Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 14
14 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Umhverfiskeisari á ferð Umhverfisráðuneytið hefur pantað fjörutíu sæti til Rio de Janeiro í einum pakka. Um leið segja talsmenn ráðuneytisins, að ekki sé víst, hversu margir fari. Til- boðsverð í ferðina er þó miðað við þessi íjörutíu sæti, svo að einhver alvara hlýtur að vera að baki tölunnar. Ráð hefur verið fyrir gert, að umhverfisráðstefnan í Rio sé aðeins til undirritunar á skjölum, sem unnið hefur verið að á öðrum fundum, þar á meðal þeim, sem að undanförnu hefur verið í New York. Þar er verið að ljúka við smíði textans, sem undirritaður verður. Þegar sætin ijörutíu voru pöntuð, var ekki búizt við, að seinkun yrði á textasmíðinni. Þau voru því ekki pönt- uð með það í huga, að vinna þyrfti einhver afrek í samn- ingamakki á ráðstefnunni í Rio. Þau voru bara pöntuð sem hlunnindi fyrir embættismenn og maka þeirra. Ekki þarf fjörutíu manns til að ýta á einn hnapp í Rio. Þetta er fyrst og fremst fínimannsfundur, þar sem tugir þjóðarleiðtoga fá tækifæri til að belgja sig út í ræðustól og flytja hjartnæmar umhverfisverndarræður til birtingar í ríkissjónvarpi viðkomandi lands. Það mun taka rúma viku að flytja alla þessa lang- hunda. Ótrúlegt er, að einhver vinna verði að tjaldabaki við að ljúka þeim fáu atriðum, sem enn var ólokið í New York, þegar þessi leiðari var skrifaður. Þegar er búið að afgreiða atriðin, sem varða sérhagsmuni íslands. Ef umhverfisráðherra fer til Rio með fjörutíu manna fylgdarliði eins og rómverskur keisari að fornu, er hann ekki að gera þjóðinni gagn, heldur er hann að bruðla með peninga þjóðar, sem ekki hefur efni á fyrri útgerð sinni í velferðarmálum almennings í landinu. Fjörutíu sæta pöntunin til Rio er dæmi um óstjórn- lega ferðagleði umhverfisráðherra, sem hefur linnulítið verið á flandri síðan hann varð ráðherra. Hann reynir svo að telja fólki trú um, að kostnaður við þetta sé tittl- ingaskítur í samanburði við mikilvægi umhverfismála. í rauninni er ráðherra með ferðum sínum að útvega sér kaupauka, því að ráðstöfunartekjur hans aukast með hverjum degi, sem hann er á ferðalagi. Þótt hann stjórni langminnsta ráðuneytinu, hefur hann komið sér í fremstu röð farfugla ríkisstjórnarinnar. Ferðasukk ráðherrans og hrokavarnir hans í fjörutíu sæta málinu sýna, að hann hefur eins og raunar fleiri stjórnmálamenn misst sjónar á, að hann er einn af mörgum umboðsmönnum smáþjóðar, sem telur aðeins fjórðung milljónar og býr við erfiðan fjárhag. Á sama tíma og starfsmenn ráðuneytisins eru að reyna að selja öðrum ráðuneytum og aðilum úti í bæ þau sæti, sem það hefur ekki mannskap til að fylla, er verið að skera niður heilu deildirnar á sjúkrahúsum og flæma hundruð ungmenna frá langskólanámi. Komið hefur í ljós, að helztu farfuglar ríkisstjórnar- innar ná sér í kaupauka, sem nemur hundruðum þús- unda króna á ári, og sumir ná yfir milljón krónum á ári á þennan hátt. Meðal annars fara sumir þeirra á fundi systurflokka í útlöndum á kostnað almennings. Þjóðin getur sjálfri sér um kennt. Sem umboðsmenn hefur hún valið sér spillta eiginhagsmunamenn, er líta á ráðherradóm sem aðild að herfangi og halda því jafn- vel fram, að kostnaður við bruðlið og fínimannsleikinn sé tittlingaskítur í samanburði við ýmislegt annað. Fjörutíu manna hópferðin til Rio er eðlilegur há- punktur þeirrar stefnu, að ráðherrar séu eins konar keisarar, sem megi leika á hörpu meðan Róm brennur. Jónas Kristjánsson Mannaskipti eftir ólundarkosningar í Frakklandi Héraðsstjórnarkosningar í Frakk- landi hafa leitt til stjórnarskipta í París þótt skipan franska þingsins sé í hvívetna óbreytt. Ástæðan er að stjórnarflokkur sósíalista fór hina mestu hrakfór í kosningun- um, hrapaði niður í 18,3% atkvæða í fyrri umferðinni sem tók til lands- ins alls. Það er næstum helming- stap frá þingkosningunum 1988. Úr því svona fór sá Francois Mit- terrand forseti sig tilneyddan að losa sig við forsætisráðherrann sem hann valdi næstum á eigin spýtur fyrir hálfum ellefta mánuði, Edith Cressoh, fyrstu konuna sem sest á forsætisráöherrastól í Frakk- landi. Frá upphafi átti hún undir högg að sækja. Ýmsir aðrir forustu- menn sósíaÚsta töldu fram hjá sér gengiö. Illkvittnir íhaldsmenn höfðu í frammi glósur um pilsa- veldi eða frilluveldi, án þess þó að geta rennt nokkrum rökum undir aðdróttunina. Cresson sjálf bætti ekki fyrir sér með því að halda uppteknum hætti úr fagráðuneytum með stórum og stundum hvatvíslegum yfirlýsing- um. En utanaðkomandi aðstæður voru henni þó þyngstar í skauti. Þar ber hæst atvinnuleysi, sem er komið hátt í þrjár milljónir eða tí- unda hluta verkfærs fólks. Undir stjórn Pierre Bérégovoy fjármála- ráðherra hefur verðbólga í Frakk- landi komist niður fyrir þá sem er í Þýskalandi, svo að öllu eðlilegu ætti að vera svigrúm til að örva fjárfestingu og atvinnuhf með lækkun vaxta. En eins og nú standa sakir hlyti af að hljótast lækkað gengi frank- ans og fjárflótti úr landi, af því þýski seðlabankinn sér sig nauð- beygðan til að halda háum vöxtum til að sporna við verðbólgu af völd- um fjárstreymis úr ríkissjóði í kjölfar sameiningar Þýskaíands. Afleiðinganna gætir um allt mynt- samflot Evrópubandalagsins og einna mest í Frakklandi. Sameining Þýskalands veldur því einnig að vægi þess vex í Evrópu- samstarfi og á alþjóðavettvangi en áhrif Frakklands rýrna að sama skapi. Lok kalda stríðsins, upp- lausn Varsjárbandalagsins og þverrandi þýðing hernaðarsam- starfsins í NATO, sem af því leiðir, gerir einnig sjálfstæðan hernaðar- mátt Frakklands, sér í lagi kjarna- vopnin, léttvægari en áður á tafl- borði heimsmálanna. Loks er Frakkland að verða syndaselur í togstreitunni sem rík- ir í viðleitni alþjóða viðskiptasam- takanna GATT til aö draga veru- lega úr viöskiptahömlum á ýmsum sviðum. Þar hefur einkum strand- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson að á árekstrum milli fulltrúa EB annars vegar og Bandaríkjanna og kornræktarlanda utan Evrópu hins vegar um frjálsari verslun með búsafurðir. Franskir bændur njóta góðs af sameiginlegri land- búnaðarstefnu EB, þeir eru fjöl- mennir og hafa margoft sýnt að þeir hika ekki við að grípa til óynd- isúrræða. Litiö er þvi á Frakkland sem sérstakan dragbít á málamiðl- un hjá GATT. Mitterrand hefur setið á forseta- stóli Frakklands síðan 1981 og þess þykir tekið að gæta að hann sé ekki jafn snarráður og úrræðagóð- ur og áður fyrr. Þegar við bætist erfitt ástand innanlands og þverr- andi vegur Frakklands á heimsvísu kemur upp með Frökkum leiði og ógeð á gamalkunnum stjórnmála- öflum. I nýafstöðnum kosningum bitnaði þetta ekki aðeins á sósíalist- um heldur einnig bandalagi gömlu hægri- og miðflokkanna, sem missti fimm hundraðshluta frá 1988. Sigurvegarar urðu þjóðernis- sinnaflokkur Jean-Marie Le Pen og tveir flokkar umhverfisvemdar- manna, hver þessara nýgræðinga með á fjórtánda prósent atkvæða. Búist var við að Mitterrand myndi skipta skjótt um forsætis- ráðherra eftir síöari umferð kosn- inganna á sunnudaginn. Það dróst þó fram eftir vikunni, af tveim meginástæðum. Önnur er að for- setinn hefði kosið að fá til stjórnar- forustu Jaques Delors, yflrmann framkvæmdastjórnar EB. Hann nýtur áhts og vindælda og kæmi ferskur til starfsins, ókámaður af innanflokksátökum í langri og stormasamri stjórnarsetu. En Del- ors tók ekki í mál að víkja frá Brussel, benti á aö kjörtímabil sitt stæði út árið og sér bæri skylda til að fylgja eftir vandasömum verk- efnum sem hann hefur hrundið á rekspöl. Þá þykir næsta víst að Delors hafi augastaö á forsetaemb- ættinu sjálfu eftir Mitterrand, en kjörtímabil hans rennur út 1995. Forsætisráðherrastarf viö erfiðar aðstæður er ekki vænlegt þrep að því marki. Niðurstaðan varð að Mitterrand leitaði til Bérégovoy fjármálaráð- herra sem er að undirbúa stjórnar- myndun þegar þetta er skrifað. Hann er annar vinsælasti ráðherr- ann í fráfarandi ríkisstjórn þótt í hans hlut hafi komið að framfylgja aðhaldsstefnu undanfarin ár. Vin- sældir Cresson voru hins vegar komnar niður í tíu af hundraði fyr- ir kosningamar. Fyrir afsögn sína lét hún koma rækilega í ljós aö hún telur sig ómaklega hafa orðið fórnarlamb þeirra skorða sem Mitterrand setti henni við stjórnarmyndunina. Hún fékk ekki framgengt þeirri hug- mynd sinni að hafa ríkisstjórnina fámennan og samstæðan hóp skoð- anasystkina sinna. Þar að auki vora völd Bérégovoy aukin með því að fá honum í hendur iðnaðarmál og utanríkisverslun auk fjármál- anna. Úr því að Cresson kaus að láta af völdum með hurðaskellum, er óhjákvæmilegt að erjur haldi áfram í Sósíalistaflokknum og hefðu sjálfsagt gert það hvort eð var en ef til vill á lægri nótum. Michel Rochard, forsætisráðherra á undan henni og gamall keppi- nautur Mitterrands, dregur ekki dul á að hann keppir að því að verða í forsetaframboði 1995. Framundan eru þingkosningar í Frakklandi 1993. Miðað við kosn- ingaúrslitin nú getur bandalag hægri- og miðjuflokka gert sér von- ir um hreinan meirihluta á þingi, af því að um meirihlutakosningar er að ræða í tveim umferðum í ein- menniskjördæmum. Sá kvittur hefur lengi verið á kreiki að Mitt- errand ráðgeri að leggja til breyt- ingu á kosningalögunum og taka upp hlutfallskosningar. Slíkt hefði í för með sér að smærri flokkar fengju þingstyrk í samræmi við kjörfylgi sitt og yki möguleika sós- íalista á að koma saman stjórnhæf- um meirihluta með umhverfis- verndarmönnum og einhverjum miðjuhópum. Önnur hugsanleg breyting, sem Mitterrand hefur orðað opinber- lega, er aö stytta kjörtímabil for- seta niður í fimm ár úr sjö. Þetta skilja ýmsir svo að eftir slíka breyt- ingu myndi hann láta af embætti 1993. Þannig að þing- og forseta- kosningar gætu farið fram í senn. Magnús T. Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.