Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Erlend bóksjá Vængstýfðir karlmenn? Úr mjúkum kopar í jámið harða Á síðustu áram hefur komið fram í Bandaríkjunum hver rithöfundur- inn á fætur öðrum sem býsnast yfir því að sönn karlmennska sé á hröðu undanhaldi. Mæður ali syni sína upp í hinum mjúku gildum, oft án þess að þeir komist í raunverulegt sam- band við feður sína. Afleiðingar þessa séu hörmulegar fyrir hina ungu menn og bandarískt samfélag. Robert Bly er einn þessara höf- unda. Hann var áður fyrr kunnur fyrir ljóðabækur en hefur hin síðari ár snúið sér í vaxandi mæli að því að leiðbeina ungum mönnum og benda þeim á leiðir til þess að finna karlmennskuna í sjálfum sér. Kom- ast í samband við „villta manninn", eins og hann oröar það. Metsölubókin Iron John er kunn- ust verka hans um það hvernig karl- ar eigi að láta eðli hins mjúka kopars víkja fyrir eiginleikum jámsins harða. Góðir drengir Mér sýnist á þessari bók að lýsa megi áliti Bly á stöðu mála í dag í örstuttu máli sem hér segir: Bandarískir karlmenn hafa breyst verulega síðustu áratugi. Þeir hafa orðið hugulsamari, viðkvæmari. Þeir eru núna yfirleitt góðir drengir sem mamma er ánægð með og eiginkonan sömuleiðis. Þetta eru mjúku karl- mennimir sem hafa hvorki áhuga á að skemma umhverfið eöa efna til átaka við einn eða neinn. En þeir hafa ekki sjálfir orðið frjálsari. Þetta era góðir, nytsamir menn. En þeir eru ekki hamingjusamir. Þá skortir iífskraft. Þeir era mótaðir af sterkum sjálfstæðum konum sem gerðu sig gildandi upp úr umbyltingu sjöunda áratugarins og vildu mjúka, viðkvæma karla. Þeir eru skilnings- ríkir í hjónábandinu en skortir ákveðni og hörku til að segja hvað þeir vilja og standa við það. Ástæðan er sú að þeir hafa ekki hlotið leiösögn feðra sinna eða annarra karlmanna af eldri kynslóð. Drengir verða nefn- inlega ekki karlmenn af sjálfu sér. Til þess þurfa þeir leiðsögn sér eldri karla. Kona getur breytt fijóguðu eggi í dreng en einungis karl getur Robert Bly: ungir menn þurfa að komast í snertingu við „villta manninn“ - tákn karlmennskunnar. gert dreng að karlmanni. Drengir þurfa því að bijóta böndin sem festa þá við móðurina og njóta leiðsagnar sterks foðurs eða annars leiðbein- anda - fá eins konar vígslu inn í heim karlmennskunnar. Hans járnserkur í bókinni fjallar Bly ítarlega um það hvernig karlmenn geti hafið sig upp úr mýkt og viðkvæmni þeirra kvenlegu eiginleika sem ræktaðir hafi verið með þeim og komist í sam- band við „villta manninn" innra með sér, það er að segja karlmennskuna. Hann notar eitt Grimmsævintýra, Iron John bókartitilsins, sem eins konar grind til að hengja kenningar sínar á og vitnar auk þess óspart til grískra og rómverskra goðsagna máh sínu til stuðnings. Grimmsævintýrið, sem kallast Hans járnserkur í íslenskri þýðingu, segir frá kynnum ungs kóngssonar af „viUta manninum", Hans jám- serk, sem menn konungsins höfðu. fundið á botni tjarnar nokkurrar og sett í búr. Hans þessi „var aUur dökk- brúnn, eins og ryðgað jám, og hárið hékk fram af andUtinu á honum og náði ofan að hnjám.“ Kóngssonurinn er að leika sér að guUhnetti í haUargarðinum. Rennur þá hnötturinn inn í búrið. Hann bið- ur Hans jámserk um hnöttinn en sá kveöst ekki afhenda hann nema kóngssonur opni dyrnar á búrinu. Eftir að hafa ítrekað hafnað þessari beiðni svarar kóngssonur því loks til að hann geti ekki opnað búrið því hann hafi engan lykU. Hans járn- serkur svarar því til að lykilUnn sé „undir koddanum hennar mömmu þinnar.“ Kóngssonur lætur til leiðast að ná í lykUinn og opna búriö. Þegar kóngssonurinn hefur hleypt „viUta manninum“ út úr búrinu fær hann hnöttinn sinn aftur. En hann óttast refsingu foreldranna og biður Hans járnserk því að taka sig með sér. Hafa þeir samferð upp frá því og lendir kóngssonur í ýmsum mannraunum þar til hann að lokum hlýtur prinsessu, ríki og gull að laun- um fyrir vasklega framgöngu, allt með góðri aðstoð og leiðsögn Hans járnserks sem reynist vera konung- ur í álögum Allir á gjörgæslu Bly segir alla karlmenn standa frammi fyrir þessu erfiðu vali: eiga þeir að taka lykilinn og opna búrið? Og hann heldur áfram: Ef við látum lykiUnn liggja óhreyfðan undir kodda móðurinnar endum við fyrr en síðar á bekk hjá sálfræðingi. Hann minnir líka á að fyrr á öldum hafi barnið litið á sig sem smávaxinn mann, klaeðst sams konar fótum og hinir eldri og gengið til sams konar verka. Á vorum tímum haldi menn hins vegar áfram að vera börn löngu eftir að þeir hafa náð fullorðinsaldri. Þetta sé ein meginorsök alvarlegrar hrörnunar bandarísks samfélags síð- ustu áratugina, enda séu nú alUr á gjörgæslu. Bly er afar ritfær, vel heima í goð- sögnum og dæmisögum og vekur les- endur hvað eftir annað til umhugs- unar og jafnvel andsvara. Sjálfur fylgir hann kenningum sínum eftir í verki og heldur íjölda námskeiða þar sem hann veitir þá leiðsögn reynds karlmanns sem hann telur unga menn vestanhafs skorta öðru fremur nú á tímum. IRON JOHN. A BOOK ABOUT MEN. Höfundur: Robert Bly. Vintage Books, 1992. Metsölukiljur Bretland Skálduögur: 1. Catherlne Cookson: MY BELOVED SON. 2. Ben Elton: GRIDLOCK. 3. Mary Wesley: THE CAMOMILE LAWN. 4. Ben Okri; THE PAMISHED ROAD. 5. Nlcholson Baker: VOX. 6. Jack Hlgglns: THE EAGLE HAS FLOWN. 7. Pel Conroy; THE PRINCE OP TIDES. 8. Jean M. Auel: THE PLAINS OF PASSAGE. 9. John Grlsham: THE FIRM. 10. Rosamunde Pllcher: THE ROSAMUNDE PILCHER COLLECTION - 2. Rit almenns eðlis: 1. Wendy Cope: SEBIOUS CONCERNS. 2. Mark Shand: TRAVELS ON MY ELEPHANT. 3. Hennah Hauxwell: SEASONS OF MY LIFE. 4. Pater Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 5. Hanneh Hauxwell: DAUGHTER OF THE OALES. 6. Jim Garrlson: ON THE TRAIL OF THE ASSASSINS. 7. Rlck Sky: THE SHOW MUST GO ON. 8. David lcke: LOVE CHANGES EVERYTHING. 9. M.M. Kaye: THE SUN IN THE MORNING. 10. Tom Bower: MAXWELL: THE OUTSIDER. (Byogi i The Sunday Tlmea) Bandaríkin Skáldaögur: 1. John Grieham: THE FIRM. 2. Fannle Flagg: FRIED GREEN TOMATOES AT THE WHISTLE STOP CAFE. 3. Mary Hlgglns Clark: LOVES MUSIC, LOVES TO DANCE. 4. Pat Conroy; THE PRINCE OF TIDES. 5. Danlelle Sleel: HEARTBEAT. 6. Chaterlne Coultor: THE SHERBROOKE BRIDE. 7. Dick Francie: LONGSHOT. 8. W. A. McCay S E. L. Flood: CHAINS OF COMMAND. 9-John Sandford: EYES OF PREY. 10. Jayne Ann Krentz: PERFECT PARTNERS. 11. Josephlne HarL OAMAGE. 12. Michael Crlchton; JURASSIC PARK. 13. Terry Brooks: THE DRUID OF SHANNARA. 14. V.C. Andrews: TWILIGHT'S CHILD. 15. Martha Grlmee: THE OLD CONTEMFTIBLES. Rit almenns eðlis: 1. Julia Phillps: YOU'LL NEVER EAT LUNCH IN THIS TOWN AGAIN. 2. Deborah Tannen: YOU JUST DON'T UNDERSTAND. 3. Ann Rule: ' IF YOU REALLY LOVED ME. 4. Poler Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 5. Roberl Bly: IRON JOHN. 6. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 7. V. Buglloel 8 B.B. Henderson: AND THE SEA WILL TELL. 8. Jlm Garrison: ON THE TRAIL OF THE ASSASSINS. 9. Jack Olsen: PREDATOR. 10. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I learned IN KINDERGARTEN. (Byggt á Now Vork Tímos Book Review) Danmörk Skáldsögur: 1. Alice Adams: GAMLE VENNEh. 2. Betty Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 3. Herbjorg Wassmo: DINAS BOG. 4. Carit Ellar: GJ0NGEHOVDINGEN. 5. Pat Conroy: SAVANNAH. 6. Mary Wesley: IKKE EN AF DEN SLAGS PIGER. 7. Leif Davidsen: UHELLIGE ALLIANCER. 8. A. de Salnt Exupóry: DEN LILLE PRINS. 9. Carit Etlar: DRONNINGENS VAGTMESTER. 10. Leif Davidsen: DEN RUSSISKE SANGERINDE. (Byggt á PollUken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Hinn leynilegi Shakespeare Sumir fræðimenn hafa reynt að færa rök fyrir því aö William Shakespeare hafi alls ekki veriö höfundur þeirra miklu leikverka sem viö hann era kennd. Hiö raunverulega leikskáld hafi verið Edward de Vere, sautjándi jarl- inn af Oxford, en hann var sam- tíðamaður Shakespeares og ná- inn ráðgjafi Elísabetar fyrstu Englandsdrottningar. Ekki skal hér rakið hvaða rök áðurnefndir fræöimenn færa því til sönnunar aö þessi Oxfordjarl hafi samið leikrit Shakespeares enda er „The Lost Chronicle of Edward de Vere“ ekki fræðirit heldur skáldsaga. Sagan á sum sé að geyma end- urminningar sem jarhnn ritaði skömmu fyrir dauða sinn þar sem hann opinberar leyndarmál- ið. Hér segir hann í fyrstu per- sónu frá lífshlaupi sínu sem skáld, hermaöur, ráðgjafl og sendiherra drottningar en alveg sérstaklega frá því hvernig leik- ritin miklu urðu til og hvers vegna þau voru kynnt opinþer- lega sem verk annars manns. THE LOST CHRONICLE OF EDWARD DE VERE. Höfundur: Andrew Field. Penguin Books, 1991. Hinsta för Bolivars Það sannaðist rækilega á Símon Bolivar, sem nú er talinn ein helsta frelsishetja Suður-Amer- íku, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi í lifanda lífi. Hann leiddi sjálfstæðisbaráttu þjóð- anna sem nú þyggja Venesúelu, Kólumbíu, Ekvador, Perú og Bolivíu gegn Spánveijum sem hann hrakti að lokum frá Suður- Ameríku árið 1826. En skömmu síðar, árið 1830, varð hann að láta af völdum og hafa sig á brott frá Bogotá. Nokkram mánuðum síö- ar var hann allur. Það er einmitt þessi hinsta fór Bolivar sem nóbelsskáldiö Gabri- el Garcia Marques íjallar um í þessari fráþæru skáldsögu sem reyndar hefur einnig komiö út í íslenskri þýðingu. Hann gefur afar áhrifamikla mynd af skap- gerð sjálfstæðishetjunnar og dap- urlegum örlögum en veitir einnig innsýn í stjómmálaleg átök og valdabaráttu sem gerði það að verkum að stórveldið, sem Boli- var dreymdi um, var þútað niður í mörg minni ríki. THE GENERAL IN HIS LABYRINTH. Höfundur: Gabriel Garcia Marquez. Penguin Books, 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.