokkru um þá hliðina í hlutverki meindýraeyðis sem tekur hlutverk sitt alvarlega. -HK DV-myndbandalistirin 1 (1) The Hard Way 1 ' Ssll % *■ l *. ■ 2 (3) Shattered 3 (7) Fjörkálfar 4 (4) Hudson Hawk 5(2) NewJackCity 6 (■) Arachnophobia 7 (■) The Two Jakes 8 (■) Teen Agent 9 (5) Naked Gun 2h BHHP 'ki ■ 10 (8) State ol GraceMurder 101 11 (■) Backdraft 12 (6) Kiss before Dying 13 (13) Hrói höttur, prins þjófanna Nokkrar nýjar myndir koma Inn á listann þessa vikuna. Á meðal þeirra er Teen Agent Á myndinni sjáum við aðalleikara þeirrar 14 (■) The Stranger Withín myndar, Richard Grieco, vera að bjarga sér og ungri stúlku úr eldi. 15 (11) Once around Kærasti á skjön ONCE AROUND Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Lasse Hellstrom. Aðalleikarar: Richard Dreyfuss, Holly Hunter, Danny Aiello, Laura San Giacoma og Gena Rowlands. Bandarisk, 1990 - sýningartími 110 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Líf mitt sem hundur er einhver þekktasta skandinavíska kvik- mynd síðari ára og er margverð- launuð. Leikstjóri hennar, Lasse Hellstrom, fékk tilnefningu til ósk- arsverðlauna fyrir myndina og þá lá leið hans opin til frekari stór- ræða í Hollywood. Once Around, sem er fyrsta myndin sem hann gerir vestanhafs, er einkar hugljúf og skemmtileg kvikmynd um fjöl- skyldu sem stendur saman. Það koma aftur á móti alvarlegir brest- ir í fjölskyldulífið þegar eldri dótt- irin Renata (Holly Hunter) kemur með kærasta sinn heim, súpersölu- mannin Sam Sharp (Richard Dreyfuss). Það Hður ekki á löngu From Thr DiRBcrox Qr "Mv Ijfe A» A Dtis' Ríchark Drhvfuss ÍÍOLLY Hi/N'TFR DaSNV AíRU.O Laura San Oíaoo.v.a, Gí/NA ROVYf ANDS þar til allt er komið í háaloft í fjöl- skyldunni. OHum líkar vel við Sharp sem er mun eldri en Renata og er mjög annt um hag allra fjölskyldumeð- Uma en aðferðir hans til að láta í ljós umhyggjusemi sína eru ekki alveg í anda þess sem fjölskyldan hefur vanist. Allt springur svo þeg- ar Sam heimtar að fá að ráða hve- nær sonur hans skuli skírður en það er á degi sem allir í fjölskyld- unni geta ekki verið viðstaddir. Fjölskyldufaðirinn Joe Bella (Danny Aiello) rekur þau á dyr með þeim orðum að Sharp sé búinn að tvístra fjölskyldunni... Once Around er ein af þessum myndum sem þræðir þann guHna meðalveg aö geta verið bæði gam- ansöm og dramtísk. Frábær leik- hópur nær vel saman og hjálpar til að gera myndina eftirminnilega. Richard Dreyfuss og Holly Hunter leika aðalhlutverkin og þau kunna greinilega vel við að leika á móti hvoru öðm því þau léku einnig saman í kvikmynd Spielbergs Always. -HK Sonurinn semhvarf THE STRANGER WITHIN Útgefandi: Háskólabíó. Leiksfjóri: Tom Holland. Aðalhlutverk: Rick Schroder, Kate Jack- son og Chris Sarandon. Bandarísk, 1990 - sýningartími 91 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Þegar Fright Night kom fyrir sjónir áhorfenda fyrir nokkrum árum leyndi sér ekki að sá sem var við stjórnvöUnn, Tom HoUand, var frumlegur og starfi sínu vaxinn. Var Fright Night eins og ferskur andvari í gerð hrylfingsmynda. HoUand fylgdi Fright Night eftir með Htið síðri hrollvekju, Child Play. Framhaldsmyndir voru gerð- ar eftir báðum þessum myndum en þar kom HoUand hvergi nærri. The Stranger Within er nýjasta kvikmynd hans og ólíkt tveimur fyrrnefndum myndum er ekkert yfimáttúrulegt á seyði hér heidur íjallar myndin um móður sem verður fyrir því að syni hennar er rænt þegar hann er kornabarn. Sextán árum síöar hringir bjaUan heima hjá henni og ungur, geð- þekkur pUtur, sem stendur fyrir utan, segist vera sonur hennar. Með heUlandi framkomu og um- burðarlyndi á hann auðvelt með að sannfæra hana um hver hann er en fljótt fara að gerast óhugnan- legir hlutir sem aðeins verða raktir til sonarins endurheimta. The Stranger Within er kannski ekki alveg jafn sterk kvikmynd og fyrri myndir Hollands en hún er samt fyrir ofan meðaUag og Hol- land nær upp spennu. Helsti gaU- inn er hversu venjuleg myndin er. Það er fátt sem kemur á óvart. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.