Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992.
13
Vísnaþáttur
Engum kalt undir meyjarvanga
Af ástæðum, sem hér verða ekki
tilgreindar, fór vísnastjóri að reyna
að gera sér grein fyrir því hvenær
hann hefði fyrst tekið að sér að setja
saman vísnaþátt í blað. Útkoman
varð sú að fyrsti þátturinn minn
hafi birst í vikublaði sem þá var gef-
ið út af róttækum mönnum í Reykja-
vík og hét Verkalýðsblaðið. Það var
undanfari Þjóðviljans sem allt fram
á þetta ár kom út sem dagblaö. Ekki
urðu þættir mínir þá margir og nafn
mitt ekki við þá bundið. Artalið var
1934, liðin 58 ár. Síðan hef ég tekið
saman slíka þætti í fleiri blöð og
tímarit en ég nú kann tölu á, útgefin
í höfuðborginni og á Akureyri. Hef
ég þá tengt þá höfundarnafni mínu
eða ritað undir Jón Gunnar Jónsson
og tekið fyrir þóknun. Gunnarsnafn-
inu bætt við til aðgreiningar frá öðr-
um Jónum Jónssonum. En móðir
mín sagði mér að komið hefði til orða
að ég yrði látinn heita Jón Gunnar
og átti það að minna á afa minn og
ömmu sem hétu Jón og Guðrún. Það
voru móðurforeldrar mínir. En for-
eldrar fóður míns hétu Indriði og
Guðrún. Afarnir voru báðir látnir en
ömmurnar á lífi. Síðasti drengurinn
í barnaflokknum bar þegar Indriða-
nafnið og það varð að ráði að bíða
með Gunnarsnafnið. En það kom síð-
ar, enn voru mörg börn ófædd í húsi
foreldra minna. Og nú er víst nóg
komið af fróðleik um ritmennsku
mína og einkamál. Eftirfarandi vísur
birti ég í Útvarpstíðindum en þar var
ég ritstjóri á stríðsárunum 1940-45
og ennfremur 1952. Ég fékk þær
sendar í bréfi. Höfundur lét sín ekki
getið. Mig grunaði að hann væri bú-
settur við Breiðafjörð en karlinn,
sem um var ort og var látinn svara,
getur hafa verið frá öðrum stað.
Gaman væri nú að fá frekari upplýs-
ingar ef til væru.
Gamaltbréf
Maður er nefndur Erlendur og
kaupfélagsstjórinn hans hét Sigfús.
Líklega er nú hvorugur þeirra ofar
foldu ef þeir hafa þá verið annað en
skáldskapur þess sem sendi mér
bréfið. Best gæti ég trúað því að sami
maður hefði ort allar vísumar. Fyrst
hefur kaupfélagsstjórinn orðið:
Erlendur minn, auðnukarl,
ansa ég beiðni þinni,
þó kreppa bæði og krónufall
kreisti að úttektinni.
Þó um Naustið næði svalt, -
er norðanstormar ganga,
engum verða ætti kalt
undir meyjarvanga.
Ættir þú fyrir utan töf,
af ungmey hafa kynni.
Hitinn er á við hálfa gjöf.
Haltu þig bara inni.
Erlendur svaraði bréfinu svona:
Fékk ég bréf þitt, Fúsi minn,
sem fjallaði um kreppu og gengið.
Hitt er verra, að húsviðinn
hef ég engan fengið.
Heilræðin ég þakka þér,
þau skal hafa í minni.
Góður varstu að gefa mér
gagnið af reynslu þinni.
Kalt er hér á kambi ról
klæðafáum manni,
nema hann hafi húsaskjól
og hita í sínum ranni.
Um því spyr ég, ef að má,
og þú vilt mig fræða:
Kanntu líka listina þá
að lifa án húss og klæða.
Þegar snúum hinsta haust
heim úr jarðlífsveri
öll við setjum upp í naust
ósjófæra kneri.
Á einu merkist munurinn
á mönnum, herrum þjónum:
Hveijir betur baggann sinn
bera þá frá sjónum.
Kjörin lífsins landi á
lát þig ekki hryggja.
Við munum kannski kofa þá,
karl minn, saman byggja.
Einn fyrir mig, ef efni er til,
annan þér til handa.
En til beggja eins ég vil
að öllu leyti vanda.
Efnið ræði ég ekki í bráð,
úr sem smíða megi.
En illa tálgað hárbreitt háð
hæfa tel ég eigi.
Óglöggt lengra eygi ég
út í framtíðina.
Svo ei fleira segi ég,
þótt sitthvað kunni að gruna.
Síðan kveð þig, Sigfús minn,
samt með rýrðu trausti.
Ævinlega er ég þinn,
Erlendur í Nausti.
Þegar ég er að róta í dóti mínu rekst
ég stundum á gamlar vísur sem ég
hef ritað á bækur mínar. Hér er ein:
Þó að milli mín og þín
mörg sig hlykki gata
góður hugur, Marta mín,
myndi ennþá rata.
Konan, sem hér er nefnd, er ná-
frænka mín, nú orðin gömul. Henni
átti ég og á margt að þakka.
Jón úr Vör
i undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport
undraport c
3
a
i
MARKAÐSTORG
GRENSÁSVEGI 14, VIÐ HLIÐINA Á PIZZAHÚSINU
Opiö laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 12-18.
Vefnaðarvara, 150 kr. metrinn.
Þú velur 10 notaðar flíkur, kr. 200.
Kexpakkinn 30 kr.
Kartöflur 60 kr.
Harðfiskur.
Áteknar videospólur, 350 kr.
stykkið, ef þú kaupir 3 saman.
og margt, margt, margt fleira
Andri Lindberg töfra-
maður mætir kl. 15
iaugardag og sunnu-
dag með stórfenglegt
svifatriði á töfrateppi
sem Margrét litla situr
á (ný töfrabrögð).
' íi
i - •’te - .jí
FORNBÓKAMARKAÐUR
800 TITLAR
SJALDGÆFAR BÆKUR
utainK''dor
Kaffi og kökur
Krýsuvíkursamtökin með
stórkostlegan flóamarkað
Aðeins opið um helgar
Pláss kr. 1.900 fyrir notaðar vörur,
2.900 fyrir nýjar vörur - * vsk. ekki innifalinn.
Ókeypis fyrir krakka með leikföng.
PRÚTT - PRÚTT - PRÚTT
ÞESSU MA ENGINN MISSA AF
Pantanir á söluplássi teknar eftir kl. 18 i síma 651426 og um helgar í sima 669502
undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport - undraport 1