Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Side 6
6 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Útlönd Strætó í Köben gengurfyrir repjufræjaolíu Fimm strætísvagnar í Kaup- mannahöfn hætta að ganga fyrir disilolíu síðar í þessum mánuði og þess i stað verður dælt á þá repjufræjaoliu, en repja er ein- hvers konar rófuafbrigði, Með þessu er ætlunin að draga úr los- un koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Tilraimin er gerð í samvinnu dönsku bændasamtakanna, strætísvagna Kaupmannahafnar og dönsku tæknistofnunarinnar og stendur hún í sex mánuði. Ekki þarf að gera neinar breyt- ingar á vélum strætisvagnanna fyrir hið nýja eldneytí og munu tilraunavagnamir aka á sömu áætlunarleiðum og dísiljálkamir. Repjuframleiðslan í Danmörku gefur af sér 300 milljónir lítra af olíu en samgöngutæki í landinu nota 2,2 milljarða lítra af dísilolíu á ári hvetju. Sjö kflóaf her- óínitekinvið Stokkhólm Lögregla í Sviþjóö lagði hald á sjö kíló af heróíni í Solna í út- jaöri Stokkhólms í vikunni. Þetta er mesti heróínfundur í landinu til þessa og er andvírði efnisins rúmar 150 milljónir íslenskra króna. Lögregla fann heróínið i bifreið sem í voru tveir menn á þrítugs- aldri. Þeir hafa báöir verðið færð- ir í gæsluvarðhald. Lögreglan vill ekkert tjá sig um málið. Saksóknari segir að grun- ur leiki á aö mennimir séu hluti af stærri hópi smyglara og búast megi við fleiri handtökum. Óperusýningu Pavarotti sjónvarpað útágötu Parísaróperan hefur ákveöið að sjónvarpa sýningu á Grímuballi Verdis með Luciano Pavarotti í aöalhlutverkinu á risaskjá utan á óperuhúsinu við Bastillutorg næstkomandi mánudagskvöld. Svo mikil var ásóknin i miða á sýningar þær sem Pavarottí tek- ur þáttí að þúsundir áhugasamra fóru bóuleíðir til búðar. Óperan var frumsýnd á þriðju- dagskvöld en þaö skyggði á fagn- aðarlætin aö mótmælendur sem ekki höfðu fengið miða voru með háreysti utandyra. Torginu verður lokað fyrir allrí umferö á meðan á sýningu stend- ur á mánudagskvöld. Brundtland stuðningi við EBídag Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, mun loks lýsa þvi yfir opinberlega í dag aö hún sé fylgjandi inngöngu Noregs í Evrópubandalagiö. Þaö mun hún gera á fundi Verkamanna- flokksdeildarinnar í Ullevang á HörðalandL Stöðugt fleiri Norömenn telja að Noregur muni ganga i Evrópu- bandalagið. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 78 prósent kjósenda þeirrar skoöunar. Ann- aö hljóð kemur í strokkinn þegar spurt er um stuðning viö aöild. Þá skiptast menn I þrjá jafnstóra hópa, fylgismenn aöildar, and- stæðingaogþásem enn hafa ekki myndað sér skoðun á máhnu. TT, NTB og Reuter DV Undlrbúningi fyrir ráðstefnuna í Rio lýkur um helgina: Árangur vettur á Bandaríkjastjórn „Við höfum náð lengra en við bjuggumst við á flestum sviðum. Spennan snýst nú fyrst og fremst um viðbrögð bandarískra stjórnvalda við síðustu tillögu þróunarlandanna um fjárveitingar til umhverfismála. Það getur breytt öllu, bæði til betri og verri vegar,“ sagði Björnar Ut- heim sendiherra, formaður norsku sendinefndarinnar á undirbúnings- fundinum í New York fyrir umhverf- isráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem halda á í Rio de Janeiro í júní. Þróunarlöndin lögðu á fimmtudag fram nýja tillögu um hvemig skuli fjármagna umhverfisvemd og bygg- ist hún að miklu leyti á tillögu Norð- urlandanna. Hún felur meðal annars í sér aukna þróunaraðstoð, auk þess sem fjármagnsstofnanir leggi fram meira fé. Tillagan kemur einnig til móts við Bandaríkin i einstökum at- riðum. Bandaríkjastjórn hefur hingað tíl harðneitaö að skuldbinda sig til að leggja meira fram til umhverfismála en spurningin er hvort hún leggi fram loforð um lausn á vandanum á elleftu stundu. Sendinefndir frá rúmlega 150 lönd- um hafa að undanförnu reynt að koma sér saman um þau skjöl sem samþykkja á á ráðstefnunni í Rio. Undirbúningsfundinum á að ljúka nú um helgina. Alþjóðleg umhverfisverndarsam- tök hafa gefið þátttökulöndunum einkunnir fyrir frammistöðu þeirra á fundinum í New York og þar fá Norðurlönd hæstu einkunn. Ríki EB og þróunarlöndin þykja almennt hafa staðiö sig illa en Bandaríkin fá þó verstu útreiöina. Þau fá fallein- kunn á öllum sviðum og eru sökuð um að hafa komið í veg fyrir að nokk- uð miðaði áleiðis. NTB Færeyjarog Grænland með ípjósnaflugi Samningur sá sem 25 þjóðir Ameríku og Evrópu gerðu með sér um „opna iofthelgi" í síðustu viku gerir ráð fyrir að erlend ríki megi fara i njósnaflug yfir Fær- eyjar og Grænland sem hluta af dönsku umráðasvæöi. Njósnaflugvélarnar mega fljúga 5600 kílómetra vegalengd yflr Grænlandi en 250 kílómetra yfir Færeyjum. Þá verða þær að leggja upp frá sama flugvelli og njósnaflugvélar Dana yfir önnur lönd. Ferðalagið yfir Atlantshafið er ekki talið með. Erlendu njósnaílugvélarnar verða með danska eftirhtsmenn um borð og þær fá leyfi tíl að taka eldsneyti á flugvöllunura í Syðra-Straumfirði á Grænlandi og í Vágum í Færeyjum. Ritzau Fatlaðir íbúar i Moskvu efndu til mótmæla fyrir utan aðsetur ríkisstjórnarinn- ar í gær og kröfðust betri þjónustu af hálfu hins opinbera. Á sama tíma var Jeltsín forseti að búa sig undir mikilvægan þingfund í næstu viku með þvi stokka upp í liði aðstoðarmanna sinna. Simamynd Reuter Vopnahlé rof ið í Moldóvu Átök hrutust út milli hersveita Moldóvu og rússneskumælandi að- skilnaðarsinna í gær þrátt fyrir vopnahlé sem er í gildi milli deiluað- ila. Rúdolf Kasjevarov, bæjarstjóri í Bender, sagði að tveir bílar með moldóvskum hersveitum hefðu gert handsprengjuárás á ráðhúsiö í þorp- inu Gyska en þar eru íbúar rússn- eskumælandi. Vamarsveitir íbúanna hófu skot- hríð og eyðilögðu bílana með þeim afleiðingum að fimm árásarmann- anna létu lífið, að sögn Kasjevarovs. Fréttum af árásinni bar ekki sam- an. Itar-Tass-fréttastofan sagði að árásarmennirnir hefðu hent hand- sprengjum inn í ráðhúsið og kveikt í því. Talsmaður innanríkisráðu- neytis Moldóvu sagði aftur á móti að fjórir lögregluþjónar og einn óbreytt- ur borgari hefðu látið lífið í fyrirsát í þorpinu. Átökin í gær geta orðið til að spilla fyrir friðarviðræðum sem fyrirhug- aðar eru á mánudag, með þátttöku Rússlands, Úkraínu, Rúmeníu og MoldÓVU. Reuter Mafían hræðir kjósendur Mafían á Suður-Ítalíu hefur hafið hræðsluherferð vegna þingkosning- anna í landinu á morgun og á mánu- dag. Bófar sprengdu skrifstofu Kristilegra demókrata á Sikiley að- faranótt fóstudags, settu allt á annan endann í annarri og kveiktu í húsum tveggja stjómmálamanna. Kristilegir demókratar á Sikiley sögðu að þetta væri greinilega gert í því skyni að halda kjósendum heima á kjördag en flokksmenn mundu ekki láta undan. Þá sögðu vinstri demókratar, sem hafa fyrrverandi kommúnista innan sinna vébanda, að tvær skrifstofur flokksins í Napólí hefðu verið eyði- lagðar og lýstu yfir áhyggjum sínum vegna kosningasvika. Lögregla skýrði frá því á fimmtu- dag að upp hefði komist um áform mafíunnar um stórkostíegt kosn- ingasvindl í Kalabríu í tá Ítalíu þegar ráðist var til atlögu gegn hundruðum bófa. Mikið magn falsaðra kjörseðla fannstáheimilumþeirra. Reuter Pemngamarkadur INNLÁNSVEXTIR (%> hæst INNLÁM ÓVERÐTRYGGÐ Sparisjóðsbækur óbundnar 1-1,25 Landsb., Sparisj. Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 1,25-3 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 2,25—4 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 0,5 Allir Sértékkareikningar 1-2 Landsbanki VISrrÖLUBUNDNIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 2,75-3 Landsbanki 1 5-24 mánaða 6,75-7,25 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema Islb. Gengisbundnir reikningar í SDR 6-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb.Jslb. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3-3,25 Landsb., Búnb. óverðtryggð kjör, hreyfðir 4,5-4,75 Landsb.,Búnb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tfmabíls) Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb. Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6-6,5 Búnaðarbanki óverðtryggð kjör 6-6,5 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,0 Allir nema Búnb. Sterlingspund 8,25-8,7 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8,2 Sparisjóðirnir Ðanskar krónur 8,0-8,4 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTlAN ÓVERÐTRYGGÐ Almennir víxlar (forvextir) 12,25-1 3,75 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 13-14,25 Búnaðarbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 15-1 5,75 Islb. ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ Almenn skuldabréf B-flokkur 9,75-9,9 Búnb.,Sparisj. afurðalAn islenskar krónur 12,5-14,25 Islb. SDR 8,25-8,75 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Sparisjóðir Sterlingspund 11,9-12,75 Sparisjóðir Þýsk mörk 11,25-11,5 Búnðarbanki Húsnæðislán 4.9 Ufeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf apríl 13,8 Verðtryggð lán mars 9,8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 3200 stig Lánskjaravísitala mars 31 98 stig Byggingavísitala mars 598 stig Byggingavísitala mars 187,1 stig Framfærsluvísitala mars 160,6 stig Húsaleiguvísitala apríl =janúar VERÐ8RÉFASJÖOIR Sölugengi bréfa veröbréfasjóöa Einingabréf 1 Einingabréf 2 Einingabréf 3 Skammtímabróf Kjarabréf Markbréf Tekjubréf Skyndibréf Sjóösbréf 1 Sjóðsbréf 2 Sjóðsbréf 3 Sjóðsbréf 4 Sjóðsbréf 5 Vaxtarbréf Valbréf Islandsbréf Fjórðungsbréf Þingbréf öndvegisbréf Sýslubréf Reiöubréf Launabréf Heimsbréf HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: 6,169 Sjóvá-Almennar hf. KAUP 5,05 SALA 5,65 3,278 Ármannsfell hf. 1,90 2.15 4,052 Eimskip 4,77 5,14 2,052 Flugleiöir 1,90 2,10 5,796 Hampiðjan 1,30 1,63 3,117 Haraldur Böðvarsson 2,85 3,10 2,154 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,10 1,791 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68 2,955 Islandsbanki hf. 1,61 1,74 1,935 Eignfél. Alþýðub. 1,58 1,71 2,040 Eignfél. Iðnaðarb. 2,12 2,29 1,740 Eignfél. Verslb. 1,41 1,53 1,226 Grandi hf. 2,60 2,80 2,0814 Olíufélagið hf. 4,40 4,90 1,9508 Olís 1,78 2,00 1,298 Skeljungur hf. 4,80 5,45 1,136 Skagstrendingur hf. 4,65 5,05 1,294 Sæplast 3,24 3,44 1,276 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 1,319 Útgerðarfélag Ak. 4,25 4,60 1,251 Fjárfestingarfélagið 1,18 1,35 1,012 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 1,135 Auölindarbréf 1,04 1,09 islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 3,50 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F= Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.